Vísir - 07.10.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 07.10.1959, Blaðsíða 3
Miðvikudaginri 7. október 1959 V í S I R Þær biöu aftökunar í básum íyrir utan aftökustað. Þarná lágu þær, greyin, ró- legar, jórtrandi og biðu þess a'5 niega þjóna ættjörðinni. Þær vissu ekkert urn hæstaréttar-, dóminn í fyrradag, enda var þeim víst alveg sama um hvort kílóið yrði eitthvað dýrara. Þær vissu ekki einu sinni hvað •kíló var. • Já, þeim virtist líða prýði- lega, og sjaldan hefi ég vaðið í gegnum jafn rólegan kinda- hóp, sem þar. Ekki einu sinni eitt jarm. Lágu þarna í básnum og flatmöguðu, og nenntu ekki að standa upp fyrir mér, og þó er ég næstum viss um að þær hafa aldrei séð blaðamann áður. En þær þurftu heldur engu að kvíða. Þeirra framtið var ráð- in. Fíáning á færibandi. Nýjasta aðferðin — og vafalaust miklu betri. 0 •• Kindur — kindur — kindur — allsstaðar, hvert, sem auga var litið. Allir Iiíir, bæði kyn, allur aldur, — bæði dauðar og lifaiidi. Hliitar af kindum, hausar, lappir, vambir, garnir, gærur, skrokkar, lifur og nýru. Byssur og hnífar á lofti, b!óð í stríðum straumum, gufa, gor- lykt og garnagaul. Jarmur. Skothvellir. Brostin. augu. BIossi — og aftur blossi. , Ég segi alveg satt. Þið trúið því ef til vill ekki hvað þær voru rólégar, svo ég hugsaði jnér að sannfæra ykkur. Sjáið þið bara hrútinn á myndinni. Hann er næstur. . Böðullinn er búinn að taka i lifandi skepna, sem aðeins O-Ia-go. 1 Ég vil ekki scgja .... sveitamenn höfðu áhuga á. j Þess vegna langaði mig ekk- j Aðstoðarmaðurinn skutlaði Hann hét máske Móri, Stjarni ert til að sjá kindur skotnar. skrokknum (því nú heitir það eða Dorri. Hver veit? Og eig-^En nú er ég orðinn fullorðinn. ■ ekki lengur kind) upp á borð, andinn hugsaði um hann eins ^BIaðamaður þar að auki, og á sem var rétt við hliðina. Hinu og hann ætti hann sjálfur, allt ekki' að láta mér allt fyrir 'megin stóð maður með brugð- fram á hinztu stund. Svo þurfti brjósti brenna, svo ég .... inn bníf ...... að gera hann girnilegan í aug- j O-la-go. Nei, annars. Það er bezt ég um kauppstaðarbúans, svo hann Og úr því að ég er að, þessu segi ykkur ekki frá þessu, því hornin á honum, og ljósmynd- arinn smellir af. • Það kemur blossi frá mynda- vélinni — og hrúturinn er ó- dauðlegur! Á næsta augnabliki kemur blossi úr byssunni — og hrút- prinn er dauður! Eftir eina mínútu tókum við aðra mynd af hrútnum, og enn er hann jafn rólegur, — því nú getur hann ekki annað, og enn er hann ódauðlegur. En nú er hausinn bara haus. Hann er ekki lengur hrútur. Bráðum verður hann aðeins svið. Síðasta augnablikið í lífi hans. Þeir slára 450 á dag. Þarna hefur orðið mikil breyting á. Fyrst var hrúturinn vildi kaupa hann, og hvað var þá til bragðs? Hvernig hrút vilja kaupstaðarbúa eiga? Jú. Hauslausan. Þess vegna var af honum fjarlægður hausinn, og því verður ekki við bjargað héðan af. Kannske ert þú ein- mitt núna að sleikja á honum kjúkurnar, og smjatta hátt og hátíðlega. Hver veit. „Hve margar kindur deyja hér á dag?“ spyr ég, og er hreykinn af að þekkja kind frá kú. „Það er r.ú ekki mikið, borið saman við það, sem áður var. Nú slátrum við svona 450 stykkjum á dag.“ Skot. „Hvað var þetta?“ „Meira kjöt.“ Einu sinni, þegar ég var lít- ill, svonu 10—12 ára, var ég látinn halda kind, á meðan hún sett stórt ílát undir hálsinn á henni, og ég mátti aldeilis eiga von á góðu, ef eitthvað fór ut- anhjá af blóði. Eg stóðst raun- ina á meðan þrjár kindur voru skornar. Svo gafst ég upp. Einu sinni sá ég hana höggv- inn, og hann flaug yfir hús hauslaus. í annað sinn sá ég belju drepna. Það var revnt þrisvar sinnum við hana mcð helgrímu, en alltaf stóð hún upp aftur. Þá gafst sjálfur slátrarinn upp. Fullorðna fólkið fór að hvíslast á. Allt i einu tók pabbi á hlaup heim. Að vörmu spori kom hann aftur með gamla skamm- byssu, sem hann átti, og drap aumingja kúna með einu skoti. Þá var hún farin að síga í lapp- irnar. — Og svo sá ég kötturn drekkt í poka. á annað borð, þá er eins gott að vera ekki með neitt bölvað hálf-kák. Þess vegna stillti ég mér upp við hliðina á skot- manninum, og bjóst til að horfa á aðfarirnar. — Jarmandi kind- ur, miskunnarlausa og hastar- lega mannhróka, hníf á lofti, blóð í allar áttir, hróp og köll....... En það fór á annan veg. Kindagreyin kepptust um að komast sem fyrst að hliðinU, þar sem þeim var hleypt út í dauðann. Þar stóð maður, sem tók i hornin á þeim — eð*a hausinn ef horn voru ekki til, og um leið og hann náði taki á þeim, skellti hann byssunni á ennið — og skotið reið af. Eg horfði framan í nokkrar kindur, sem áttu leið þarna framhjá. Ég horfði í augun á þeim. Iiorfði í augun á nokkrum allan tímann. Ég get ekki sagt að ég hafi séð eða orðdð var við neinn þjáningarsvip, eða ótta. Það var ekki ólíkt því, þegar góð- ir samborgarar standa í bið- röð við bíódyr, og þeim er skyndilega ýtt til hliðar. Dálítil undrun og ef til vill örlítill neisti af reiði. Augun uppglennt .... Skotið ríður af .... Og augun missa allan svip. Alveg eins og sagt er í skáld- sögunum. Brostin augu. Og það á einu augnabliki. Fæturnir gefa eftir, og ef aðstoðar- maður hefði ekki gripið kind- inda umsvifalaust, hefði hún dottið þegar á gólfið. Steindauð. það var það eina, sem tók á taugarnar í mér. Þó voru þær steindauðar, greyin. Enn langar mig samt til að segja frá. Þegar búið var að skera þær á háls, lágu þær grafkyrrar. Alveg eins og skotnar. Eftir svo sem fimmtán sekúntur, fóru þær að sprikla öllum öng- um, eins og þær ættu lífið að leysa........ Allar í röð. Fyrst þessi, svo hin, og svo framvegis, alveg í þeirri röð, sem þær voru skotn- ar. „Hvað er að sjá þetta. Eru skepnurnar lifandi?" „O-nei. Ekki aldeilis. Þetta skeður alltaf, þegar þeim er að blæða út. Taugakipringur. Öruggt að þær eru algjörlega meðvitundarlausar.“ Og svona gengur það — dag eftir dag. Alla sláturtíðina. Og á þessu lifum við. Þetta rífumst við um. Kostar þetta nokkrum krónum eða aurum meira en í fyrra? Sama verð. Nei, ég vil fá meira .... Ég vil ekki borga svona mikið........ Svo kemur færibandið. Ný aðferð. „Þetta er alveg ný fláningar- aðferð. Það er í fyrsta skipti, sem þessi aðferð er notuð. Það var norskur maður, sem kenndi okkur þessa aðferð, og ég er sannfærður um að hún á eftir að ryðja sér til rúms hér á landi. Hún hefur svo marga kosti til að bera.“ „Eins og t. d. hvað? „Áður fyrr tók einn maður hvern skrokk, og fláði hann að öllu leyti. Hér eru skrokk- arnir settir á færiband, og hver 3 ' maður gerir aðeins sitt af- markaða verk. Fyrsti maðurinn tekur af fætur, ristir fyrir og losar bringu. Annar losar af kvið, bógum' og aftur í nára beggja vegna. Þriðji hreins. ar klofið með hpíf og. ristir aftr ur úr að dindli, sá fjórði losar alveg af lærum. Losar enda- görn og bindur fyrir. Síðan er skrokknum. lyf t upp. í gálga, og þar er gæran losuð alveg af. ■ „Hver er kosturinn við þessa aðferð?“ „Fyrst og fremst sá, að kjötið verður miklu betra. Það fær miklu minni meðhöndlun, og aðferðin er öll hreinlegri. Sjáðu nú hér til dæmis. Þú sérð hvergi blóð hérna á hólfinu, nema máske rétt undir gálgan- um, þar sem skrokkurinn er hengdur upp. Ekkert blóð kem- ur í gæruna. -Skrokkurinn þarf svo til engan þvott, og það hef- jur mikið að segja upp á gæði 'kjötsins. Skrokkurinn er síðan settur strax í frystingu, og því minna vatn, sem hefur komið í og á hann, því betri verður hann.“ Mikið rétt. Skrokkurinn hékk þarna skyndilega uppi á gálga. Sami skrokkurinn og við höfð- um séð rétt áður í fullu fjörL Hrúturinn, sem þið sjáið mynd- irnar af hérna í blaðinu. Áður en ég gat áttað mig var hrúturinn kominn inn í frysti- hús. Stimpluð merki. Hreinn og fallegur. Girnileg- ^ur á kaupstaðabúavísu. Feitur og sællegur. Hingað og þangað á skrokkinn var stimplað merki, og stóð á því „1“. I „Hvað þýðir þetta?“ j „Þetta er merki, sem dýra- læknir, Sigurður Hlíðar, setur já alla skrokka, sem eru fyrsta flokks vara, séð frá heilbrigðis- legu sjónarmiði. Þér er alveg óhætt að eta þennan srokk.“ „Gerir læknirinn þetta sjálf- ur?“ | „Hann sjálfur í eigin per- sónu.“ „Hefur hann ekki fulltrúa til að framkvæma þetta?“ „Fulltrúa, eða fulltrúa ekki. Þetta hefur hann gert sjálfur í eigin persónu í fjölmörg ár. Alltaf sjálfur.11 „Svo er spald á skrokknum. Hvað þýðir það?“ „1., 2. eða 3. flokkur." „Sem þýðir?“ „Mat á gæðum kjötsins. Að vísu eru fyrsti og annar flokkur Nú er mcsti virðulejkinn horfinn. í sama verðflokki. Sá mismun- ur er aðeins gerður til að benda bændura á hvað þeir gætu bet- Framh. á 10 síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.