Vísir - 08.10.1959, Blaðsíða 4
< ,::í .>•.
ii«|
VIBIB
Fimmtudaginn 8. október 1959
Ástralskt morömál
vekur heimsathygl
Aftöku blökkumanns frestað 7 sinnutn
á 10 mánuðum, en dóminum loks breytt
í ævilangt fangelsi.
Astralskur blökkumaður, af
t’rumbyggjastofni, var sekur
t'undinn um hroðalegt morð á
9 ára telpu. Hann var dæmdur
til lífláts, en aftökunni frestað
sjö sinnum. Um ekkert morð-
mál í sögu Ástralíu, hafa aðrar
eins deilur risið, og má segja,
að það hafi skipt þjóðinni í tvo
flokka. Liflátsdóminum Iiefur
nú verið breytt í ævilangt
fangelsi, að því er fregnir í
gær hermdu.
Brezkur blaðamaður, Steven-
son Pugh, hefur kynnt sér þetta
mál frá rótum, og fer hér á eftir
irásögn hans, nokkuð stytt:
Hroðalegt morð var framið í
óhreinum helli á hinni sólbök-
uðu strönd við Ástralíuvíkina
miklu (The Great Australian
Bight), um 800 km. frá borg-
inni Adelaide. — Á nöktum
klettum, sem gnæfa þarna yfir
sjóinn, stendur þorpið Ceduna.
>ar bjuggu menn sig undir að
skemmta sér sem bezt laugar-
dagskvöld nokkurt, en tæki-
iæri til slíks eru ótíð á þessum
slóðum. Tilefnið var koma bíla-
lestar farandsala, sem ferðast
yfir 20.000 km. á ári milli
blikkahúsa-þorpa frumbyggj-
snna.
Áður en skemmtaninni lauk,
seint um kvöldið, fannst lík
telpunnar í hellinum, hroða-
]ega leikið. Óþarft er að lýsa
nánara þeim hryllilega atburði,
sem þarna hafði gerst. Hún var
með fegurstu þörnum þorpsins.
Kú er nafn hennar gleymt
■víðast — nema í Ceduna.
iMorðrannsóknin
skipti þjóðinni í
tvær fylkingar.
Aldrei hafa slíkar deilur
íð meðal áströlsku þjóðarin
.sem þessi deila. Ekkert :
hefur vakið eins þjóðars.
vizkuna. Víða eru góðir gra
ar nú fjandmenn. Og það, s
verra er, traust fjölda mann
almennum lögum og réttarf
hefir bilað. Þessar deilur h
staðið í um 10 mánuði eða
frá því að kalla, er morðið
framið.
Rupert Max Stuart, 27 ;
af frumbyggjastofni að '
var sakaður um morðið, se
fundinn og dæmdur til he
ingar. Sjö sinnum var aft
unni frestað. Atvinna hans
■að láta lumbra á sér á hn<
leikasýningum í blikkborg
um. Konunglegri nefnd
3oks falin rannsókn máls
Ilún átti að komast til bc
urn mörg vafaatriði, varða
meðferð þess, hvort farið hi
verið að lögum, en Stu
mörgum gleymdur, sat í k!
hinna dauðadæmdu og t
meðan reynt var að greiða
■öllum flækjum, og deilt var um
Jandið þvert og endilangt.
IV’ar liann sekur?
Var hann sekur? Misþyrmdi
lögreglan honum? Var réttar-
rannsóknin heiðarleg í hans
garð? Þessum og fleiri spurn-
ingum varð að svara. Það er
sannleikanum samkvæmt, að
kunnir lögfræðingar, stjórn-
málamenn og kirkjunnar menn
geta ekki leynt því, að hendur
þeirra eru flekkaðar, eftir allt
sem í ljós hefur nú komið um
misfellur á framkvæmd laga,
um stjórnmálaspillingu og lög-
regluna.
Nokkrar staðreyndir:
Daginn eftir að lík barnsins
fannst kom unglingur, ólæs og
skrifandi, sem hafði glæpaferil
að baki, og tjáði lögreglunni,
að Stuart væri hinn seki. Hann
heitir Allen Moir — og var síð-
ar skráður hjá rannsóknar-
nefndinni sem grunsamlegur,
ef sakleysi Stuart sannaðist.
Sex lögreglumenn frá Adel-
aide handtóku Stuart — og
eftir IV2 klst. lögðu þeir fram
1500 orða skjal, játningu hans
um nauðgun og morð. Á grunni
þessarar játningar var málið
tekið fyrir og Stuart dæmdur
til lífláts, þótt hann mætti
aldrei sjálfur í réttinum.
Lögfræðingur, sem tekur að
sér mál fátækra manna, Sulli-
van að nafni, var nú fenginn til
þess af lögfræðingafélagi Suður
Ástralíu, að taka málið að sér,
en Sullivan hafði sannfærst um
sakleysi Stuarts. Sullivan skaut
málinu án árangurs til Hæsta-
réttar, og til Ríkisráðsins, sem
kemur fram fyrir hönd þjóð-
höfðingjans, sem er Elisabet
drottning í Lundúnum.
Þá er þess að geta, að síra
Thomas Dixon, sem talar mál-
lýzku frumbyggjanna, en hann
talaði við Stuart í klefa hans,
sannfærðist um sakleysi hans.
Hálf álstralska þjóðin aðhyllt-
ist skoðanir hans.
Hinn helmingurinn.
Hinn helmingurinn með ráð-
andi stjórnmálamenn, dómara,
lögfræðinga flesta og lögreglu,
í fararbroddi, hélt því fram, að
Stuart væri slunginn og út-
smoginn, hefði afbrotaferil að
baki, þeirra meðal verið dæmd-
ur fyrir kynferðisafbrot, þó
smávægileg. —
Sjálfur hefur Stuart sem er
ólæs og óskrifandi ekkert sagt,
nema það sem fór milli hans
og Dixons, sem nú lagði upp í
1500 mílna ferðalag, studdur
af fréttablaði í Adelaide, til
þess að leita að farandsala-
lestinni, í von um að komast
að einhverju, er leiddi sakleysi
Stuarts í ljós.
Hann aflaði órækra sann-
ana fyrir því, að Stuart var
að starfi á þeirri stundu, sem
lögreglan telur, að morðið
hafi verið framið á.
Ríkisráðið.
Ríkisráðið (Privy Council)
hvikaði ekki frá sektardómin-
um og höfnun á áfrýjunar-
beiðnum, sem fram voru þó
iagðar á grundvelli venjulega
(Common Law), en ákvörðun
þeirri, sem tekin var í London,
fylgdi sú athugasemd, að sum
atriði varðandi réttarrannsókn-
ina væru athugunarefni fyrir
stjóm Suður-Ástralíu.
Venjulega mundi hafa
verið litið á þetta sem
greinilega bendingu til Sir Suður-Ástralíu
Thomas Playford, um 21 árs
skeið forsætisráðherra Suð-
ur-Ástralíu, um að breyta
líflátsdóminum í nafni
drottningar í ævilangt fang-
Rubert Max Stuart.
Játningin
var fölsuð.
Hann tók ekki þessari bend-
ingu, en furðulega stór og
gagnrýanandi hluti almennings,
skildi þetta á annan hátt. Hafin
var ný sókn með röggsamlegum
stuðningi blaða, og var nú mjög
dregið í efa, að réttarfarið í
landinu væri slíkt sem skyldi,
og beindist gágnrýnin mjög að
mönnum á hærri stöðum, ekki
sízt yfirstjórn dómsmálanna og
hinum aldraða hæstaréttar-
dómara, Mellis Napier, sem
verið hefur -forseti hæstaréttar
16 ár.
Krafist var rannsóknar á
framkomu og aðferðum lög-
reglunnar, sem var sökuð
um að hafa falsað játningu
Stuarts. Það var þá sem hinn
elsi.
65 ára gamli Sir Thomas
Hér sjáum við uppfinningamanninn, Francis Bacon, þann er fann upp eldsneytisselluna. Sam-
kvæmt fregnum er borizt hafa af uppfinningunni, munu hér vera um að ræða mjög athyglis-
vert tæki, en það framleiðir stöðugt rafmagn við hjáíp vatnsefnis og súrefnis, sem blásið er í
það. Tækið framleiðir það mikið rafmagn, að hægt mun að nota það til að knýja bifreiðar og
eimreiðir. Tilraunir liófust þegar árið 1932, en fyrst nú hefur tekizt að gera tækið nothæft.
neyddist til að láta undan.
Hann skipaði konunglega
rannsóknarnefnd, en gerði
Napier að formanni hennar
og lét Reed dómara, sexn
hafði dæmt Stuart fá sæti í
nefndinni.
OIíu hellt í eld.
Þetta var sem að hella olíu
í eld. Nefndin hafði setið að
störfum aðeins viku, er einn
nefndarmanna, Jack Quand,
kgl. lögfræðingur, sem varið
hafði Stuart, gekk af nefndar-
fundi, vegna afskipta Napiers
af hvernig hann yfirheyrði lög-
regluvitni.
Nefndln frestaði fundum, þar
til málið yrði tekið fyrir nú
eftir mánaðamótin, en hvort
sem Stuart verður hengdur,
náðaður eða dóminum breytt,
munu ekki hjaðna kröfurnar
um að farið verði að hefðbund-
um skráðum og óskráðum lög-
um um meðferð mála. Það er
ekki sízt það, sem mikill fjöldi
manna í Ástralíu berst fyrir, og
þeim sökum ekki sízt er
fylgst með málinu um allt
Bretaveldi og víðar. Það var
ekki og er ekki Stuart einn,
sem er í tölu sakborninga.
Nú hefur dóminum verið
breytt, sem í upphafi var sagt,
— en er málinu þar með lokið?
Tímarit um íslenzka
malfræii.
Vísi hefur borizt fregn um
útgáfu nýs tímarits, er fjallar
sérstaklega um íslenzka mál-
fræði. Útgefandur eru Félag ís-
lenzka fræða og Bókaútgáfa
Menningarsjóðs.
Ritið verður á íslenzku, en
með sumum greinum verður
stuttur útdráttur á erlendu
máli vegna útlendra fræði-
manna, sem eru seinlæsir á ís-
lenzku. Því er ætlað að fjalla
um sem flesta þætti íslenzkrar
tungu og málvísinda almennt,
framburð, stíl- og setninga-
fræði, merkingafræði, beyging-
ar, málssögu, útbreiðslu ein-
stakra orða, orðmynda eða
merkinga, o. s. frv.
Ritið verður nefnt Lingua
Islandica — íslenzk tunga, og
er gert ráð fyrir að eitt hefti
(100—160 bls.) komi út árlega.
Fyrsta hefti ritsins, um 100
bls., kemur út í haust. Þar
verða m. a. ritgerðir um sögu
íslenzkrar stafsetningar (Jón
Aðalsteinn Jónssoncand.mag,),
um framburðinn rd. fd, gd, t. d.
bardi, hafdi, sagdi fyrir barði
hafði, sagði (Ásgeir Blöndal
Magnússon candí mag.), um
boðhátt liðinnar tíðar (dr. Stef
án Einarsson prófessor) og um
áhrifsbreytingar í íslenzku (dr.
Hreinn Benediktsson próf.). Þá
birtist þar andmælaræða dr.
Jakobs Benediktssonar við
doktorsvörn Haralds Matthías-
sonar fyrir rit hans um setn-
ingaform og stíl (30. ma s.l. í
Háskóla íslands), svo og rit-
fregnir og þættir um útbreiðslu
og merkingu einstakra orða og
orðasambanda, sem starfsmenn
Orðabókar Háskólans annast.
Dr. Hreinn Benediktsson pró-
fossor hefur tekið að sér rit-
stjóri tímaritsins.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
Hverfisgötu 21, tekur á móti á-
skriftum.
I