Vísir - 15.10.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 15.10.1959, Blaðsíða 11
’Tímmtúdaginii' 15. ó'któber Í959 . _1 _ "VÍSIK Morris sendiferðabifreið 14 tonn, módel ‘55 til sölu. Bílinn er ný standsettur, með nýja vél og gírkassa, allur klæddur innan. Allt nýtt í undir- vagni. — Verðtilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir laugardag merkt: „Morris 1955“. SOTEYÐIR fyrir olíukynditæki. MOLYSPEED fyrir bifreiðar og benzínvélar. SMYRILL, húsi Sameinaða, sími 1-22-60. Námsflokkar Reykjavíkur Viðtalstími skólastjóra kl. 6 til 7 s.d. í síma 34148. Fyrirspurnum ennfremur svaraði í Miðbæjarbarnaskólanum kl. 7,30 til 9 s.d. Skólastjóri. MUNIÐ aB gera skíi í happdrættlnu skrifstofan er opin dagíega frá kl. 9 til 6 sínti 17104 ri&nxmwiX’&Mii TILKYNNING um Eágmarksverð á úrgangi úr karfa af togurum til fiskimjölsverksmiðja Lágmarksverð á úrgangi úr karfa af togurum hafa verið ákveðm, eins og hér segir: 1. Verksmiðjur, sem ánð 1958 framleicldu meira en 1500 tonn af kárfamjöli, skulu greiða fyrir hvert kíló af karfaúrgangi 96,5 aura, en 100 aura fyrir hvert kíló af óunnum karfa. 2. Verksmiðjur, sem ánð 1958 framleiddu 701 — 1500 tonn af karíamjöli, skulu greiða fyrir hvert kíló af karfaúrgangi 84,5 aura, en 88 aura fyrir hvert kíló af óunnum karfa. 3. Verksmiðjur, sem ánð 1958 framleiddu 700 tonn og minna af karfamjöli, skulu greiða fyrir hvert kíló af karfaúrgangi 81,5 aura, en 85 aura fyrir hvert kíló af óunnum karfa. Lágmarksverð þessi miðast við karfaúrgang, kom- mn í þrær verksmiðjanna. Ef fiskimjölsverksmiðjur skirrast við að greiða lágmarksverð þessi, verða útflutnmgsbætur ekki greiddar á afurðir þeirra. Lágmarksverð þessi gilda frá 1. janúar 1959, unz annað verður ákveðið. OTFLUTNINGSSjÓÐUR. * Oska eftii* stúlkn eða konu til að sjá um heimilí. Vinn sjálf úti. Get látið í té afnot af íbúð. — Uppl. á Bergsstaðastræti 46, eftir kl. 7. Hólmfríður Eyjólfsdóttir. Lögmannafélag íslands Félagsfundur verður haldinn í Tjarnarcafé, uppi, föstudag- inn 16. október kl. 5 s.d. Dagskrá: Félagsmál. Borðhald eftir fund. Stjórnin. Frá Siglufirði - Framh. af 4. síðu. námi og prófi, sem handavinnu- kennari. Við skólasetninguna var fjölmenni, enda hafa Sigl- firðingar mikið dálæti á þess- ágætu stofnun, sem stjórnað er af hinum skyldurækna og áhugasama skólastjóra með mikilli prýði. Heimsókn leikara. 24. september kom hingað leikflokkur frá Bandalagi ís- lenzkra leikfélaga og sýndi norzka gamanleikinn Brúðkaup Baldvins. Þessi leikur var sýnd- ur á Austur- og Norðurlandi í september undir ágætri leik- stjórnfrú Þóru Borg. Húsið var þétt skipað og leik- urum mjög vel tekið. Efni leiks þessa er fremur veigalítið og ekki verðugt þess að farið sé með það um byggðir landsins. Er til þess mælzt að næsta leikrit, sem Bandalagið fer með í leikför verði Vandaðra og upp- byggilegra. Leikfélag Siglufjarðar. Hefur haldið uppi öflugri starfsemi undanfarin ár. f fyrra vetur sýndi það hið gamla Og góða leikrit Lénharð fógeta eftir Einar H. Kvaran. Nú er leikfélagið í þann mund að hefja vetrarstarfið með æfing- um á leikriti A. J. Cronins Júpiter hlær. Leikstjóri verður Ævar R Kvaran, einn af ágæt- ustu leikurum Þjóðleikhússins. Ævar mun einnig halda hér námskeið í framsögn og öðru því er að leiklist lítur, eftir þv' sem tími vinnst til Leikfélagið hvetur ungt fólk til þess að nota sér þetta góða tækifæri til þess að kynnast leiklist uhdir handleiðslu þessa viðurkennda kennara. Þ.R.J. ustu leikurum landsins. Æskulyðsfundur Heimdallar i kvöld HeÍEidalkr F.U.S. heldur æskulýðsfund í kvöld í Sjálístæðishúsinu kl. 8,30 e.h. RæSumenn á fundinum verða: Pétúr SigurSáson, sjómaður. Hö'rSúr Einarsson, stucl. jur. Ragnhildur Helgadótíir, alþingismaSur. Þórour öskarsson, verzlunarskólanemi. Guðmundur H. GarSarsson, viðskiptafræðingur. Ölafur DavíSsson, menntaskólanemi. Katrín Hákonardóttir, verzlunarstúlka. Birgir ísl. Gunnarsson, stud. jur. Geir Hallgrímsson, formaSur S.U.S. Fundarstjóri: Baldvin Tryggvason, form. Heimdallar. Reykvíkingar ffölmennið á fundinn annað kvölti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.