Vísir - 15.10.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 15.10.1959, Blaðsíða 7
•Fimmtudaginn 15. október 1959 :VtSIB KOMMÚNISTAR ERU SKELFDIR. Peir sjá fram á fylgishrun, sem ekki er unnf að sföðva. Kommúnistar eru hræddir við kosningarnar. Þeir búast við úframhaldandi fylgistapi. Kosningarnar í sumar leiddu ótvírætt í Ijós, að þeim fer fjölgandi, sem átta sig á því, að kommún- isminn er meinsemd í þjóðfélaginu. Blöð kommúnista eru að vísu að reyna að stappa stál- inu í þá, sem enn fylgja þeim og láta mannalega yfir því, að flokkurinn muni auka fylgi sitt. Ljóst er samt af þessum skrifum, að höfundar 'þeirra trúa þessu ekki sjálfir, enda vita þeir að fylgið fer þverrandi. Það væri líka furðulegt, ef kommúnistar bættu við sig kjósendum. Flokkurinn hefur ekki um óralangan tíma borið fram eitt einasta mál, sem til þjóðþrifa horfir. Allar tillögur og frumvörp, sem kommúnistar bera fram á Alþingi eru sýnd- arplögg, sem ekki er hægt að samþykkja, enda aðeins borin fram til þess að reyna að skapa glundroða. Hinn eilífi söngur Þjóð- viljans um „auðvald og arð- rán“ er löngu orðin útspiluð plata. Hvergi 1 heiminum eru kjör manna jafnari en liér á Islandi. Hér eru engir öreigar í beirri merkingu, sem lögð er í hliðstæð orð á öðrum tungum. Allir sem liér vilja vinna, geta haft atvinnu. Hér er hví enginn grundvöllur fvrir kommún- isma og bess vegna hlýtur liann að hverfa úr sögunni að mestu, eins og í öðrum menningarlöndum. í Þjóðviljanum á þriðjudag- inn var löng árásargrein á Sjálfstæðisflokkinn fyrir stefnu hans í skattamálum, því vitan- lega þykjast kommúnistar vita betur í því máli eins og öðrurn. Það er að dómi kommúnista ósvífin árás á hagsmuni „al- þýðunnar“, að: Endurskoðun fari fram á lög- um um skatta, tolla og útsvör, með það fyrir augum, að tryggja jafnrétti skattþegna og að skattar á eyðslu komi í stað tekjuskatts og útsvara, eftir því sem fært er. Að sérstök áherzla verði lögð á að hlúa að allri sparn- aðarviðleitni og örvuð myndun innlends fjármags. Að við endurskoðun skatta- kerfisins verði haft hugfast, að atvinnurekendum verði gert mögulegt að mynda eigið fjár- magn til endurnýjunar og aukningar atvinnutækjum. Auðséð er að höfundur þess- arar Þjóðviljagreinar telur sig ekki eiga nógu sterk orð til þess að lýsa þeirri ósvífni, sem ráðast fyrst að og reyna að veikja sem mest, því að þeg- ar þær bresta er þjóðskipu- lagið hrunið. Það sem kcmmúnistinn, sem skrifar fyrrnefnda grein, býður upp á í staðinn, er þjóðnýting allra stórra atvinnu- og inn- flutningsfyrirtækja og bank- anna, m. ö. o. sá gamli fagn- aðarboðskapur sósialismans, að eng'inn einstaklingur megi eiga I neitt, heldur skuli allt vera eign ríkisins og þar á meðal fólkið sjálft. En vilja þá hagfræðingar Þióðviljans svara þessum spurningum: Hvernig stendur á því, að þar sem kommúnistar hafa náð völdum og komið á sínu efnahagskerfi, ei”.; lífskjör almennings miklu verri en í vestrænum löndum, sem búa við það sem þeir kalla auð- 1 valdsskipulag? Það er tileangsiaust fyrir Þjóðviljamenn að neita þessari staðreynd, hún er alkunn um allan heim. Hver sem ferðast með opin augu um þessi lönd, getur séð þetta sjálfur, og íjöidi fólks um heim allan hef- ur snúið baki við kommúnism- anum þegar það hefur séð þetta sjáift. Hvernig stendur t.d. á því, að í Tékkóslóvakíu skuli nú ríkja fátækt og jafnvel örbirgð mið- að við þau kjör, sem þjóðin bjó við áður en kommúnistar komust þar til valda? Hvernig stendur á því, að nauðsynlegt er talið að af- nema málfrelsi og prent- frelsi í ríkjum kommúnista? Hvers vegna má ekki gagn- rýna gerðir ríkisvaldsins 'þar, eins og kommúnistar telja sjálfsagt og eðlilegt að þeim sé leyft meðan þeir eru í minnihluta? Meiri hluti Islendinga er svo upplýst fólk, að það hlýtur að sjá að eitthvað sr bogið við kenningar kommúnista, og til allrar hamingju fyrir alda og óborna hafa þeir nú lifað hér sitt fegursta og fylgið hrynur af þeim með hverju árinu sem líður. . Málverkasýning Jóns B. Jónassonar á Freyjugötu. felist í því, að vilja örva mynd- un innlends fjármagns og gera atvinnurekendum kleift að endurnýja atvinnutækin. I því þjóðskipulagi sem við Islendingar búum við eru hetta hvorttveggja svo sjálfsagðir hlutir, að enginn ^ ágreiningur ætti að vera um þá milli þeirra, sem elckij vilja hetta þjóðskipulag feigt. Hinsvegar er hetta tvennt, þær máttarstoðir, er kommúnistar allra landa Jón B. Jónsson sýnir þessa dagana 20 olíumálverk í Sýn- ingarsal Asmundar Sveinsson- ar við Freyjugötu. Það eru tvö ár síðan Jón sýndi síðast. — Það fyrsta sem vekur athygli manns þegar iit- azt er um á sýningunni, er hve mikið myndir Jóns hafa breytzt, og ekki síður hvað miklum framíorum listamaðurinn hefir náð á tveim árum. Þessar nýju myndir eru flestar geometriskar og ein- faldar í byggingu, stundum næstum symmetriskar. Lista- maðurinn leitast við að ná á- hrifum og gæða myndflötinn lífi í hreinum, hringlaga og fer- hyrndum formum, hann notar hástemmda (sterka) liti, sem auka mjög á spennuna í form- inu. Myndirnar eru misjafnar að gæðum, nokkrar þeirra virð- ast vera tilraunaflokkar, þar sem sarna hugmynd er notuð á mismunandi hátt í tveimur, þremur myndum. Þar sem bez hefir tekizt get eg ekki betu: séð, en árangurinn sé mjög at- hyglisverður, til dæmis mync nr.4 og mynd nr. 7. Myndirnar eru mjög vand- virknislega unnar og snyrti- lega frá þeim gengið, endí krefst stíllinn góðs hand- bragðs. Felix. Nýr ambassador Rússa í Peking. Chervenkov, fyrrv. formaður Kommúnistaflokks Ukrainu, hefur verið skipaður ambassa- dor Sovétríkjanna í Peking. Hvaða starf Yudin, sem gegnt hefur starfinu, fær, er ekki kunnugt. — Þessi skipti á am- bassadorum vekja að sjálfsögðu mikla athygli, þar sem þau gerast svo skömmu eftir heim- sókn Krúsévs til Peking sem reynd ber vitni. Verr farið en heima setið — Framh. af 1. síðu. go suia —- (§uiq; jo jjos pssn ,,við vitum, að þið eruð með ckkur piltar, látið ekki togara- eigendur óta ykkur áfram — sem — sagt þetta vanalega.“ Skuggalegur tilgangur. Þá gat Sir Farndale þess, að ísland hefði gengist fyrir heimsóknum valdra frétta- manna frá erlendum blöðum og fréttastofnunum. — Einn spyrjenda spurði Sir Farndale um orsök þessí að hann væri að ympra á þessu þarna (það kom í Ijós, að spyrjandinn var einn hinna erlendu blaða- V manna, sem boðið hafði verið til íslands). „Eruð þér að gefa í skyn, að þetta boð hafi verið gert í skuggaiegum tilgangi (sinister)?“ „Forseti Sambands brezkra tcgaraeigenda hafði auðsýni- lega ætlað sér að gefa einmitt þetta í skyn,“ segir orðrétt í ritstjórnargreininni, ,,en hann hafði klifrað niður virðulega af þeim stalli, sem hann hafði tyllt sér á, með því að segja, nð hann hefði lesið allar grein- a.r fréttamannanna og þær hefðu verið sanngjarnlega rit- aðar í garð beggja aðila. En hvers vevna komuð þér þá með bessa yfirlýsingu, herra? er spurt orðrétt í rlt- stjórnargreininni, og segir þar ennfremur á þessa leið: Lesendum mun þegar hafa skilist, að oss finnst ekki mik- ið til um þennan fund með fréttamönnum. Staðurinn og ótakmarkaðar, ókeypis veit- ingar á eftir, finnst oss sviþa meira til viðskiptafyrirtæki, sem þarf að koma einhverju út, heldur en voldugrar þjóð- arstofnunar, sem þarf að gera grein fyrir málstað sínum, — en vissulega er Samband brezkra togaraeigenda slik stofnun! (upphrópunarmerki). í greinarlok er farið viður- kenningarorðum um þá Sir Farndale og Tom Boyd, en sagt um hinn fyrrnefnda, að hér hafi hann farið óhyggilega að, og um hinn síðarnefnda, „reyndur og dugandi sjómað- ur, hygginn og atorkusamur kaupsýslumaður, er beri hag togaraútgerðarinnar mjög fyr- ir brjósti“ — og einmitt vegna hins síðasttalda — og það sé ekki sagt til að þrefa eða gagn- rýna — sé hann ekki rétti mað- urinn til að skýra mál fyrir blöðunum, þegar um alvarleg, víðtæk stjórnmálaleg deiluefni sé að ræða. „BlóSbrullaupið" í Þjóðleik- hiísims stór Eistviðburður. „Blóðbrullaup“ eftir Federi- co Garcia Lorca var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Flestir reyndust vandanum vaxnir, og var sjónleikurinn máske mesti listviðburður á sviði hússins frá því það tók til starfa. Er þe?6s nú að vænta, að Reyk víkingar og aðrir íslendingar kunni gott að meta, láti ekki á sér standa að fylla húsið, því að hver veit hvenær við fáum næst að sjá og heyra annan eins leikskáldskap og felst í þessum mikla harmleik? Hannes Sigfússon skáld þýddi leikritið með ágætum, og Gísli Halldórsson vex ekki lítið af þessari sýningu. Lárus Ingólfs- son gerði leiktjöld. Af leikend- um skulu fyrst og fremst nefnd Arndís Björnsdóttir, Lárus Ing- ólfsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Helga Valtýsdóttir, Helgi Skúla son, Valur Gústafsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Baldvin Hall- dórsson, Anna Guðmundsdóttir og Edda Kvaran. Leikendum og leikstjóra var margfaldlega þakkað að mak- legleikum. FERMINGARKÁPUR í fallegu úrvali. Hagstætt verð. Kápusalan Laugaveg 11 efstu hæð. — Sími lo982. LÖG og RÉTTUR Lögfræðileg handbók eftir Ólaf Jóhannesson, prófessor. Komin er út önnur útgáfa rits þessa, og er tekið tillit til lagasetningar, eins og hún var í ágústmánuði s.l. í bókinni er fjallað um efni, sem varða hvern mann. Þar eiga menn kost á svari við rriörgum þeim spurningum, sem daglega ber á góma. Aftast í bókinni eru formálar ýmissa þýðingarmikilla og algengra skjala. Eykur það mjög notagildi bókarinnar. Lög og réttur er 432 bls. þéttprentaðar. Útsöluverð kr. 165.00 í gcðu bandi. Bókaútgáfa Mcnningarsjóðs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.