Vísir - 15.10.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 15.10.1959, Blaðsíða 9
VlSIB Fimmtudaginn 15. október 1959 Gamla aðferðin er hin eina rétta vi5 skreiðarverkun. Hún verður að verkast í sól og vindi., annars fær hún ekki rétta lykt. Látlausar rigningar á Suð- vesíurlandi hafa spillt fyrir yerkun skreiðar í sumar. Skreiðarframleiðendur á Reykjanesskaga hafa orðið sér- staklega hárt úti hvað þetta snertir. Hafa þeir aldrei upplif- að jafnslæmt tíðarfar til skreið- arverkun og nú, síðan skreið- arverkun hófst aftur eftir lok síðari heimsstyrjaldar, sagði Óskar Jónsson forstjóri Sam- lags skreiðarframleiðenda, er Vísir spurði hann tíðinda um skreiðarverkun og útflutning í ár. Og þá vaknar sú spurning: Er ekki hægt að þurrka skreið í yfirbyggðum hjöllum, þar sem sól nær ekki að skína og regn er lokað úti, eða gengið ennþá lengra á svið tækninnar að þurrka skreið í lokuðum húsum með hitablæstri o. s. frv.? Þetta hefur tekizt með saltfiskinn okk ar og hví skyldi það ekki takast með skreiðina. Nei, segir Óskar, það verð- ur aldrei almennileg skreið. Skreiðin er ein elzta útflutn- ingsvara íslendinga. Öldum saman hefur hún verið verkuð á sama máta. Kaupendur og neytendur óska eftir ákveðnum vörugæðum, þeim sömu ár éftir ár. Öll frávik frá þessum á- kveðnu gæðum orsaka verðfall og sölutregðu. Svona á varan að vera og ekki öðruvísi. Fram- takssamir menn hafa gert til- raunir méð yfirbyggða hjalla og mér hefur borizt skreið, sem þurrkuð var í húsi, en þessi skreið hafði ekki sama útlit, ekki sama bragð og ekki sama ilm og skreið sem sól, vindur og regn hefur leikið um og verk að. Nákvæmur kaupandi finnur muninn. Ekki er alltaf hægt að eftirlikja áhrifum náttúrunnar og efnabreytingar þær, sem í skreiðinni verða fyrir áhhif lofts og sólar hefðu ekki enn tekizt að eftirlíkja með tækni- legum aðferðum. — Hvernig eru svo horfur á skreiðarsölu í ár eftir þetta rigningasumar? — Horfurnar eru ekki sem verstar. Það er bagalegt, þar sem verð á Ítalíuskreið er allt að þriðjungi hærra en á Niger- íuskreið. í fyrra flutti Skreiðar- samlagið út 430 lestir af skreið til ítalíu en magnið verður minna í ár. Aðallega verður flutt þangað skreið frá Norður- og Vesturlandi, þar sem ágæt- lega gekk að verka í sumar. — Er eitthvað til í því að Norðménn séu hræddir við sam- keppni á Ítalíu? — Það er ekkert til í því, en við höldum okkar hlut á Ítalíu- markaðinum. Eftirspurn eftir íslenzkri skreið hefur farið vax- andi undanfarin ár og verðið hefur hækkað og nálgast það verð sem Norðmenn fá fyrir sína skreið. — Hvað svo um Nigeríumark aðinn? — Við erum búnir að selja þrjá fjórðu af okkar skreið þar fyrir svipað verð og í fyrra. Smáfiskurinn, 20 til 50 cm., er seldur á hærra verði en í fyrra, en stóri fiskurinn 70 sm. og þar yfir er seldur á nokkru lægra verði, en það er tiltölulega lítið Hyrnumjólkin er vinsæl. Seist alltaS upp fyrst. Á þeim tíma, sem hyrnu- mjólkin hefir verið á boðstól- um, hefur greinilega komið í Ijós, að hún líkar yfirleitt vel, því hún selst alltaf upp fyrst, áður en farið er að hreyfa við flöskumjólk í búðunum. Oddur Helgason, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni, sagði svo frá í morgun, að auðséð væri að hyrnumjólkin væri þegar orðin vinsæl. „Hún selst alltaf alveg upp í mjólkurbúðunum, og það áður nokkuð er farið að hreyfa við flöskumjólkinni. Fólk leggur jafnvel lykkju á leið sína til að fá hyrnumjóllc, eða bíður eftir henni, heldur en að taka flöskumjólk.“ Nokkrar kvartanir hafa samt komið fram frá neytendum. Hvortveggja getur verið rétt, Sagði Oddur. Það er að sjálf- sögðu smekksatriði um útlit umbúðanna, en við getum alveg fallist á að þær séu Ijótar. Von- andi verða þær fallegri næst, þegar við pöntum þær. Annars er liturinn, sem á þeim er, lög- boðinn. Mjólkin skal auðkennd með rauðum lit, og rjómi með gulum. „Þó skal ég viðurkenna“ sagði Oddur, „að mynstrið get- ur hæglega verið fallegra, enda var það búið til í fljótheitum, Það mun líka rétt vera, að vegna tímahraks“. fyrir hefur komið að hyrnur leki. Það getur einstaka sinnum átt sér stað végna þess að mjólk urdropi slettist á hitapúðana, sem loka hyrnunum. Mjólkin kælir púðana og einangrar þá, þannig að þeir loka ekki eins vel á eftir. „Gétur það verið. að innihald standist ekki ávalt mál?“ „Það getur hafa komið fyrir,_ en. það eru aðeins byrjunarörð- ugleikar. Þegar áfyllingarvélin er stöðvuð af einhverjum or- sökum — og síðan sett af stað aftur, fyllir hún ekki nógu vel fyrstu hyrnurnar. Þær þarf að taka frá og henda, en við höf- um ekki athugað þetta nógu vel hingað til. það þarf von- andi ekki að. koma fyrir héðan af.“ „Þið eruð ákveðr.ir að halda þessu áíram?“ „Já. Viðtökurnar benda ein- dregið í þá átt. Við þurfum að fá fleiri vélar til að fitusprengja mjólkina, því þær hafa ekki við. Fitusprengd mjólk líkar auðsáanlega mjög vel, og við höfum aðeins fengið góð orð um hana." af honum í ár. Markaðurinn í Nigeríu hefur verið erfiður tvo s.l. mánuði, sérstaklega í Aust- ur Nigeríu en er nú að lagast. Ástæðan er sú, að Norðmenn sendu þangað óhemju mikið magn í júlí og ágúst og orsakaði það verðfall á markaðinum. Þrátt fyrir það að Norðmenn hafa lágmarksverð á skreiðinni munu hafa átt sér stað undir- boð sem verkuðu truflandi á markaðinn. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa jafnan út- flutning á skreið. Við megum ekki spilla fyrir okkur með því að flytja of mikið magn í einu, en í þess stað sjá svo um að allt af sé til nokkurt magn af ís- lenzkri skreið á markaðinum. — Hvernig gengur svo af- skipunin? — Afskipun hófst í byrjun september og hefur haldið á- fram síðan. Tröllafoss er fjórða skipið sem tekur skreiðarfarm út. Skreiðinni er umskipað í Ev- rópu. Þar taka erlend skip við henni og flytja hana suður á bóginn. — Er skreiðarframleiðsla í vexti? — Það er mismunandi ár frá ári. Skreiðarframleiðslan er heldur meiri í áren í fyrra. Bú- ið er að hengja upp um 40 þús. lestir af blautfiski. Það verður um 7000 lestir af skreið. Við þetta bætist svo það sem hengt I verður upp í haust. Skreiðar- framleiðslan vex norðanlands, austan og vestan. Bátunum fjölgar á þessum stöðum og út- gerð bátanna verður jafnari ár- ið um kring. Það er síður en svo kyrrstaða í þessari elztu fram- leiðslugrein íslendinga. Skreið- in vinnur alltaf á á erlendum markaði og gefur góðar eftir- Benson landbúnaðarráð- herra liefur ferðast um Sovétríkin að undanförnu og verið vel tekið. f Ukrainu var hann ákaft hyltur, er hann flutti ræðu og hvatti til friðsamlegrar samkeppni Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Átta Túnisbúar teknir af lífi. Fregn frá Tunisborg hermir, að 8 menn, sem nýlega voru dæmdir til lífláts, hafi verið teknir af lífi. Þeir voru sekir fundnir um samsæri til að ráða Bougiba forseta af dögum. — Einn hinna líflátnu var nánasti samstarfs- maður höfuðandstæðings Bour- giba, en sá maður er nú land- lótta í Egyptalandi. Kjölur Sagður að mesta olíuskipi heims. Fregnir frá Quiney í Massa- shusetts, Bandaríkjunum, nú í vikunni, hermir, að þar hafi verið lagður kjölurinn að mesta flutningskipi heims. Það er rúmlega 106 þúsund lesta olíuskip, sem smíðað er fyrir griska skipakónginn, Stavros Niarchos. Dalai Lama 1) Dalai Lama er andlegur og veraldlegur leiðtogi Tibeta. Hann er tignaður af þjóðinni sem hinn lifandi guð og guð- legur konungur þjóðarinnar. Þegnar hans trúa því að hann sé endurholdgaður fyrri Dalai Lama (sá er næst lifði á undan honum). Þetta hefir á ver- ið svo með Dalai Lama. — Sagt er um Tibet, vegna legu þess, r.ð það sé á þaki jarðar og eitt afskekktasta og einangraðasta land undir sól. íbúar þessa lands eru um ein og hálf milljón og lifa að mestu af kvikfjárrækt. Tíbetar eru trú- menn miklir og eru þar 100 þús. munkar eða lamar. ... Kína liggur að landinu í norðri og austri. Árið 1950 hófu kín- verskir kommúnistar innrás í Tibet. Þjóðin er friðsöm og befur fámennan her aðeins til málamynda og varð því lítið úr mótspyrnu. Árið 1951 voru þeir neyddir til að semja frið og var þeim lofáð að þeir skvldu fá að stjórna innanríkismálum sínum sjálfir. 2) Fyrir 2500 árum síðan var Euddatrúin stofnuð á Indlandi. Upphafsmaður hennar var Gaut sma, sem kallaður var af fylg- endum sínum Buddha, og þýðdr „hinn alvitri“ eða „hiiin upp- lýsti“. Buddhatrúin greinist nú eins og kristnin í marga sér- trúarflokka en Buddhatrú að- hvllast nú 150 milljónir manna. Tibetar er ein greihin af þess- um trúarflokki. Grundvöllur Buddhatrúar er náungakær- leikur. Lamaréglan í Tíbet var stofnuð fyrir 600 árum af Tsong Ka Ba sem varð hinn fyrsti Dálai Lama. Tíbetar trúa því að þegar Dalai Lama deyr taki sál hans sér bústað í líkama barns, sem fæðist á sömu stund og Dalái Lama gef- ur upp öndina. Þegar þetta barn er fundið er það vígt til eftirmanns Lama og þannig heldur þetta áfram.... Þegar hinn 13. Dalai Lama hafði látist fór sá er tók við embætti hans til bráðabirgða að leita að barni sem sál hins framliðna hefði tekið sér bústað í. Hann gekk um fjöll og fyrn- indi. Kom hann að vatni og í því speglaðist mynd af Lama- klaustri og bóndabýli af gerð sem ekki var nærri Lhasa, höf- uðborg Tíibet. Hann trúði þvx að þessar tvær byggingar myndu leiða hann til þess stað-« ar sem barnið var að finna. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.