Vísir - 22.10.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 22. október 1959
VlSIR
3
Jefjum stjórnmðlin til meiri virS-
ingar og
ilegn
r
u
Hæða Gtsnnars TliorodeEsens
horcgarstjó-ra í fyrrakvöid.
Hér fer á eftir ræða sú, sem
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri flutti við útvarpsumræð-
urnar í fyrrakvöld.
Hver eru verkefnin?
Hvernig á að leysa þau?
Hver eru aðalverkefnin fram
undan og hvernig á að leysa
þau?
Slíkar spurningar eru efstar
í huga kjósenda þessa dagana.
Þótt sum blöðin, með Tímann
j fylkingarbrjósti, þegi um stór-
málin eða þyrli upp rykmekki
um þau og reyni að fá fólk til
að hugsa aðeins um persónulegt
níð og nöldur, þá veit ég, að
þroski íslendinga og dómgreind
dæmir slíkan málflutning úr
leik.
Fáar þjóðir eru jafn háðar
útflutningi og við. Góðir, ár-
.vissir markaðir eru því eitt hið
stærsta mál þjóðarinnar. Að
sjálfsögðu óskum við góðra við-
skipta við allar þjóðir. En
tvennt þarf hér að hafa í huga.
Annað að selja vöruna, þar sem
kjörin eru bezt, og þá má ekki
líta eingöngu á þá krónutölu,
sem fæst fyrir afurðirnar, ef
salan er bundin þeim skilyrð-
um, að í staðinn þurfi að kaupa
dýrari og lélegri vörur heldur
en unnt er að fá í frjálsum við-
skiptaheimi. Hitt er hættan
fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, ef
aðalmarkaðir eru í einræðis-
ríkjum, þar sem viðskiptin eru
frá ári til árs háð pólitískum
geðþótta valdhafanna. Er
skemmst að minnast þeirra at-
burða í fyrra, er stórveldi nokk
urt knúði fram stjórnarskipti í
Finnlandi með viðskiptaþving-
unum.
Tryggir markaðir með
frjálsum gjaldeyri.
Eitt meginverkefni næstu rík
isstjórnar verður það að vinna
af alefli að öfiun tryggra mark-
aða með frjálsum gjaldeyri.
tryggasti fjárhagsgrundvöllur
alla framfara.
Aflétta höftum.
Á nánu sambandi við þetta
stendur fjórða verkefnið að
létta af höftum og hömlum í
viðskipta- og athafnalífi. það er
hægt með breyttri stefnu í
banka- og fjármálum að aflétta
hinum hvimleiðu fjárfestingar-
hömlum. Það er ekkert náttúru-
lögmál, að við þurfum að búa
við höft og gjaldeyrisskort. Við
getum alveg eins sigrast á þeim
hlutum eins og flestar aðrar
þjóðir Vestur-Evrópu hafa nú
gert.
í Fjármálatíðindum segir Jó-
hannes Nordal bankastjóri:
„Það hefur fyrir löngu sýnt sig,
að þjóðir, sem eru reyrðar í
fjötra hafta og búa við óraun-
hæft gengi og rangsnúið verð-
myndunarkerfi, verða aldrei
fylliiega samkeppnishæfar á
frjálsum mörkuðum um vöru-
verð og gæði.“
Vinnufriður.
Til þcss að festa náist og jafn
vægi, er vinnufriður nauðsyn-
Icgur. Atvinnuöryggi og stöðugt
verðlag er óhugsandi, ef allt
logar í verkföllum. Það þarf að
f.á samninga. við sem flest fé-
lög í einu, og slíka samninga
þarf að gera til tveggja eða
þriggja ára eins og tíðkast í ná-
grannalöndum.
Gunnar Thoroddsen.
Stórvirkjanir fallvatna
og jarðhita.
í sjötta lagi vil ég nefna
stórvirkjanir fallvatna og jarð-
hita, sem skapa munu atvinnu-
vegunum ný vaxtarskilyrði og
auka lifsþægindi borgaranna.
Á næstu árum ver'ður ráðizt í
stórfellda stækkun Hitaveitu
Rcykjavíkur.
Aukning
iðnaðarins.
Hið sjöunda mál er aukning
iðnaðarins. Hann mun eiga
mestan þáttinn í því í .næstu
framtíð að bæta lífskjprin og
vinna gegn árstíðabundnu at-
vinnuleysi. Og m. a. eru hér
miklir möguleikar á framleiðslu
iðnaðarvara til útflutnings, en
til þess að svo megi verða þurfa
stjórnarvöldin að sýna iðnaðin-
um meiri rækt og skilning en
til þessa dags.
Óbeinir skattar.
í áttunda lagi eru skattamál-
in. Hvernig á hið opinbera, rík-
issjóður, bæjar- og sveitarfélög,
að fá fé til að standa undir frarn
kvæmdum, rekstri og þjónustu.
Það hefur jafnan verið stefna
Sjálfstæðismanna, að opin-
bers fjár skyldi aðallega aflað
mcð óbeinum sköttum. Ástæð-
urnar eru þessar: Beinir skattar
draga úr athafnaþrá manna og
framtaki, álagning þeirra veld-
ur sífelldum deilum. Það er ó-
þægilegt fyrir skattborgara að
fá á sig þessi háu gjöld ári eftir
að teknanna var aflað. Óbeinu
skattarnir hins vegar eru ódýr-
ari í álagningu og innheimtu,
fólk finnur ekki eins fyrir þeim,
því að þeir eru oftast innifaldir
i verði vöru og þjónustu.
Gagnlcgasta umbótin í skatta-
málum var gerð fyrir tíu árum,
þegar aukavinna við byggingar
eigin íbúða var gerð skattfrjáls,
En aðrar umbætur að marki
hafa ekki fengizt. Árum saman
hefur verið reynt á Alþingi að
fá nýja tekjustofna, óbeina
skatta, hluta af söluskatti til
handa sveitarfélögum til þess
að þau gætu lækkað út'-
svörin. En allar slíkar tilraunir
hafa orðið árangurslausar,
vegna andstöðu Framsóknar-
flokksins.
I skattamálum þarf gjör-
breytingu. En við skulum vera
þeir raunsæismenn að viður-
kenna, að ekki er hægt að
strika út alla beina skatta, án
þess að hið opinbera fái aðrar
tekjur í staðinn.
En eitt er víst: það þarf að
draga stórlega úr beinu skött-
unum, til þess að örva atvinnu-
líf og framtak og skapa ineira
réttlæti í þjóðfélaginu.
Drengilegur
vopnaburður.
Má ég syo að lokum nefna
hið níunda mál: Eitt alvarleg-
asta mein í íslenzkum stjórn-
ieilih til bœttra tífakjara:
Stöðvun verðbólgunnar er frum'
skilyrði traustari efnahags.
AHt Iandgrunnið.
Annað verkefni er landhelg-
ismálið. Þar þarf annars vegar
að fá lokasigur í deilunni um
tólf mílna landhelgina og hins
vegar að vinna mai'kvisst að
friðun alls landgrunnsins.
Stöðvun dýrtíðar.
Rétt og raunhæft gengi.
Þriðja verkefni er jafnvægi í
peningamálum, stöðvun dýrtíð-
ar. rétt og raunhæft gengi. Á
síðustu 10 mánuðum hefur tek-
izt að halda vísitölunni í skef j-
um, og þótt það sé gert m. a.
með miklum niðurgreiðslum, er
þetta merkur áfangi og nauð-
synlegur grundvöllur undir
næstu ráðstafanir í efnahags-
málum. Það verður að skapa
festu og öi-yggi um fjárhag þjóð-
arinnar til þess að efla trú á
sparifé, en einmitt sparifjár-
söfnun íslenzkrar æsku er
Ej€*ÍÖ 8ÍÓtÍ€lflfÞhhuBlBÍÍE BÍB'
leiö síielldrar hankíiis.
Sicífirnar verða aö síaría sainan
aft latisii vandaBaialaniia.
Ekkert er hættulegra en að þjóðmálabaráttan verði að
ómerkilegu karpi og stælum um smámuni eða alger aukaatriði,
þegar dregur nærri kosningum og mönnum fer að liitna í hamsi.
Er gleggsta dænzið um þetta úr blöðum rauðu flokkanna, sem
gera lítið að því þcssa dagana að benda ahnenningi á, hvaða
úrræðum þeir vilji beita, svo að lífskjör þjóðarinnar geti
batnað.
Vísi finzist rétt að rifja hér
upp atriði úr stefnuskrá Sjálf-
stæðisflokksins, sem samþykkt
var af flokksráðinu um síðustu
mánaðamót. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur bent þar á það,
sem hann telur að sé mikilvæg-
ustu atzúðin, til þess að blóm-
legt atvinnulíf geti þróazt hér
í landi, en það er vitanlega
undirstaða allra annarra atriða.
í þessu tilefni vill Vísir benda
' fyrst á þann kafla stefnuskrár
j Sjálfstæðisflokksins, sem fjall-
| av um stöðvun verðbóigunnar.
Þar segir svo:
„1. Náð verði samkomulagi
milli launbega og fram-
leiðenda um stöðvuzi
víxlhækkana é. milli
kaupgjalds og verðlags.
2. Tryggður verði halla-
laus ríkisbúskapur.
3. Unnið verði að allslierj-
arsparnaði L opinberum
rekstri.
4. Gerðar verði ráðstafanir
til að tryggja hag spari-
fjáreigenda og jafnvægi
milli eftirspurnar og
framboðs lánsfjár, og
sett ný heildarlöggjöf
um banka og pezzinga-
mál.“
Engum blandast hugui’ um,
að ekkez't ei’ nú mikilvægara
erz að korna í veg fyrjr nýtt
kapphlaup vei’ðlags og kaup-
gjalds. Þetta viðurkenna allir
i oi'ði, en í verki blasir það við
allra augum, að hér á landi eru
stórir hópar manna, heilir
fiokkar, sem telja sitt aðal-
markmið að auka glundroðann
og verðbólguna.
Þjóð, sem er sífellt að berjast
innbyrðis, getur aldrei helgað
sig mikilvægum úrlausnarefn-
um af eins miklu þreki og ein-
beitni og nauðsynlegt er. Hún
eyðir kröftum sínurn í baráttu,
máliun er viðleitni nokkurra
blaða, með Tímann alltaf í far-
arbroddi, til þess að draga stjórn
málabaráttuna ofan af sviði
rökræðna um þjóðmál niður í
svað persónuníðs óg nöldurs;
öfundar, illkvittni og geðillsku,
með sífelldri skírskotun til
hinna lægstu hvata.
Reynum, góðir íslendingar, að
hefja íslenzk stjórmnál upp til
meiri virðingar og drengilegri
vopnaburðar.
Þegar þið gangið að kjörborð-
inu, góðir kjósendur, þá hafið
hin STÓRU MÁL í huga.
sem hefur nær undantekning-
arlaust slæm áhrif á afkomu
hennar, eykur dýi'tíð og verð-
bólgu og kallar yfir hana
alla þá erfiðleika, sein slíkri
þróun fylgir.
Svo hefur oft verið kom-
izt að orði, að verðbólgan
væri eins og eldur, er
brenndi verðmæti einstak-
linga og þjóða. Stéttaflokk-
arnir eru því brcnnuvargar,
og slíkum mönnum geta
Islendingar ekki falið forsjá
mála sinna.
Engum TTdr
Aðeins einum flokki er trú-
andi til að bei'jast með árangri
gegn verðbólgunni — Sjálf-
stæðisflokknum. Það er líka
eðlilegt, þar sem honum hefur
tekizt að safna undir merki sitt
fleiri mönnum úr öllum stéttum
þjóðfélagsins en nokkrum öðr-
j um. í þeim flokki eru því menn,
sem telja heillavænlegast, að
stéttirnar starfi saman að lausn
aðkallandi vandamála.
Eins eðlilegt og það er, að
Sjálfstæðisflokknum sé einum
treystandi til að vinna að
stöðvun verðbólgunnar, eins
fráleitt er það, að hinir geti
það zneð nokkrum árangi'i. Það
ez; fráleitt af því að þessir
flokkar hugsa ekki um hag
allra stétta þjóðfélagsins. Þeir
hafa helgað sig starfi fyrir eina
st.étt einvöi'ðungu, og um leið
fylkja þeir liði gegn öllum öðr-
um stéttum eða sinna að
minnsta kosti þörfum þeirra að
mjög litlu leyti.
Munurinn á þessum flokk-
um og Sjálfstæðisflokkui'inn
er því sá fyrst og frenrst, að
Sjálfstæðisflokkurinn hvetur
stéttirnar til að taka hönd-
um saman, en hinir heita á
þær að láta hendur skipta.
Það eru ævaforn sannindi,
' að sú þjóð fær ekki staðizt, sem
■ er sjálfri sér sundurþykk. Þess
! vegna getur íslendingum aldrei
^ vegnað vel, meðan þeir veita
stéttaflokkunum svo mikið
brautargengi, að áhrifa þeirra
gætir í þjóðfélaginu. Þá er um
leið komin hættan á stéttastríði
í stað stéttarfriðar.
íslendingar!
Um áratugi haíið i>ið
stutt stéttaílokkana til að
etia saman mönnum af
m'smunandi ílokkum. Veit-
ið nú þeirn flokki stuðning,
sem vill fá stéttirnar til að
gera sameiginleg átök í
þágu alþjóðar.
Kiósið D-Iistann.