Vísir - 14.11.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 14.11.1959, Blaðsíða 1
Laugardaginn 14. nóvember 1959 252. tbl. Engin ísfisksala í Bret- landi til mánaðamóta. „Kvóíi" fullur — togarar sendir til Þýzka- lands. Norðmeim hugleiða að láta flug- vélar leita síldar hér að ári. 'í Söluferðum íslenzku togar- anna til Englands er nú lokið að sinni — eða til 1. des.----. þar eð sölukvótinn sem íslenzk- ir og brezkir togaraútgerðar- menn sömdu um í París árið 1956, er fullur fyir þennan árs- fjórðung, sem endar um ára- mót. ' Eftir að eðlilegir verzlunar- hættir komust á að' nýju að loknu verkfalli hafnarverka- ■ manna í Grimsby, sem stofnað var til að undirlagi yfirmanna á to?urum undir forustu Dan Welsh, hafa landanir í Grimsby Hull og Aberdeen gengið fyrir sér eins og gert hefur um tugi ára, með friði og gagnkvæmum hagnaði. Árið 1956 var samið um það sterlingspund, en 40 prósent eða fyrir 72 þús. stp. sé ýsa og flatfiskur. Af fjórðungtímabílinu er enn eftir mánuður og búið er þegar að selja að mestu uppí kvótann af þorski og spraki, en af. ýsukvótanum eru 67 þús. sterlingspund búin. Þessi samningsákvæði hafa verið haldin í heiðri af báðum aðilum og þrátt fyrir ósætti vegna landhelgisdeilunnar hafa samningar ekki verið brotnir. Þrátt fyrir vilvilja af hálfu brezkra fiskkaupenda er ekki hægt að breyta kvótaum vegna samningskvaða og munu því siglingar togaranna stöðvast að sinni. Hinsvegar hafa sam- tök útgerðarmanna hér á landi fullan hug á að hagnýta það Norðmenn hygi á Islandsmiðum Frá fréttaritara Vísis. Osló í gær. Norðmenn hafa í hyggju að stórauka þátttöku sína í síld- veiðum við Island næsta sum- ar. Fiskimálaráðuneytið hefur í hyggju að hafa síldarleitar- flugvél á miðunum til aðstoðar skipunum og skipin verða að vera með nælonnætur og asdic- tæki, sagði Lyso fiskimálaráð- herra. Síldveiðar Normanna við fs- land urðu talsvert meiri í fyrra en þær voru sumarið 1958. Bát- arnir voru færri en meðalafli á bát var la.ngtum meiri og tekj- lja á stórsókn næsta sumar. urnar urðu góðar. Ríkið hefur ábyrgzt flutninginn á síldinni og það er skoðun mín að síld- veiðarnar við ísland eigi eftir að verða mjög þýðingarmiklar fyrir norska útgerð, sagði Lyso. Það hefur skort á segir Lyso, að bátarnir hafi verið nægilega vel útbúnir Reynsla síðustu ára sýnir að nauðsynlegt er fyrir bátana að hafa bæði asdic og radar og nota nælonnætur í stað bómullarnótanna. Þessi nýju tæki, sem hér um ræðir, Framh. á 2. síðu. Sæntilegur afli á VestfjörSum. Frá fréttaritara Vísis. Isafirði í gær. Vetrarvertíðin er að komast í fullan gang. Afli í sjóferð er 4—7 lestir, og hörð sjósókn. Togarinn Gyllir frá Flateyri er að sækja áhöfn til Færeyja, og tekur þar 14 menn. Togar- arnir frá Flateyri hafa undan- farið aflað sæmilega en verið mannfáir. — Flugskilyrði hafa verið slæm undanfarið en Flug félag íslands héfur haldið uppi áætlunarferðum með miklum dugnaði. — Arn. að íslenzkir togarar mættu ( sem eftir er af kvótanum með j ----------------------------------------- selja afla fyrir 450 þúsund stp. því að bátar sigli með þær teg- ingum til Englands. á hverju 3 mánaða tímabili,, undir fiskjar sem opinn mark- Að því er segir í fréttum frá þó ekki yfir 180 þúsund aður er fyir. Grimsby í gær harma brezkir sterlingspund á mánuði. í samn I Þrjú skip eru tilbúin með ís- fiskkaupendur að fá ekki fisk ingnum er gert ráð fyrir að aðan afla og munu þau væntan- úr íslenzkum skipum en hann þorskur og sprak sé 60 prósent lega fara til Þýzkalands, en hefur þótt með afbrigðum góð- aflans, eða fyrir 108 þúsund minni fiskiskip halda uppi sigl- ur undanfarið. I l Nýlega kom hópnr manna úr þeim indversku landamærahéruðum, sem Kínverjar hafa ráðizt inn í, til Nýju Belhi, til þess að biðja stjórnina ásjáar. Neliru veitti fólki þessu áheyrn, og sést hatm hér ræða við það um vandræði þess — og ríkisstjórnarinar. Mao kom ekki i byltingarafmælið. Fjarvera á byltiiígarafmælinu rússneska vakti athygli. Það hefur vakið mikla at- hygli, að hvorki Mao Tsetung né forseti Kína, Liu Shao Chi, kornu til byltingarfagnaðar, sem haldinn var t ser.diiáði So- vétríkjanna í Peking á laugar- dagiim. Hinsvegar kom forsæt- isráðlierra kommúnista, Chou En-Iai, þangað sem fulltrúi stjórnarinnar. — Vestrænir sendimenn í Peking Jitu svo á að fjarvera þessara tveggja voldugustu manna kínverskra kommúnista væri meiri við- burður en koma þeirra í hófið hefði verið. Það er skoðun manna, að Mao hafi viljað láta Sovétríkin vita, að hann ætli ekki að sitja og standa eiis og þau óska. Kommúnistar hreiðra nú um sig á Kúbu. eru aö itthu viiltiitt i shóltt- herfinu þar. Það er enginn vafi á því, að það eru kommúnistar, sem stjórna á Kúbu, að því er and- stæðingar Fidel Castros segja. Orlando Piedra, sem var yfir- maður leynilögreglu Batista einræðisherra, en er nú land- flótta í Bandaríkjunum, hefur sagt við blaðamenn, að komm- únistar séu nú búnir að koma sér svo fyrir, sem þeir hafi ætl- að sér, þegar þeir gengu í lið 'með Castro og tóku í rauninni stjórnina af honum. „Þeir eru búnir að ná fófc- festu við bakdyrnar á Banda- ríkjunum,“ sagði Piedra, „og það er einmitt sú aðstaða sem þeir hafa lengi leitast við að ná.“ Piedra kvað það eitt af því hættulegasta og alvarlegasta í sambandi við þetta, að komm- únistar væru alveg búnir að taka völdin í skólakerfi í Kúbu, og sýndi það, að þeir eru að 1 „vinna fyrir framtíðina." Menn vonast eftir góðum afla eftir storminn. Fullráðið að mestu á vertíðar- flotann fyrlr vestan. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í gær. Almennt var sótt til fiskjar í gærkvöldi í fyrsta skipti eftir storminn, og vænta menn góðs afla. Fullráðið mun. að mestu á vertíðarflotann hér fyrir vest- an, og eru menn vongóðir um sæmileg aflabrögg, — Togarar hafa aflað vel á Halanum að undanförnu, og hefur ísborg verið þar, en Sólborg hefur hinsvegar verið við Nýfundna- land, og báðir aflað sæmilega. Rækjuveiðibátar fóru til veiða í gær í fyrsta sinn eftir storminn og öfluðu vel, enda afli góður undanfarið. Tíu bátar hafa stundað þessar veiðar, en gert er ráð fyrir, að tveir bætist við á næstunni. Menn eru farnir að óttast, að gengið verði of nærri rækju- stofninum með þessum hætti. Djúpvegur. Vinnu var lokið við Djúp* veg á laugardag. Er ruddur vegur nú kominn að Látrum í Mjóafirði, en eftir er að brúa Heydalsá, Gljúfurá og Vatns- fjarðará. Mun það gert næsta sumar. Alls var unnið í Djúpvegi í sumar fyrir milljón króna, og er einsdæmi, að vegavinna hafi staðið eins langt fram á haust og nú. Áætlað er, að næsta sum ar komist Djúpvegur í Ögur,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.