Vísir - 14.11.1959, Blaðsíða 8

Vísir - 14.11.1959, Blaðsíða 8
ÍCtkert blaS er ódýrara í áskrift en Vísir. Latið hann íæra yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Laugardaginn 14. nóvember 1959 Munið, aS freir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. • 385 - - ••• ••• M 5"-% m ■ - - n : Arekstrum og slysum hefir fækkað síðan kólnaði. r * Arekstrar eru samt orðnir 200 fieiri en í fyrra. Svo virðist sem dregið hafi bæði úr slysum og árekstrum hér í bænum við breytta veðráttu. í haust eftir að dimma tók á kvöldin og á meðan rigning- arnar voru mestar og verstar var óvenju mikið um árekstra og umferðarslys í bænum. Traust vakið a ny, segir Lloyd. Selwyn Lloyd kom heim í gær, að afloknum viðræðunum í París. Hann kvað fullt traust milli Breta og Frakka hafa verið endurreist, og hvatti til, að menn forðuðust allt, sem gæti orðið til að spilla þeim árangri sem náðst hefur. Hann kvaðst haCa hvatt til fundar æðstu jnanna eíns fljótt og við yrði komið, eftir heimsókn Krúsévs til Parísar. Eftir að kólna tók í veðri virðist sem dregið hafi úr bif- reiðaárekstrum og einkum þó úr slysum. Hefur lítið verið um umferðarslys það sem af er þessari viku. í gær nam árekstrarfjöldinn frá áramótum 1581 eða nær 200 árekstrum fleira en á sama tima í fyrra. — Alls urðu árekstrarnir í fyrra um 1680 talsins. Coiomboáætlunln fram< lengd um 5 ár. j Colombo-áætlunin verður framlengd um 5 ár, er núver- andi samstarftímabili lýkur 1961. Ákvörðun um þetta hefur verið tekin á ráðstefnu Colom- borríkjánna í Djakarta. — Hvatt var til þess á ráðstefn- unni, að komið yrði' á fót sams- konar sjálfstæðu samstarfi fyr- ir Asíu og einnig fyrir Suður- Ameríku-ríki. Hindrað veröi að kjarn- vopnaþjóðum fjölgi. Eire ber fram tillögu um það í stjórurmálanefnd s.þ. Irsfca lýðveldið Jiefur form- Sega Iagt fram tillögu í-stjórn- análanefnd S.þj. þess efnis, að Allsherjarþíngið beiti sér fyrir l»v;í, að ekki faætist fleiri þjóðir hóp þeirra, sem ráoa yfir j arnorkuvopnum. {. Auken . utanríkisráðherra kvað a.m.k. 20 þjóðir geta far- ið út á þessa braut og 12 þeg- ar ráða yfir tækni til framleið- slu kjarnorkuvopna í náinni framtíð. Kvað, hann mikla nauðsyn til bera, að Sameinuðu þjóð- irnar létu þetta til sín taka. Svellið er að vísu ekki sem bezt á tjörninni, því að það er hrjúft og hryggjótt, en börnin skemmta sér samt vel. Gott verk í nafni Aslaugar. Kvenfélags konur í Kópavogi halda bazar í Digranesskólan- um á morgun kl. 2 til styrktar Líknarsjóði Áslaugar Maack. Kvenfélagið stofnaði líknar- sjóð Áslaugar Maack að henni látinni fyrir 8 árum. Áslaug var frumkvöðull að stofnun Kvenfélags Kópavogs, er það bæjarfélag var uppbyggingu. Vestfirðingur að ætt fluttist Ás- laug til Reyðarfjarðar,- þar sem hún giftist Þorsteini Pálssyni, kaupmanni. Áslaug tók mikinn þátt í félagsstarfsemi þar. Hún var þannig gerð að væri ein- hver hjálparþurfi var hún með- al hinna fyrstu til að veita að- stoð. Kvefélagskonur í Kópavogi fengu stutt að n^óta samstarfs við Áslaugu, en þær ræktu minningu hennar, hinnar skjót- ráðu og hjálpfúsu konu. Það er ekki safnað í sjóði, heldur er unnið og spunnið, saumað og selt til hjálpar þeim sem þurfa. Fyrsta hjálpin er bezta hjálpin, það vissi Áslaug, og Kópavogs- konur starfa í sama anda. Sovézkt hafrannsóknarskip hefur mælt 2625 faðma dýpi á Miðjarðarhafi og er það mesta dýpi, sem hefur verið mælt þar til þessa. Varðarkaffi t Valhöll í dag kl. 3 s.d. Fyrsta barnagæzla einka- fyrirtækis hér á landi. Tekur til starfa á Alafossi in.k. mánudag. Fréttamönmun og ýmsum öðrum var í gær boðið upp að Álafossi, þar sem komið hefur verið á fót barnagæzlu tengdri verksmiðjunni, og er það fyrsta barnagæzla einstaklingsfyrir- tækis hér á landi. Var barna- gæzluheimilið' skoðað og- þar næst teppagerðarvélar verk- smiðjunnar, sem nú er að fá nýjar vélar til framleiðslu stórra gólfteppa. Ásbjörn Sigurjónsson flutti ávarp í húsi barnagæzlunnar, en húsið var flutt að Álafossi og innréttað sérstaklega og er á vel afgirtri og rúmgóðri lóð, og hefur þetta allt vel tekizt. Innan húss og utan eru leik- tæki, og í húsinu eldhús, borð- stofa, svefnstofa o. fl. Gert er ráð fyrir börnin fái sér lúr eftir hádegísmat. Aðstaða er fyrir börnin til að repna sér á sleð- um og jafnvel skíðum. Mikil áherzla er lögð á samstarf for- eldra barnanna og barnagæzl- unnar. Hún á að geta komið í stað dagheimilis eða leikskóla og gegnt hlutverki uppeldis- þjónustu, ef hlutaðeigandi að- ilar standa saman um sem bezt- an árangur. Greiðslu fyrir dvöl barna er mjög í hóf stilt. — Barnagæzlan tekur til starfa n. k. mánudagsmorgun. Hug- myndina að þessari barnagæzlu kvaðst Ásbjörn hafa féngið á ferðalagi með íþróttamönnum fyrir 2 árum, er þeir skoðuðu Karl Liebknecht dieselvéla- verksmiðjuna við Magdeburg, en sú verksmiðjan hefur stóra byggingu fyrir barnagæzlu. Hér er fýrirkomulag að ýmsu ólíkt., Markið er, að börn staðarins séu í góðum höndum, er þaw eru við leik á daginn, og for- eldrar þeirra að störfum. Eftit fyrstu undirtektum að dæma kvaðst Ásbjörn ætla, að húsið yrði of lítið eftir eitt ár. Gólfteppa- { framleiðslan. Hann kvað atvinnu mjög vaxandi vegna gólfteppafram- leiðslunnar, sem hafin var fyrir 2 árum. „Við þurfum margt , Framh. á 4. síðu, Vetrarveður á Bretlandi. Stormar, faiinfergí, samgöngutruflanlr. Vetrarveður er nú á Bret- landi, stormur á Ermasundi og Bristolsundi, þar sem 3 skip urðu að biðja um aðstoð. Engar samgöngur eru við Guernsey í Ermasundi. Tveir fiskimenn, sem voru að vitja um net, drukfcnuðu. — Á landf hefur orðið tjón af völdum ve?* urs og samgöngur truflast. f Westmorland stöðvaðíst bíla- umferð vegna fannfergis. — Á nýju bílabrautinni miklœ. (sbr. fregn f Vísi í gær) trufl* aðist umferð vegna veðurs. Ennþá rafmagnsskortur nyrðra. Fgárhöld shtkrri en buíisi vttr rfd. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. — Ástandið hefir lítið eitt batn- að í rafmagnsmálunum á Ak- ureyri, en er hvergi nærri gott cnnþá og slæmar horfur á að úr rætist til hlítar í dag. Þegar á leið daginn í gær jókst rafmagnið upp í 3500 kíló- wött og var það þá skammtað hiður í fimm kerfi á Akureyri, þannig að hvert hverfi fékk rafmagn í 2 klst. í einu. f dag á að skipta rafmagninu; á 3 hverfi bæjarins. Vatnsrennslið í Laxá er enn mjög lítið niður við virkjunina og vita menn ekki hverju það sætir, því svo virðist sem fullt rennsli falli úr Mývatni. Fé smalað. Um alla Þingeyjarsýslu hafa bændur unrnð Kðustu ctogana að því að emala fé sínu og víð- asthvar tekið það í hús. Þ& ' munu Mývetningar ekki taka fér sitt heim af Mývatnsöræfunip því þar er haglendi gott og fénu virðist líða vel. Tíu Mývetning- ar fóru þangað austur á mið- vikudaginn og hafa unnið að fjárleit síðan. Hundar fundlí talsvert af fé í fönn, en það fannst allt Íifandi. Áftur á mótl hefir nokkuð af fé Mývetninga kafnað í fönn í heimahögum, m. a. fundust 13 kindur frá Gautlöndum dauðar í fönn, og víðar hafa kindur kafnað þar í sveit. Köldukinnarbændur hafa náð mestöllu fé sínu í hús og samá er að segja um Bárðdælinga. | Réykjadal er allmargs fjár saknað og er verið að leita að því. Ófært er bílum úr Mývatns- sveit, en í gr /r koni snjóbíll frá Húsavík m Á póst og farþegá og tók rjójM tH hakSK.__JjbSJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.