Vísir - 14.11.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 14.11.1959, Blaðsíða 7
Laugardaginn 14. nóvember 1959 TlSII 7 42 tekið þetta bréf fyrir mig, svo að það komist með morgunlest- inni? Nancy hafði þekkt hann síðan hann gekk í stuttbuxum — hún var 65 ára. — Hann frændi minn kemur hingað með vörur í kvöld, sagði hún. — Hann getur komið bréfinu í póstkassann fyrir þig. — Það er ágætt, sagði Ross og fékk henni bréfið. — Og það hefði verið ágætt ef Angus McAllen hefði komið, eins og ráð var fyrir gert. En Angus hafði forfallast og sent son sinn í staðinn. Allir vissu að strákurinn, Malcolm, sem var fjórtán ára, var mesti órabelgur og prakkari, með allan hugann við myndasögur í öfgablöðunum. Og þó honum væri strengilega uppáiagt aö koma bréfinu í póstkassann þegar í stað, mundi hann ekki e:ftir því fyrr en hann var háttaður, og fannst þá að einu gilti þó hann kæmi ekki bréfinu í póst fyrr en morguninn eftir. Og það mundi hann vafalaust hafa gert ef hann hefði fundið bréfið í vasa sínum. En hann haíði týnt því. En ef hann hefði týnt því á veginum, mundi eflaust einhver finna það og stinga því í póstkassann, hugsaði hann með sér. Ross dvaldist í Skotlandi heila viku. Og í London var hver stund lengi að líða hjá Cariu. Einn — tveir — þrír — fjórir dagar, og ekki ein lína frá hon- um. Og engin skilaboð. Hvað svo sem komið hafði fyrir, þá hlaut hann að hafa haft tækifæri til að ná sambandi við hana, — það er að segja ef hann kærði sig um það. Hana langaði til að skrifa honum, en var of stærilát til að gera það. Hann var slæmur og óréttlátur, og — óskynsamur. Þvi miður eru élskendur allra manna sízt fallnir til að vera skynsamir. Fyrst hafði hún haldið að eitthvað hefði komið fyrir hann, sem gæti verið honum til afsökunar. En þó honum hefði ekki fallið tilhugsun að Caria talaði við Basil Frayne til að fá hjálp gegn Soniu, hlaut hann að skilja að þau voru að tefla tafl, sem hlaut að tapast. Nema hún vildi fórna föður sínum. Og nú hafði hún tekið það í sig, að faðir hennar mætti ekki fyrir nokkurn mun vita hve mikið flón hún hefði verið. Smám saman fór hún að halda að hótun Ross um að slita trúlofuninni stafaöi af því, að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að það væri bezta lausnin. Allt þetta tal um Basil Freyne hafði kannske ekki veriö annað en yfirskin. Og vitanlega, ef'Ross vildi hana ekki.... Tilhugsunin um þetta nísti hjarta hennar, en hún reyndi að stappa í sig stálinu. Siðan hún trúlofaðist hafði hún fjarlægst gamla kunningjahópinn sinn. En hún hafði fyrir löngu lofað að koma í samkvæmi til Alidu Tempest, sem var nýtrúlofuð. Það lá við að Caria yrði fegin að flýja sjálfan sig, og þess vegna hélt hún loforð sitt og fór í samkvæmið. Og hún óskaði þess heitt eftir á, að hún hefði ekki gert það. Þess varð skammt að bíða að hún yrði vör við undarlega forvitni hjá ýmsum gestunum. En enginn minntist á Ross eöa brúðkaupið. Rétt áður en hún fór vissi hún hvers vegna það var, því að húsmóðirin, sem var verulega góð vinkona hennugj tók hana afsíðis og spurði kvíðandi: — Caria mín góð, er það satt að þú hafir slitið trúlofuninni? — Hvers vegna dettur þér það í hug? spurði Caria og gat ekki annað en hugsað til, hvernig ástatt væri milli sín og Ross núna. Unga stúlkan roðnaði. — Æ, það var einhver að segja mér þetta núna um daginn. Caria yppti öxlum. — Það hefur verið einhver, sem veit meira um minn hag en eg veit sjálf. Getirðu hug?aði þér að segja mér nafn þess, sem segir svona eftirtektarverðar fréttir? — Já, eg veit eiginlega ekki neina ástæðu til þess að þegja yfir því, svaraði Alida. — Það var þessi allstaðarnálæga Sonia frænka mín, sem sagði mér þetta. — Hún ýkir, sagði Caria létt. — Brúðkaupinu okkar hefur verið frestað vegna þess að hann pabbi varð að fara til Ameríku. Hann kemur bráðum aftur.... — Það var sannarlega gott aö heyra, sagði Alida.. — Eg skal stöðva þennan söguburð. Þegar Caria fór var hún sannfærð um, að þennan söguburð mundu flestir hafa heyrt og tryðu honum. Hún var meira en æf. Ó, hvers vegna hafði hann ekki skrifað? Síðustu þrjá—fjóra dagana hafði hún verið slöpp og lasin, og fengið kvef svo að hún varð að liggja dag í rúminu. En hún var staðráðin í að heimsækja Mary. Hún fann að Mary var eina manneskjan í heimi, sem hún þurfti að vera nærri, einmitt núna. — Mary með sitt heilbrigða hyggjuvit og víðsýnið. Hún afréð að aka út til hennar í léttibílnum sínum. Hún hafði ekki notað hann um sinn og hlakkaði til að aka í opnum bíl. Caria fór til hársnyrtingarkonunnar og hafði talað svo um, að bilstjórinn kæmi þangað. Hún hafði ekki frétt neitt af Ross ennþá. Það var ólíkt hon- um að stökkva upp á nef sér og hún var orðin alvarlega hrædd. Hvað gat hafa komið fyrir? Var hann kannske kominn aftur? En hún gat ekki símað í Harley Street til að spyrja — metnaður hennar bannaði henni að láta fólkið þar vita að hún vissi ekki hvar hann væri. Það var nógu slæmt að hún hafði símað þangað einu sinni, því að röddin hennar þekktist eflaust þar, og fólk- inu hlaut að þykja skrítið, að hann skyldi ekki hafa símað tii hennar áður en hann fór. Þó að sólskin væri er hún var á leiðinni í Bond Street var himininn talsver.t skýaður, og hún vonaði innilega að góða veðrið mundi haldast. Hún var þreytt enn og henni var léttir að hvíla sig í skrautlegu snyrtistofunni, sem hún sótti alltaf er hún þurfti að láta greiða sér. Cariu varð léttara er hún sat undir hárþurrkunni með Vogue, Tattler og nokkur amerísk myndablöð kringum sig. Hún naut tilhugsunarinnar um að fá að vera í friði svo sem hálftíma. flún hafði beðið um að fá lánað morgunblað, því að hún hafði ekki séð blöðin áður en hún fór að heiman, og það fyrsta sem hún gerði var að líta á „Telegraph". Hún leit á fyrirsagnirnar, sem báru með sér að veröldin var jafn bág og vant var. Svo las hún leiðarann og þar næst „slúður- dálkana". Allt í einu rak hún augun í smáklausu undir fyrir- sögninni „Carlton — Barington". Hún saup hveljur. Hún vissi ekki hvort hún æpti, en varð fegin að enginn hafði tekið eftir því, ef svo var. Henni fannst allt blóð í sér streyma að hjartanu og hrökkva svo þaðan aftur, svo að henni varð hrollkalt. „Ekkert mun verða úr fyrirhuguðu hjónabandi Ross Campbell Carlton læknis, 359 B Harley Street og ungfrú Cariu Barring ton....“ 1]l> ll Vl.lSIK S Vil skipta á einbýlishúsi og 4—5 herbergja íbúð. Má vera í bloklc. Geta verið tvær íbúðir. Tilboð sendist blaðinu, merkt: „Vandað hús.“ . ppariö yður hlaup á roilli ruargræ verzlama! ^ WkUOOL fiMöM «1! ^ - Ausfcur&traeti E, R. Burroughs <KJIPg POISEP AMP WITH A EOAE OF ÞEFIANCE\TARZAN INTEKCEPTEÞ- - TARZAN - 3136 'COfAE NOW!' HE GXCLAIMfiCt ?we havenT sqt a TO LOSE1/7 í Tarzan brá hnífnum og I xéðst til atlögu við dýrið. —• j Viðureignin stóð stutt dýrið féll. Komdu nú vertu gljót, við megum eng-1 an tíma missa, sagði hann. 4 KVðLDVÖKUNNI ..... s = Jicia-jí Góður Ráðstjórnarborgari og hjólreiðamaður varð var við nýja tilskipan, þegar hann kom í hina miklu ríkisverzlun til að kaupa nýja hjólhestapumpu. „Þér getið ekki fengið nýja hjólhestapumpu, nema þér kaupið nýjan hjólhest,“ var honum sagt. Tilskipunin byggðist á því, að þar vantar mjög hjólhesta- pumpur. Því gleymdi Krúsév að segja frá þegar hann flutti fagnaðarskýrslu sína á flokks- þinginu. ★ Jimmy kærði Bill fyrir að hafa hótað sér lífláti. Rannsóknardómarinn: „Og hvernig rökstyður þú það, að Bill hafi hótað þér lífláti?“ „Jú, sjáið þér til. — Eg kom akandi í hestvagni mínum og Bill ók á mig í bílnum sínum. Þegar hann uppgötvaði að ann- ar af hestum mínum hafiði fór- brotnað, skaut hann hann sam- stundis .... “ „Nú og hvað svo?“ „Þá spurði hann mig hvort eg hefði ekki líka fótbrotnað." ★ í Springfield Mass. fékk kona aðskilnað frá manni sín- um. Og hún fór burt með hvern snittil og smúla úr búinu nema hægindastólinn hans og sjón- varpstækið. r Aiý/tf bíós í viðjum ásta og örlaga. Nýja bíó sýnir um þessar mundir mynd, er nefnist ,;f Viðjum ásta og örlaga“. Myní- in er byggð á sannsögulegiun viðburðum, sjálfsæfisögu flæmsk-kínverska kvenlæknis- ins Han Suyn „A many-splend- oured thing“, sem verið hefur metsölubók >' Bandaríkjunum og víðar. Aðalhlutverkin eru leikin af William Holden og Jennifer Jones. Myndin er um kvenlækni í sjúkrahúsi í Hong Kong og bandarískan stríðsfréttamann, Mark Elliot. Fella þau hugi saman, en ýmis vandamál koma upp, er verða þess valdandi að þau fá ekki að njótast nema á laun. Koma þar til bæði mis- munandi siðvenjur austurs og vesturs, svo og sú staðreynd að Mark er kvæntur, þótt þau hjónin séu löngu hætt að búa saman. Myndin lýsir unaðs$tundum þeirra, jafnt sem raunum, bar- áttu þeirra, sigrum og töpum, og mun verða mörgum hvatn- ing til dáða, — en veita öðr- um ánægjustund. ÍC Ólafur Noregskonungur kom fyrir nokkrum dögum til Bretlands. Brezki flug- herinn ætlaði að heiðra hann við komuna til North- olt-flugvallar með því að láta hann kanna heiðurs- vörð — en hann afþakkaði. Hann kom klæddur dökk- um fötum og yfírfrakka með harðan hatt á höfði. — Heimsókn hans að þessu sinni er sem sé „óformleg”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.