Vísir - 21.11.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 21.11.1959, Blaðsíða 7
Laugardaginn 21. nóvember 1959 vtsim 2 4ft nærri. Hún lagði augun aftur. — Farðu ekki frá mér. Eftir nokkrar mínútur var hún sofnuð, og hann vissi ósjálf- rátt að upp frá þessu mundi hún gera það sem hún hafði sagt: hún mundi ekki taka sér neitt nærri. En hann hafði sjálfur ástæðu til að vera áhyggjufullur ennþá, og framtiðin var mjög vafasöm. Roger ætti að fá að vita um þetta allt, af því að hann var eini maðurinn, sem kannske gat sett Soniu stólinn fyrir dyrnar, ef það þá var hún, sem bar ábyrgð á blaðafréttinni. En hann hafði ekki þorað að stinga upp á því við Cariu að faðir hennar fengi að vita um leyndarmálið. Þegar hún yrði hressari væri hægt að tala við hana um það, en eins og sakir stóðu var það ekki ráðlegt — en hverju mundu Sonia taka upp á þangað til? Hvað skyldi hún gera í skilnaðarmálinu? Nú vaknaði Caria aftur og þegar hún sá að hann sat enn hjá henni, brosti hún sæl og syfjuleg. Nú kom hjúkrunarkonan inn til að hagræða henni undir nóttina áður en vökukonan tæki við verðinum. — Mary er úti að borða miödegisverð með honum pabba, sagði Caria. — Hvernig líst þér á það, Ross? — Ágæt hugmynd! Mary veitir ekki af tilbreytingu, sagði hann. — Og pabba veitir ekki af hughreystingu. Góða nótt, elskan mín!.... Og án þess að hirða um að hjúkrunarkonan var nær- stödd, teygði hún upp höfuðið til þess að láta hann kyssa sig. Hann þrammaði eirðarlaus fram og aftur um gólfið í stofu Mary, þegar hún kom inn, kortéri síðar en hún hafði sagt. Hún var ekki i vinnufötunum, og á höfðinu hafðu hún rósóttan klút. — Halló, Ross! sagði hún og rétti honum höndfcia. — Hvað er um að vera? — Ekki neitt. Hvers vegna spyrðu um það? — Þú horfðir svo einkennilega á mig. — Afsakaðu að eg horfði á þig, en sannast að segja litur þú allt öðru vísi út í kvöld en þú átt vanda til, sagði hann hrein- skilnislega. — Þú lítur út eins og þá værir átján ára. Kannske það komi af höfuðfatinu þínu Hún hló, en roðinn sem var í kinnum hennar þegar hún kom inn, varð dýpri. — Þökk fyrir skjallið — þó það komi ekki niður á réttum stað. ,— Það var alls ekki meiningin. Eg var bara að játa staðreynd. Hún hló aftur og tók af sér hettuklútinn. — Nú hef eg líklega endurheimt árin mín? — Ekki eitt einasta. En þú hefur auðsjáanlega gott af að láta bjóða þér í miðdegisverð, Mary. Er Barrington farinn til London aftur? Já, hann varð að fara. Hvernig vissir þú að eg var með honum? — Caria sagði mér það. Hann hlýtur að vera einmana, þegar hennar nýtur ekki við. — Það er hætt við að hann verði að venjast því. Hvernig líður henni núna? — Nú hugsa eg að henni fari að fara fram. Hún leit snöggt til hans. — Er það svo að skilja, að þið skiljið, hvort annað? — Já, til fulls. Sá þáttur málsins er að minnsta kosti í lagi. Hún hringdi og bað um kaffi og samlokur handa Ross. — Eg geri ráð fyrir að þú hafir ekki íengið neitt að borða? sagði hún. — Nei, eg gleymdi því sannast að segja, sagði hann. — Eg hef haft svo mikið að gera í allan dag. — Það er mál til komið að þú fáir konu til að hugsa um þig. — Eg er þér alveg sammála, Mary. En hann brosti ekki, og Mary sá að eitthvað lá þungt á honum. Og allt í einu herti hún upp hugann. — Ross, sagði hún. — Meðan Caria var sem veikust talaði hún mikið í óráðinu. Og hjúkrunarkonan hennar hefur líka gefið í skyn, að eitthvað muni liggja þungt á henni. — Já, það var eitthvað. En eg held að allt sé í lagi núna. — Er Sonia Frayne nokkuð við það riðin? spuröi hún. — Hvað sagði hún, Mary. Hún dró við sig svarið. — Var Basil Frayne nokkuð við það riðinn? spurði hann þá. — Já, og svo var það eitthvað um hjónaskilnað, sagði Mary. — Og hvað eftir annað sagði hún: Þú mátt ekki segja honum pabba þetta, — láttu Ross ekki segja honum það... . Mér þótti vænt um að það var eg, sem vakti yfir henni mestan hluta þess- arar nætur. j Nú var það Ross sem hikaði. Svo sagði hann: — Mary, vissir þú nokkuð um kunningsskap Cariu og Basil Frayne? Þegar hann sá aö sún var i vafa um hvemig hún ætti að svara, hélt hann áfram: — Heyrðu, þú ert bezta vinstúlka Cariu og mín líka. Eg held að' eg geri engum rangt til þó eg tali um þetta við þig. Og.... mér er þörf á að tala um það við einhvern. — Biddu svolítið við, sagði Mary, — Hérna er kaffið þitt að koma. Samloka með kjúklingi, Kathleen! Það var vel af sér vikið! — Nú skaltu leysa frá skjóöunni, Ross. Eg er eintóm eyru. Næsta korterið gat hún fyllt upp í eyðurnar á því, sem Caria] hafði verið að tala um í óráðinu. Augu hennar sortnuðu af reiði. — Ross, það er ómöguiegt að hún geti komið þessu fram! — Það er einmitt það, sem eg sagði. En hvernig eigum við að hindra hana? Það var einmitt mergurinn málsins. Hvernig? Ef Sonia var staðráðin í einhverju gat ekkert stöðva hana. Það vissu þau bæði svo vel, aö þau þurftu ekki að orðlengja um það. Svo sagði Mary: — En hvað um Roger Barrington? Heldurðu ekki að hann geti þvingað hana? — Eg veit svei mér ekki. Ross yppti öxlum, ráðalaus. — Caria er svo mótfallin þvi, að eg þori ekki að stinga upp á því að eg tali við hann. Og hún má ekki komast í geðshræringu. — Nei, vitanlega ekki. En....? Hún horfði spyrjandi á hann. Hann hristi höfuðiö. — Hvernig get eg gert það, Mary. Án þess að láta hana vita um það fyrirfram? — Nei, þú hefur líklega rétt fyrir þér. En við' gleymum alveg kaffinu. Hún hellti i bolla og rétti honum. — Borðaðu nú! Fundfa 10 mátverk ítafskra meistara. í Kaliforniu hafa fundist 10 i málverk eftir ítalska meistara, sem talin eru virði millj- ónar dollara a.m.k. Málverkin fundust saman vafin á heimili ítalsks innflytj- anda. Þau hafa verið í eign ættar hans mann farm af manni og enginn vitað um hvaða dýrmæti var að ræða- Vitað er að þau voru 1877 í eign kardínála í þessari sömu ætt. — Eitt málverkið er af Mariu Magðalenu og talið svo dýr- mætt, að það verði í rauninni ekki metið til fjár. Afvopnunarmálin falin 10-þjóða nefnd. Allsherjarþingið hefur með formlegi-i ályktun falið 10 manna nefndinn, að taka af- vopnunarmálin til meðferðar. Hún kemur saman eftir ára- mótin i Genf, og er skipuð full- trúum vestrænna landa og fimm frá Austm'-Evrópulönd- um. — í ályktuninni er hvatt til að náð verði samkomulagi hið fyrsta og unnt er. Þýzkur togari ger- ir usla i netumi Frá fréttaritara Vísis Oslo í gær. Þýzkur togari eyðilagði veið- arfæri fyrir tugi þúsundá króna, er norskír bátar áttu á Hann borðaði hlýðinn, af því að hann vissi að hann var matar m'ðunum kringum Salta, f.vrir þurfi, þó ekki hefði hann matarlyst. Mary þurfti að sinna ýmsu og brá sér frá dálitla stund. Þegar Mary kom aftur stóð Ross við arininn og var að reykja vindling. Hún komst við er hún sá hve illa honum ieið. Hann virtist miklu eldri en hann var. Hún studdi hendinni á handlegginn á honum. — Veslings Ross, þú hefur sannarlega verið óheppinn. En hertu upp hugann — mér finnst á mér aö allt muni ganga vel. Hann brosti til hennar. — Þú ert bjartsýn, Mary. Þegar eg heyröi þig segja við Barrington að Caria mundi ná heilsu, vissi eg að það var meira en eg hefði þorað að lofa. — Ja, en hún er úr hættu, sagði Mary rólega. — Eg vildi óska aö eg mætti gera atlögu að frú Frayne. Annars hélt eg að henni litist vel á þig. . . .. sparið yður híaup A niilli aáaígra. .vcrálsúnal ||| mwm ó öra «i! E. R. Burroughs - TAItZAIM 3142 I dagrenningu vöknuðu niennirnir við hræðilegt angistaróp. Þeir hlupu út úr kofanum og litu þá ösku- grátt andlit Trudy Jones, sem kom úf úr kofa kvenn- anna og féll í öngvit. utan Andenes Þetta var togar- inn „Leipzig“ frá Rostock. Norskur eftirlitsbátur var nærstaddur er togarinn kom inn á netasvæðið sendu þeir ijósmerki til togarans í tuttugu og fimm mínútur samfleytt og að síðustu veifuðu þeir til hans. Allt kom fyrir ekki. togarinn staðnæmdist ekki fyrr en hann fór að taka inn vörpuna. Á vírunum hengu dræsur af net- um. Normennirnir kijlluðu til togaramanna, en fengu ekkert svar, þá hálfa aðra klukky- i stund er þeir voru að losa sig við netadræsurnar og tæma vörpuna. SkiMu þeir síðan brott. KÉHakonfgmisiisfar belta þvfsigymim. Indverska stjórnin filkytmif, að kínverskir kommúnisíar hafi reynt að þvinga indversku lög- reglumennina, sem þeir höfðu í haldi, til þess að skrifa' undir yfirlýsingar eftir þeirra liöfði (þ. e. kominnnista). Lögreglumennirnir voru ha£ð' ir i strangri gæzlu og voru stöð- ugt yfirheýrðir á kómmúnist- iska.vísu. — Þeir eru nú á leið til Shrinagar; höfuðborgar Kashmir, en ferðin þangað mun taka mr.rgr. daga, ef elcki vikur, vegna hríðarveðrá. Beit að au^lýsa í Vísi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.