Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 8. desember 1959 V f S I B Verzlanir I Veitingahús í STÓR KÆLISKÁPUR ca. 1100 lítrar (40 kúbikfet) til sölu á sérstöku tækifæris- verði, ef samið er strax. Skápurinn er vestur-þýzkur, vandaður og nýlegur. Upplýsingar gefur Andrés R. Kristjánsson í síma 1-26-06 í dag og 2-30-69 i kvöld. það nýjasta á verðbréfamarkaðnum? Nýju Sogsskuldabréfin eru til skamms tíma. Vextirnir eru hagstæðir og greiddir fyrir- fram og þau eru verStryggS* í Reykjavík fást verðbréfin hjá öllum bönkum, sparisjóðum og ýmsum verð- bréfasölum. Úti á landi fást þau hjá úti- búum bankanna og stærri sparisjóðum. SEÐLABANKINN Frá Hæstarétti: Guðnundur í Víði greiði sinn stóreignaskatt. Hæsíiréttur hefur kveðið upp dóm í stóreignaskattsmáli Guð- mundar Guðmundssonar og Trésmiðjunnar Víðis, síðari þáttur málsins, og var Guð- mundi gert að greiða í skatt kr. 427.571.00, þar af megi krefja Trésmiðjuna Víði h.f. um kr. 89.035.00. Guðmundur hafði haldið því fram, að eignir hans hafi ver- ið metnár of hátt til skatts, þær bæri að meta eftir fasteigna- mati frá 1. maí 1957, einnig, að draga bæri frá skuldlausri eign hans í árslok 1956 alla opin- bera skatta, er lagðir voru á 1957, og loks megi ekki telja með eignum hans það, sem hann hafi afhent sem fyrir- framgreiðslu upp í arf. Það skal tekið fram, að rík- isskattanefnd hafði ákveðið stóreignaskatt Guðmundar kr. 662,598,00, en þar af átti Víðir að greiða 98,000,00. Bæði 1 hér- aði og í Hæstarétti var viður- kennt rétt, að Guðmundur hafi lögmætlega afhent eignir sem fyrirframgreisðlu í arf 1956. Hvorki var viðurkennt of hátt mat né að skattar kæmu til frádráttar. Einn dómenda, Kristján Kristjánsson borgar- fógeti, skilaði sératkvæði. Dillon ræðir við Breta. DiIIon, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kom til London í gær. Hann ræðir þar við Macmill- an, Selwyn Lloyd og Maudling verzlunarráðherra. — Tilgang- urinn með ferðinni er, að reyna að aftra því, að Bandaríkin verði fyrir nokkru viðskipta- legu misrétti vegna tilkomu fríverzlunarsvæðanna beggja. hann af öllu þvi, sem hann taldi máli skipta og til hagsbóta gat orðið fyrir fslendinga í nútið eða framtíð. Allt það starf er þjóð- inni kunnugt, enda verður þess vafalaust getið og það í heiðri haft um ókomin ár. Litt mun honum hafa getist að öfugþróun styrjaldaráranna. „Menn rífa í sig til hægri handar og eru þó hungraðir, — þeir eta til vinstri handar og verða þó eigi saddir,1 — hver etur holdið af sínum eigin armlegg" stendur þar. Eg átti þess kost að sækja Gísla Sveinsson heim, er hann var sendiherra með búsetu í Osló. Hann var ánægður með árangur verka sinna þar. Hélt hann uppi virðulegri risnu að höfðingja hætti, naut vinsælda og virðingar meðal norskra á- hrifamanna og var vel metinn af öllum. Háttvísi var ríkasti þáttur skapgerðar hans og virðulega bar hann sig í allri umgengni við erlenda tignar- menn, en með eðlilegri kurteisi og hlýlegri alúð. Gísli var kvæntur ágætri konu, Guðrúnu Einarsdóttur, ættaðri úr Reykjavík. Er hún kona glæsileg, og kunni vel að koma fram við hlið manns síns í vii'ðingarstöðum hans. Heimili þeirra var með höfðingsbrag og Oska bœkur barnanna iy!vý<j!yjy’v Nú eru þær komnar bækurnar sem öll börn vilja fá í jólagjöf! Doddi í Rugguhesíalandi Og Doddi fer upp í sveií Þessar skemmtilegu bai’nabækur hafa notið mikilla vinsælda hjá börnunum. Nú eru út komin ný hefti, falleg og skemmtileg. Dodda-bækurnar í jólapakkann. Dodda-bækurnar eru óskabækur barnanna. Verð aðeins kr. 7,50. MYNDABÓKAÚTGÁFAN. NÝ BÓK JÓLABÓK Á aldarafmæli Einars H. Kvarans kepptust æðstu menningarstoínanir landsins við að heiðra minningfu hans. „EITT VEIT ÉG“ heitir safn af ritgerðum um sálræn mál, sem Sálarrannsóknafélag íslands hefur gefið út í tilefni aldarafmælis hans. Hér er að finna margar veigamestu ritgerðir Einars H. Kvarans, langar og stuttar, um það mál, sem hann varði öðrum meginþætti síðari hluta ævinnar til að kynna þjóð sinni. Hér kynnist þér frábærri rökfimi hans. — Hér kynnist þér í snilldartúlkun hans því máli, sem hann taldi mikilvægast í heimi. „E I T T V E I T É G“ er bók fyrir hugsandi fólk, bók, sem hugsuður, vitsmunamaður og mannvinur hefur ritað. Í bókinni er efni, sem eins á eiindi til mannsins í dag og það átti þcgar erindin voru rituð eða fhitt. Meðal efnisins í þessari bók er: Samband vi ð framliðna menn, fyrirlestur fluttur í Reykjavik árið 1905 — „Eitt veit ég‘“ (u n sálrænar lækningar) — Hjá miðlum á Englandi — Dularfull fyrirbrigði í fornritum vorum — Boðberar ódauðleikakenning- arinnar — Nýjustu kenningar um annað líf — Sálfarir — Kirkjan og sálai’rannsókn- irnar — Trú og spíritismi, útvarpserindi flutt 1936 og síðasta erindi E.H.K. um sálar- rannsóknir: Mikilvægi sálarrannsóknanna. Flutti hann það í Stúdentafélagi Reykjavíkur árið 1938. Ennfremur margar fleiri ritgerðir, smágreinar o. f 1., nokkurt efni, sem aldrei hefur verið prentað. Sr. Sveinn Víkingur ritar inngangsorð um höfundinn. — Bókin er 397 bls. í stóru broti. „Eitt veit ég“ geymir röksemdir viturs manns fyrir því máli, er alla varðar. HÉR ER JÓLABÓKIN. Sálarrannsóknafélag Islands. Aðalútsala: LEIFTUR H.F., Höfðatúni 12. gesti’isnin mikil. Börn þeirra ei’u fjögur: Guðríður gift Finni Guðmundssyni dr. rer. nat., Sig- ríður, sem stundar nuddlækn- ingar hér í bæ, Sveinn flug- stj'dri, búsettur ei’lendis, og Guðlaug gift ei’lendis. Gísli Sveinsson verður jarð- settur í Vík í Mýrdal. Þar eyddi hann beztu árum æfi sinnar og batt órofa tryggð við stórbrotna náttúru, en þó framar öllu við sýslunga sína og samstarfsmenn. Með þeim deildi hann um langt skeið æfikjörum, veitti þeim foi-ystu, naut styrks þeirra og stuðnings. Mun þeim finnast allt auðai’a og snauðara er Gísli Sveinsson er fallinn frá, en minningin um hann, hrein og flekklaus, mun lifa með þeim um langan aldur og raunar þjóðinni allri. I Kristján Guðlaugsson. <

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.