Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 10
10 VlSIK Þriðjudaginn 8. • desember 1953 ® 'Uiuian: (Uo ornel S P N N E N A D I 't <• »(•«'•<»(• (9 (9 (9 9 Í9 (9 9 (9 (9 (9 (9 (9 • m 9 (9 (9 (9 m (9 (9 S A K r A L A S A G A „Eg náði í þetfca á Napoleocigisfclhúsinu. Þér eruð heppinn. Það verður allt búið út eins og betlarar á dansleiknum og hún getur ekki notað Sheba-perlumar þegar liún er klædd eins og befclari." j „Nei. En ef hún fer ekki?“ i Francine brosti við honum eins og hann væri barn. „Enginn í Cannes vill missa af neinu. Þér getið bara gleymt þessu þangað til á föstudagf Nú urðu augu hennar köid. „Og skiptið yður ekki af þeirri rauðhærðu í millitíð" i „Eg hef um nóg að hugsa,“ nöldraði Dante og blés frá sér reyknum. „Verið þér ekki að blása reyknum í áttina til mín,“ sagði Francine og hann hallaöi sér frá undan augnaráði hennar. „Hvað er það, sem þér eruð að hugsa um?“ Dante þagði iánga hríð, og loks sagði hann. „Eg skil ekki í hr. Pharaoh. Eg botna alls ekki í þessu.“ , „Eg er ekkert að spyrja um skoðanir yðar. Komið þér bara með Sheba-perlurnar.“ „Kannske." Hún hallaði sér fram yfir hann og opnaði dyrnar á bílnum. „Farið þér út úr bílnum.“ Honum geðjaðist ekki að þessu, en hanri fór út og ygldi sig framan í hana. „Og hvað svo?“ „Þér getið.gengið öfan eftir.“ Hún setti bílinn í gír og leit ekki á hann er hún ók í burtu. Francine fór í fosslaug og skipti um föt þegar hún kom aftur til gistihússins. Svo gekk hún eftir ganginum og hringdi bjöll- unni við salardyr hr. Pharaohs. Hún fór inn og gekk yfir að horðinu og leit á teikninguna, sem lá þar. „Hvað er þetta?“ „Það er skip. Slidinger teiknaði það. Það er næstum því oí fagurt til þess að vera olíuskip. En mig hefur dreymt um það, frá því eg var drengur i Alexándríu.“ „Alveg eins og um Sheba-perlurnar. Þér látið drauma yðar rætast.“ Hún tók upp fölsku perlurnar. „Dante skoðaði þær.“ Hann lét þær í skartgripaskrínið og lokaði þær svo rilðri hjáj asér. „Hvernig fór með Dante?“ ! „Það er allt eins og vera ber. Eg er svöng. Við skulum fara að borða.“ Þau borðuðu niðri við höfnina og horföu á kappsiglingasnekkj- urnar. Hr. Pharaoh minntist þá þess, er hann var að borða döðlur og brauðskorpur viö höfniná í Alexandríu. Hann vildi losna við endunninninguna og fór að virða fyrir sér stóra aug- lýsingu, sem var þar á vegg. Pálma sönghöllin var að auglýsa konu, sem reið hvítum hesti upp stiga. Hann virti fyrir sér auglýsinguna um hríð og sagði svo: „Eig- um við ekki að koma i næturklúbbinn i sönghöllinni og sjá konuna á hestinum?" Næturklúbburinn í sönghöllinni var á breiðri verönd og leik- sviöið var pallur sem var byggður út yfir sjóinn. Þegar hr. Pharaoh kom inn var töfrandi söngvari við hljóðnemann og franskar konur sem þarna vorú gleyþtu hann með auguii.um en hr. Pharaoh . hleypti brúnum og þáði borð það er hinn biíðláti Marcel bauð. honum. Hr. Pharaoh bað um kampavín og hallaði sér aftur í stól sínum og varð þess þá var að Olga blasti við honum hinurr: megin við dansgólfið. Hún bar Sheba-perlurnar við undarlegan. kjól og hr. Pharaoh mælti nokkur ófögur orð fyrir munn sér. j Fancine leit yfruru^og augu hennar urðu kuldaleg. Hún vissi að kvcldiö var eyöilagt og hún óskaði þess 'að-þau hefði liaidið' sér í bUiTíi frá sönghöilihni. Þá starði hr. Pharaoh langa hr; : á ungan niraih', sem var búinn miðnæturbláum smoking og sat við borð nálægt Olgu. „Er betta Dante?“ Francine leit þangað og sá að Dante var einn og hleypti brún- um að söngvaranúm, sem hélt á hljóðnemanum eins og hann væri að kyssa rós í höndum sér. „Já. Og honum virðist ekki geðjast að sörigvaranum." „Mér finrist hann ekki líkjast mönnum, sem.sækja nætur- klúbba." „Það gerið þér heldur ekki.“ , , , Hr. Pharaoh retti sig upp í sæti sinu ög horfði a Francine. Svo hló hann. Olga heyrði hláturinn og starði svo yfir á Francine, en hún gætti þess að horfa á Miguel. Spánverjinn leit alltaf út eins og hann vildi ekki vera með Olgu. Dante leit í kringum sig í herberginu og deplaði augunum einu sinni þegar hann sá Francine. Það var eina merkið um að hann þekktu þau. „Þessi Dante yðar virðist ekki hafa neina stúlku með sér.“ „Kannske hann Sé að bíða eftir madame 01gu.“ Hr. Pharaoh kinkaði kolli og fór nú að finna til þess að hann væri með í undirheimum við Miðjarðarhafsströndina. Hann horfði á Miguel dansa við Olgu og varð það ljóst að atvinna Miguels væri erfið. Það leið langur tími og margir voru dansamir þar til er siða- meistarinn gekk fram á leiksviðið og hóstaði í hljóðnemann til þess að fá þögn. Þar næst tilkynnti hann að Madame Lorlei frá Vínarborg myndi sýna ýmsar listir á arabiskum gæðingi sínum og láta hann dansa eftir Strausvalsi, síðan myndi hún láta hann ganga upp hinn hvíta stiga upp á þakgarðinn. Allir litu upp eftir stiganum og madame Lorelei var komin inn á leiksviðs- pallinn áður en fólk tók eftir henni. Madame Lorlei var fögur kona, með kaldan eld í bláum augum og rauðjarpt hár. Hún sat hest sinn án þess að brosa. Hún var með hvíta hanzka og hélt þéttingsfast í taumana og andlit hennar var sviplaust er hún lét hest sinn leika listir sínar í j algjörri þögn. Arabahesturinn hafði í snoppuna næstum því á milli hnjánna, er hann snerist um leiksviðið. Dauðaþögn rikti á áhorfendasviðinu og taugaþenslan var mikil. Ekki sökum þéirra lista, sem hesturinn lék, héldúr af því að iistirnar voru; leiknar á girðingarlausum palli, sem var byggður yíir sjónum og ef einhver mistök yrðu myndi hesturinn og sú, sem sat hann, lenda í sjónum. Madame Lorelei fékk kurteislegt lófatak, eins og þeir fá, sem sýna sígildar listir. Hesturinn hneigði sig, en madame Loreleij brosti ekki. Þá beið hún eftir því að hljómsveitin tæki að leika,| sneri hestinum á pallinum og lét hann ganga upp stigann. Araba- hesturinn hafði erigar skeifur og það small í marmarastiganum af hófatökunum. Það var löng leið upp og stigapallurinn við innganginn á þakgarðinum var mjór. Hljömsveitin lék „Reið val- kyrjanna" og sá undirleikur gerði förina upp stigann sögulegri., Þegar madame Lorelei var komin upp á stigapallinn andvarpaði hver maður af feiginleik. Þá leit madame Lorlei niður og brosti.j Gaston, ungþjónninn, vissi að nú var allt búið og tók að opna kampavínsflösku fyrir furstann sem hafði verið dálítið áhyggju- fullur meðan hesturinn gekk fyrir ofan höfuð hans. En flaska Y 4 KVÖLQVÖKUNNi í Chicago fékk kona skilnsð þegar í gtað, er hún hafið ákært mann sinn fyrir ást hans á giæpasögum. Hún kvað mann- inn krefjast þess á hverju kvöldi, að hún legðist á gólfið og létist vera lík til þess að hann gæti kynnt sér hvernig morðið hefði verið' framið. 'k 1 Kona nokkur krafðist skilm- aðar frá eiginmanni sínum vegna þess, að á hverjum morgni áður en hann fór í skrif siofuna, setti hann krítarstrik eða krossa á skósóla hennar til þess að geta gengið úr skugga um, hvort hún hefði farið út á meðan hann var fjarverandi. ★ í Afríku er fljótlegt fyrir menn að skilja við konur sínar. Ekki þarf annað en benda á konuna í viðurvist vitna og segja þrisvar: „Eg útskúfa þér.“ ★ í Danmörku er hægt að fá hjónaskilnað á augabragði, ef annarhvor aðilinn getur sannað, að makinn hafi með ógnunum komið honum eða henni til þess að ganga í hjónabandið. k Sagt er að fimmtu hver hjón skilji nú á dögum í Ameríku, Fer hjónaskilnuðum þar sífellt fjölgandi. Víða eru bó félög: starfandi til þess að leiðbeina hjónum og vinna að því að^ sætfa þau. Hefir þessi starfsemi borið töluverðan árangur. Verst reynast þau hjónabönd, þegar barnungir aðilar eiga hlut að máli. ¥ Frú í Oklahoma fékk hjóna- band sitt upphafið -vegna þess að maður hennar hafði í hvert sinn, er þeim hjónunum varð sundurorða, ekið um göturnár með hátalara sem öskraði, einkum í nágrenninu: „Eg kem ekki heim í kvöld frú Smith!“ ★ í Danmörku skilja árlega 6000—7000 hjón. . . .. gporið yður íilaup á ruil]i icargra,yer7.1ariiV- ||*^ w'kuoöL úöffls umi E. R. Burroughs - TARZAIM 31.53 PETEEíAINEP’Ly MOWv TWE ÍAEN BCASPE? THEIK. CKAPT ANP' rUSHEÞ OUT IhriO THE KIVERfc. f 1 Þeir voru ákveðnir, settust á flekann og ýttu honum út á ána. Hellismunninn vai f svo lágur að þeir urðu að leggjast niður til að sleppa. Eyátt voru þeir í svarta BEFOEE LONS THE CREW WAS COfAPLETELy ENVELOF’EP By PAKktMESS ANP SlLENCEl myrkri og þögn. Sjémenn segja upp samningum. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í gær. Sjómannafélögin hafa sagt upp öllum öðrum samningum en síldarsamningum. Báðir að- ilar leggja áherzlu á að allir Vestfirðir verði eitt samnings- svæði. . Ekki er fyrir hendi samband vestfirzkra útgerðarmanna, en hugsanlegt er að það verði bráðlega stofnað, svo að sem mest samræming náist um kaup, kjör og fiskverð. Austanveður hamlaði sjósókn í fyrrinótt. Afli hefur verið all- mikill þegar gefið hefur. Mest- ur afli í sjóferð hefur orðið 11 lestir af óslægðu. Togararnir Sólborg og Is- borg veiða fyrir erlendan mark að. Goðafoss tók hér hraðfryst- an fisk á Ameríkumarkað. Skipaferðir eru hér strjálar og flugsamgöngur erfiðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.