Vísir - 16.12.1959, Side 11
FuHtrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik
Æöaltundur
fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 20,30.
Fundarefni :
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Stjórnmálaviðhorfið: Frummælandi: Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra.
FuIItrúar eru minntir á að sýna fulltrúaráðsskírteini sín við innganginn.
STJÓRNÍN.
Stigar í Kjörgarði
Annar stefnir norð-
ur og niður, hinn
upp í útsýnið yfir
Flóann.
Þar verða vfir 20 verzl-
anir undir sama þaki.
„Kjörgarður“ opnaður við Laugaveg - á efstu
hæð „Kjörgarðskaffi“ með útsýn yfir flóann.
Glæsilegt, nýtt verzlunarhús
hefir tekið til starfa í Reykja-
vík, fjölverzlunin „Kjörgarð-
ur“, að Laugavegi 57—59, þar
sem 14 verzlanir hafa þegar
hreiðrað um sig, en enn er ó-
ráðstafað rými fyrir 8—10
verzlanir í viðbót, og á þó enn
eftir að byggja tvær hæðir ofan
á húsið, svo að þegar því er
lokið, verður þetta eitt stærsta
verzlunarhús hérlendis. Gólf-
flötur er 900 fermetrar í kjall-
ara og á 1. hæð, en 500 fermetr-
ar á efri hæðunum.
Fréttamönnum var um helg-
ina boðið að skoða Kjörgarð,
og var þar samankominn fjöl-
mennur mannfagnaður. For-
ustumenn um byggingu húss-
ins ávörpuðu gesti. Sveinn B.
Valfells bauð gesti velkomna og
flutti ávarp. Kristján Friðriks-
son hélt síðan ræðu og sagði
byggingarsögu hússins og lýsti
því. Upphafið var það, að hann
keypti lóðina, sem helmingur
Kjörgarðs stendur nú á, en
byggingarframkvæmdir húss
fyrir fyrii’tæki hans Últímu
strönduðu vegna þess að leyfi
fengust ekki eða seint. Upp úr
því kom svo fram hugmyndin
um að slá saman í eitt hús lóð-
unum nr. 57—59, enda nýttust
lóðimar betur með því að
byggja eitt hús á lóðunum sam-
an og úr varð fjölverzlunar-
bygging eða „magasín", sem svo
kallast erlendis.
f kjallaranum, sem er götu-
hæð miðað við Hverfisgötu,
hefir verzlunin Skeifan komið
sér fyrir með gífurlega mikla
sölusýningu húsgagna, en þar
og ætlað rúm fyrir búsáhalda-,
rafmagns- og nýlenduvöru-
verzlanir. Einnig er þar vöru-
móttaka og pökkunarrými fyr-
ir þyngri vörur.
Á 1. hæð miðað við Laugaveg
hafa 5 verzlanir komið sér fyr-
ir, en væntanlega bætast þar
við. — Þar er Últíma með
karlmannafataverzlun, Ríma
með skóverzlun, Verzlun VBK
með sport- og vinnuföt og
herravörur, verzlunin Sport
með sport- og veiðitæki, og úra-
og skartgripaverzlunin Menið.
Á 3. gólfi, eða 2. hæð miðað
við Laugaveg, er skipulagið
lengst komið, ef eg má svo
segja. Þar er Storkurinn með
fjölbreytta verzlun með ung-
barnafatnað og skyldar vörur,
þar er Tízkan með nærfatnað
kvenna, lífstykkjavöörur og
fleira fyrir kvenfólk. — Þar er
verzlunin Mælifell með fjöl-
breytt úrval af álnavöru. —
Þar er verzlunin Orion, verzl-
unarnafn sem þekkt er víða um
lönd og hefir umboð fyrir og
verzlar með samskonar vörur
og þessi verzlun hér, en það er
meðal annars gam, tvinni,
hnappar, saumavélar, prjóna-
vélar o. fl. — Bemharð Laxdal
hefur þama stóra kvenkópu-
verzlun og kvenhattaverzlun.
Þá má nefna prýði hússins, sem
er Kjörblómið, blómaverzlun,
sem blasir við, þegar inn er
komið frá Laugaveginum. —
Þarna er hái'greiðslustofan Blæ-
ösp, (opnar næstu daga), þarna
er verzlunin Gluggatjöld, sem
verzlar með allskonar glugga-'
búnað. Á þessa hæð vantar að-
eins kjólavei’zlun og snyrti-
vöruvei’zlun, sem þar eru fyrir- ’
hugaðar í framtíðinni.
Þess skal getið, að flestar
þær verzlanir, er nefndar hafa
verið, hafa aðeins útbú í Kjör-
gerði, og stai’fa auk þess áfram
þar sem þær hafa verið að und-
anförnu.
Á 3. hæð hússins er svo
saumaverksmiðja Ultimu og
skrifstofur og þar verður Kjör-
garðskaffi — s má kaffistofa
fyrir starfsfólkið og viðskipta-
vini verzlananna hér og svo
auðvitað fyrir hvern sem er.
Þaðan er fagurt útsýni í góðu
veðxú út yfir flóann til- Esjunn-
ar.
Húsið teiknaði Halldór H.
Jónsson arkitekt, ti’ésmíði ann-'
aðist Jón Guðni Árnason, múr-
verk Árni Guðmundsson múr-
arameistari, Raftækjastöðin
(raflagnir), Guðmundur Finn-
bogason (vatns- og hitalögn)
en Sveinn Torfi Sveinsson
teiknaði þau kerfi svo og loft-
ræstingakerfi, vélsmiðjan Jens
Árnason gei-ði millihitara fyrir
geislahitunai’kei’fi og handrið
meðfram stigahúsi, Málmglugg-
ar h.f. smíðuðu í framhlið á
götuhæð, en Stálumbúðdr h.f.
lampana, verkfræðingax-nir
Bragi Þorsteirisson og Eyvind-
ur Valdimarsson gerðu jái’na-
teikningar, innréttingar í Kjör-
garðskaffi teikriaði Guðrún
Jónsdóttir húsgagnaarkitekt, en
aðrar innréttingar ei’u teiknað-
ar af Gunnar Theódórssyni arki-
tekt.
Eisenhower
með hósta.
Fregn frá Nýju Dehli hcrmir,
að Eisenhower forseti hafi
fengið aðkenningu af hósta, —■
hann hósti alltaf við og við, en.
ekkert hafi borið á þessu áður
en liann lagði upp í ferðina
miklu.
Læknir forsetans, Howai’d M.
M. Snyder, segir að þetta stafi
ei til vill eingöngu af því hve
mjög hann reyni á raauböndin,
í þessu fei’ðalagi. Við'‘læknis-
skoðun í nóvember koiri í ljós,
ao hann hefur lungnakvef
(bronchitis). —- Að öðru leyti
er forsetjnn vel hraustur og 1
ferðalagið hefur ekki tekið
mikið á hann, sagði Snyder:
læknir. j ’
(
Hákarlar og hornsíli
Metsölubókin fræga um sjómenn í stríði
„Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum“ eftir
Remarque er frægasta sagan um fyrri heimsstyrj-
öldina.
„Hákarlar og hoi’nsíli" eftir Wolfgang Ott er
langfrægasta sagan frá síðax’i heimsstyrjöldinni.
Ógnþrungið líf á sjó.
Ævixitýri og ástir í landi.
Kjörbók sjómanna og annarra karlmanna
if M fi 1
a
Úr kvikmyndinni: Hákarl og hornsíli.
3'■ . Á _ : . : .; , ,’c’•*
„HÁKARLAR OG HORNSÍLI“ kemur á kvikmynd í Austurbæjarbíó upp úr áramótum.
' < ÚTGEFANDÍ,