Vísir - 11.01.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir off annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
Munið, að beir sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Mánudaginn 11. janúar 1960
l’essi mynd er frá deyjandi þorpi «PPÍ í Alpafjöllum. Það er að
deyja, af því að það er svo Iiátt til fjalla, að það hefur aldrei
komist í snertingu við 20. öldina. — Þetta litla þorp heitir
llinterhornbach og er í Tyrol, í 8370 feta hæð yfir sjó. Þar eru
25 hús, en aðeins búið í 17 þeirra, þar er enginn læknir, enginn
sími og 10 lcm. til næstu járnbrautarstöðvar. Þar er einn einn
ókvæntur, ungur maður, en enginn stúlka á giftingaraldri.
Parísarráðstafnan um viðskipti
og afnahagsaðstoð
er hin mikilvægasta. — Hún hefst í París
á morgun.
Illýja sagan
sem hefst í næsta blaði heitir
„Astin sigrar — durtinn“
og er eftir Rosa Lind Brett,
sem fólk kannast við af sög-
um, sem áður liafa birst hér
x blaðinu. Enginn er drepinn
í þessari sögu, sem gerist á
hinni undurfögru eyju Bali,
þar sem fallegustu stúlkur
heims eiga heima — og sak-
lausustu um leið. En sögu-
hetjurnar eru þó aðfluttar,
hvítar stúlkur, og er ein
þeirra saklaus, en sumar
hinna beggja blands. Ungar
stúlkur og ungir piltar geta
fræðst sér til gagns af þess-
ari sögu. Hún sýnir sem sé
áþreifanlega hve mikil bölv-
un og sálarkvöl getur stafað
af því að vera of feiminn í
ástamálum og dylja hinar
sönnu tilfinningar sínar. Má
gera ráð fyrir að fólk, sem
les söguna verði stórum upp-
burðameira í ástamálum en
það var áður, og að alvara
verði úr ýmsum bónorðs-
fcrðum, sem frestað hefur
verið of lengi. Þess vegna er
unga fólkinu þörf á að fylgj-
ast vel með þessari sögu. —
-----------•------
Sex manns farast í bílslysi
í byrjun sl. viku varð mik-
m árekstur skammt frá París í
Frakklandi.
Rakst stór lögreglubifreið á
litla fólksbifreið, sem í voru
sex manns. Varð áreksturinn
svo harkalegur, að allir í litla
bílnum biðu bana.
í París er um það bil að hefj-
ast mikilvæg ráðstefna um auk-
in viðskipti þjóða milji og sam-
ræma efnahagsaðstoð og aukna
í þágu þjóða, sem skammt eru
á veg komnar, og þá einnig
gert ráð fyrir aukinni aðstoð á
því sviði frá þjóðum, sem hafa
náð sér upp efnahagslega eftir
styrjöldina.
Þeirra landa meðal og fremst
er vestur-þýzka sambandslýð-
veldið. — Fyrir hönd Banda-
ríkjanna situr ráðstefnuna
Dillon aðstoðar utanríkisráð-
herra og fyrir hönd Breta
Heathcoate fjármálaráðherra
og eru þeir báðir nýkomnir til
Parísar, en Kanada og Vestur-
Þýzkaland eiga þar einnig full-
trúa.
Talið er víst, að bæði Banda-
ríkin og Kanada muni leggja
fast að Sammarkaðslöndunum
sex og Sjörikjasamtökunum, að
fara eftir því, sem þau prédika
— og lækki innflutningstolla.
Óvíssa er enn um samstarf.
milli samtakanna tveggja, en
mikið í húfi viðskiptalega skoð
að, að samkomulag náist í þess-
um efnum milli vestrænu þjóð-
anna, en náist samkomulag yrði
það til eflingar hinu stjórn-
málalega og varanlega sam-
starfi þeirra, og hin langþráða
eining þeirra milli náðst.
Adenauer talar í Berlín.
Er hatursbaráttunni gegn Gyðingum stjórnað
af einum og sama manni hvarvetna?
Adenauer kanslari Vestur-
Þýzkalands er væntanlegur til
Vestur-Berlínar í dag og flytur
þar ræðu. Hann fer aftur til
Bonnn á miðvikudag.
Líklegt þykir, að Adenauer
muni ræða hatursbaráttu gegn
Gyðingum.
Á laugardagskvöld fóru 40
þús. ungmenni í Vestur-Berlín
í kröfugöngu og vottuðu Gyð-
ingum samúð og létu í ljós and-
úð á hatursbaráttunni- gegn
þeim og nýnazisma. í kröfu-
göngunni voru ungmennafélög
Kristilega lýðræðisflokksins,
Jafnaðarmannaflokksins, Skáta
og fleiri félaga. Hátt settur
fulltrúi borgarstjórnarinnar
flutti ræðu og lesið var skeyti
frá dr. Adenauer.
Gyðingum er sýnd samúð
víðar. í París var farin kröfu-
ganga, sem nokkur þúsund
manns tóku þátt í, og var hald-
ið að Gyðingaminnismerki, og
þeim vottuð samúð. Á Bret-
landi hafa ýmis félagssamtök,
t. d. uppgjafahermanna í Man-
chester af Gyðingaættum, sent
mótmælaávörp til Bonn, og
þvatt tii róttækari aðgerða af
hálfu vestur-þýzku sambands-
stjórnarinnar.
Goldman, einn af leiðtogum
Gyðinga, sagði í gær, að líkur
bentu til, að hatursbaráttunni
gegn Gyðingum væri stjórnað
af einum og sama manni hvar-
vetna.
Jasper-fjármálahneykslið í
London er nú aftur efst á dag-
skrá meðal almennings og í
blöðunum.
S.l. haust komst upp gífur-
legt fjármálabrall og var fyrir-
skipuð rannsókn. Það voru eink
um tveir menn, sem mjög voru
bendlaðir við þetta, maður að
nafni Grunwald, sem stakk af
til ísrael, en kom þó aftur og
var síðar settur í gæzluvarð-,
hald, og maður að nafni Jasper,
formaður fjölmargra hlutafé-,.
■jfc- Finnska sjómannasamband-
ið hefir samþykkt verkbann
á skip Arabíska sambands-
lýðveldisins, sem sett hefir
finnsk skip á svartan lista
fyrir að flytja vörur frá
Israel.
laga, og háttsettur starfsmaður
Byggingafélags, og leiddi þetta
mál til þess, að stjórnin lét taka
til endurskoðunar lög, til að
girða fyrir brall slíkt sem þetta
og tryggingar hagmuna kaup-
enda hlutabréfa. — Orsök þess,
að mál þessi eru aftur efst á
dagskrá í blöðum og hjá al-
menningi, er að Jasper og Bygg
ingafélagsmaðurinn Murray
hafa nú einnig verið settir í
gæzluvarðhald.
Jaspsr-fjármáEahneykslið í London
aftur á dagskrá.
Þrír loöl‘nA|tuiirai’ hafa nú verið
fangelsaðir.
Uppþot í miðbænum.
Múgæði grípur unglinga.
Vegfarendur um miðbæinn í
gærkveldi liéldu sumir að stór-
tíðindi væru að gerast, að kom-
ið væri stríð, uppreisn eða eitt-
hvað þvíumlíkt.
Hundruð eða jafnvel þúsund-
ir unglinga höfðu safnast sam-
an á götunum nálægt lögreglu-
stöðinni, og létu þar öllum ill-
um látum og létu all ófriðlega.
Lögreglan gerði skipulagðar út-
rásir annað slagið, til að halda
uppreisnarmönnum 1 hæfilegri
fjarlægð, og beittu þá allri
sinni hernaðartækni, og drógu
sig síðan hið skjótasta til baka,
eins og vel æfðum skæruliða-
sveitum ber að gera. Uppreisn-
armenn héldtl sig aðallega í
Austurstræti og Hafnarstræti,
og var öll bilaumferð útilokuð
um þessar tvær umferðaræðar
um skeið, en svæðið fyrir fram-
an lögreglustöðina í Pósthús-
stræti mun hafa verið nokkurs
konar ,,einskismannsland.“
Ástæðan fyrir þessum ólátum
mun hafa verið sú, að áhorf-
endum mun hafa mislíkað lítil-
lega aðferð lögreglumanna við
að handtaka drukkinn mann, og
hefur Vísin.fregnað (óstaðfest),
að ,,margir“ lögregluþjónar
hafi sameinast um að „berja
hann í klessu með kylfum“.
Önnur saga segir að „tveir
smá-pollar voru eitthvað að
stympast og vindflengja hvorn
annan, og þá kom löggan og
hirti annan og setti hann inn.“
Upp úr þessu hafði myndast
hópur áhorfenda, sem lét all-
ófriðlega, „en þá varð löggan
alveg vitlaus og lét öllum ill-
um látum. Svo réðust þeir á
eitthvað smá-ræfils-grey og
lömdu hann í rot með kylf-
unum og drógu hann hálf-með-
vitundarlausan á milli sín inn
á stöð.“ Sagt er og, að þeir hafi
dregið marga úr hópnum, eins
og fé úr rétt, og fengið þeim
ókeypis(?) gistingu yfir nótt-
ina.
Þetta voru kjaftasögur.
Framh. á 2. síðu.
nieptúnus fór út me5
1501. af ísaíiri síld.
Fiskaði í sig á fimm dögum.
Togarinn Neptúnus, sem veitt
hefur síld í flotvörpu lagði af
stað til Þýzkalands kl. 10 á
laugardagskvöld með 150 lestir
af ísvarinni síld.
Með för Neptúnusar hefst að
líkindum nýr þáttur í útgerðar-
sögu íslendinga, því þetta er í
fyrsta skipti sem togari siglir
með síld, það er að segja eigin
afla, sem veiddur er í flotvörpu,
en undanfarin ár hafa verið
gerðar margar tilraunir með
þetta veiðarfæri, sem nú að
lokum launar erfiði og þolgæði
með góðum árangri.
Neptúnus var búinn að vera
viku úti, en afla sinn fékk hann
á fimm dögum. Á sama tíma
lagði togarinn Marz af stað með
75 til 80 lestir af ísvörðum fiski
á erlendan markað. Marz var
búinn að vera nákvæmlega
Landshappdrættið.
4 Dagar eftir
20 vinningar, 315.000,00
kr. — M. a. Rambler
Station-bifreið. — Miðar
seldir úr bifreiðinni við
Útvegsbankann og í skrif-
stofunni » Sjálfstæðis-
húsinu.
Látið ekki happ úr hendi
sleppa.
jafnlengi að veiðum og Neptún-
us ög verður því fróðlegt að sjá
samanburð á aflasölum togar-
anna. Eins og sézt á afla Marz
er ekki mikið fyrir togarana að
hafa á heimamiðum og mun
Marz þó hafa hvað mestan afla
af þeim skipum sem hér voru
i s.L viku. Síldarafli Neptúnusar
er nær helmingi meiri á sama
tíma og sannar þetta að hægt
er að fá uppgripa veiði í flot-
vörpuna fyrir þá menn sem
kunna með hana að fara.
Stórþjófna&ur í
áhafdahúsinu.
Aðfaranótt s.I. laugardags
var brotizt inn í Áhaldahús
Reykjavíkurbæjar og stolið
þaðan um 22 þús. kr. í pening-
um.
í skrifstofuskúffu, sem þjóf-
urinn braut upp, fann hann
lykil að peningaskáp og úr
skápnum hirti hann síðan 15
þús. kr. í peningum. Á tveim
öðrum stöðum í húsinu fann
þjófurinn peninga, þannig að
samtals hafði hann á brott með
sér um 22 þúsund krónur. Er
þetta einn stórfelldasti pen-
ingaþjófnaður, sem framinn
hefur verið í Reykjavík í sam-
bandi við innbrot nú um langt
skeið.