Vísir - 21.01.1960, Blaðsíða 2

Vísir - 21.01.1960, Blaðsíða 2
2 V í SIR Fimmtudaginn 21. janúar 1960 Sajat^téWt Útvarpið í kvöld. Kl. lá.oo—16.30 Miðdegisút- varp. 16.00 Fréttir og veður- fregnir.— 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna. (Margrét Gunnarsdóttir). — 18.50 , Framburðark. í frönsku. — 19.00 Tónleikar: Dúettar úr óperum. — 19.40 Tilkynning- ’’ ar. — 20.00 Fréttir. — 20.30 Erindi: Á ferðalagi í Banda- ríkjunum. (Jón Magnússon , fréttastjóri). — 20.55 Ein- , söngur: Kristinn Hallsson syngur. Fritz Weisshappel leikur með á píanó. — 21.15 , Upplestur: Steingerður Guð- mundsdóttir leikkona les Skálholtsljóð Þorgeirs Svein- bjarnarsonar. — 21.35 Þýtt og endursagt: Hugleiðingar um Charlie Chaplin eftir Paul Brunton. (Einar M. Jónsson rithöfundur). — 22.00 Fréttir og veðurfregn- ir. — 22.10 Smásaga vikunn- . ar: „Sólargeisli í myrkri" eftir Friðjón Stefánsson. (Inga Þórðardóttir leikkona) — 22.25 Symfóniskir tónleik- ar: a) Symfónía nr. 100 í C-dúr. b) Konsert fyrir trom- pet og hljómsveit. — Dag- skrárlok kl. 23.25. Skipadeild S.f.S. Hvassafell fór 20. þ. m. frá Hafnarfirði áleiðis til Ro- stock. Arnarfell er á Isafirði; fer þaðan í dag til Rvk. Jök- ulfell kemur til Rostock í dag; fer þaðan til K.hafnar og Rvk. Dísarfell er í Malmö; fer þaðan í dag til Stettínar. Litlafell er í Rvk. Helgafell fór 18. þ. m. frá Ibiza áleiðis til Vestm.eyja og Faxaflóa- hafna. Hamrafell fór 12. þ. m. frá Batumi áleiðis til Rvk. Eimskipafél. Rvk. Katla hefir væntanlega farið í gær frá Hálsingborg og Ventspils. — Askja hefir KROSSGÁTA NR. 3963. Skýringar: Lárétt 1 fita, 3 spurning, 5 . ..greining, 6 lýtis, 7 leiðsla, 8 ógæfa, 9 nokkuð, 10 afkvæmi, 1'2 átt, 13 sælgætisgerð, 14 . . .mangarar, 15 eftir vímu, 16 stafur. Lóðrétt: 1 slitin, 2 ..kofri 3 . . .éfni, 4 gallar, 5 nafn, 6 ó- skipt, 8 nafn, 9 stjórnsemi, 11 drag. . ., 12 gróður, 14 mæliein- ing. Lausn á krossgátu nr. 3962. Lárétt: 1 kaf, 2 oa, 5 men, 6 ern, 7 IR, 8 úlfs, 9 urg, 10 dáma, 12 óð, 13 ull, 14 æsi, 15 RF, 16 áta. Lóðrétt: 1 ker, 2 an, 3 orf, 4 anzaði, 5 mildur, 6 elg, 8 Úra(þór), 9 umj, 11 álf, 12 ósa, l.i æt. væntanlega farið í gær frá Kingston til Havana. Jöklar. Drangajökull er í Rvk. Lang- jökull er væntanlegur til Autsur-Þýzkalands í dag. Vatnajökull fór frá Vestm.- eyjum í fyrradag á leið til Grimsby, London, Hull, Boulogne og Rotterdam. Kennaranámskeið í dönsku í Háskóla íslands. — Námskeiði því í dönsku fyrir dönskukennara, sem hófst síðastliðið haust í há- skólanum, verður haldið á- fram til vors. Kennslan hefst á ný mánudaginn 25. janúar kl. 20.15 í 2. kennslustofu. Aðaláherzla verður lögð á málfræði og hljóðfræði; í bókmenntasögu verður fyrst farið yfir nútíma sjónleiki. Réttindi. Eftirtaldir menn sækja um leyfi til að mega standa fyrir byggingum í Reykjavík sem húsasmiðir: Einar Ágústsson, Baldursgötu 32. ívar Örn Ingólfsson, Álfheimum 36. Skúli Magnússon, Fálkagötu 14. — Hefir byggingarnefnd samþykkt réttindin. Sextugur verður í dag Baldvin Jóns- son, sjómaður, Bollagötu 9. Æskulýðsfélag Laugarnessóknar. Fundur í kirkjukjallarasaln- um í kvöld kl. 20.30. Fjöl- breytt fundarefni. — Síra Garðar Svavarsson. Eimskip. Dettifoss fer frá Gdynia 22. jan. til Ábo, Ventspils, Gdyn- ia og Rostock. Fjallfoss fór frá Rostock 19. jan. til Rott- erdam, Antwerpen, Hull og Rvk. Goðafoss fór frá Rvk. i gærkvöldi til Akureyrar. Gullfoss fór frá Hamborg 19. jan. til K.hafnar. Lagarfoss fór frá Vestm.eyjum 12. jan. til New York. Reykjafoss fór frá Bergen 18. jan. til Rott- erdam og Hamborgar. Sel- foss er í Keflavík; fer þaðan til Hafnarfjarðar, Esbjerg, Gdynia, Rostock, Frederik- stad og K.hafnar. Tröllafoss fór frá Hamborg 16. jan. til Rvk. Tungufoss fór frá Sval- barðseyri í gær til Alcureyr- ar og Siglufjarðar. Ríkisskip. Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Esja er í Rvk. Herðubreið er á Austfjörð- um á suðurleið. Skjaldbreið fer frá Rvk. kl. 20 í kvöld vestur um land til Akureyr- ar. Þyrill er á leið til Frede- rikstad frá Siglufirði. Herj- ólfur fór frá Rvk. í gær til Vestm.eyja og Hornafjarðar. Baldur fer frá Rvk í dag til Sands og Stykkishólms. Loftleiðir. Edda er væntanleg kl. 7.15 frá New York; fer til Oslóar, Gautaborgar og K.hafnar kl. 8.45. — Hekla er væntanleg kl. 19.00 frá Hamborg, Kbh., Gautaborg og Stáfangri; fer til New York kl. 20.30. er á leið frá Istad tij. Stettin. -3X* 'IhVPfS Stærsti bílakirkjugarður í Danmörku er skammt frá Kaup- mannahöfn, og 'þar bíða um þessar mundir 7800 bílar eftir því, að þeir verði höggnir upp, nothæfir hlutir settir í aðra bíla og afganginum brennt eða hann bræddur upp. SKIPAÚTGCRD RIKISINS >! M.s. Herðubreið austur um land í hringferð hinn 27. þ.m. Tekið á móti flutningi á morgun og síðdegis á laug- ardag til Hornafjarðar Djúpavogs Breiðdalsvíkur Stöðvarfjarðar Mjóafjarðar Borgarfjarðar Vopnafjarðar Bakkafjarðar Þórshafnar Raufarhafnar — og Kópaskers Farseðlar seldir á þriðju- dag. Japanir eru nærri 93 milljónir. íbúatala Japans er nú nærri 93 milljónir. Samkvæmt skýrslu Hagstofu Japans, sem birtar voru í lok desember, var íbúatala Japans 92 millj. 970 þúsund í október síðasthðnum. „Milljón dollara flugslysið". Bíeypti 7 líftryggivigar fyrir milljón dollara. A»ðii|i iiarái'orm lö^líræðings, urðu 34 að baiia. sem Það er nú kunnugt orðið, að bandaríska sambandslögreglan FBI hafði til rannsóknar feril lögfræðingsins Julians Franks, sem talinn er hafa haft sprengju í farangri sínum, er í fyrri viku tætti sundur farþegaþotu á leið til Miami í Florida, og biðu bana alls 34, sem í flugvélinni voru, að honum sjálfum með- töldum. Bandaríska lögfræðingafélag- ið hafði einnig til meðferðar kærur á hann fyrir að fara ó- ráðvandlega með fé skjólstæð- inga. Julian Frank var 32ja ára. Hann hafði tryggt sig fyrir nærri milljón dollara. Alls hafði hann keypt sjö líftrygg- ingar á undangengnum mánuð- um. Sannist, að hann hafi haft sprengju meðferðis og framið sjálfsmorð, fær ekkja hans ekki nema 1/10 þeirrar upphæðar, sem hann var tryggð- ur fyrir. Það er sagt, aff' hann hafi eytt eins miklu fé á mán- uði og menn í hans stétt og á hans aldri, gátu búist við að vinna sér inn á einu ári. Hann gortaði af að hafa yfir 250 þúsund dollara í árstekjur. Hann var fyrir nokkru búinn að kaupa stórt og skrautlegt hús í Westport, Connecticut, og fluttur þangað með konu sina og tvö börn, telpu fjögurra, og dreng tveggja ára. Þau höfðu 3 bíla. — Leynilögreglumenn ætla, að Frank hafi haft áform í huga um að auðgast fljótt, til „að tryggja framtíð fjölskyldu sinnar“. Daginn sem hann lagði af stað til Miami er hann sagður hafa skrifað konu sinni og sagt henni hvað hún skyldi gera, ef eitthvað kæmi fyrir hann. Á. leiðinni upp í flugvélina hélt hann á handtösku, sem talið er, að í hafi verið sperngjan, sem tveimur klst. síðan tætti sundur flugvélina, sem var af DC6- gerð. Eftir konu hans er haft: „Eg trúi þessu aldrei, — eg trúi því aldrei —“ - í þ«>.s.su nri verður þjóðaratkvæöi m lýðveldi í Ghana og S.-Afríku. í Landon neita Afríkuleiðtogar enn að sitja Kenya-ráðstefnuna. Tilkynnt er, að í Ghana fari uðleiðtogar blökkumanna eru fram þjcðaratkvæði um lýð-' þeir Tom Mboya og Ronald veldi og .dr. Nkrumali sem Ngala. fyrsta forseta þess 1. júlí. Lýð-j Blöðin ræða málið mikið í veldishugsjóninni vex fylgi um morgun. Þau segja, að það hafi alla álfuna meðal blakkra manna. Fulltrúar blökkumanna í Kenya, til þess kjörnir að koma fram fyrir þeirra hönd á Kenya- ráðstefnunni í London um framtíðar stjórnskipan landsins, komu ekki á fund í gær, frek- ar en í fyrradag og daginn þar áður, þátt fyrír ítrekaðar til- raunir McLeods nýlendumála- ráðherra til þess að fá þá til þess að sitja ráðstefnuna. Það er vegna deilunnar um Koninange, sem Afríkuleiðtog- arnir 14 vilja ekki sækja fundi, en þeir vilja fá hann viður- kenndan sem ráðunaut, en Bret- ar segja hann hafa verið við riðinn Mau Mau. ,og vilja ekki, að hann komij>ærri neinu. Höf- verið mistök að koma með Ko- inage til London, en enn verra að hafna honum, fyrst hann. kom, — það hafi aðeins gert illt verra. Blöðin óttast, að ráðstefnan verði gagnslaus, nema báðir að- ilar slaki til. Þau segja, að Afríkuleiðtog- arnir vilji hlaupa í einum spretti að markinu, en óttast að slíkt mundi reynast gönu- hlaup. Hvítir menn eigi líka sin réttindi, sem vix-ða beri. Á hinn bóginn sé skiljanleg óþolin mæði þeirra, sem berjast fyrir sjálfstæði, þar sem vakningar- og sjálfstæðisalda fer um alla álfuna. Rriu á: 7. -siðu. . .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.