Vísir - 21.01.1960, Page 7

Vísir - 21.01.1960, Page 7
Fimmtudaginn 21. janúar 1960 VÍSIR 7 Rosa Lund Brett: * -^Æstin * sigrar - durtinn. 9 jókkum. Hún felldi sig betur við hvíta hitabeltissmokinginn — þeir sem notuðu þá, voru eflaust miklu betri menn, hugsaði hún með sér. Og allt í einu sá hún móta fyrir manni í hvítum smoking í myrkrinu. „Gott kvöld!" sagði hann vingjarnlega. „Ósköp sýnist m’ér þér hnuggin." „Halló,“ sagði hún klaufsk. „Eg bjóst ekki við að þér munduð láta sjá yður héma?“ „Ekki það?“ Paul kom til hennar og studdi olnboganum á steingarðinn. „Eg átti að borða miðdegisverð hérna i Panleng, af sérstöku tilefni, og datt í hug að líta inn í leiðinni, til að af- saka framkomu mína í fyrri viku. Annars var það fallegt bréf sem þér senduð mér, og ef skriftin hefði ekki verið svona við- vaningsleg mundi eg hafa sagt, að það hefði verið stjúpa yðar sem skrifaði bréfið.“ „Var það þess vegna sem þér afþökkuðuð boðið?“ „Meðfram. Þér munuð hafa lært að reykja innan um alla þessa ríku þræla — má eg bjóða yður vindling. „Nei, þökk fyrir. En hvers vegna kallið þér þá þræla?“ Hann yppti öxlum. „Peningarnir gera fólk að þrælum. Auð- æfin koma alltaf fyrirhafnarlítið og krefjast ekki þess að það sé umiið fyrir þeim. Ákveðin manntegund hefur yndi af að kaupa allt það, sem aðrir geta ekki keypt — þessir menn borga meira fyrir húsin sín en aðrir og meira fyrir menntun barna sinna. Þeir eru þrælar bankainnstæðunnar sinnar. Þér hafið eflaust séð f jölda af þessum úttútnuðu þrælum hér í Santa Lucia.“ „Þeir eru alls ekki sem verstir. Ríkasti maðurinn hérná er mesti meinleysingi og hálf óframfærinn.“ „Þessu trúi eg vel! Hann á vafalaust konu, sem hefur togað hann með sér í siglingu, en líklega þráir hann að komast heim að skrifborðinu sínu og í alla símana sína. Hvað kemur til að þér standið héma alein?“ „Það er svo fallegt hérna og eg kann bezt við mig ein.“ „Hefur komið nokkur sprunga í vináttuna við stjúpuna?" „Nei...." „Þær eru svo viðfeldnar....“ sagði hann ertandi. „Þér eruð undarlegt barn — svo auðsveip á yfirborðinu, en uppreisnar- gjörn undir niðri. Hvers vegna látið þér ekki hendur standa fram úr ermum?“ „Eg þarf þess ekki með.“ „En þér munduð ekki gera það þó þess þyrfti með. Það er óeðlilegt af stúlku á yðar aldri að vilja fara einförum." Hann horfði á vangann á henni og sagði svo nokkru hvassar: „Hefur nokkur hér í gistihúsinu móðgað yður?“ „Vitanlega ekki — hver mundi gefa lítilli enskri stelpuóveru svo mikinn gaum 'að hann nennti að móðga liana?“ sagði hún dálítið fastmæltari og starði út á sjóinn. „Nú — ev það það, sem Dolores kallar yður?“ „Það skiptir engu máli.“ „Það segið þér satt, en yðar innra manni finnst þó annað. Þér munuð skilja, þegar þér eldist, hve vanhugsað það er að láta sér sárna orð annara, en eg er hræddur um að það líöi nokkur ár þangað til þér skiljið það.“ , Hún rétti úr sér og sagði eftir drykklanga stund: „Þér eruð ekki hörundsár og eigið sjálfstraust. Ætlið þér aldrei að giftast?“ „Nei,“ sagði hann hiklaust. „Þaö lá við að eg giftist einu- sinni.“ „Er það satt?“ hún horfði brosandi á hann. „Hvernig sluppuð þér við það?“. „Eg var heppinn — hún.giftist öðrum.“ „Var það endurminningin, sem eg rifjaði upp hjá yður fyi-sta kvöidið sem við sáumst?“ „Þér talið of mikið,“ sagði hann. „Nú skuluð þér reyna að reykja fyrsta vindlinginn yðar — eg skal steinþegja þó að þér farið að hósta.“ Hún reykti nokkra tegja, svo fleygðu hún vindlingnum, en hann fór að segja henni frá háttum og starfi balinesa, lýsti fyrir henni brúökaupi Musis og veizlunum, sem því voru samfara. „Hvenær ætlið þér að fara?“ spurði hann allt í einu. „Eftir viku frá deginum á morgun“ „Þá getið þér komið í brúðkaup systur hans Musis. Langar yður til þess?“ „Má eg koma? Er þaö i Mullabeh?“ sagði hún og augun ljómuðu. „Já — á miðvikudaginn. Eg sendi bíhnn klukkan ellefu.“ „Má Melissa koma líka?“ spurði hún eftir stutta þögn. „Melissa?“ Nafnið rninnti hana á Bettinu og hann brosti súrt. „Hvernig er hún?“ „Nítján ára og ljómandi falleg. Viljið þér.... viljið þér....!“ hún þagnaði og var á báðum áttum. „Nei, eg neita að koma inn og hitta Dolores. Eg sendi bílinn minn eftir yður á miðvikudaginn, og Melissa getur komið með yður ef hana langar til þess. Eg geri þetta til þess að þér eigið einhverjar endurminningar þegar þér eruð sest við ritvélina yðar heima í Englandi.“ „Það munar ekki um það! En þér þurfið alls ekki að fara aö gera mér greiða, þó eg sé ensk.“ „Þér getið þá svarað fullum hálsi ef þér eruð ert,“ sagði hann og hló. „Nú skal eg segja yður nokkuð: Það er ekkert unnið við að eg kynnist þessari mömmu Melissu. Eg mundi vafalaust segja eitthvað ósvífið við hana út af þessu bréfi — og það kæmi sér alls ekki vel fyrir yður.“ Hann teygði úr sér og hún tók eftir að nú voru sömu einbeittnisdrættirnir um munninn á honum, sem hún hafði tekið eftir fyrsta kvöldið sem þau sáust. „Það er bezt að þér farið inn — það er orðið of áliðið fyrir yður að norpa, hérna. Flýtið þér yður,“ sagði hann þegar hún hreyfði sig ekki, „það eru komin háttamál — góða nótt.“ Hún varð að hlýða — hún fann að Paul Stewart taldi sig svo miklu eldri en hún var, að hann hefði rétt til að skipa henni fyrir, jafnvel þó hún þættist sjá að honum væri það móti skapi. Hún flýtti sér inn og sá að Dolores sat í ársalnum. „Ó — Sherlie! Komdu hingað og segðu mér hvað þú varst að gera úti i garði. Hitti herra Stewart þig?“ kallaði hún. Þetta kom flatt upp á Sherlie og hún var vör um sig er hún brosti á móti og sagði: „Já, hann fann mig — sást þú ha.nn?“ „Eg? Nei, en hann Jóhannes okkar hérna í afgreiðslunni heyrir allt. Hvers vegna komstu ekki með hann inn?“ „Hann var að flýta sér.“ „Kom hann til að þakka þér fyrir bréfið?“ „Eg — held það. Og eg held að hann hafi komið vegna þess að honum fundist, af því að hann er enskur, að....“ KVÖLDVÖKUNNl liilil! =' ÍH -fe u ir*i 1 = J „Eg hefði ekki mikið á mótí því, að drekka heila tunnu af þessu hérna,“ sagði yndisleg ung stúlka við mig. Hún vap eins og eg komin til að sjá „æskunnar brunn“ í St. August- ine í Florida, „ef eg tryði því, að eg gæti aftur orðið 18 ára.“ „Já, en þér eruð ekki mikið yfir 18 ára,“ sagði eg forviða, „Eg er tuttugu ára,“ svaraði hún. „Hvaða munur ætti svo sem. að vera á átján og tuttugu? spurði eg. „Eiginmaður og tvö börn,“ svaraði hún. (Úr Readers’ Dig- est.) ★ Ungur maður spurði Mozart einu sinni að því hvernig hann ætti að fara að því að skrifa hljómkviðu. Mozart svaraði: „Þér eruð ekki orðinn mjög gamall. Væri ekki betra að byrja á því að skrifa söngva?“ En þilturinn var framgjarn og sagði ennfremur: „Já, en þér skrifuðuð hljóm* kviðu þegar þér voruð 10 ára.“ „Já,“ svaraði Mozart, „en eg þurfti ekki að spyrja neinn um það hverþig eg ætti að fara að því.“ Ofurmenni?! Fregn frá Los Angeles hernv> ir, að kunnur læknir hafi látið í Ijós þá skoðun, að innan tíðar muni konia til sögunnar ofur- Atvinnuleysingjum fækkaði í ára aldri. Læknir þessi nefnist E. M Vincent og er forsetaefni í Bandaríska læknafélaginu, Hann taldi ekkert ólíklegt, aij í framtíðinni myndi níræð hjón standa í barneignum. R. Burroughs - TARZAIM 3176 ye SEAST-rAANGEIPPEP h;& war clOS anp peoolep "saeth has ■jt ,;peiCNi76-- JK/IL 0-5'50*? Stór luraleg mannvera stökk til hans og urraði. Eg ( er Garth, hinn mikli bar- dagakonungur. Eg er Tarzan, svaraði konungur frumskóg- arinsþreitulega. Eg kem sem vinur. ; — Frunajnaður'inn reiddi kylfuna. Garth á enga vini, eg drep. — Ghana. Frh. af 2. síðu. S.-Afríka lýðveldi. Brezk blöð segja, að enginnn efist um, að nær allir ibúar Ghana muni kjósa lýðveldis- fyrirkomulag, ekki sízt þar sem lýst sé yfir, að landið verði á- fram í samveldinu og afstaðan til drottningarinnar óbreytt, Meiri vafi sé um Suður-Afriku, þótt vel geti svo farið, að hún verði áfram í samveldinu, þrátt fyrir allt, en það er gagnrýnt, að aðeins % hluti íbúanna fær að greiða atkvæði um lýðveldi — aðeins hinir hvítu menn. f einu blaðinu segir, að brezka samveldið sé að verða einkenni- legt bandalag — það sé á hraðri leið að verða bandalag, þar sem lýðveldi kunni að verða í meiri hluta í framtíðinni, en hin nýju lýðveldi sýni Breta- drottningu fulla virðingu og líti á hana sem persónulegt tákn .samstarfsins, sem þau öll telja sér svo mikilvægt, að þau vilji heldur vera innan samveldisins en utan, og þetta mikilvæga samstarf sé í rauninni svo- frjálst, að það sé alveg viðja- iaust.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.