Vísir - 29.01.1960, Blaðsíða 10
10
VfSIK
Föstudaginn 29. janúar 1960
16
sín vegna líka. „Eg er hrædd um að þér getið ekki gert neitt
viö þessu heldur.“
„Eg afber þetta einhvernveginn/' sagði hann kjarklaus. „Mér
var ljóst þegar frá byrjun að við áttum ekki saman, en hún hefur
lag á að heilla karlmenn og við veslingarnir erum svoddan ráfur
að við höldum að hún meini eitthvað með því.“
„Hún er kannske eitthvað hrifin af Paul Stewart — þér skuluð
gefa henni tóm til að láta það brenna út.
„Nei, aldrei! Úr því að hún hagar sér svona núna — hverju
gæti hún þá ekki tekið upp á eftir að hún giftist? Guði sé lof
að eg komst að þessu. Auk þess sem það er ömurlegt að vera
svikinn í tryggðum, er annað sem kvelur mig,“ hann leit fast á
Sherlie. „Kannske þér getiö hjálpað mér — ef þér þá viljið það
sé rétt. En það er nauðsynlegt að eg fái þau aftur, Sherlie. Eins
og þér skiljið — þegar eg skrifaði þau, var eg sannfærður um
að við mundum giftast. Eg hef grun um — en ekki nema grun,
takið þér eftir — að Paul Stewart sé alls ekki hrifin af Melissu.
Það er svo að sjá að hann kunni að beita öllúm sínurn þokka og
hafi gaman af að sjá hana leggja sig í framkróka um að þókn-
ast honum. En hann hefur ekkert hjónaband í huga, hann
kemst vel af án þess.“
Sherlie var meir en fú til að fallast á þetta. „Haldið þér að
Mellissa. ... “
„Já það geri ég! Fyrir mánuði hefði eg viljað berjast við hvern
þann, sem heföi dirfst að segja eitthvað niðrandi um hana, en
augu mín opnuðust þegar eg sá hvernig hún hagaði sér við
okkur í Mullabeh. Þegar Paul Stewart verður leiður á henni fer
hún að svipast um eftir einhverjum nýjum, hún getur ekki lifað
_ án ástarævintýra. Nái hún ekki í nýtt fórnarlamb þakkar hún
fyrir að ná í mig aftur, en eg vil ekkert hafa saman við hana
að sælda framar.“
Hann varð meiri rnaður í augum Sherlie við þetta — það voru
meðmæli með honum að hann skyldi vera svona ákveðinn núna,
eftir að hafa verið ástfanginn í Sherlie. Hana langaöi til að
hjálpa honum, en hann gat ekki vitaö hve erfiö aðstaða hennar
var, og eklci heldur hve erfitt það var að tala við Melissu í þeim
trúnaði sem til þurfti, til þess aö ná í bréfin.
„Skiptir það svo miklu máli þó hún hafi bréfin?“ spurði hún.
„Ekki ef hún væri eins og t.d. þér — þá mundi eg ekki hirða
ym það. En Melissu væri trúandi til að rægja mig. Já, áreiðan-
lega....“ sagði hann af sannfæringu, þegar hún reyndi að and-
.mæla. „Hún er lævís að eðlisfari og mundi ekki víla fyrir sér að
. nota bréfin sem vopn á mig.“ ,
„Eg skal gera það sem eg get,“ sagði Sherlie, án þess að hafa
þugmynd um hvernig hún gæti hjálpað.
, Þau skemmtu sér vel það sem eftir var kvöldsins. Hún fór með
Rutíy heim i gestaheimilið, sem .hann bjó í, og hitti þar nokkra
kunningja hans. Þeir voru kátir og tóku hverjum nýjum gesti
með fögnuði og pexuðu um bókmenntir, stjórnmál og listir og
Sherlie fannst hún fljótlega verða ein í hópnum.
Hún skildi við þá klukkan rúmlega níu og komst inn í her-
bergið sitt án þess að rekast á Dolores.
Næstu dagana átti hún óvenjulega annríkt. Dolores sagði
henni að maður sem Hansford héti mundi koma í mánaðarlokin
til að athuga bókhaldið og taka ákvörðun um hyer yrði nýi
gistihússtjórinn. Varaforstjórinn haföi fengið eitrun af kræklingi
og lá rúmfastur, svo að öll vinnan lenti á Sherlie, Dolores og
þeldökka brytanum. Enginn ætlaðist til að Melissa gerði nokkurt
handarvik. /
Sherlie kynntist betur og betur rekstri gistihússins en hafði
minna og minna af einkalífi frú Wingate og dóttur hennar að
segja. Hún át matinn sinn ýmist í skrifstofunni eða herbergiiru
sinu, og það var lagt fyrir hana að ávarpa Dolores sem frú
Wingate þegar gestir eða þjónar væri nærstaddir; hún mátti
elcki gleyma að hún var launaður starfsmaður í Santa Lucia.
Eitt kvöldið var hún kölluð inn í herbergi Melissu til að dást
að nýjum rjómagulum linkjól með súkkulaðilitum hórnum og
vasalokum, og Sherlie fór miklum lofsorðum um hann.
„Paul ætlar að hafa gesti,“ sagði Melissa hrifin, „og hann vill
áreiðanlega að ég hitti þá, því að' þeir eru enskir. Og þá langar
mig til að líta sómasamlega út. Eg vildi aldrei þessu vant óska
að eg hefði eins bjart hörund og þú.“
„Þá mundi honum ekki lítast eins vel á þig,“ sagði Sherlie.
„Honum líst ekki vel á mig.“
Melissa hallaði undir flatt. „Hann hefur ekki minnst á þig
nema einu sinni, og þá sagði hann að þú værir allt of ung og
alltof ensk.“
„Einmitt það.... og eg hef aldrei rekist á mann, sem er jafn
auðvelt að láta sér vera illa við.“
„Það er eingöngu af því að þú þekkir hann ekki,“ sagði Melissa.
Sherlie minntist þess sem hún hafði lofað Rudy og sagði eftir
dálitla þögn:
„Melissa — er allt búið milli ykkar Rudy Cartelle?“
„Það hefur aldrei verið neitt alvarlegt milli okkar, Rudy er alls
ekki ljótur, en nann hefur aldrei komist lengra en til Singapore,
hann hefur meira að segja gengið í skóla þar. Hvítir rnenn sem
veriö hafa í austurlöndum alla sína æfi, eru leiðinlegir menn.“
Sherlie var meira góðmenni en svo að hún viidi minna hana
á að hið sama gæti verið um kvenfólk að segja. En i staðinn
spurði hún: „Þú varst þá aldrei ástfangin af honum?“
„Það skiptir engu máli núna — Rudy hefur ekki kramist á
hjartanu, annars mundi hann ekki hafa farið að gefa þér auga
svona fljótt. Hann hefur yndi af að tala um það, sem stendur í
blöðunum, um tónlist og myndlist. Þú átt betur við hann — er
hann farinn að stíga í vænginn við þig?“
„Langt frá því — en hann bað mig um að gera sér greiða.
Hann bað mig að segja þér að hann langaði til að fá bréfin sín
aftur.“
Melissa þykktist við og setti á sig stút. ,:Svo það gerði hann!
Hann skal fá að bíða eftir þeim — hvernig dirfist hann að
þykjast vera ástfanginn af mér og fara svo að rella um að fá
bréfin sín aftur?“
Sherlie vildi hvorki verja hann né fara nánar út í þessa
sálma eins og á stóð, Rudy hafði fallist á að það mundi taka
langan tíma að sansa Melissu.
Laugardaginn fór allmargt gesta, og nú var allt undirbúið
handa Iiansford í einni lausu ibúðinni, sem var með útsýni yfir
sjóinn. Þaö var von á honum með eimskipinu næstkomandi
þriðjudag.
Sherlie var á sífeldum þönum milli skrifstofunnar og ársals-
ins og bað brytann, kjallarameistarann og ármanninn um að
fara sér að engu óðslega þangað til frú Wingate kæmi aftur. En
allt í einu skaut Paul Stewart upp þarna við afgreiðsluborðiö,
en Sherlie stóð við stigann skamm: frá.
R. Burroughs
3163
T.r* !"!SC PSNCWA'JS SUöTTZV
L CÍP hfe£V'OU&.:/ ASÍOLTi . *i : =
t'TCS .'AOrcE LIICE TV.g WU.MTE?
t -iAN TML' l-IUNTESi." WMSFESt?
TASZAN!..
.'jiiiiiu, JSg*,
A32U7TLyv A 3ANI7 OS
PANTASTIC CKEATUSES
SWEPTACraOSS TME PLAIMS—
STS’ANSSL.y ATTIKEP’ ÍAEN
AOUNTEP OiM CMAESINS
LiZAKtPS*.
sJcjHfd
, VES," LAfAENTF.S? GAKTW,
' AMI7 SOCM WE WILL BE
HUMTEITTOO. SEE WMAT COfAES-'
{ Dinósarinn frísaði líkast
| því sem hann væri eltur. —
Já, við verðum bráðum eltir
sagði Garth og benti á furðu-
lega menn ríðandi á eðium.
Það kom fyrir fyrir nokkrum'
árum, að Maurice Lehmann, for-;
stjóri fyrir Parísaróperunni,
hitti dálitla dansmey bak við
tjöldin og hún grét eins og hún
ætti lífið að leysa.
„Hvað er að yður blessað
barn!“ spurði hinn vingjarnlegi
forstjóri.
„Úh-hú-hú,“ sagði hún. „Eg á
von á barni. Eg tilheyri gam:
a.lli leikhúsfjölskyldu og — ú-
hú-hú, eg veit að hún mamma
fyrirgefur mér aldrei.“
„Trúðu mér,“ sagði forstjór-
inn. „Eg þekkti bæði ungfrúna
hana móður þína og ungfrúna
; hana ömmu þína og þær munu
i ekki hafa alltof hátt. Þerrðu nú
| af þér tárin. Láttu huggast.“
★
Salote drottning í Tonga safn-
ar mannætusögum af því að hún
er komin af gömlum mannætu-
flokki. Hérna er síðasta sagan,
sem hennar hátign hefir fengið.
í frumskóginum hittast tvær
mannætumæður og önnur sagði:
„Eg er óhamingjusöm. Eg
veit ekki hvað eg á að gera við
litla drenginn minn.“
„Er hann veikur?“ spurði hin
vorkunnsamlega.
„Veikur og veikur, eg veit
það ekki, en hvað sem eg geri
get eg ekki fengið hann til að
eta nokkurn mann.“
tAt
Menn geta kannast við það,
; að rauða Rússland hafi bezta
ballett heimsins, alveg eins og
fyrirrennarar þeirra höfðu. En
fyrsta dansmey þeirra er lík-
lega hærri í aldursstiganum
en gerist nokkurs staðar ann-
ars staðar. Þess vegna sagði
leikkonan Simone Simon hin
frakkneska: „Eg skil ekkert í
því, að fólk skuli óttast upp-
reistarhug í Rússlandi. Lítið
bið bara . á dansmeyjarnar
þeirra. Moskva hlýtur að vera
afskaplega afturhaldssöm.“
—
„Hliiturinn"
listaverk!
!
Það er rétt að vekia at-
hygli almennings á eftirfar-
andi ályktun, sem stjórn
- Bandalags íslenzkra lista-
I listamanna gerði fyrir
skemmstu: .Stjórn banda-
lags íslenzkra listamanna vill
af því tilefni, að spellvirki
var framið á opinberu lík-
neski í Reykjavíkurtjörn
skora á ríkisstjórn íslands
að flytja nú á Alþingi frum-
varp til laga um sérstaka
vernd minja og minnis-
merkja með sama hætti og
tíðkast með öðrum menning-
arþjóðum.“ — Hér hefur það
gerzt, að ,.hluturinn“, sem
myndlistarmenn kölluðu svo
smekklega fyrir fáeinum vik
um, er nú allt í einu orðinn
listaverk. Geta menn löðr-
ungað sjálfa sig öllu betur?