Vísir - 29.01.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir or annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Simi 1-16-60.
Munið, að beir sem gerast áskrifcndur
Vísis eftir 10. livers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Föstudaginn 29. janúar 1960
á ferð.
Slökkviliðið í Reykjavík var
tvívegis kvatt út í gær.
Rétt eftir hádegið í gær var
það kvatt að Laugarnesskála-
hverfi. Þar hafði kviknað í set-
bekk í eldhúsi, en búið var að
kæfa eldinn þegar slökkviliðið
kom á staðinn. Sætið í bekkn-
um brann og auk þess sviðnaði
t»il bak við hann lítilsháttar.
Aðrar skemmir urðu ekki.
Laust fyrir klukkan 4 í gær
kviknaði eldur í ófullgerðu
húsi á Melabraut 49 á Seltjarn-
arnesi. Eldurinn kom upp í
suðvesturhluta hússins, en þar
mun lítið hafa verið inni ann-
að en hefilbekkur og kassi með
xúmfötum. Talið er að kveikt
hafi veriö í rúmfötunum af ó-
vitaskap og logaði glatt í þeim
þegar slökkviliðið kom á vett-
vang, en það- var strax slökkt í
J>eim og annað tjón varð ekki.
Um kíukkan 2 eftir hádegi
í gær varð drengur fyrir bif-
reið á Miklatorgi. Hann skrám-
aðist í andliti og var fluttur á
Slysavarðstofuna.
NA og hiti
um frostmark
i ’ekkirlu iandiil þ litt?
1 'ÞT er cij^
Geymið svarið, þar til allar niyndirnar hafa verið birtar.
í Vísi á morgun birtist ej'ðublað til að svara myndagetrauninni.
KI. 8 í morgun var aust-
læg átt hér á landi, hvasst
við suðurströndina, en hæg-
ari' ■ öðrum landshlutum.
Skýjað sunnan lands, en
bjart veður fyrir norðan og
vestan. Hlýjast var í Mýrdal
og á Stórhöfða, 2 stig. Mest
frost í Möðrudal 9 stig. Ak-
ureyri var eins stigs frost. I
Reykjavík var ANA 5 og hiti
um frostmark. Alskýjað og
skygni 60 km. Úrkomulaust
í nótt.
Veðurhorfur í Reykjavík
og nágrenni: Norðaustan
kaldi eða stinningskaldi.
Léttskýjað. Hiti nálægt frost
marki.
Við þurfum a5 fá
hressilegan útsynning.
Fiskur ekki genginn enn.
Frá fréttaritara Vísis.
Keflavík í morgun.
Bátarnir reru allir í gær-
kvöldi eftir landleguna í fyrri-
nótt. Var þá leiðindaveður og
ekki nema einn bátur á sjó og
kom með rúmar þrjár lestir.
Afli Keflavíkurbátanna er af-
ar rýr um þessar mundir. Fisk-
ur er ekki genginn enn og nú
I ••
Olvun eykst á Akureyri
Samt kaupa þeir ntinna vín.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun. —
Akureyrarlögreglu bárust
rúmlega 700 kærur fyrir ýmis-
leg brot á árinu sem leið.
Brot þessi eru eins og gerist
og gengur ýmislegs eðlis, en þó
ber hvað mest á kærum fyrir
ölvun á almannafæri. Þær
voru samtals 266 talsins, eða
rösklega þriðjungur allra
kærna. Fyrir ölvun við akstur
fcárust 39 kærur, en 106 fyrir
bifreiðaárekstra. Önnur brot á
umferðalögum og lögreglusam-
þykkt .voru 191 að tölu. En auk
þessa hafði lögreglan afskipti
af fjöh-nörgum málum öðrum í
eambandi við umferðina svo að
hundruðum skipti, mikið af
Jþví var í sambandi við óheim-
ilar stöðum bila á -götum úti,
þótt fieira kæmi þar til.
Af öðrum brotum má nefna
þjófnaði og innbrot, 16 að tölu,
likamsárásir 12, smygl og toll-
lagabrot 2, ólögleg meðferð
skotvopna 9, brot á lögum um
tilkynningu heimilisfangs 25,
veiðilagabrot 2, ökugjaldsvik og
hliðstæð brot 4, áfengisala 3,
afbrot barna 20, slysarannsókn-
ir 3 og mannskaðarannsóknir
4 að tölu. Heildartala þessara
brota neraur 703.
Fyrir utan þetta komu svo
sektir fyrir ölvun á almarma-
færi- og óspektir ýmsár, sam-
tals 175 og loks svipting öku-
réttinda 38, sem allar voru
framkvæmdar vegna ölvunar
við akstur nema ein.
virðist vera búið að kroppa upp
þann fisk sem fyrir var. Það er
skoðun sjómanna nú, eins og í
gamla daga, að betur myndi
fiskast, er hann gerði hressileg-
an útsynning og ruslaði svolitið
til.
Héðan róa nú um 30 bátar.
Þegar líður á vertíð og net
verða tekin munu ganga héðan
um 60 bátar eins og í fyrra. Þá
er mikil þröng hér í höfninni,
sem er alltof lítil fyrir allan
þann fjölda af bátum og skip-
um sem hingað koma.
Það er knýjandi nauðsyn að
höfnin verði stækkuð. Kefla-
vík er útskipunarhöfn fyrir all-
ar verstöðvar á Reykjanesi og
útflutningurinn frá Keflavík
nemur tugum milljóna. Hingað
eru fluttar til útskipunar sjáv-
arafurðir frá Grindavík, Sand-
jgerði, Garði, Njarðvík og Vog-
um. Lauslega áætlað er það afli
100 báta sem veiða á fiskisæl-
ustu miðum landsins.
France Nuyen, frönsk-
kínversk leikkona, er ný-
komin til London. Hún á að
leika ásamt William Holden
í kvikmyndinni „The World
of Susie Wong“. — Marlon
Brando er sagður meira en
lítkð hrifinn af France
Nwj^cn.
Síldin er enn cf langt frá
NoregsstrÖnd.
Báfarnir pia ekki sótt
haeia út á haf»
Frá fréttaritara Vísis.
Osló í gær.
Það barst eins og eldur í sinu
uni Alasund í gær, að síldin
væri komin, og hýrnaði þá held-
ur en ekki yfir mönnum.
En þetta reyndist vitleysa —
síldin er ókomin enn, og nú eru
menn enn vondaufari en áður.
Menn eru jafnvel farnir að gera
ráð fyrir, að hún láti alls ekki
sjá sig' að þessu sinni..
Það var vélskipið Skavnes,
sem tilkynnti i fyrrinótt, að
hann hefði lóðað á síld um 40
mílur norðvestur af Krákunesi,
sem er á Sunnmæri, og væri
torfan 10 faðmar á þykkt. Þessi
fregn varð til þess, að mörg skip
sigldu á fullri ferð á staðinn,
en þau fundu enga síld og héldu
aftur til lands.
Rannsóknaskipið G. O Saxs
hefir annars verið við síld-
arleit undanfarið, og það
skýrir svo frá, að síldin sé
um 200 mílur norðaustur af
Færeyjum, en það er allt of
langt undan til þess að skip-
in geti sótt hana.
Svartar rjúpur fljúgja um
nætur á Höfðaströnd.
Frá fréttar.'tara Vísis.
Akureyri í morgun.
Hríseyingar hafa mikið dá-
læti á rjúpum. Er þessi styggi
fugl spakari þar en annars stað-
ar á íslandi, gengur með hæns-
um á hlaðvarpa og lætur Hrísey
inga fara um sig höndum.
Vegna gagnkvæmrar vináttu
Hríseyinga og rjúpunnar hafa
yfirvöld staðarins stranglega
bannað rjúpnaveiðar á .éynni.
, 'l l
Nú vill svo til að Hnseyjar-
rjúpur bregða sér til lands og
þá helzt síðla nætur og halda
svo til eyjarinnar aftur er
morgnar. Likt og gerist í ævin-
týrum, taka þær á sig nýja
hami og dulbúast. Á þessum
tíma árs eru allar rjúpur hvít-
ar, nema Hríseyjarrjúpur. Þær
eru svartar. Lit sinn fá þær af
sóti úr reykháfum núsanna.
Reykháfurinn finnst þeim á-
kjósanlegur staður og má stund
um sjá þær sitja í röð á reyk-
háfum. Af þessum sökum verða
þær svartar af sóti og þannig
útlits fljúga þær öruggar til
lands.
Fyrir nokkrum dögum létu 6
rjúpur lífið í einni slíkri för.
Maður nokkur á Höfðaströnd
gekk árla morguns til rjúpna.
Gekk hann þá fram á 6 fugla,
svarta að lit, er sátu á fönn.
Skaut hann fyrst einn fuglinn,
en þegar hinir flugu ekki upp
við skotið, skaut hann þá alla.
Er hann skoðaði fuglana reynd-
ust það vera rjúpur, svatar af
sóti. Hinn hvíti litur, sem skap-
arinn lánar rjúpunni að vetri,
hefði víst reynzt hinum sex-
fávísu rjúpum betri vernd en
litur sótsins.
Heltisheiii mokuð.
Hellisheiði verður mokuð í
dag. Var byrjað að ryðja hana
í morgun, en ekki var bá vitað
hvenær hún verðv.r fullrudd,
sennilega bó undir kvöldið.
Bílar komust ekki Hellisheiði
í gær nema hvað tveir mjólk-
urbílar fóru í kjölfar bilaðrar
jarðýtu sem dregin var yfir
heiðina. Var leiðangurinn lengi
á leiðinni og sóttist ferðin
seint.
Aðrar leiðir að og frá
Reykjavík eru færar. Krýsu-
víkurvegur var yfirleitt farinn
í gær og var sæmilegur yfir-
ferðar nema hvað nokkur hálka
Blaðið „Rauða stjarnan“ í
Moskvu birtir frásögn von
Paulusar hershöfðingja uin
orrustuna við Stalingrad.
„Eg horfði á hermenn mína
þjást og að þeir voru að
lokum umkringdir, en eg
varð að hlýða fyrirskipon
Hitlers um að hörfa ekki“,
segir van PmuIuk í greinirrni.
var á leiðinni frá Reykjanes-
braut og yfir að Krýsuvík.
Hvalfjarðarleið er sæmileg
og úr því að kemur norður fyr-
ir Hafnarfjall sést varla snjór
á leiðinni norður í land. Svell-
bunkur eru sumstaðar tals-
verðar á veginum þar sem vatn
seytlar yfir. Annars ágætis
fáerð.
Færri mill-
jónarar.
Það eru erfiðir tímar fyrir
bandaríska milljónera, segir
skattstofan í New York. Ár-
ið 1956 voru þeir 45 talsins,
en á árinu 1957 voru þeir
aðeins 37, sem höfðu tekjur
yfir milljón dollara, en þeir
gerðu það líka bara gott,
því tekjur þeirra voru að>
meðaltali tvær og hálf miUj-
ón dalir „per kja£t“.