Vísir - 30.01.1960, Blaðsíða 5

Vísir - 30.01.1960, Blaðsíða 5
llaíígárdaginn 30. janúar 19.60. vfsift $ De Gaulle — Frh. at' 1. síðu. algerlega sammálá, og svo vilji þeir allt forðast, er leitt geti til átaka. Borgarstjórinn sjálf- ur ávarpaði íbúa landsins og kvað fólkið standa með þeim, sem risið hefðu upp gegn stefnu De Gaulle og hefðu þeir tekið borgina í sína umsjá. Skoraði hann á frönsku stjórnina að lýsa yfir, að Alsír væri franskt land. „Við lýsum enn yfir, að Alsír sé franskt' og vonum, að franska stjórnin heyri rödd- okkar.“ ■ Útlagastjórn Serkja í Túnis lýsti yfir því í gær, að hún vildi veita alla þá aðstoð er hún gæti hverjum Frakka, sem vildi fara heim til Frakk- lands. Hún sakaði De Gaulle um, að hafa afhent Algeirsborg og landið í hendur fasista. StuSningur við De Gaulle. Fregnir frá París í gær greindu frá sívaxandi stuðningi við stefnu De Gaulle. Franska stjórnin hefur skorað á franska yfirmenn í hernum, að styðja De Gaulle. Yfirmaður hersins í Constantine hefur lýst yfir fylgi sínu við hann, og menn vonuðu, að aðrir myndu gera slíkt hið sama. Delouvrier land- stjóri og Challe yfirhershöfðingi eru í Bida, sem er um 65 km frá Algeirs- borg. Herstjórnarstöðvar þessar eru víggirtar. -Sagt var í fregnum frá París, að Delouvrier hefði ekki til- kynnt frönsku stjórninni fyrir- fram um ávarp það, sem áður hefur verið greint frá. Fólk safnar matvœlum. Fólk í Algeirsborg safnar mat- vælum, einkum niðursoðnum. — Utan Algeirsborgar virðist ekki hafa gætt mikillar ólgu. 4 Saniband belgisku verkalýðs- jélaganna efndi til sólarhrings allsherjar verkfálls í gœr, vegna þéss að ríkisstjórnin neitaði að taka þátt í ráðstefnu um kawp og kjör. ‘Var svö ráð fyrir gert, að að- iljar á slíkri ráðstefnu yrðu full- trúar verkamanna og opinberra starfsmanna. Aðiljar að allsherj arverkfallinu voru 600 þúsund verkamenn og fjöldi opinberra starfsmanna, sem eru alls um 150 þúsund. Til nokkurra átaka kom í Briissel, höfuðborginni, og Ant- werpen, milli verkfallsmanna og lögreglunnar. dálítið betur upþ, ef vínið skyldi hækka. Svo eru sumir, sem eru að búa sig undir eitthvað ákveðinn viðburð, af- mæli eða eitthvað þvíumlíkt, og þá koma þeir gjarnan núna, áður en til hækkunar kemur, ef úr verður. — Hvað álítur þá sjálfur um hækkun? — O-fjandakornið. Eg reikna alls ekki með henni. Ekki þá nema að einhverri stofnun verði leyft að leggja dálítinn auka- skatt á, eins og gert hefur ver- ið með eldspýtur og.sígarettur. Það er nú svo, að menn geta alveg eins keypt ■ köttinn í sekknum hjá okkur, eins og annars staðar. — Já, það er heldur ekki gott að geyma þetta. Það vill súrna hjá mönnum, svo að eins gott er að geyma það ekki of lengi. Hinn verzlunarstjórinn var þeirrar skoðunar, að til ein- hverrar hækkunar mundi koma. — Já, það er vissara fyrir þig, ef þú ætlar að halda reisugildi bráðlega, að draga að þér strax — Æ — ég veit svei mér ekki hvort það borgar sig. Kannske þarf ég þá bara að kaupa allar birgðirnar tvisvar. . . . Fimmtugur í gær: Sigurður Jónasson s/i ótjarvörðu r. Áfengið — Frh. af 1. síðu. því, sem við væri að búast á þessum tíma. —- Eru menn að koma pen- ingunum í fasteignir, eða hamstra? — Ja, sitt lítíð af hverju, býst ég við. Það eru ýmsir menn, sem ■ erjA, fastir yiðskiþtavíhir allt árið, og kaúpa alltaf dálít- inn síáttal'emú. Þáð er eins og þeir séu að reyna að byrgja sig Njósnuðu fyrir Sovét. Bræður tveir í Ilomants, sem er finnskur bær nærri landa- mærum 11 Sovétríkjanna, hafa verið handteknir fyrir njósnir. Yfirheyrslur í máli þeirra leiða í ljós, að þeir höfðu stund- að njósnir fyrir yfirvöid austan landamaeranna í níu ár, og fyr- ir þetta ' höfðu þeir fengið urn 31,500 finnsk mörk — um það bii 1700 ísl. kr. eftir núverandi gengi — því að það var hug- sjónaeldur, sem fékk þá til verksins. Ný útflutnings- „vara" Breta. Breta^ hafa löngum hagnast ó því að selja Ameríkumönnum ýmsar lúxusvörur, svo sem vviský, sportbíla, tweed-föt og ýmislegt fleira. Nú hafa þeir bætt einni „vöru“ við: einka- riturum. í London hefur verið stofnað fyrirtæki, sem „framleiðir“ einkaritára fyrir Ameríku- markað,. undirbýr þá — eða þær — undir slíka vinnu, og „flytur þær út“. Bandarískum „bisnessínönnum“ þykir nefni- lega dálítill fengur í því að hafa einkaritara, sem talar með brezkum hreim. •jc Talsmaður Bandaríkjaflota segir algerlega tilhæfulausa fregn frá Havana, er var þess efnis, að 10,000 menn úr landgöngusveitum Banda ríkjaflota, hefðu verið settir á land « flotastöðinni Guantamo á Kúba, en hann kvað flotaæfingar standa fyrir dyrum nálægt Vieques- ’ eý, sém ér 650 míhir frá Guantanamo. Þegar gamli Hvítárbakkaskól- inn var fluttur að Reykholti fyrir tœpum 30 árum var skól- inu settur með hátíðlegri við- höfn í tilefni flutningsins og nýrra húsakynna. Margar rœð- 'ur voru haldnar og drápur flutt- ar. Við það tækifæri vakti það sérstaka athygli, að ungur nám- sveinn, er þá settist á skóla- bekk í fyrsta sinn ævinnar, flutti snjallt kvæði, er þótti eitt hið bezta talaða orð á þeirri samkomu. Piltur þessi hét Sig- urður Jónasson frá Bjarteyjar- sandi á Hvalfjarðarströnd. í gær stóð hann á fimmtugu. Þegar þetta gerðist átti ég heima í næsta nágrenni við Reykholtsskóla og vegna orð- spors, sem fór af hinum unga pilti við þessa frammistöðu hans lék mér hugur á að kynnast hon um og tókst það. Þau kynni hafa orðið að ævilangri vin- áttu. Það, sem vakti athygli mína við fyrstu kynni, var ekki fyrst og fremst skáldhneigð hans og skörp greind. Hann hafði svo marga aðra kosti til að bera, sem eru allt að því fátíðir hjá þeirri kynslóð, sem vex upp í dag. Sigurður var einstakt karl- menni, ekki aðeins til líkams- burða heldur og í skaplyndi. Hann var skapfestumaður og þéttur í lund„ en þó um leið víðsýnn og umburðarlyndur og seinþreyttur til vandræða. Segja mátti að hann væri jafnt búinn andlegu atgervi sem lik- amlegu og var hvorttveggja í bezta lagi. Skáldmæltur var hann vel, svo sem að framan getur, en dulur er hann á þá framleiðslu. Hann er vin- margur og vinfastur og höfð- ingi í lund og framkomu. Foreldrar Sigurðar v^i-u Jónas Jóhannesson bóndi á Bjarteyjarsandi og Guðfinna kona hans Jósepsdóttir, bæði ættuð úr Lejrársveit. Föður sinn misti Sigúrður í æsku en móðir hans er fyrir stuttu dáin. Það voru sæmdarhjón í hví- vetna að sögn þeirra er til þekktu, enda -fengu þau syni sínum gótt vegarnesti, þar sem var gott og | heilbrigt upp- eldi. Sigurður dvaldist í föðurhúsum að verulegu leyti til tvítugs aldurs, en þá hreif útþj-áin hann og löngun til víkk- andi sjóndeildarhrings. Eins og áður er sagt fór hann í Reyk- holtsskóla, var þar tvo vetur, en sigldi skömmu síðar til Þýzkalands og Sviss og hafði í hvívetna gött af þeirri ferð. Meðal annars lærði hann þýzku ótrúlega vel á skömmum tima og varð hún honum veigamikil undirstaða í fróðleiksfýsn hans og sjálfsnámi. Á þeim árum þegar mæði- veikin herjaði hvað mest á bú- stofn landsmanna var Sigurði fengin ábyrgðarstaða í hendur, sem yfirmaður sauðfjárveiki- varnanna við Blöndu og Hér- aðsvötn og þótti leysa það starf með. óvenjuleéum ágætum af héndi. Seinna varð Sigurður Istarfsmaður SkÓgræktai- ríkis-' ins og var skipaður skógarvörð ur fyrir Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslu árið 1944 með bú- setu í Varmahlíð og því starfi gegnir hann enn með mikilli Ienzkum heldur og alþjóðleg- um. Þar fylgir að víðlesni o^r örugg tilfinning fyrir ágæti' bóka. Má Sigurður því heitá fagurkeri í orðsins beztu merk- ingu. En það skrítna við bók- menntalegan fagurkera er það, að af honum fara um leið ævin- týralegar sagnir fyrir líkamlegt atgervi. Þar má því segja að búi heilbrigð sál í hraustum líkama og veit ég fáa menn. sæmd. Ber enginn brigður á dugnað hans að hvaða starfi sem hann gengur. Eitt mesta hugðarefni Sig- urðar Jónassonar eru fagrar bókmenntir. Það er óvenjulegt að hitta á jafnfjöllesinn mann í sveit sem Sigurður er í fagur- bókmenntum, ekki aðeins ís- búa báða þessum meginkostum í jafn ríkum mæli, sem Sigurð Jónasson. Þess má að lokum geta, að Sigurður er kvæntur ágætri konu, Sigrúnu Jóhannsdóttur frá Úlfsstöðum í Blönduhlíð og eiga þau fjögur mannvænleg börn. — Þ. J. við mynda- getrauninni. Nr. 1 — 12. janúar ............................ Nr. 2 —'13. janúar.............................. • Nr. 3 — 14. janúar ............................ Nr. 4 — 15. janúar............................. Nr. 5 — 18. janúar........................!.... Nr. 6 — 19. janúar ........... Nr. 7 — 20. janúar.. .......................... Nr. 8 — 21. janúar............................. Nr. 9 — 22. janúar ........................... Nr. 10 — 23. janúar............................ Nr. 11 — 25. janúar............................ Nr. 12 — 26. janúar............................ Nr. 13 — 27. janúar............................ Nr. 14 — 28. janúar . . ....................... Nr. 15 — 29. janúar............................ NB: Vegna þeirra leið mistaka, sem urðu um röðun myndana (talin 7 var birt með tveim myndum, og síðan ruglaðist röðin fram að siðustu mynd), er rétt, að menn athugi dagsetningu blaðanna, þegar þeir útfylla eyðublaðið. Skilafrestur er til 10. febrúar, en að því búnu verða úrslit birt. Nafn - v.**. Heimilisfang..........................

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.