Vísir - 30.01.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 30.01.1960, Blaðsíða 4
1 ÍSfS Laugardaginn 30. janúar 1960 VÍSKH D A G B L A Ð Ötgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vistr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. ftitstjórnarsferifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Aíþingi komið saman aftur. Alþingi kom saman aftur í fyrradag, eftir þinghléið, , sem gert var h. 8. des. s.l. J Flestum mun enn í minni, ] hvernig stjórnarandstaðan ) hegðaði sér vikurnar, sem þingið starfaði og æðið, sem ) greip hana út af frestuninni. j Ef stjórnin átti að fá nokk- ! urn frið til þess að vinna að ! viðreisnartillögum sínum, í . átti hún tæpast aðra leið til þess en að fresta þinginu. Ekki verður séð að hugarfar stjórnarandstöðunnar hafi :! breyzt mikið til batnaðar meðan á þinghléinu stóð. ) Hún hefir látið blöð sín ham- ast gegn ríkisstjórninni með öllum hugsanlegum hætti og gengið svo langt í óheiðar- legum málflutningi, að lengra verður ekki komizt. Hún hefir lagt allt kapp á að gera væntanlegar ráð- stafanir stjórnarinnar tor- tryggilegar og óvinsælar hjá almenningi, rangfært um- mæli ráðherra og efnahags- sérfræðinga og blátt áfram logið upp sögum um fyrir- ætlanir, sem aldrei hafa til ! orða komið innan ríkisstjórn- arinnar. Ekki verður annað ráðið af þessum skrifum en stjóm- arandstaðan kæri sig kollótta um hveraig til tekst með lausn efnahagsmálanna ef ' hún aðeins getur með rógi '! sínum og skemmdarstarfi KIRKJA DG TRUMAL: HRÆDDUR? náð einhverjum atkvæðum frá stjórnarflokkunum. Það hlýtur því að hafa komið mörgum undarlega fyrir sjónir, að yfirskriftin á for- ustugrein Tímans daginn, sem þingið kom saman aftur, skyldi vera kvörtun um það, að „ríkisstjórnin vilji ékki víðtækt samstarf um efna- hagsmálin“. Skyldi nokkrum, sem hefur les- ið Tímann síðan núverandi ríkisstjórn var mynduð, þykja það líklegt, að Fram- sókn hafi áhuga fyrir sam- starfi við stjórnarflokkana um þau mál? Hvort muna menn enn eða hvað hin frægu ummæli Hermanns Jónassonar á Hólmavíkurfundinum, þar sem hann lýsti yfir því, að loks hefði tekizt að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá öll- um áhrifimi, og gæfa lands og þjóðar væri undir því komin, að hann kæmist aldrei aftur í valdaaðstöðu. í þessum anda hefur Tíminn verið ritaður æ síðan, og þess vegna er varla hægt að búast við því, að Sjálfstæðis- menn vænti samstarfsvilja úr þeirri átt um efnahagsmálin. Afrek Framsóknar og kommúnista í vinstri stjórn- inni mæla ekki heldur bein- línis með því, að þangað sé ráða að leita til lausnar á vandanum. Þá langar í stjórn. Hins vegar er ofur auðvélt að lesa það milli línanna í fyrr- J nefndri ritstjórnargrein Tímans, hvað fyrir höfundi hennar vakir. Þrátt fyrir allt sem á hefir gengið, öll stór- yrðin og fordómana um stefnu núverandi ríkisstjórn- ar, myndu Framsóknarmenn gleypa við því, að fara í 1 stjórn með Sjálfstæðismönn- ’ um og Alþýðuflokknum, ef * þeir ættu þess nokkurn kost. Og það er nokkurn veginn l" ' víst, að þeir mundu ekki f hika við að éta ofan í sig flest af því, sem Tíminn hef- ■ ir sagt síðustu mánuðina, ef þeir fengju slíkt tilboð. JWeð hliðsjón af því, að flest sem Tíminn hefir verið lát- I inn segja um efnahagsmálin ! og væntanlegar ráðstafanir í því efni, siðan ríkisstjórnin var mynduð, hlýtur að ganga í berhögg. við raunverulegar. skoðanir alls þorrá 1 Franv r. \ ■ ki sóknarmanna, er ekki und- arlegt þótt þeir, sem þurfa að skrifa þetta á hverjum degi, séu farnir að þreytast. Það hlýtur að vera erfitt að skrifa þannig gegn betri vit- und, þegar þar við bætist, að áhrif skrifanna, ef nokkur eru, verða þjóðfélaginu til tjóns og þar af leiðandi þeim sjálfum, sem þessa iðju stunda. Það er alrangt hjá Tímanum, að ríkisstjórnin vilji ekki samstarf um efnahagsmálin. Hún myndi áreiðanlega fagna því, ef Framsóknar- menn hefðu þar eitthvað fram að færa þjóðinni til heilla. En meðan Framsóknarflokkur- inn stendur við hlið komm- únista í stjórnarandstöðunni og lætur aðalmálgagn sitt . jafnveh yfirganga Þjóðvilj- anns í ósæmilegum áróðri og - ■ beinum f jandskap við.stefnu Óttinn lamar. Þar sem hann hefur búið um sig, ganga menn ekki heilir til starfa. Hver ját- ar á sig hugleysi? Sumir hræð- ast þó lífið, já, sjálft lífið, fram- tíðina, hið ókomna, óþekkta sem koma skal, verkefnin, um- hverfið, örlögin. Þú ert ekki einn þeirra, sem slíka byrði hafa að bera. Vel er það. En ef þú þekkir geig, sem í brjóstinu býr, óljósan ugg við það, sem kann að mæta þér, sjúkdóma, erfiðleika, raunir, sem kynnu að bíða þín, kvíða fyrir verkefnum morgundags- ins, áhyggjur, vegna þess að þú sérð ekki örugga úrlausn á vandkvæðum þínum, ef þú þekkir þetta og játar það fyrir sjálfum þér, leggðu þá eyru við orðum, sem Jesús sagði við lærisveina sína: Hví eruð þér hræddir, lítiltrúaðir? Hvers vegna hr.æddir?. Þetta er ekki einkenni hinnar styrku trúar. Hvað er að? Við eigum að geta lifað frjálsu, hamingjusömu lífi, eng- inn er hamingjusamur án frels- is, enginn er frjáls undir byrði kvíða og áhyggjusemi. í þolin- mæði og trausti skal styrkur yðar vera. Þó að syrti í álinn og illa horfi, hverfa allar áhyggj- ur, ef hægt er að treysta því fullkomlega, að hjálp berist í tæka tíð. En því miður verður mörgum á sú örlagaríka skyssa, að vantreysta þeim, sem treysta ber, en treysta þeim, sem van- treysta ber. Menn gleyma Guði, af því stafar öryggisleysið, gleyma þeirri staðreynd, sem er grund- völlur alls lífsins, þá er ekki von að vel fari. Þegar ékki er lengur reiknað með Guði, hafa menn engan grundvöll til að standa á og finna fótum sínum enga festu. Hver hefur skapað þig? Þetta hefur löngum þótt ein hin fyrsta og einfaldasta spurnirig um trúna til að leggja fyrir börn, og hefur þótt bera vott um hneykslanlega fáfræði, ef eðli- lega gefið barn, sem lært hafði að tala, gat ekki svarað. En hvernig fer þeim, sem ekki svara þeirri spurningu jákvætt í lífi sínu og lífsafstöðu? Er hann ekki eins og barn, sem veit ekki, hver hefur skapað það? Hver hefur skapað þig og gefið þér lífið? Ekki ábyrgðar- laus tilviljun eða blind náttúru- lögmál, heldur lifandi Guð, al- máttugur og eilífur. Ekki sa Guð, að þú þurfir að vinna hann til fylgis við þig, ávinna þér hylli hans, heldur sá, sem hefur ákveðnar fyrirætlanir með þig frá upphafi, hefur sett sjálfum sér og þér, moldar- barni, sameiginleg markmið, eilíft hjálpræði þitt. Og í stað þess að treysta hon- um og lifa örugg í því trausti og byggja líf okkar í því, gleym um við honum og vonum á það, sem fullkomin ástæða er til að vantreysta syndum spilltum heimi og sjálfselskusýktu manneðli, sjálfum okkur, eig- in kröftum og skynsemi og fyrirhyggju, öðrum mönnum og þeirra úrræðum og velvilja, tilviljunum og slembilukkri. — Vitum við ekki þann einfalda hlut, að enginn maður kemst af án Guðs. Guð einn er góður, og hann er líka algjör í hinu góða, og frá honum kemur allt, sem gott er, og ekkert nema gott kemur frá honum. Sá, sem setur von sína til Drottins, mun ekki til skammar verða. Þetta ber ekki svo að skilja, að trúin taki ábyrgð á því að lífið verði auðvelt og sársauka- laust og vonbrigðalaust. Lifið með Guði er oft þyrnibraut um táradal en framundan á það fyrirheit um sigur. Og þú ert ekki einn á göngunni, ekki yfir- gefinn í storminum og öldurót- inu, þú ert leiddur af máttugri hendi og þú finnur traust og ör- yggi frá þeirri hendi,-sem leið- ir þig, fyrir yl þeirrar elsku, sem umlyk’ur þig á leið þinni og leggur lífið i sölurnar fyrir þig til þess að þú megir bjarg- ast. Hann fótstig getur fundið og bugað storma her. Hann ffótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Þrek og góða von sækir þú ekki í eigin barm, en þú hefur lært að biðja og fengið að reyna, að bæn þín er heyrð, hvernig Guð hlustar eftir orð- um þínum og svarar með því að taka þig að sér og málefni þitt, svo að öllu er vissulega borgið. Og orð hans verða lif- andi orð, sem taka þig fanginn og fylla þig trausti og öruggri von: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að Föður yðar hefur þóknazt að gefa yður ríkið. Hetgítóntefkar í Hafnarfjaróarkirkju- Þriðju helgitónleikar ; Hafn- arfjarðarkirkju á þessum vetri verða haldnir í kvöld, og verða flutt tónverk eftir Hallgrínii Helgason. Samkór (45 manna) úr Reykjavík syngur undir stjórn dr. Hallgríms móttettu eftir hann og gömul íslenzk sálma- lög, sem hann hefur útsett. Þá leikur dr. Hallgrímur kirkju- sónötu á fiðlu með orgelundir- leik Páls Kr. Pálssonar. Síðast leikur Páll Kr. orgeltónverk. Tónleikarnir hefjast með söng kórs og kirkjugesta og lýkur með sambæn, blessun og safn- aðarsöng, eins og venja hefur verið. Tónleikarnir hefjast kl. 21 eg er öllum heimill ókeypis að- gangur. ' Færeyjingar — ríkisstjórnarinnar, er þess varla að vænta að nokkur trúi því, að samvinna við , Framsókn um lausn efna- hagsmálanna komi til greina. Framsóknarmenn munu fá nóg • tækifæri á þessu þingi til þess að sýna að hugur hafi fylgt máli hjá ritstjóra Tím- ans, þegar hann var að harma það, að samstarf skyldi ekki hafa tekizt um efnahagsmálin. En ekki virð- ist túlkun Tímans í gær á fj árlagafrumvarpinu . benda til þess, að- samstarfsvrlja sé þar að vænta. Framh. af 1. síðu. sjómönnum séu trvggð allt önn- ur og hærri kjör en íslenzkum sjómönnum. Getum vér alls ekki fallizt á slíkt sem samn- ingsgrundvöll, en ítrekum enn einu sinni, að vér erum tilbún- ir að semja um ráðningu fær- eyskra sjómanna á íslenzk fiski skip með sömu kjörum og ís- lenzkir sjómenn eru skráðir á skipin. Ólíulindir hafa fundizt ná- lægt Dakar í Senegal.- Frumv. aó nýjum höf- undaiöpm fyrrr ríkisþíngi Dana. Ný höfundalög eru á uppsigl- ingu í Danmörku, því að menntamálaráðuneytið hefur lagt fram frv. í Ríkisþinginu.. samræmt við nýjustu samþ. Bernarsambandsins og höfunda lagafrv., sem verið hefur í smíðum hjá norræna höfund- arréttarráðinu xmi nú í nærri 40 ár. Skv. þeim má höfundur ekki framselja eignarrétt sinn end- anlega og að öllu leyti, hann og verkið sé verndað gegn list- rænni og efnalegri mjsþyrm- ingu og misnotkun, hann hafi fullan rétt til að ráða yfir verk- inu og kynna það almenningi með hvaða hætti sem er, í upp- haflegri eða breyttri mynd, þýðingu, aðlögum eða útsend ingu og hvaða tækn'aðferðum gömlum eða nýjum. Einnig til að láta hljóðrita verk sín á plöt- ur og bönd. Samt er hljóðritun- til kennslu leyfileg, ef plötur eða bönd hafa ekki áður verið UQa JeSuijp.xp Ri ppxapuejj sölu. Segulbandshljóðritun í heimahúsum aðeins leyfð gegn föstu árlegu gjaldi. Flutningur sé leyfilegur í útvarpi gegn því gjaldi, sem er í samning- um — nema höfundur leggi greinilega bann við.Komi í ljós, að höfundur hafi selt hagnýting arleyfi of lágu verði, má hann skv. nýju lögunum krefjast skaðabóta og endurskoðunar samnings, og virka lagafyrir- mæli aftur fyrir sig. Nýmæli er ákvæði til vernd- ar túlkandi listamönnum, vegna deilu milli sjónvarpsins og leik- ara Kgl. leikhússins út af greiðslum fyrir endurhagnýt- ingu leiks í sjónvarpi. í frum- varpinu er nú greinilega tekið fram, að ekki megi hljóðrita eða hagnýta í sjónvarpi eða út- varpi túlkun listamanns, nema fyrir liggi bæði leyfi hans og höfundar. Þá er og haldið fast við fyrri ævarandi listræna vernd, Droit Moraí, þannig að óleyfilegt er að misnóta eða misþyrma því, enda þótt éigin- légur verndartími ^séutrunninn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.