Vísir - 30.01.1960, Blaðsíða 8

Vísir - 30.01.1960, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað leitrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. □MUpLwp /fM nnp rwwMfc WIMIR. Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. livers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta, Sími 1-16-60. Sími 1-16-60. Laugardaginn 30. janúar 1960 Hjálparbeiðni vegna Rafnkellsslyssins. Samskota leitað til stuÖnings ástvina þeirra sem fórust 4. jan. * ' ***** -- | Herskip gegn veiði- þjófum við Noreg. Átök í Vesturálnum. Frá fréttaritara Vísis. — Oslo í gær. Á Vesturálnum, sem liggur meðfram strönd Noregs að suð- vestanverðu ríkir nú hálfgert styrjaldarástand, vegna yfir- gangs erlendra togara, aðallega þýzkra og brezkra, sem í fyrra- við Lófóten, sem nú er í þann veginn að hefjast. Verða þa'r fleiri og stærri varðskip og er krafist að fleiri herskip ur norska flotanum verði látin gæta roiðanna. Hingað til hafa aðeins tvö skip verið þar við gæzlu, en nú verður fleirum Ákveðið héfur verið, að stcfna til samskota til stuðnings þeim, sem eiga um sárt að þinda, eftir hið sorglega sjó- slys 4. þ. m., er v.b. Rafnkell frá Garði fórst. Vísir hefur verið beðinn að þirta eftirfarandi hjálparbeiðni og taka við samskotum í ofan- nefndum , tilgangi. Heitir hann á lesendur sína, að koma fiér til hjálpar, og leggja eitt- •hvað af mörkum, eftir því sem ástæður leyfa. Er það mik- ilvægt sem oft við slíkar að- stæður, að þátttaka sé almenn. ^mágjafir reynast drjúgar. „Kornið fyllir mælirinn“, og ;hér er beðið um aðstoð, vegna þess, að hennar er brýn þörf. „Eins og alþjóð er kunnugt, •fórst v.b. Rafnkell frá Garði í (ginum fyrsta róðri á þessari ver- #íð, hinn 4. janúar s.l. og með Jhonum sex ungir menn. Vestmannaeyjum • gær. Frá fréttaritara Vísis. — Um síðustu áraniót voru iSkráð 98 skip og bátar fimm Jcstir eða stærri í Vestmanna- ,eyjum. Minnsti báturinn er ,j)rninn og er hann eini bátur- iínn undir 12 lestum. Mikill fjöldi af trillubátum ,er í Eyjum og eru þær ekki taldar með. Bátafloti Vest- mannaeyinga hefur vaxið geysilega að smálestatölu og er •ekki nema 21 bátur af þessum fjölda undir 30 lestum. Meðal- stærð bátanna er um 50 lestir. ;Stærstu skipin eru hin nýju verzlunarskip Laxá og Herjólf- ,ur. — Firmaskí&akeppni í Hveradöltim í dag og á morgun fer fram firmakeppni Skíðaráðs Reykja- vikur við Skíðaskálann í Hvera- dölum, með þátttöku beztu skíðamanna bæjarins, og standa 100 fyrirtæki að keppninni. Skíðafæri er gott þar efra og bilfært alla leið, brekkurnar við skálann verða upplýstar og lyftan í gangi. Keppnin stend- ur yfir í tvo daga og lýkur með .úrslitakeppni kl. 15 á morgun. Án efa verður mannmargt þar efra, og það er ósk skíðaráðs- ■ jns, að sem flestir forráðamenn ^jái svo um, að keppendur mæti 4aí hálfu fyrirtækja þeirra. Fjórir þessara manna voru heimilisfeður og láta eftir sig eiginkonur og börn, tveir þeirra ; bjuggu hjá öldruðum foreldr- um. Það dylst því engum að hér I er hjálpar þörf, er svo mörg heimili hafa misst fyrirvinnu ! sína. íslendingar hafa löngum sýnt sérstaka hjálpsemi og fórn- arvilja, þegar svo alvarlega hluti hefur áð höndum borið, og því er enn leitað til almenn- ings um-hjálp til handa þeim, er um sárast eiga að binda vegna þessa hörmulega sjóslyss. Dagblöðin í Reykjavík munu veita viðtöku gjöfum í þessu .skyni svo og skrifstofa Miðnes- hrepps og hafnarskrifstofan í Keflavík. Guðmundur Guðmundsson, Björn Dúason, Hjörtur B. Helgason. Búið er að lögskrá á rúmlega 50 báta í Eyjum, en þegar net verða tekin fjölgar bátum sem íóið er, að mun. Má gera ráð fyrir að fleiri en 100 bátar rói þá frá Eyjum. Afli hefur verið sára tregur undanfarið. Dró mjög úr afla fyrir um það bil viku, en frá því að vertíð hófst um áramót hefur yfirleitt verið góður afli. Þessi mynd er dálítið síð- búin. Hún var tekin á mið- vikudag — Þegar Óðinn var nýkominn. Maður sér fram- an á hann, en í höfninni voru Þór og Albert. Þrjár kvaðningar slökkviliðs í gær. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út þrisvar í gær. Fyrsta kvaðningin var rétt1 fyrir kl. 4 að horni Skólastrætis og Amtmannsstigs. Þar hafði kviknað í Austin-bifreið af ár- gerð ’46. Talið var að kviknað hafi út frá rafleiðslu. Bifreiðin skemmdist litið. Um klukkan hálfsex kvikn- aði eldur á ruslahaug sem Reykjavikurhöfn hefur í Örfir- isey. Þangað er flutt allskonar rusl frá Verbúðunum og víðar að svo sem netum, braki o. fl. Þarna varð talsvert bál og taf- samt að slökkva það. Síðast var slökkviliðið kvatt að Suðurlandsbraut 116. Þar kviknáði út frá olíukyndingu en eldurinn var strax slökktur með handslökkvitæki. Tjón varð lítið. dag hundsuðu aðvaranir norskra báta og eyðilögðu fyrir þeim veiðarfæri, sem metin eru á liálfa milljón króna. Svo kórónuðu Þjóðverjar skömmina með því að stela öll- um fiski, sem hékk í netum Norðmanna, skáru þau í sund- ur og hentu þeim í sjóinn, en flöskum, kolum og öðru laus- legu grýttu þeir í Norðmennina. Norðmenn hafa svarað yfir- gangi Breta og Þjóðverja með því að senda léttvopnuð herskip til gæzlu á miðunum, því reynslan hefur sýnt togar- arnir virða skipanir hinna litlu varðbáta að vettugi. Þeir eru lítið stærri en fiskibátarnir og svipaðir útlits nema þeir hafa ríkisfánann við hún. í Norður-Noregi er nú við- búnaður til þess að vernda veiðisvæðin á vetrarvertíðinni Stjórnmálanámskeið í Eyjum. Frá fréttaritara Vísis. — Vestmannaeyjum « gær. Félag ungra Sjálfstæðis- rnanna hefur efnt til stjórn- málanámskeiðs hér í bænum. Árni Finnsson laganemi og Bragi Hannesson voru valdir til að halda framsöguerindi á námskeiðinu. Bæjarstjói’nin hefur ráðið hingað verkfræðing, Þórhall Jónsson, til starfa fyrir bæjar- félagið. Þórhallur starfaði áður hjá Traust hú. og vann m. a. fyrir Vestmannaeyjabæ og sá um gerð og malbikun gatna hér i bæ. bætt við. Skákþing Norðlendinga. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgirn. Skákþing Norðlendinga hófst fyrir nokkrum dögum á Akur- eyri og er 5 umferðum lokið. Keppt er í 3 flokkum og eru þátttakendur alls 28 þar af 18 frá Akureyri, en 10 utanbæjar. f meistaraflokki eru keppendur 13, í 1. flokki 8 og 7 í 2. flokki. Fimmta umferð var tefld í gærkvöldi og eftir hana er stað- an í meistaraflokki, sem hér segir: 1. Jóhann Snorrason 4 v. 2. Jónas Halldórsson 3V2 v. 3. Margeir Steingrímsson 3 v. og biðskák, 4. Júlíus Bogason 2 V2 v. og bið, 5. Kristinn Jóns- son 2V2 v. og bið, 6. Jón Ingi- marsson 2V2 v., 7. Freysteinn Þorbergsson 2 v. og bið (Frey- steinn keppir sem gestur og hef ur aðeins teflt 4 umferðir), 8.. Unnsteinn Stefánsson 2 v., 9. Haraldur Ólafsson IV2 v. og 2 biðskákir, 10. Steingrímur Bernharðsson 1 v. og bið, 11. Steinþór Helgason V2 v. og bið, 12. Jóhann Helgason V2 v. og 13. Anton Magnússon 0 vinning. Fjórir þeir siðasttöldu hafa að- eins teflt 4 umferðir hver. í 1. fl. er efstur Jón Kristins- son með 4 vinninga og í 2. fl. er Þóroddur Hjaltalin efstur með 4 vinninga. Skákstjóri er Hörður Bogc- son bifreíðarstjóri. Eins og getið var liér í blaðinu er bandaríska aíiðmærin Gamble Benedict nú komin heini til ömmu sinnar, „Grammy“, er tók henni opnum örmum á heimili þeirra við Fifth Avenue í New York. Douglas bróðir hennar og Hoffman, lögfræðingur ættar- innar, náðu henni frá André Borumbeanu, rúmenska bílstjór- anuttt, sem hún hafði íengið ofurást á og flúið með til Parísar. Hér er Gamble við hlið Hoffmans og birtir bandarískt blað hana undir fyrirsögmnni „Úr örmum elskhugans í arma lög- fræðingsins." 98 skip og bátar skráðir í Eyjum. Meðalstærð fiskibáta 50 lestir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.