Vísir - 01.02.1960, Blaðsíða 9

Vísir - 01.02.1960, Blaðsíða 9
Mánudaginn 1. febrúar 1960 VfSIE 'é&tM Reykjavík - Kópavogur - Hafnarfjörður - og nágrenni (Þprautiugn ú fiistudttfj almennings- pvottahús nndir nafninn • • FOWIV ^ Ffintthr>ítur þvattur & Höfum allar nýjar 1. flokks vélar. Tökum að okkur allan venjulegan þvott. Einnig : Kjólskyrtur, kjólvesti, smokingskyrtur, manchetteskyrtur, sportskyrtur, vinnuskyrtur og sloppa. Munum veita yður fullkomna þjónustu í hvívetna. SÆKJUM-----------SENDUM frvattahúsið FÖNN Fjólugötu 19 B. — Sími 17220. Friðarverðíaun Nobels - Framh. af 3. síftu. vrðu óframkvæmanlegar,“ sagði hann. Hann hafði þó váx- andi áhuga fyrir friðarstarfi hennar og gaf félaginu oft álit- legar fjárhæðir. En jafnframt skrifaði hann, að friðarhreyf- inguna vantaði áreiðanlega nokkuð, sem væri ennþá meira ái-íðandi en peningar — og það væri skynsamleg stefnuskrá. „NiSur með vopnin“. Þessi athugasemd var frúnni mjög á móti skapi — og hún fékk þá hugmynd að skrifa bók, sem gæti opnað augu fólks. Og hún kastaði sér með venjulegri orku og nákvæmni yfir Víðtæk- ar rannsóknir, sem áttu að lýsa sönnu eðli styrjalda — ekki hinni skáldlegu styrjöld dans- salanna og samkvæmissalanna — heldur hinum harða og blóð- uga veruleika, sem mennirnir i skotgröfunum kynntust. Hún talaði við lækna styrjaldanna og fékk leyfi til að lesa skýrsl- ur þeirra og lýsingar. Hún náði i foringja vigvallanna, sem voru fortakslaust fúsir á að segja henni hvernig hermenn- irnir brotnuðu og hnigu niður þegar þeh* voru drepnir, og hvernig deyjandi menn höguðu .sér þegai* þeir fundu að líf þeirra fjaraði út — og hvemig þeir litu út efth þrjá daga og hvemig lyktin af þefrn var. Ar- angurinn varð hin mikilfeng- lega skáldsaga „Niður með vopnin", þar sem Bertha von Suttner jós út allri reiði sinni og sársauka yfir þýðingarlausri sóun á mannslífinu. Líkt við ,.Kofa Toms frænda“. Bókin varð fræg og mikil sölubók. Hún kom út á þrettán tunguraálum, og vakti eftirtekt um allan heim og Bertha von Stuttner varð bæði efnuð og fræg. Leo Tolstoy líkti bók hennar við söguna „Kofi Toms frænda“ og lét í ljós þá von, að hún gæti fengið sömu þýðingu i bardaganum gegn styrjöldum eins og sögubók Harriet Becher Stowes hefði haft fyrir afnám þrælahaldsins. En henni þótti vænt um þá viðurkenningu.sem hún fékk hjá NobeJ. Hapn hrós- aði'henni fýrir.hvað „hugmýnd ir hénnar væru stórkostlegar“ og spáðí að þessi „vopn myndu verða veigameiri en öflugustu fallbyssur, og öll önnur verk- færi helvítis.“ . Hún var ekki sein að nota sér þenna sigur. Hún bað Nobel að taka þátt í friðarþingi í Bern. Hann kom þangað ó- þekktur, en þó að hann neitaði að taka þátt í fundunum bað hann um greinilegar skýrslur af þeim. „Látið mig vita hvað gerist — sannfærið mig,“ sagði hann við Berthu von Suttner. „Þá vil ég fúslega gera eitthvað fyrir hreyfinguna.11 Friðarhreyfingin vann á. Eftir því, sem heilsufar No- bels varð lélegra, mildaðist lund hans. „Eg þrý'sti hendur yðar,“ skrifaði hann baróns- frúnni, „það eru hendur kærr- ar systur og góðrar.“ Þegar leið á árið 1896 skrifaði hann henni: „Mér er það fagnaðarefni að sjá að friðarhreyfingin vinnur á.“ Þrem vikum síðar dó hann og um nýár komu tilkynningar um heiðursverðlaun þau, sem hann hafði stofnað. Fyrstu Nobelsverðlaununum var úthlutað 1901. Henri Dun- ant, sem stofnaði svissneska Rauða krossinn fékk þau.ásamt Frederic Passy, (sem var með- stofnandi að hinu franska al- þjóðlega friðarfélagi) en hann skrifaði Berthu von Suttner á þessa leið: „Þessi verðlaun eru yðar verk. Það var starfsemi yðar að þakka, að hr. Nobel fékk sam- úð með friðarhreyfingunni og það voruð þér, sem stunguð upp á því að hann gerðist vel- gjörðarmaður hennar.“ Ræddi málið við marga. Það væri barnalegt að í- mynda sér að hinn háðski upp- götvari og auðjöfur hafi ráð- stafað eigum sínum á þessa lund aðeins fyrir óþreytandi áhrif frá barónsfrúnni. Hann í- hugaði vandlega áætlunina, tal- aði um hana við marga reynda menn og tók aðeins frá nokk- um hluta eigna sinna handa friðarsókn hennar. En hún komst að því mjög snemma, að þó að hann væri úfinn á yfir- borðinu var hánn innst iniii heiðarlegúr hugsjóhamaður og vildi gjarnan láta það í Ijós á einhvern veg :og, þar sem hún: v-?r ^æði Jtkweðtin og heillandi ITTSÖLVH VÍSIS Hreyfisbúðin við Arnarhól. Söluturninn við Lækjartorg. Pylsusalan við Austurstræti. Hressingaskálinn við Austurstræti. Blaðasalan, S. Eymundsson, AusturstrætL Sjálfstæðishúsið. — Austnrvöll. Söluturninn. — Kirkjustræti. Aðalstræti 8. — Adlon. Veltusund. — Söluturninn. VESTURBÆH Garðastræti 2. Skeifan. Vesturgötu 2. — Söluturninn. Vesturgötu 14. — Aladdin. Vesturgötu 29. — Fjólan. Vesturgötu 45. — West-End. Vesturgötu 53. — Veitingastofan. Mýrargötu 53. — Vesturhöfn. Bræðraborgarstíg 29. — Veitingastofan. Sólvallagötu 74. — Veitingastofan. Kaplaskjólsvegi 1. — Verzlun. Melabúðin.t Sörlaskjól. — Sunnubúð. Straumnes. — Verzlun. Birkiturninn. Blómvallagötu 10. — Veitingastofan. Fálkagötu 1. Ragnarsbúð. IITHVERFI Lauganesvegi 52. — Söluturninn. Laugarnesvegi 100. Brekkulækur 1. Langholtsvegi 19. Langholtsvegi 42. — Verzlun. G. Albcrtsson. Langholtsvegi 126. Langhol^vegi 131. — Veitingastofan. La.!gh.iisvegi 176. S’ 5r*->siind. — Rangá. Soga.cgi 1. — Biðskýlið. Réttarholtsvegi 1. — Söluturninn. Búðagerði 9. Hólmagarði 34. — Bókabúð. Grcnsásvegi. —■ Asinn. Fossvogur. — Verzlun. Kópavogsháls. — Biðskýlið h.f. Borgarholtsbraut. — Biðskýlið. Silfurtún. — Biðskýlið við Ásgarð. Hótel Haínarfjörður. Sírandgötu 33. — Veitingastofan. Söluturninn við Álfaskeið. AESTERBÆR Hverfisgötu 69. — Florida. Hverfisgötu 71. — Verzlun. Hverfisgötu 74. — Veitingastofa. Hverfisgötu 117. — Þröstur. Söluturninn — Hlemmtorgi. Bankastræti 12. Adlon. Laugavegi 8. — Boston. Laugavegi 11. — Adlon. Laugavegi 30 B. — Söluturninn. Laugavegi 34. — Veitingastofan. Laugavegi 86. — Stjörnukaffi. Laugavegi 92 — Veitingastofan. Laugavegi 116. — Veitingastofan. Laugavegi 126. — Adlon. Laugavegi 139. — Ásbyrgi. Laugavegi 160. — Verzlunin Ás. Einliolt 2. — Billiard. Brautarholti 20. — Veitingastofan. Hátúni 1. — Veitingastofan. Brautarholti 22. — Sæla-kaffi. Vitastíg. — Vitabar. Samtún 12. — Drífandi. Mávahlð 26. Drápuhlíð 1. Barmahlið 8. Miklatorg. Mávahlíð 25. Leifsgötu 4. - Austurver. — Krónan. Veitingastofan. SEÐAESTERRÆR Barónsstig 27. — Veitingastofan. Skólavörðustíg. — Gosi. Bergstaðastræti 10. — Verzlun. Bergstaðastræti 54. — Veitingastofan. Fjölnisvegi 2. — Víðir. Lokastíg 28. — Veitingastofan. Þórsgötu 14. — Þórskaffi. Óðinsgötu 5. — Veitingastofan. Týsgötu 1. — Havana. Klapparstíg. — Vindilinn. Frakkastíg 16. — Veitingastofan. t MIÐBÆR Verkamannaskýlið. Skólabúðin Lækjargötu 8. B. S. f. Laufásvegur 2. S. V. R. Lækjargata 2. Söluturninn við Arnarhól. DAGBLAÐIÐ VISIB í gat hún loks samrfært hann um að íri ðars ókn hennar ætti stuðn ing skilið. Því var það. að það' þótti' cg sanngjamt ®ð kona sú, sem kom fram og tók á móti friðarverðlaunum Nobels á dán- ardegi hans 10. desember 1905, var- einniitt Bertha von: Suttn- er. Nýlátinn er rússneski her i— höfðinginn Mikliail Malit - in, scm barði niður frelsij- byltinguna '■ UngverjalancU 1956. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.