Vísir - 01.02.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 01.02.1960, Blaðsíða 7
Mánudaginn 1. febrúar 1960. VÍSIR Leikur á Dómkirkjuorgelið í kvöld. Kom fram í útvarpinu 7 ára. Rætt viö Árna Arinbjarnarson, fiðlii-organleikara. Arni Arinbjarnar organleik- ari (og fiðluleikari) heldur fyrstu sjálfstæðu tónleika sína hér í kvöld, og hefur þó þegar getið sér góðan orðstír, bæði innan lands og utan. Hann leik- ur á Dómkirkjuorgelið í kvöld helgitónverk eftir crlend og ís- lenzk tónskáld. Fréttamaður Vísis skrapp sem snöggvast heim til hans í gær í skyndivið- tal. Svo sem einkenni er margra góðra listamanna, er Arni hlé- drægur, og vildi hann sem minnst úr þessu gera, þótti ekki taka því að vera að segja frá þessu í blöðum. Þó lét hann til leiðast að svara nokkrum spurningum. — Hvenær byrjaði tónlistar- áhuginn? — Eg var 7 ára, þegar ég' byrjaði að reyna á hormoniku, og 9 ára gamall kom ég fyrst fram. Það var þegar við Grett- ir bróðir lékum saman á harm- oniku í barnatíma útvarpsins. (Hér á Árni við hálfbróður sinn Gretti Björnsson, hinn kunna harmonikuleikara, er nú um nokkur ár hefur verið bú- settur vestur á Kyrrahafsströnd Ameríku, í Vancouver). Sama ár byrjaði ég svo að læra á fiðlu. Ekki hélt ég þó áfram ó- slitnu fiðlunámi til lokaprófs. Eg hætti um tíma, fannst ekki hægt að sinna bæði því og gagn fræðanámi svo nokkurt lag væri í. Því yfirgaf ég Tónlist- arskólann. En það leið ekki á löngu unz hann seiddi mig til sín aftur. Eg hélt áfram með fiðluleikinn og lærði á píanó að auki. Kennari minn á fiðlu var þar Björn Ólafsson. Og ég tók burtfararpróf í fiðluleik 1956. — En hvenær kom áhug- inn fyrir orgelinu? — Það var sama árið og ég lauk fiðlunáminu, að ég fór að læra á orgel hjá Páli ísólfssyni. Að loknu því skólaári bauðst mér styrkur frá British Council til tónlistaynáms í London, og þar var ég næsta áf við nám í fiðluleik hjá Max Rostal og hjá Geraint Jones í orgelleik. Hinn Arni Arinbjarnarson. síðarnefndi er kornungur mað- ur, en er talinn meðalsnjöllustu orgelleikara þar í landi og báðir voru þessir menn afburðakenn- arar, en sömu sögu hef ég reyndar að segja um mína á- gætu kennara hér við Tónlist- arskólann, og síðan ég kom frá námi í London. hef ég verið við '• orgelnám hjá dr. Páli. — En svo voru utanfarir aft- ur á s.l ári? — Já, ég fór í hópferð nem- enda og kennara Tónlistarskól- ans hér til Prag', Tékkóslóvakíu ; í boði tónlistarháskólans þar og | lék þar á orgel og fiðlu á tónleikum á ýmsum stöðum um ; I landið. Einnig fór ég í fyrra-' sumar til Svíþjóðar. á kirkju-1 tónlistarmót (eða „koralvecka“. | eins og það heitir á sænsku) í [ Bástad, yndislegum smábæ við Eyrarsund. Þar var mér einum útlending boðið að koma fram á tónleikum mótsins, og flutti ég nokkur kirkjuverk eftir ís- lenzk tónskáld. Eftir mótið fór ég svo til Stokkhólms, þar sem ég var beðinn að leika inn á segulband fyrir IBBA, út- varpsstöð, sem Hvítasunnu- söfnuðirnir sænsku í’eka í Tangier í Afríku. — í hverri þessarra borga er svo lærdómsríkast fyrir tónlist- armanna að vera? — Lengst hef ég dvalizt í London og það er ekki hægt að segja annað en tónlistarlif sé mjög lifandi þar. Þar eru tón- leikahallir góðar, og þangað kemur hið bezta tónlistarfólk hvaðanæva að, svo að segja má, að þar mætist allt hið bezta úr austri og vestri. Svo kemur Tékkóslóvakía. Enda þótt dvöl- in þar væri stutt, var ákaflega mikið af henni að læra. Líklega er tónlistarlíf óvíða heillegra en þar, enda stendur það á gömlum merg. Prag hefir um margar aldir verið miðstöð tón- listar og skólinn þar er einn sá elzti sinnar tegundar í heimi. — Hver eru eftirlætistón- skáld og hljóðfæraleikarar? -— Það er ekki svo auðvelt að svara því, nemá hvað snertir tónskáld fyrir orgel, þá er þar einn, sem ber höfuð og herðar yfir alla aðra, Johan Sebastian Bach. Hann er ólýsanlegur og verk hans slík auðlegð, að þau eru eins og ótæmandi brunnur. Um hljóðfæraleikara veit ég ekki, hvað eg á að segja, einn hefur þetta og annar hitt. Hvað fiðluleikara t. d. snertir, þá iettur manni máske fyrst í hug David Oistrakh. Hann er mik- ill snillingur. En svo eru aftur aðrir með eiginleika, sem koma ekki eins fram hjá honum. — Hvað um nútímatónlist- ina? — Um hana er ég ekki dóm- bær, því að eg þekki hana svo sáralítið, en ég vonast til að kynnast henni betur. Maður er nú enn svo ungur, að það er ekki hægt að ætlast til, að mað- ur geti kveðið upp neina dóma um listina og tónskáldin. En ég vónast til að eiga mikið eftir að læra í tórilist, það er aðalatrið- ið. — Er mikið um tónlistar- hneigð í ættinni? — Mamma var svo hneigð fyrir tónlist á sínum ungu ár- um, að hún réðist í það stór- ræði, sem þá var, að fara til Ameríku til tónlistarnáms. Þar lærði hún bæði söng og píanó- leik. Og það hefur verið okkur börnum hennar mikils virði. Enda hafa systkini mín yndi af tónlist. (Hér lýkur spjallinu við fiðlu- og orgelleikarann Árna Arin- bjarnarson, en þess skal að lok- um getið, að foreldrar hans eru Margrét Karlsdóttir (frá Bjargi í Miðfirði) og Arinbjörn Árna- son frá Neðri-Fitjum Víðidal. — Hvað starfar þú svo auk orgelnámsins? — Eg kenni fiðluleik við tónlistarskólana á Selfossi og Keflavík, annanhvern dag á hvorum stað. Eg hef alveg nóg fyrir stafni, því að auk þess þarf ég tíma til að æfa mig, þennan daginn á orgilið, hinn á fiðluna. ALSÍR - Framb. af 1. síðu. ineð sé allsherjarverkfallinu lokið. Matstofur eru opnar o? sölu- búðir, kennsla í skólum hafin, og strætisvagnar í notkun. Ymsir námu staðar 1 grennd við stöðvar byltingarmanna á leið til vinnu sinnar, en béldu svo áfram. Stöðvar byltingarmanna eru algerlega umkringdar og eru hersveitirnar, sem enn hafa fengið liðsauka, að sctja upp gaddavírsgirðingar kringum þæi’, en götum sem liggja að þeim lokað með bví að setja þar lierflutningabifreiðar mjög þétt. Talið er, að um 4000 menn séu enn í stöðvum byltingar- manna. Leiðtogar þeirra halda áfram, að hvetja fólk til þess að hverfa ekki til vinnu, en að J 'því er virðist er þeim tilmæl-a um alls ekki sinnt. Rafmagnsstraumurinn til bygginga þeirra var rofinn i gærkvöldi sem fyrr var sagt, ea líkur eru fyrir, að einnig hafi verið lokað fyrir vatnsæðar til þeirra. Skákþing Reykjavíkur: Þriðju umferð lokií. Þriðja umferð Skákþiggs Reykjavíkur var tefld í Breið^ firðingabúð í gœrkvöldi, og fóru leikar sem hér segir: í A-riðli meistarflokks vanri Gylfi Magnússon Jónas Þor* valdsson, Benóný vann EiS. Jafnlefli gerður Eggert Gilfer1 og Bjarni Magnússon, en bið- skák eiga Guðmundur Lárusson og Daníel Sigurðsson. SigurðU Jónsson sat hjá. í b-riðli meistaraflokks vanni Bragi Þorbergsson Halldór Jóns- son og Björn Þorsteinsson vann Ólaf Magnússon. Jafntefli varð hjá Guðmundi Ársælssyni og Grími Ársælssyni. Karl og Jórv sátu hjá. Eftir eru nú í A-liði Benóný með 2 vinninga og Guðmundui' Lárusson með IV2 og biðskák. í B-riðli eru efstir Halldór og Björn með 2 vinninga, og Bragi með 1V2 af tveimur. í 1. fl. B eru efstir: Gylfi Gíslason með 2V2 v., Jón Hálf- dánarson og Ólafur Ólafsson með 2 v. og biðskák. í A-riðli eru eftir Björn Höskuldsson og Marius Gröndal með 2 v. hvör og biðskák. í 2. fl. eru 4 efst.u jafnír með 3 v. hver. beir Halldm- Ólafs- son, Hafsteinn Sölva=cn Gisli Albertsson og Björn Lárusson. Fjórða umferð verður tefld annað kvöld kl. 20.15 í Breið- firðingabúð. Arababandalagið liefir sam- þykkt, að Arabaþjóðirnar stofni sameiginlegt flugfé- lag. MUNIÐ IlTSOLUM. Karttnwnn&iiór ntjfaw fjeróir ..hansa íratn í dag. Bírostskór irá 5O kt\ itpp í 150 ÉTSALA ★ Bfit asala Gólíteppa-búÉar, motíustserð og dreglar, allt að 30 metrmn, se’jast með tækifærisverði í dag og næstu daga Komið og geríS hagkvæm kaup

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.