Vísir - 09.02.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 09.02.1960, Blaðsíða 4
4 vtSIB Þriðjudaginn 9. febrúar 1960 WÍSXR. D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vislr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (firnm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði. kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Stefna Framsóknar fyrr og nú. Með hliðsjón af því, sem Fram- Kommúnistar máttu ekki heyra sóknarmenn sögðust vilja gera, og ætla að gera, þegar { vinstri stjórnin var mynduð, I má furðulegt heita, hvernig ] forustumenn og málgögn j flokksins bregðast við efna- hagsmálafrumvarpi núver- andi ríkisstjórnar. Við athugun á frumvarpinu annars vegar og því sem ) málgögn Framsóknarflokks- j ins hafa fyrr og síðar haldið I fram, hins vegar, um orsakir efnahagsöngþveitisins og ’ leiðir til varanlegrar lækn- I ingar, ber lýðræðisflokkun- um þremur í raun og veru t ekkert á milli. Og hefði Framsóknarflokkurinn nú ' verið í ríkisstjórn ásamt hin- ! um tveimur, má fullyrða, að hann hefði í öllum meginat- riðum fallist á frumvarpið ! eins og það var lagt fyrir þingið. Framsóknarflokkurinn hefur t. d. ekki verið andvígur geng- isfellingu. Vinstri stjórnin framkvaemdi stórfellda geng- islækkun með lögunum um útflutningssjóð, og Fram- t sóknarflokkurinn hélt því þá ' fram, með réttu, að sú leið- 1 rétting á gengisskráning- unni væri nauðsynleg, ef framleiðslan ætti ekki að stöðvast. En vitað er, að ekkert stóð þá hug Frám- sóknarmanna nær en raun- ' veruleg leiðrétting á geng- inu, með umbúðalausri geng- isfellingu, þar sem krónan ! yrði skráð á sannvirði. þetta nefnt, og fyrir því urðu Framsóknarmenn að beygja sig. Að öðrum kosti var þeim hótað stjórnarslitum. Og þarna er komið að meginá- stæðunni fyrir því, að vinstri stjórninni mistókst það, sem Framsóknarmenn ætluðu henni að afreka. Þá skorti á- vallt, þegar á hólminn kom, einurð til þess að fylgja því sem þeir vissu nauðsynlegt og réttast. Þegar kommúnistar sáu fram á að einhver ráðstöfun stjórn- arinnar myndi raska upp- lausnaráformum þeirra, hót- uðu þeir að slíta samstarfinu — og Framsókn lét undan. Tíminn hefur — þrátt fyrir sam stöðu sína og þjónustu við kommúnista í stjórnarand- stöðunni nú — ekki farið dult með það, að þeir hafi átt aðalsökina á því, að vinstri stjórninni inistókst viðreisn- artilraunin og „ný verð- bólgualda skall yfir þjóðina“. i Framsóknarmönnum hlýtur að vera það ljóst, eins og öðrum, að með kommúnist- um er ekki hægt að vinna að viðreisn efnahagslífsins. Þess vegna hefði ekkert ver- ið eðlilegra, eftir reynsluna í vinstri stjórninni, en að Framsókn hefði tekið hönd- um saman við hina lýðræð- isflokkana um að bjarga þjóðinni úr ógöngunum. Og hvernig stendur á að Fram-^ sóknarmenn gerðu þettal ekki? Þá skorti manndóm. Ástæðan er sú, að þá skorti valdið þjóðfélaginu með sam- manndóm til þess. Þá skorti starfi okkar við landráða- ‘ áræði og drenglund til þess mennina. að koma fram fyrir þjóðina En hvað gerðu Framsóknar- og segja: „Góðir Islendingar“! Tilraun okkar mistókst. Við ætluðum 1 að „gera úttekt á þjóðarbú- i inu“, finna nýjar leiðir til V viðreisnar og skapa heil- brigðan grundvöll fyrir framleiðslu þjóðarinnar. Við vorum svo bjartsýnir, eða barnalegir, að við héldum að * þetta væri hægt í samstarfi ' við kommúnista, en við sjá- ’ um nú, og játum það hrein- skilnislega, að okkur villtist !‘ sýn. Reynslan hefur sannað okkur, að kommúnistar sitja ! á svikráðum við sína eigin '• þjóð og vilja þjóðskipulag í hennar feigt. Þess vegna r viljum við nú taka höndum * saman við hina lýðræðis- ■ flokkana og reyna að bæta { fyrir það tjón, sem við höfum menn. Þeir fóru strax að reyna að breiða yfir mistök sín með ósvífnum blekking- um og ásökunum í garð Sjálfstæðismanna. Og þeir hófu miskunnarlausa her- ferð með kommúnistum gegn minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins jafnskjótt og hún var mynduð, í stað þess að styðja að því eftir megni, að viðleitni hennar til stöðvun- ar á dýrtíðinni bæri árangur. Og nú kalla þeir frumvarp ríkisstjórnarinnar „tjlhæfu- lausan óhróður um efnahags- afkomu þjóðarinnar“, enda þótt þeir viti, áð landið var að komast í greiðsluþrot og hrunið blasti við, nema stór- felld breyting á efnahags- kerfinu yrði framkvæmd strax. Fjölþætt starfsemi Jökla- rannsóknafélagsins. Aðalfundur Jöklarannsókn-1 arfélags íslands var haldinn nýlega. Á dagskrá fundar- j ins voru venjuleg aðalfundar- störf, og var öll stjórnin end- urkjörin. í skýrslu stjórnarinnar kom í Ijós, að óvenjumargir hafa not- að sér ferðir félagsins á s.l. ári og ferðuðust um 60 manns með því á Vatnajökul í fyrravetur. Dr. Sigurður Þórarinsson sagði frá Skeiðarárhlaupinu, þó einkanlega hlaupinu 1954. Sýndi hann myndir frá Gríms- vötnum og Skeiðarársandi, en litmynd frá núverandi hlaupi eru ekki komnar ennþá. Má segja að hlaupið nú hagi sér á svipaðan hátt og siðast, en þó töluvert minna en 1954, að því er virðist. Félagið hefur haft með hönd- um athuganir á skriðjöklum og fylgzt með breytingum á þeim. Hafa þeir yfirleitt dregizt sam- an. Mælingar þessar hafa ver- ið framkvæmdar á 70 stöðum. Þá hefur verið fylgzt með breytingum á Grímsvatnasvæð- inu, en stöðugt hækkar í Gríms vatnakvosinni á milli hlaupa. Fvlgzt var með breytingum á Kötlusvæðinu, en þar mætti búazt við eldsumbrotum, senn hvað líður ef að vanda lætur með tímabil miili gosa. Þá var og haldið uppi snjómælingum á Tindafjallajökli, bæði á jök- ulsporðinum og á hájöklinum. Félagar eru nú um 300, og nokkrir erlendir kaupendur að tímariti félagsins „Jökull“. Eru það aðallega ýmsar opinberar stofnanir, háskólar o. s. frv. Rannsóknir félagsins á jökl- um eru mjög fjárfrekar, sem að líkum lætur, því kostnaðarsamt er að flytja tæki, eins og snjó- bíla upp að Vatnajökli. Hefur félagið fengið nokkurn styrk úr ríkissjóði svo ög úr vísinda- sjóði á s.l. ári. Þá hefur og mik- ið hjálpað til, að margir hafa tekið þátt í ferðum félagsins, og þannig lagt óbeinan skerf til að standa undir kostnaði, jafn- framt því að menn njóta ferðar- innar. Unglingum boðið að læra að glíma. Þeir, sem hafa löngun til þess að læra glímu, eru velkomnir á glímuæfingar Glímufélagsins Ármanns í íþróttahúsi *,Jóns Þorsteinssonar á þriðjudögum kl. 19—20, fimmtudogum kl. 21—22 og laugardögum kl. 19 —20. Efnt er til þessara æfinga fyrir drengi og pilta, sem hug hafa á því að læra glímuna, í- þrótt feðra sinna. Kennari verð ur hinn góðkunni glímukenn- ari, Kj^rtan Bergmann Guðjóns son, og honum til aðstoðar eldri glímumenn félagsins t. d, Rún- ar Guðmundsson, fyrrverandi glímukappi íslands, Gísli Guð- mundsson og Grétar Sigurðs- ison. Reynt verður að útvega ^ byrjendum belti. Erlendis fer það mjög í vöxt, að ungu fólki eru kennd þjóð- leg forn fangbrögð, leikir, þjóð- dansar og þjóðsöngvar. Efnt er víða til móta, þar sem flokkur ýmissa héraða eða þjóða kom saman til þess að sýna fornar menningarerfðir þjóða sinna. Hér er um lifandi fornminjar að ræða. Um leið og ungt fólk æfir fornar íþróttir sér til á- nægju og heilbrigðis, stuðlar það að viðhaldi gamalla siða, sem hverri þjóð er hollt að eigi týnist. Foreldrar hvetjið syni ykkar til þess að læra glímu og taka þátt í góðum félagsskap. Námskeiðið hefst í kvöld, þriðjudag, kl. 19. Ætlunin er, að námskeið verði starfrækt í mánuð og að þáttakendur fái hið fæsta 12 glímutíma. Fyrsta þingi Grænlands- áhugamanna lokið. 40 fulltrúar sátu þingið. - Mikill baráttuhugur ríkti. Fyrsta sambandsþing Græn- landsáhugamanna var haldið í fyrrakvöld í Grófinni 1. Þingið sátu 40 fulltrúar, karlar og kon- ur, víðsvegar að af landinu. Er- lingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn var kjörinn forseti þings- ins og fyrsti varaforseti Oscar Clausen rithöfundur. Á þinginu ríkti mesti einhug- mS Er nokkur fúrða þótt sumir af gætnari mönnum Framsókn- arflokksins séu farnir að hafa orð á þvi, að hann þurfi að i skipta um forustu? ur um áhugamál sambandsins og margar ályktanir gerðar, er birtar verða síðar. Heiðursfélagar sambandsins voru kjörnir Pétur Ottesen al- þingismaður, Helgi Valtýsson rithöfundur og Sigurjón Jóns- son rithöfundur. Stjórn Sambands Grænlands- áhugamanna skipa: Henry Hálfdansson, Þorkell Sigurðs- son, Ragnar Sturluson, Erling Ellingsen, Sturlaugur Jónsson, Sveinbjörn Benteinsson og Sverrir Hermannsson. Enn- fremur eiga sæti í stjórninni fulltrúar landsfjórðungánna; „Það er nú orðið ölíum Ijóst, að stjórnarandstæðingar hafa gripið til þess ráðs að þyrla upp sem mestu moldviðri til þess að blekkja menn til andspyrnu gegn viðreisnaráætluninni, sem unnið hefur verið að af kostgæfni og 'kappi að undanförnu, en þess sjást mörg merki, að þjóðin muni ekki láta blekkjast, og hið illa verk kommúnista og fram- sóknarmanna, sém hér er unnið, muni misheppnast með öllu og verða þeim til ævarandi van- virðu. Þessi herferð þeirra var, eins og öllum er kunnugt, hafin jafnvel áður en tillögurnar sáu dagsins ljós. Það var fyrirfram ákveðið í herbúðum andstæðing- anna, að berjast gegn þeim, hverjar sem þær yrðu. Það talar sinu máli um heiðarleik og dreng skap þeirra stjóramálaleiðtoga, er hafa forustuna í þessari her- ferð svona, vitandi hvað er í húfi fyrir land og þjóð, ef áfram væri „flotið sofandi að feigðar ósi.“ Taugaveikliin. Ef reynt er að líta á þessi mál öll skynsamlega og rólega getur engum blandast hugur um, að. nú eru seinustu forvöð að snúa við á óheillabrautinni. Þetta munu stjórnarandstæðingar líka sjá, en þeir eru bara ekki meiri menn en það, að þeir láta stjórn- ast af flokkshagsmunum en ekki þjóðarhagsmunum. Vitanlega er þetta mjög vanhugsað og sýnir vanmat á þroska landsmanna, sem skilja hvað í húfi er og vilja einhverju fórna í bili. Stjórnar- andstæðingar hefðu áreiðanlega unnið sér álit, ef þeir hefðu sýnt þann manndóm, að styðja að þeirri lausn málanna, sem stjórn arflokkarnir leggja til, og ein virðist gerleg. En á þetta koma þeir ekki auga í taugaveiklunar- ástandi sínu. Margir munu hugsa sem svo, að ef stjórnarandstæðingar vildu efnahagsviðreisn, myndu þeir — í stað þess að rífa niður — leggja fram breytingartillögur til bóta, ef þeir gætu. Þess í stað dæma þeir allar tillögur stjórnarflokk- anna ómerkar og gagnslausar. Þeir hafa í fáum orðum sagt tek- ið sér hlutverk óábyi’grar stjórn- ai'andstöðu á hinum mestu al- vörutímum. Þessa afstöðu mun þjóðin fordæma, nú þegar meg- inþori’i hennar, og öll þjóðin um það er lýkur. Hún veit hvað í húfi er, að hún nýtur ekki álits og virðingar annai’ra þjóða, vegna þess hversu efnahagsmál- um hennar er komið. Upplitsdjörf bióð. Sameinist þjóðin um efnahags- tillögurnar mun tilganginum verða náð og hún getur aftur verið upplitsdjörf á hvaða vett- vangi sem er, og eftir að hafa endurheimt glataða vh’ðingu, samtímis, því sem hún hefur treyst efnahag sinn, sjálfstæði og framtíð. Svo dimmu mold- viðri er væntanlega ekki hægt að þyrla upp í landi skynsamrar, menntaðrar þjóðar, að hún sjái þetta ekki. Og því mun almenn- ingur ekki láta blekkjast og sá hugsunarháttur verða aldauða, að hægt sé að vinna sigur í miklu máli án fórna. — Borgari.“ fyrir Vestfii’ði Friðrik Sigui’- son, Bolungarvík, fyrir Noi’ður- land Magnús Gamalielsson, fyr- ir Austurland Niels Ingvarsson, fyrir Suðurland Björn Sigur- bjömsson. , Þinginu lauk. í - fyrrakvþld:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.