Vísir - 09.02.1960, Blaðsíða 5

Vísir - 09.02.1960, Blaðsíða 5
Þriðjudagínn 9. febrúar' 1960 VISIR Samkomulag á Brussel- stefnu um Kongo. ¥err horfir um samkomu- iag á fuudiuuiTi um iíenya. Þeir eru hér að æfa sig, hinir ungu fiðluleikarar Ingvar Jónas- son og^Einar G. Sveinbjörnsson, undir tónleikana í Þjóðleikhús- kjallaranum annað kvöld. Þar heldur Tónlistarfélagið nýja — Musica nova — sína fyrstu tónleika, og gestir sitja hver við sitt kaffiborð á meðan. Sjá frétt á öðrum stað í blaðinu. Ungir tónlistarmenn stofna félag - Musica nova. Efna til tónleika með nýju sniði í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld Sjö ungir tónlistarmenn hafa stofnað vísi að nýju tónlistar- félagi, til kynningar fyrst og fremst á verkum ungra, ís- lenzkra tónskálda og að skapa vettvang fyrir yngri hljóðfæra- leikara okkar. Félagið ber nafn- ið ,,Musica nova“ og efnir til fyrstu tónleika annað kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum. Fréttamenn ræddu við þá fé- laga í gær, en þeir eru Einar G. Sveinbjörnsson, Fjölnir Stef- ánsson, Gunnar Egilson, Ingvar Jónasson, Magnús Bl. Jóhanns- son og Jón Nordal. Áform þeirra er að halda ferna tón- leika á ári, tvenna með verkum íslenzkra tónskálda og tvenna með verkum eldri og nýrri er- lendra tónskálda. Stofnaðir hafa verið strokkvartett og blásara- kvintett, sem æft hafa í vetur, og mun hinn siðarnefndi leika á fyrstu tónleikunum annað kvöld, og er efnisskrá „blönd- uð“, þ. e. eftir erlend tónskáld gömul og ný. Efnisskrá er ann- ars sem hér segir: Kvintett op. 71 eftir Beet- hoven og Trois Pieces Breves eftir Ibert. Tréblásarakvintett leikur, en í honum eru Peter Ramm, flauta, Karel Lang, óbó, Gunnar Egilson, klarinett, Sigurður Markússon, fagott, og Olav Klamand, horn. Þrjú lög eftir Hugo Wolf (Kristinn Hallson syngur með unidrleik Gísla Magnússonar). Duo, sonata eftir Prokofieff (Ingvar Jónasson og Einar G. Svein- björnsson leika á fiðlur). Næstu tónleikar verða í marz, og þá eingöngu flutt verk eftir ung í slenzk tónskáld (Fjölni Stefánsson, Leif Þórarinsson og Magnús Bl. Jóhannsson) og hinir þriðju væntanlega í apríl. Auk stofnenda hins nýja fé- lags hafa mörg ung tónskáld, hljóðfærleikarar og söngvarar lofað að leggja eitthvað af mörkum. Því er ekki að efa, að tónleikarnir verði bæði fjöl- breyttir um efnisval og flytj- endur. Vonandi verður þessari viðleitni vel tekið og að fólk sýriÝ áhuga á að fylgjast með þroskaferli þeirra listamanna, sem hér eiga hlut að máli. Tónleikar þessir verða með nýju sniði hér, hinir fyrstu í Þjóðleikhúskjallaranum. Gestir sitja við borð og geta pantað veitingar, en þess samt óskað, að þeirra sé ekki neytt á meðan leikið er. Aðgangseyrir er ó- trúlega lágur, aðeins 20 krónur, og innifalin sérstaklega smekk- leg tónleikaskrá. Miðar verða seldir aðeins við innganginn. Það væri harla ótrúlegt annað en að sífjölgandi tónlistarunn- endur í Reykjavík fylli kjall- arann annað kvöld. þj borgar sig a ð auglýsa I víst Tvær stórmikilvægar ráð- stefnur sem nú standa, varða framtíð tugmilljóna manna í Afríku — í Brússel um Belgiska Þegar August du Schryver, ráðherra sá í Belgíustjórn, sem fer með mál Belgiska Kongós, lýsti yfir því, að stjórnin myndi leggja fyrir þingið frumvarp til laga um sjálfstæði Kongós í samræmi við ákvarðanir meiri hluta ráðstefnunnar, sem ; nú er haldin í Brússel, varð lýðum ljóst, að draumur hinna blökku íbúa landsins um sjálfstæði var í rauninni að rætast. Ráðherrann kvað stjórnina reiðubúna til að „sigra eða falla“ á þessu máli. Síðar náðist samkomulag, svo sem getið hefur verið í öðrum fregnum um sjálfstæði 30. júní og þing í tveimur deilum. Erfiðleikar í upphafi. í byrjun virtust ýmislegir erfiðleikar ætla að koma til sögunnar varðandi dagskrár- atriði o. fl., og út af kröfu um, að einum af helztu leiðtogum þjóðernissinnaðra blökku- manna yrði sleppt úr fangelsi og að hann fengi sæti á ráð- stefnunni. Hafðist það fram. A<\ - ~>\v> } o © : ýý-y "r,v,3o ýa viívia : ■ «'s-! ? : - - - ';Á }: '1|< j 4/>«,<CA í- ,>'■‘0' J-rJaf xni&ÍKirfj « ý, ' /\í < Si'ÍSVK )W & ,*C 5?. Uppdrátturinn sýnir Belgiska Kongo (1), Kenya (2), sem væntanlega fær sjálfstæði bráðlega, náðist samkomulag á Kenyaráðstefnunni í London, og Suður-Afríku (3), bar sem valdhafarnir halda fast við stefnuna um yfirráð hvítra manna og kúga blökkumenn. Kongo og um Kenya í London. Þessi leiðtogi er Patrice Lumumba, en hann hafði verið dæmdur í misseris fangelsi í Stanleyville. Var hann ’sakaður um að hafa haldið æsingaræðu, sem leiddi til uppþots, sem 20 menn biðu bana í. — Það var Joseph Ubuyi, einn af fulltrú- um blökkumanna, sem bar fram kröfuna, og var hún studd af Albert Spinoy, einum full- trúa belgiska jafnaðarmanna- flókksins á ráðstefnunni. Kasa- vabu, sem sagt hefur verið frá vúbu, sem sagt hefur verið frá kröfuna. Vakti það mikla at- hygli, þar sem litið hefur verið á þá sam-keppinauta. Myndin af Lumumba, sem fylgir þessari frétt, var tekin af honum, er hann hafði tekið sæti á ráðstefnunni. Horfur eru þær nú, að braut- in sé rudd að algeru samkomu- lagi um Belgiska Kongó, en verr horfir um Kenya, og veld- ur það erfiðleikum, að þar í landi eru áhrif hvítra manna mjög öflug. Uppi ei’u þrjár stefnur, blökkumanna, sem vilja fullt sjálfstæði, flokks hvítra, sem vilja tryggja yfir- ráð sín, og . annars flokks hvítra manna, sem vilja fara Lumumba. milliveg, en fólk af indverskum stofni, sem er allfjölmennt, vill einnig tryggja réttindi sín. McLeod nýlendumálaráðherra hefur lagt sig fram til að finna samkomulagsleið, en ekki tek* ist það enn sem komið er. —• Fulltrúar hvítra manna, Briggs og Blondel, munu hverfa heim aftur um helgina, nema þeir breyti ákvörðun á seinustu stundu. Nauðungaruppboð verður haldið að Síðumúla 20 hér í bænum, miðvikudag- inn 10. februar n.k. kl. 13,30 eftir kröfu tollstjórans i Reykja- vík, bæjargjaldkerans í Reykjavík o. fl. Seldar verða eftir- taldar bifreiðar: .R-262, R-364, R-1216, R-1947. R-1950, R-1961, R-2042, R-2066, R-2586, R-2605, R-2610, R-2646, R-2940, R-3070. R-3095, R-3116, R-3164, R-3553, R-3654, R-3704, R-3980, R-4021, R-4557, R-4601, R-5420, R-5618, R-5774, R-5857, R-5931, R-5947, R-6153, R-6306, R-6509, R-6674, R-6778,. R-6901, R-7154, R-7933, R-8221, R-8240, R-8494, R-C.51'3, R-8843, R-9001, R-9148, R-9507, R-9335, R-10135, R-10211, R-10374, R-10488, R-10840, R-10953, G-1239, G-1793, H-432, H-468. Ennfremur loftpressa. j ; Greiðsla fari fram við hamarshögg. \ Borgarfógctinn 1 Reykjavík. Iðnskólinn í Reykjavík Kvöldnámskeið fyrir bifvélavirkja og rafvirkja um rafkerfi í bifreiðum verður haldið í rafmagnsdeild skólans og hefst 22. þ.m. í Innritun fer fram dagana 10. til 20. þ.m. í skrifstofu skólans á venjulegum skrifstofutíma. . , Námskeiðsgjald, kr. 200,00 greiðist við innritun. ! J’ Skólastjóri. ! UTSALAN heldur áf ram MU FER HVER AÐ VERÐA SIÐASTUR AÐ GERA GOÐ KAUP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.