Vísir - 12.02.1960, Side 1
12
síður
I
y
12
síður
R. árg.
Föstudgainn 12. febrúar 1960
35. tbl.
f * 1
Gronchi Ítalíuforseti er kominn heim að aflokinni Moskvu-
förinni og segir ferðina hafa verið gagnlega að því levti, að
afstaða leiðtoga beggja þjóðanna, ítala og Rússa, hafi skýrst.
Myndin er tekin á Kastrupflugvelli, er forsetinn var á leið til
Moskvu. Frá vinstri: Giuseppe Pella utanríkisráðherra ítalíu,
Jens Otto Krag utanríkisráðlierra Danmerkur og Gronchi forseíi.
Slysaalda í Reykjavik.
27 meiri eða mintii umferð-
arslys frá áramótum.
Óvenjumikil slysaalda hefur
geisað í Reykjavik frá áramót-
um, einkum í sambandi við um-
ferðina, og samtals hafa um-
ferðarslysin orðið 27 frá og með
1. jan. s.l.
Það, sem verra er, er að mörg
þessara slysa hafa verið mikil
og náesta alvarleg, þar af eitt
banaslys. Alvarlegustu slysin
hafa yfirleitt orðið síðustu dag-
ana, og þá voru, auk banaslyss-
ins, eitt höfuðkúpubrot, eitt
mjaðmargrindarbrot og tvö fót-
brot. En þar fyrir utan skurðir
og skrámur, mar og tognanir.
Þetta er þeim mun varhuga-
verðara, sem vegir og götur
hafa verið auðar síðustu dag-
ana og ekki þurft að kenna um
hálku eða illri, færð.
í gær var umferðardeild rann-
sóknarlögreglunnar búin að
bóka 217 bifreiðaárekstra frá
áramótum. Það eru allnokkru
fleiri áárekstrar heldur en urðu
á sama tíma í fyrra, en þá nam
tala þeirra 188. Hefur að vísu
bæzt við nokkuð af farartækj-
um frá því þá, en hins ber jafn-
framt að geta, að færð hefur
yfirleitt verið góð á þessu tíma-
bili.
ÓhagstæSur vöruskiptajöfn-
uður 486.7 ntilij. 1959.
Er það um 153 millj. kr. meira
en árið áður.
Samlivæmt bráðabirgða-1 hann nál. 329.7 millj. króna.
skýrslu Hagstofu Islands nam
óhagstæður vöruskiptajöfnuð-
ur árið sem leið 486.7 millj. kr.,
er það um 153 millj. kr. meira
en hann varð 1958, en þá varð
Mannskaða-
veður vestra.
Fjórtán memi hafa beðið
fcana af völduð veðurs í Banda-
ríkjumun undangengna daga.
Gerðist þetta í mið-vestur
ríkjunum. Sumstaðar var
slydduveður, annarsstaðar gekk
á með hagléljum og enn annars-
staðar fennti mjög mikið. v
Flugvébr F.I. fluttu rösklega 80
farþega á síðasta ári.
Fóru 1300 feróir milli landa eg var sæta-
nýtieig í þeim einkar hagstæð.
Verulcjj aiskning ■ íuri‘lufuiei•>-
wm Btailli landa. eii iiokkur
sam dráHiir iu n a ■■ la u d s.
Árið 1959 fluttu flugvélarj 19,7 af hundraði, á m. a. rætur
Útflutt var í des. s.l. fyrir
117 millj. 496 þúsund kr. (í
des. 1958 fyrir 103 m. 987 þús.),
og allt árið fyrir einn milljarð
59 milljónir og 326 þús. kr., en
1958 fyrir 1.070.203 þús. kr.
Innflutningurinn nam í des.
270 millj. 470 þús., en 1958 212
millj. 592 þús. Alls nam inn-
flutningurinn á árinu einum
milljarði 546 milljónum og 48
þús. kr., en 1958 einum millj-|
arði 399 milljónum og 902 þús.
kr. — Af innflutnmgnum voru
flutt inn skip fyrir 110 millj.
250 þúsund á árinu (þar af fyr-
ir 86 millj. 792 þúsund í des),
en fyrir 86 millj. 614 þús. allt
árið 1958. i
Flugfélags íslands h.f. rúmlega
áttatíu þúsund fai'þega — í
áætlunarflugi milli landa, inn-
anlands og í leiguflugi.
Flugvélar félagsins fóru
samtals 6181 flugferð. á árinu
og voru á lofti 8585 klst. Áæti-
unarflugi var haldið uppi til
sömu staða og s.l. ár, erlendis
og innanlands. Fargjöld héldust
þau sömu allt árið. Fleiri leigu-
ferðir voru farnar en nokkru
sinni fyrr, einkum til Græn-
lands, fyrir aðila sem þar hafa
atvinnurekstur. — Ennfremur
voru farnar fimtn leiguferðir til
Ikatek á austurströnd Græn-
lands með skemmtiferðafólk ís-
lenzkt og erlent.
Engin slys urðu á farþegum
eða flugáhöfnum félagsins á
árinu.
Innanlandsflug.
Farþegar á innanlandsflug-
leiðum urðu 51.271 en voru
56045 árið áður og nemur
fækkunin 8,5%. Fluttar voru
1140 lestir af vörum og minnk-
uðu þeir flutningar um 22,9%.
Póstflutningar jukust hinsvegar
verulega, fluttar voru 183 lestir
og er aukning 26,3 af hundraði.
Farnar voru 4478 flugferðir
innanlands og flugvélar félags-
ins voru 3967 klst á lofti á
innanlandsflugleiðum. Nýting
í innanlandsflugi er betri en í
fyrra sökum færri flugtíma. —
Til flutninga innanlands voru
notaðar flugvélar af gerðunum
DC-3, Katalína, DC-4 og Vick-
ers-Vicount.
Millilandaflug.
í áætlunarfei-ðum milli landa
fluttu „Faxarnir“ 23,156 far-
þega en 18,350 árið áður. Þessi
glæsilega aukning, sem nemur
Stérbruni i
Mexlco City.
Stórbruni varð. í stærsta
verzlunarhúsinu í Mcxico City
á föstudag.
Var hér um að ræða verzlun-
arhús Sears Roebuck-fyrirtæk-
isins bandaríska, og urðu 100
slökkvilíðsmenn að berjast við
eldinn í 6 stundir, áður en
tókst að kæfa hann. Tíu menn
meiddust í eldinum, en tjón er
metið á milljón dollara.
sínar að rekja til stóraukinna
flutninga félagsins á flugleið -
um milli staða erlendis, t.d.
milli Glasgow og Kaupmanna-
hafnar.
Póstflutningar og vöruflutn-
ingar milli landa jukust einnig
að mun. Fluttar voru 55,2 lestiv
af pósti á móti 47,1 í fyrra,
aukning 17% og 251 lest af
vörum á móti 234 s.l. ár. Aukn-
ing nemur 7,2%. Með tilkomu
55% yfirfærzlugjaldsins, sem
kom til framkvæmda á miðju
ári 1958,dró allmjög úr ferða-
lögum og bera skýrslur þess
árs ujn flutninga þess ljósan
vott.
Alls fóru flugvélar Flugfé-
lags íslands 1300 flugferðir á
árinu í áætlunarflugi milli
landa og voru í lofti í þeim
ferðum 3207 klst.
Leiguflug.
Flest voru leiguflug farin
til Grænlands, en einnig til
nokkurra staða á Spáni, til
Frakklands og Norðurlanda.
Flugferðir vegna þessa voru
403 á árinu og fluttir voru 6339
farþegar.
Úrslit á Nuevoflóa í dag.
Bandaríkjafloti hefur lagt til djúp-
sprengjur af nýjustu gerÖ.
Bandaríkjastjórn hefur fall-
ist é, að láta Argentínuflotan-
um í té djúpsprengjur af nýrri
gerð, blys o. fl. til notkunar við
að knýja upp á yfirborð sjáv-
ar, og granda kafbáti eða kaf-
bátum á Nuveoflóa.
Eins og fyrri fregnir hermdu,
er talið, að 1, jafnvel tveir, er-
lendir kafbátar hafist þar við
á hafsbotni.
Tekið er fram af Bandaríkja-
flota, að hann taki ekki þátt í
þeim aðgerðum, en augljóst sé,
sagði talsmaður flotans, „hvaða
tengsl hér er um að ræða,“ þeg-
ar Bandaríkjaflotinn selur Arg-
entínu djúpsprengjur.
Fregnir í gærkveldi hermdu,
að allar skipaferðir um Nuevo-
flóa hefðu verið bannaðar. Tíu
argentisk herskip eru á fló-
anum. — Haft er eftir sjónar-
vottum, að kafbáturinn muni
hafa gert tilraun til að komast
upp á yfirborðið, því að háir
vatnsstrókar sáust, eftir að
Frh. á 2. síðu.
Bátar frá mörgum stöðum á landinu hafa viðlegu í Vestmanna-
eyjum á vertíðinni, því að þar þykir á margan hátt bctra að
vera en annars staðar. Hér sést til dæmis Seyðfirðingur —.
Gullver — á fullri ferð á leið til E.vja. þ.að, er. Hjörleifshöfði,
sem sést upp á landinu. (Ljósm. Sn. Sn.)