Vísir - 12.02.1960, Síða 11
VÍSIR
Föstudaginn 12. febrúar 1960
II
Vinsælustu menn í bænum:
Ræningjarnir í Kardimommubæ.
2000 iniðar selilusl á !l klsí.
Veltir bu bjórfíöskuna
eða efdspýtustokkinn?
Það þarf ekki að setja x
á kjörseðlana í kcuijgó,
Fregn frá Bukavu í Belgíska
Kongó greinir frá hinu mikla
starfi, sem unni'ð er, til þess að
frœða fólkið í landinu um kosn-
ingar. Utan borganna hefur fátt
tekið þátt í kosningum fyrr, og
það verður að kenna því að
kjósa.
Belgiska Kongo verður nú
brátt sjálfstætt land og í fram-
tíðinni verður því oft gengið
til kosninga. Forsmekk af þessu
öllu fengu menn í kosningum
þeim, sem fram fóru í desember.
Það er hlutverk belgiskra ern-
bættismanna og innborinna
manna, sem menntast hafa und-
ir þeirra verndarvæng, er hafa
þetta fræðslustarf með höndum.
í vestrænum löndum er gengið
út frá því, að kjósandinn hafi
'einhverja mennt a.m.k. og viti
hvað um er að vera, en aðrar
ástæður eru fyrir hendi í Belg-
íska Kongó. íbúar landsins eru
um 13 milljónir og aðeins %
'býr í borgum, utan þjóðhöfð-
ingjadæmanna, án þess að hafa
komið í snertingu við nútíma-
menningu að heitið geti. Það er
því ekki lítið verk, að koma
mönnum í skilning um hvað
kosningar séu, atkvæði, at-
kvæðakassar, kosningalistar,
f rambj óðendur.
Og við ýmsa erfiðleika aðra
er að etja, — erfiðleika, sem
t. d. stafa af því að frambjóð-
endur hafa sitthvað lært af
frambjóðendum í vestrænum
löndum, svo sem að lofa kjós-
endum gulli og grænum skóg-
um, ef þeir bara kjósi sig. Sagt
er frá því, að einn flokkur í
Austur-Kongó hafi selt mikinn
fjölda flokks-skírteina fyrir 100
franka skírteinið. Runnu þau
út „eins og heitar kleinur“ af
því að kaupendum var lofað, að
þeir þyrftu enga skatta að
greiða, ef þeir keyptu skírteini.
Sérhver frambjóðandi velur
sér eitthvert kosningaeinkenni:
Banana, matarpott, eldspýtu-
stokk, bjórflösku o. s. frv. Á
hverjum kjörstað eru því jafn-
margir atkvæðakassar og hefur
hver sitt tákn, bjórflöskuna, eld-
spýtustokkinn o. s. frv. Og kjós-
andi þarf ekki annað að gera
en stinga atkvæðaseðli í kassa
með tákni þess frambjóðanda,
sem hann kýs. Hann þarf ekki
einu sinni að krossa á seðilinn.
Konur í Kongó drekka ekki
og reykja ekki — þess vegna er
alveg ágætt að velja bjórflösku,
eldspýtustokk eða reykjarpípur
fyrir tákn, því að konurnar hafa
ekki kosningarrétt. Og svo er
spurt hver sigri, — frambjóð-
andinn með bjórflöskuna, eld-
spýtustokkinn — eða matarpott-
inn.
K 0 NI Köggdeyfar
Þessir viðurkenndu stillanlegu .höggdeyfar fást venjulega
hjá okkur í margar gerðir bifreiða. Útvegum KONI högg
deyfa í allar gerðir bifreiða.
SMYRILL
Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60.
Stofutónleikar
í Melaskólanum.
Kammermúsíkklúbburinn
hélt sjöttu tónleika sína í Mela-
skólanum s.l. sunnudag og
flutti þrjá „concerti grossi“, að
þessu sinni eftir tvo upphafs-
höfunda þessa músíkforms, þá
Corelli og Vivaldi.
Má þá segja, að þessu formj
hafi verið gerð góð skil á þessu
tónleikaári .klúbbsins, þar áður
hafa verið hinir frægustu
„grossi“, Brandenborgarkon-
sertarnir eftir Bach. Og það var
I aðeins maklegt, að láta ekki
| leikárið líða án þess, að Corelli
[ væri tekinn á tónleikaskrá, en
. hann hefir verið talinn faðir
! þessarrar tegundar cocncerts og
raunar einnig brautryðjandi á
fiðlu, bæði sem fiðluleikari og
tónskáld sérstaklega fyrir þetta
hljóðfæri. Því er ekki nema
von að strengjahljóðfæraleik-
arar haldi minningu hans sem
lengst á lofti.
Það er Björn Ólafsson, fiðlu-
leikari, sem verið hefir lífið* og
sálin á tónleikum klúbbsins og
þó reyndar með aðstoð valinna
manna. Að þessu sinni lék þrett-
án manna strengjasveit undir
forustu Björns, en auk hans
léku einleik Jón Sen og Einar
Vigfússon. Aðrir þátttakendur
voru Þorvaldur Steingrímsson,
Ingvar Jónasson, Jósep Felz-
mann. Óskar Cortes, Einar G.
Sveinbjörnsson, Sveinn Ólafs-
son, Indriði Bogason, Jóhannes
Eggertsson, Einar B. Waage og
Mag'nús Bl. Jóhannsson.
Oftast í vetur hefir verið því
sem næst fullur af gestum hinn
einstaklega fallegi og stofulegi
salur. Melaskólans, þó vantaði
dálítið á það að þessu sinni, og
má vera, að leiðinlegt veður
hafi valdið. En þegar inn í Sal-
inn kom og strengjasveitin
byrjuð að leika, gleymdist hið
leiðinlega veður. Þetta var
sánnkölluð yndisstund og fyrri
concert Corellis setti allt að því
jólablæ á stað og stund. Engir
hefðu viljað fara á mis við kafl-
ana gavotte og menuetto,
vjvace, svo prýðilega sem þeir
voru þarna fluttir.
Slíkir tónleikar ættu að veraj
oftar, og fleiri ættu að reyna
það fyrir sig að njóta tónlistar j
í hinum einstaklega vistlega j
sal Melaskólans. •—• B. I
Vegna gífurlegrar aðsóknar
hefur Þjóðleikhúsið ákvtbðið að
sýna hinn vinsæla söngleik
„Kardemommubæinn“ 6 sinn-
um í næstu viku. Sýningatími
er dálítið al’brigðilegur og eru
Ieikhúsgestir heðnir að athuga
það.
Á sunnudag verður leikurinn
sýndur tvisvar sinnum, kl. 14
og kl. 18. Næstkomandi þriðju-
dag verður sýning kl. 19 og lika
á miðvikudag kl. 18. Á fimmtu-
daginn kemur, þann 18., er
skólafrí í öllum skólum og hef-
ur því verið ákveðið að hafa
tvær sýningar þann dag kl. 14
og kl. 18. Síðastliðinn miðviku-
dag fóru um 2090 aðgöngumið-
ar í sölu. Biðröð hafði þegar
myndast í fordyri Þjóðleikhúss-
ins kl. 10.30 um morguninn og
þegar aðgöngumiðasalan var
opnuð kl. 13.15 náði biðröðin
langt út á götu. Eftir 3 klukku-
stundir voru allir miðar upp-
seldir. Mikið álag er á simalín-
um aðgöngumiðasölunnar þegar
svona mikið er að gera og verð-
ur notkun símans það mikil að*
ruglingur kemst á og fær síma-
notandi þá oft skakkt númer.
Svo' mikil brögð voru að þessu
síðastliðinn miðvikudag, að 7
línur önnuðu tæpast fyrir-
spurnum á sjálfvirku stöðinni
um það hvers vegna ekki væri
hægt að ná sambandi við að-
' göngumiðasölu Þjóðleikhússins.
! í dag verða til sölu 2644 að-
göngumiðar á „Kardemommu-
bæinn“, og er það á sýningarn-
I ar á þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag í næstu viku. Von-
1 andi fá allir þeir, sem í biðröð-
inni bíða, miða.
Þjóðleikhúsið hefur aðeins
einu sinni sýnt leikrit sex sinn-
um á viku áður, og var það ó-
perettan „Káta ekkjan“.
En ,,Kardemommubærinn‘,
er vinsælastur allra barna-
leikja, sem hér hafa verið sýnd-
ir, því allir vilja koma til
„Kardemommubæjar“, þar er
fólkið glatt og gott og öllum
líður þar vel. Svo eru þar bara
þrír ræningjar og bæjarfógeti,
sem er manngæzkan uppmáluð
og snýr öllu til betri vegar.
----•-----
Krúsév -
Framh. af 12. síðu.
Krúsév þar mjög friðarvilja
Rússa. Heimsstyrjöld með
kjarnorkuvopnum myndi leiða
af sér tortímingu og fyrir slíkt
vildi sovétstjórnin girða með
afvopnun og algeru banni við
kjarnorkuvopnum. — Hann
minntist ekki einu orði á Kína
í ræðunni.
Gert er ráð fyrir, að viðræð-
ur þeirra Krúsévs og Nehrus í
dag muni standa 4 klst.
Um 100 húsund manns munu
hafa verið viðstaddir kornu
Krúsévs, og minna fréttavnemi
á, að tvær milljónir manna hafí
fagnað Eisenhower Bandaríkja-
forseta við kornuna þangað í
desember s.l.
Seinustu fregnir herma, að
Krúsév hafi undirritað sam-
konvulag um efnahagslega
aðstoð við Indland og lán,
að upphæð 1500 milljónir
rúblna (um 134 millj. slpd.
miðað við skrásetningu geníí
is í Moskvu).
Smáauglýsingar Vísis
eru vinsælastar.
Myndin er af bakaranum sem er leikinn af Lárusi Ingólfssyni,
cn bakarasveinninn og fyrrverandi ræningi er leikinn af Bessa
Bjamasyni.