Vísir - 01.03.1960, Side 1
ÍG. árg. Þriðjudagmn 1. marz 19G0 50. tbl.
iílslys á Vatnsskarði.
Vörubíll frá Akureyri ónýttist,
en ökumaðurinn slasaðist.
Frá fréttaritara Vísis. —
. Sauðárkróki í morgun. —
í fyrrakvöld eða fyrrinótt.
varð bifreiðarslys á Vatns-
skarði, er stór vöruflutninga-
bifreið frá Akureyri lenti út af
veginum og ökumaðurinn slas-
aðist.
. Bifreiðin, sem var stór vöru-
flutningabifreið af Volvo-gerð
og hlaðin vörum var á leið
norður. Þegar hún var komin
skammt norður fyrir Vatnshlíð
á Vatnsskarði, en þar var veg-
urinn auður og góður og bif-
reiðin á mikilli ferð, hvell-
sprakk á framhjóli hennar.
Þarna var brú framundan og
allhár vegkantur og lenti bif-
reiðin niður fyrir hann. Var
höggið svo mikið að bifreiðin
er talin ónýt en bifreiðarstjór-
inn meira eða minna slasaður.
Hann var fluttur að Varmahlíð
og liggur þar nú. Læknir var
strax sóttur til hans frá Sauðár-
króki, en bifreiðarstjórinn hafði
orðið fyrir taugaáfalli og lækn-
irinn átti því erfitt að gera sér
grein fyrir meiðslum hans.
Bjóst læknirinn við að fara í
sjúkravitjun til hans í dag og
kanna þá meiðsli hans til fulln-
ustu.
Allar leiðir að teppazí vegna
hríðar og snjóþjngsla.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Stórhríð hefur verið í Eyja-
firði síðasta sólarhring . með
mikilli fannkomu og hvassviðri.
Mjög örðugt er orðið með allar
bifreiðasamgöngur í hériaðinu
og jafnvel götur Akureyrar ill-
færar orðnar.
í morgun um 10 leytið var
enginn mjólkurbíll kominn til
Akureyrar úr nærsveitunum.
Eina mjólkin sem borizt hafði
þá til bæjarins var norðan úr
Fnjóskadal. Lagði mjólkurbíll
frá Skógum í Fnjóskadal með
ýtu og trukk á undan sér á
Vaðlaheiði kl. 8 í gærkveldi. —
Bíllinn var 12 stundir til Akur-
eyrar og mun slík tilraun ekki
verða reynd að óbreyttum að-
stæðum aftur, enda má telja
heiðina alófæra, þótt það tæk-
izt að komast yfir hana í þetta
sinn.
í gær gerðu ýtur tilraun til
að ryðja leiðina frá Akureyri
út að Dalvík en urðu að gefast
upp hjá Litlu-Árskógum og
sneru þar við, enda þá komin
iðulaus stórhríð.
Vegurinn austan Eyjafjarð-
ar um Svalbarðsströnd og út í
Höfðahverfi var talinn ófær í
morgun.
Bílar, sem skýrt var frá í Vísi
í gær að væru á norðurleið frá
Varmahlíð komust hjálpar-
laust að Grjótá á Öxnadalsheiði,
en þangað komu ýtur og trukk-
ur þeim til aðstoðar að norðan,
enda snjóþyngsli úr því mikil.
Komust bílarnir um 9 leytið í
gærkveldi að Bakkaseli og þar
var gist. Snemma í morgun
lögðu bílarnir af stað þaðan í
hjólför ýtu og trukks áleiðis
til Akureyrar. Mikil fannkyngi
,er sögð í Öxnadal og má búast
við að ferðin gangi seint.
Á Akureyri hefur verið lát-
laus hríð seinni hluta gærdags-
ins og í nótt og snjór svo mikill
á götunum, að þær mega telj-
ast ófærar litlum bílum. Ann-
ars verða aðalgötur ruddar í
dag til að halda uppi nauðsyn-
legri umferð um bæinn.
Mestu þurrkum í manna-
minnum í N.-Ástralíu Iauk í
sl. viku með mikilli dembu.
Rigndi þá 140 mm. á skömm
um tíma.
Þeir eru búnir að taka
netin, eins og Vísir hefur
skýrt frá. Myndin er tekin
um helgina, þegar Freyju-
menn • Vestmannaeyjum eru
að taka sín net um borð. —
(Ljósm. Sn. Sn.)
Kriísév á
heimleið-
um Indland og Afghanistan
Nikita Krúsév er væntanleg-
ur til Kalkútta í dag og mun
hann ræða þar við indverska
forustumenn.
Krúsév er nú á heimleið, að
aflokinni 12 daga heimsókn í
Indonesiu. Hann hefur viðdvöl
nokkra í Afghanistan. — I
seinustu ræðu sinni í Indonesiu
gagnrýndi hann uppástungur
jBandaríkjanna varðandi sam-
leiningu Þýzkalands.
Fengu á sig hnúta vi5
Skagann í gær.
Landlega vegna norðaustan
storms í dag.
hélt
Reykjavík,
v': I
Norðaustan stormur
fiskiflotanum frá
Akranesi, Keflavík, Hafnarfirði
og frá Snæfellsneshöfnum inni
í nótt. Keflavíkurbátar treystu
sér ekki fyrir Skagann, því þar
braut og fengu nokkrir á sig
hnúta á heimsiglingu í gær.
Sándgerðingar reru þrátt fyr
ir slæmt veður.Munu þeir að lík
indum hafa lagt á leirinn, því
ekki var sjóveður er lengra dró
frá landi. Grindvíkingar reru
einnig, en munu líklega hafa
róið grunnt og haldið sig í vari
við land. Afli var betri í gær en
verið hefur um langt skeið.
TVeir Keflavíkurbátar voru með
á tólftu lest og margir með
sæmilegan afla eða. frá 6 til 8
lestir.
Landlegudagar hafa verið fá-
ir síðan vertíðin hófst, en einn
slíkur dagur kostar þjóðina
geysilegt fé í afaltapi. Þegar
sæmilega aflast má reikna með
nærri þúsund lestum af fiski á
svæðinu frá Vestmannaeyjum
til Snæfellsness.
Norðaustanáttin hefur nú ver
ið ríkjandi nærri mánaðarskeið
en horfur eru á að hún gangi
niður næstu nótt. Telja sjómenn
að betur myndi aflast ef sner-
ist til hafóttar hér syðra.
Ægilegur jarðskjálfti í
nött í Marokko.
Gamli borgarhlutinn í Agadir í rústum.
Yfir 100 manns biðu bana, en
hundruð meiddust.
Ægilegur landskjálftakippur
kom í nótt í hafnarbænum Aga-
dir í Marokko og biðu yfir 1000
manns bana, en hundruð manna
meiddust, margir hættulega.
Gamli borgarhlutinn er sagð-
ur að mestu í rústum, en miklar
skemmdir liafa orðið á húsum
og öðrum mannvirkjum í nýja
borgarhlutanum og einnig ?ar
hafa hús hrunið.
Landskjálftakippurinn var
einn af mörgum, sem komið
hafa í Agadir og grennd frá því
í gærmorgun.
Hafist hefur verið handa um
skyndiflutning á læknum og
hjúkrunarkonum frá Casa-
blanca og frá bandarískum her-
stöðvum í Marokko verður send
öll sú hjálp ,sem unnt er að Iáta
í té, og eru notaðar þyrlur til
flutnings á hjálparliði, hjúkr-
unarvörum o. fl.
Samgöngur við aðra bæi eru
rofnar í bili.
Mohammeð V. konpngur hef-
ur flutt ræðu í útvarp og skor-
að á alla, að veita hjálp. — Kon-
ungsefni Marokko er kominn
til Agadir og ýmsir ráðherrar.
Ambassador Bandaríkjanna í
Marokko hefur lagt fram 10.000
dollara sem bráðabirgðahjálp.
Þetta er í annað skipti á mjög
skömmum tíma, sem land-
skjálftar v alda miklu tjóni í
Norður-Afríku. Fyrir skemmstu
beið margt manna bana af völd-
um landskjálfta í Alsír og hús
hrundu og annað eignatjón
varð.
Lýsandi sívalningur
sást á lofti í gær.
Sveif yfir austurbrún Ártúnsbrekku.
Undir kl. 10 í gærkvöldi
sást allstór ílangur hlutur
frekar lágt á lofti inn við
ár. — Var þetta lýsandi
hlutur, ljósgrænn, og sveif
hann yfir austurbrún Ár-
túnsbrekkunnar á ská og að
því er virtist niður í hólm-
ana.
Maður, er býr þarna inn
frá, og sá hlut þennan, segir
þetta hafa borið svo fljótt
fyrir, að hann geti ekki lýst
hlut þessum nánara. — Hér
gæti e. t. v. verið um eitt-
hvert athugunartæki að
ræða.
Ekki er vitað hvers konar
hlutur þetta hefur verið, en
væntanlega verður þetta
athugað nánar.
i