Vísir - 04.03.1960, Síða 11

Vísir - 04.03.1960, Síða 11
JTöstudaginn 4. marz 1960 YtSIR 11 .U ' ' - twí _ Það er betra að fara varletra á Hveravöllum. Hveravellir eru ferða- mannastaður. Flestir eða allir erlendir ferðamenn sem hingað koma, telja ísland í fyrsta flokki þeirra landa sem tígulegust eru og fjölbreyttasta náttúrufegrð bjóða ferðaminninum. Hvar sem um landið er farið opnast ný tilbreytileg fegurð. Ekkert byggðarlag er öðru líkt, svo að hvert þeirra birtir gestinum sína sérkennilegu fegurð. Hvert fjall ber sinn eigin svip og eig- in tign. Jökulbungur og skrið- jöklafossarnir varpa hver um sig frá sér sínum sérkennilega töfraljóma. Svo má lengi telja. En hvergi birtist jafn ómæl- anleg töfrandi fegurð sem á ör- æfum íslands. Hver sá sem einu sinni hefur litið inn um það ,,gullna hlið“ verður svo töfrað- ur af fegurðinni að hann þráir hálendið jafnan síðan. Svo verða menn djúpt snortir, að vinnudrengurinn og bóndinn sem smalað hafa fé um heiðar og háfjöll í hreggviðrum hausts- ins, (en stundum eru líka dýr- legir haustdagarnir og haustlit- irnir yndislegir), þrá göngurn- ar aftur. Að það er fegurð há- lendisins, sem seiðir og laðar, sannar þessi vísi Ásgríms Krist- inssonar, er varð til þegar hon- um enn á ný opnast sýn um suðurheiðar og til háfjalla og jökla: Enn um þetta óskaland ótal perlur skína. Átti ég fyrir sunnan „Sand“ sumardrauma mína. Og margir munu mæla vilja bið sama. Fáum hefur auðnast að sjá alla fegurð lands síns og allra sízt átt þess kost að ferð- ast imi néma lítinn hluta há- lendisins. En hver sá er sælli en annars væri sem notið hefur fegurðar þess á einum eða öðr- um stað. Forganga Ferðafélagsins. Ferðafélag íslands hefur á undanförnum áratugum unnið ómetanlegt starf. Það hefur öll- um öðrum fremur opnað augu okkar fyrir dásemdum öræf- anna og ekki látið sitja við orð- in tóm. Það het”' sem kvmnugt er reist sæluh'- óbyggðum á fegurstu og sérkennilegustú stöðum, og s kipulagt margar hópferðir um hálendið og til ýmsra landshluta. Fyrir atbeina Ferðafélagsins og áhugamanna hafa verið gerðar greiðfærar leiðir viða um hálendið, svo komast má auðveldlega á bif- reiðum. Einn af þeim stöðum sem fegurstir eru og sérkennilegast- ir á hálendi íslands eru Hvera- vellir og næsta nágrenni þeirra. Hveravellir liggja sem kunn- ugt er við hinn forna Kjalveg milli Hofsjökuls og Langjökuls, ^en þó mun nær Langjökli. í björtu veðri varpa þeir báðir jljóma yfir svæðið. Vellirnir og aðalhverasvæðið liggur í bug- hvilft milli Kjalhauns að sunnan og austan og melöldu norðvestan. Fjöldi stærstu vatnshveranna er á litlu svæði og hefir myndað milli sín ■gáraða kýsilhellu sem líkist mest marmara með blágráan aðallit. Er þetta einstæðasta og fegursta hverasvæði á landinu. Enginn veit um orkuna. Ólgandi vatnshvei'irnir eru sumir með ýmsum blæbrigðum. En mesta eftirtekt vekja Bláu hverimir — stóri og litli. Þarna eru og margskonar önnur hverafyrirbrigði, gufuhverir, svo sem Öskuhólshver og fleiri, sem nú er búið að skemma með grjótfyllingu. Þá er þarna og hinn s ögufrægi Eyvindarhver. Utan við hverasvæðið éru margir vellandi leirhverir. Og llangt suð.ur um hraun sjást margir reykir skammt frá jök- ulröndinni. Sú orka sem þarna er undir yfirborði jarðar má telja í millj. hestafla þó enginn viti um magn hennar. Eins og áður segir er útsýnið frá Hveravöllum og hæðunum kringum þá stórfenglegt og töfrandi fagurt. f suðvestur eru Þjófadalafjöll (til forna voru dalirnir nefndir Hvinverja- dalir) er bera við Langjökul ’sum. Hofsjökull ljómar í austri. En til norðurs sér vítt um heið- arnar allt til fjallahringsins um Húnaþing og Skagafjörð. Fyrstu kappreiðarnar. í norðaustri skammt frá Hveravöllum er Dúfunefsfell. Fellið er hátt með ávölum könt- um svo aka má upp á það (730 m yfir sjó). Fyrir þá sem óska eftir víðari sjónhring en niðri á völlunum ráðlegg eg að ganga eða aka upp á fellið. Efst á því er steindrangur nálægt 3ja metra hár og um 90—100 cm í þvermál. Hann er ein- búi, því hvergi sjást þarna eða nálægt fellinu stórir steinar. Þegar jökullinn skóp þetta landsvæði í árdaga hefur for- sjónin svo til hagað að drang- urinn stæði þarna um aldir til yndisauka og leiðsögu ókunnum ferðalöngum. Bendir hann og til hærri leiða svo sem turnar- guðshúsa vorra gera. Sandur- inn suður af fellinum heitir Dúfunefsskeið. Og eftir frásögn Landnámabókar hafa líklega farið þarna fram fyrstu kapp- reiðar á íslandi og voru verð- launin ekki við nögl skorin, því hvor tveggja kappreiðarmanna, Þórir dúfunefur og Örn lögðu undir hundrað silfurs, en svo var mikill kostamunur hross- anna, að Þórir mætti Erni aftur á miðju skeiði. Hefur Fluga hans eflaust verið þá skjótazt hrossa á landi hér. 220 km. til Hveravalla. Næsta fell í suður frá Hvera- völlum, sem einnig er auðvelt til uppgöngu er Rjúpnafell. Þar sem ekki er ætlun mín og enda ekki hægt að lýsa Hvera- völlum og umhverfi þeirra með fáum línum og af öðrum betur gert, vil eg aðeins minna á nokkra fegurstu staði er skammt er til frá völlunum; ÍKerlingarfjöll, Hvítárnes og Þjófadali. Leiðin frá Reykjavík til Hveravalla er talin 220 km og öll vel fær hverskonar öku- tækjurn að sumarlagi, enda fyr- iir löngu rudd og vel við haldið. Síðan leiðin var gerð akfær hgfa stöðugt aukist ferðir Reyk- víkinga og annarra ferðamanna um þessar slóðir. Margii'' aðrir fagrir staðir eru við eða skammt frá leiðinni. Hópferð suður nýja leið. Árið 1949 var rudd og löguð j leið upp úr byggð norðan Auð- ikúluheiðar suður á Hveravelli. ■ Að loknu því verki var farin hópferð þangað að norðan á fimmtán bifreiöum. Fæstir í þeim hóp höfðu komið þang- að áður og dáðu mjög staðinn jog allt umhverfi hans. Erfitt j hefur reynst að halda leið þess- ari sæmilegri við, sérstaklega upp úr byggðinni. En nú hefur vegamálastjóri látið hefja var- anlega vegagerð á þessum versta kafla, og standa vonir til, að verkinu verði a. m. k. að mestu lokið næsta sumar. Leið- in frá Blönduósi til Hveravalla er talin 110 km. Þegar öll þessi leið um Hvera- velli norður yfir liálendið verð- ur sæmilega greiðfær, verða Hveravellir mikið sóttir heim úr bæjum og byggðum norðan- lands og sunnan. Þá munu og (erlendir ferðamenn — einstak- jlingar og hópar — leggja þang- að leið sína. Veitingaskáli á Hveravölluni. En svo mun einnig fara, að margir sæki þangað til hvildar og hressingar við heilsubrunna náttúrunnar, þar sem menn geta teygað ómengað fjallaloft- ið, og notið háfjallasólarinnar. Því þarf að búa staðinn nokkr- um þægindum fyrir þá sem þau kjósa og' þess þurfa. Þó ferða- menn flestir sem aðeins koma |Við á Hveravöllum hafi troðna nestispoka, þá eru alltaf margir sem kjósa þjónustu með mat og drykk, ef fyrir hendi er, og dvalargestir þó frekast. Enda mundi slík þjónusta laða að miklu fleiri gesti en annars kæmu þangað. Vegna þessa þarf hið bráð- asta að reisa á Hveravöllum myndarlegan veitingaskála, þó án alls óhófs. Skálinn verður .vitanlega starfræktur yfir sum- artímann a. m. k. fyrst um sinn, og þarf því ekki að vanda hita- einangrun hans, enda ódýrt að hita hann upp. En það þarf að hugsa um góðar veitingar handa ferðamönnum. Sjálfsagt hafa dvalargestir með sér tjöld, og sumir gætu sennilega fengið að dvelja nokkurn tíma í sælu- húsinu. Seinna þegar aðsókn vex enn meir getur komið að 1 því að byggja verði einnig gisti- herbergi nokkur. Menn og máttarvöld. Svo sjálfsagt er, að ekki þarf á að minna, að þarna verði byggt mikið gróðurhús, þar sem ræktað verður hverskonar grænmeti, aldin og skrautjurtir á borð ferðafólksins. Verður þarna að sjálfsagður gerður fagur aldingarður, þar sem blómskrúð og nytjajurtir njóti að jöfnu varma úr skauti jarðar og frá skini skólar. Þarna sem annarsstaðar takist góð sam- jvinna manna og máttarvalda. En hverjir gerast brautryðj- endur? Auðvitað Húnvetning- ar. Hveravellir eru húnvetnsk 1 grund. í þessu sambandi við eg lýsa gleði yfir því framtaki að friðlýsa Hveravelli. En frið- lýsing kemur því aðeins að not- um að varzla sé höfð á staðnum yfir sumartímann. Sú varzla kemur örugglega án aukakostn- aðar, ef stofnað er til þeirra framkvæmda á Hveravöllum er fyrr getur. Húnvetningum ber skylda til að taka Hvera- velli í sína vernd. Húnvetningar knýti böndin. Húnvetningafélagið í Reykja- vík er gróskumikill og athafria- samur félagsskapur. Félagið hefur og sýnt í verki mikla átt- hagatryggð, sem heimamenn fá vart fullþakkað. Ef átthaga- félagið fæst til forgöngu um verndun Hveravalla og brýn- ustu framtíðarframkvæmdir þar, sem eg hefi hér að framan lýst, þá efast eg ekki um að hugsjónin rætist. Húnvetningar heima munu þá ekki láta sirin hlut eftir liggja. Vænti eg að Húnvetningamótið á Hvéra* völlum s.l. sumar sé upphaf fleiri slikra, og verði þau mót til að knýta fastar bræðrá- böndin og samstilla kraftana |um velferðarmál átthaganna í hverri mynd sem þau birtast. 1. marz 1960. Stgr. Davíðsson. Ike hvílist í P. Rico. Eisenhower Bandaríkjafor- seti er kominn til Puerto Rico að Suður-Ameríkuferðinni lok- inni. Dvelst hann í Puerto Rico í 3 daga sér til hvíldar eftir fefða lagið. Hann sendi Uruguaýfor- seta kveðju á leiðinni til Purto Rico Germanía sýnir Hannover- kvikmynd í Nýja bíó. \«iT;nin viðski2>tfariag8s&‘. Náttúvinnur bægt en örugglcga. Nú í vor verður mikil vöru- sýning haldin í Hannover eins og endranær, en í sambandi víð hana verður að þessu sinni haldinn sérstakur norrænn við- skiptadagur 24. apríl. Þangað er boðið norrænum viðskiptamálaráðherrum, þ. á m. íslenzka r.áðherranum dr. Gvlfa Þ. Gíslasyni, en margir aðrir íslendingar munu einnig sækja þessa sýningu. Hvað sjá má á þessari miklu sýningu má noivkuð rnðn af kvikmynd í lit- um, er sýnd verður á næsiu kvikmyndasýningu Germahíu, og er'sú mynd frá sýningunni 1958. Enn fremur verða sýndar fréttamyndir af helztu viðburð- um í Þýzkalandi síðustu mán- j uðina, eða desember og janúar. Kvikmyndasýning verður. á j morgun, laugardag, í Nýja Bíó 1 og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill ókevpis aðgangur, börn- um þó einungis í fylgd með fullorðnum,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.