Vísir - 17.03.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 17.03.1960, Blaðsíða 4
^ISIB Fimmtudaginn. 17. marz 1960 ’vism D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. x Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opiii frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir köstar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Ráðstefnan um landheigina. Önnur ráðstefnan um réttar- reglur á hafinu hefst í Genf í Svisslandi í dag. Sækja hana eins og hina fyrri, tugir þjóða með mjög ólík sjónar- mið, eins og gengur og ger- ist, svo að erfitt er að segja fyrir, hverjar verða niður- stöður ráðstefnunnar, ef nokkrar, því að vitanlega getur svo farið, að hún komist ekki að neinni not- hæfri niðurstöðu um helztu mál, eins og árangurinn varð fyrir tveimur árum. Þó mun ástæðan eigi sú, að línurnar hafi ekki skýrzt að einhverju leyti á þeim tíma, sem liðinn er síðan, og það er að sjálf- sögðu ósk allra íslendinga, að ráðstefnan beri gæfu til að finna heppilega lausn á því vandamáli, sem okkur er mikilvægast. Sá kostur hefir verið valinn, að í nefnd þá, sem gætir hags- muna íslands á ráðstefnunni, voru teknir menn úr öllum flokkum Alþingis. Var þetta hið eina rétta, því að það sýnir öllum þjóðum, að ís- lendingar, hvar í flokk sem þeir annars standa, eru ein- huga í þessu máli og láta ekki bifa sér. Þær ákvarðan- ir, sem nefndin þarf að taka á staðnum, í hita bardagans svo að segja, verða einnig öruggari, þegar menn úr öll- um flokkum standa að þeim. Fer þessi ríkisstjórn sannar- lega viturlegar og drengileg- ar að í þessu efni en vinstri stjórnin á sínum tíma, enda vart við öðru að búast. En nefndin verður að vera í sókn allan tímann, meðan á ráðstefnunni stendur. Hún verður að vera óþreytandi við að hafa áhrif á fulltrúa annarra þjóða, enda þótt heppilegi’a hefði verið að gera það fyrr. Úr því að það var þó ekki gert, verður varia úr því bætt með betra hætti en að reyna á sjálfri ráðstefnunni. Og það vita raunar allir, að nefndar- menn munu ekki liggja á liði sínu, því að þeir vita eins og allir aðrir, að líf og framtíð þjóðarinnar getur oltið á úr- slitunum á ráðstefnunni. r > Akveðið að friðlýsa hverina á Hveravöílum Jarðrask bannað á svæðinu. Vopn úr hendi óvinanna. f þeim bardaga, sem háður verður næstu vikur suður í Genf, verða íslendingar að beita öllum vopnum, sem til- , tæk eru, og við eigum ekki sízt að leitast við að beita þeim játningum, sem Bretar , hafa oft gert, ósjálfrátt, varð- andi 3ja mílna landhelgina, nefnilega, að hún sé alls eng- ' in alþjóðalög, þótt þeir vilji svo vera láta. Þetta hefir m. a. komið fram í greinum, sem Vísir hefir birt eftir Júlíus Havsteen sýslu- mann. Hann hefir leitað kappsamlega að snöggum j blettum á Bretum, og síðan j hefir hann beitt þeirra eigin orðum gegn þeim, þegar þeir hafa talað af sér. Fá vopn eru betri eða beittari, þegar þeim er beitt á réttri stundu og með lagi. Allt slíkt og meira til þarf að nota gegn Bretum, því að þeir munu ekki sitja auðum höndum á ráðstefnunni. Þeir hafa heldur ekki verið að- gerðarlausir upp á síðkastið, þegar .næsta lítið hefir frétzt um ,,hernaðarundirbúning“ okkar og vopnin jafnvel ver- ið kyrfilega eyðilögð, þegar þau hafa verið fyrir hendi, með skammarlegri frétta- ,,þjónustu“ landhelgisgæzl- unnar. í 14. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins birtist svohljóðandi til- kynning frá Náttúruverndar- ráði: „Samkvæmt heimild í a-lið 1. gr. laga nr. 48/1956, um náttúruvernd, hefur Náttúru- verndarráð ákveðið að friðlýsa hverina og hveramyndanirnar á Hveravöllum á Kili, sem nátt- úruvætti. Þar sem telja verður mikil- vægt að varðveita umrædda hveri og hveramyndanir á þess- um stað sakir fegurðar þeirra og fræðilegs gildis, -er hér með lagt bann við því að fremja á þeim hvers konar skemmdir, t. d. með því að kasta í hverina grjóti eða öðru því líku, svo og við því að brjóta kísilmola úr hveraskálunum. . Jafnframt er bannað allt jarð- rask á hverasvæðinu og í næsta nágrenni þess, og hvers konar mannvirkjagerð er þar og ó- heimil, nema að fengnu sam- þykki Náttúruverndarráðs. Þeir, sem brotlegir gerast við ákvæði þessi, verða látnir sæta ábyrgð skv. 33. gr. laga nr. 48/1956 “ Það mun einróma álit allra, er til þekkja, að hverirnir á Hveravöllum á Kili séu feg- urstu vatnahverir íslands. Veld- ur þar mestu um hversu tært og fagurlitað vatn þeirra er, eink- um í Bláhver og hvernum rétt austan við hann, svo og, að kís- illinn, sem hveravatnið fellir út er hreinni og fagurlegar mynstraður en við aðra hveri hérlendis. Eini hverinn, sem kemst nokkurn veginn til jafns við Hveravallahverina um þetta tvennt, er „Gleraugnahver- inn“, skammt frá Stóra Geysi,' en Hveravallahverirnir eru þó fegurri. Á siðari árum hefur ferða- mannastraumur til Hveravalla farið sívaxandi, einkum eftir að bílfært varð á sumrum milli Norður- og Suðui’lands um Kjöl. Frá því að bílfært verður á sumrin efnir Ferðafélag fs- lands til ferða á Hveravelli hverja helgi og hefur, sem sem kunnugt er, reist eitt af sæluhúsum sinum þar. Er það upphitað með hveravatni. Á því hefur borið allmikið síðari árin, og farið í vöxt, að unnin væru skemmdarverk á hverun- um, kastað í þá grjóti, járnrusli og öðrum óþvei’ra. Hafa for- ráðamenn Ferðafélagsins hvað eftir annað orðið að hreinsa þetta drasl úr hverunum. Einn- ig brjóta menn kísilmola úr skálabörmunum til minja og er það til lýta. Á sumrin, meðan ferða- mannastraumur er um Kjöl, búa verðir sauðfjárverndar- girðingarinnar við Seyðisá, að staðaldri á Hveravöllum. Hafa þeir reynt eftir getu að verja hverina gegn skemmdarverk- um, en eiga erfitt með að beita sér þar eð engin lög ná yfir skemmdir á hverunum. En væru hverirnir friðlýstir sem náttúruvætti, myndi það varða við lög að skemma hverina og mætti sekta þá seku fyrir slík afbrot. Því er það að talið er æskilegt, að hverasvæðið verði friðlýst. Friðun Hveravalla á auðvitað ekki að verða í því formi að bannaður verði umgangur um hverasvæðið, heldur aðeins að settar yrðu af náttúruverndar- ráði reglur um umgengni á þessu svæði, sem viðurlög væri við að brjóta og að hafa yrði samráð við náttúruverndarráð og samþykki þess um alla mannvirkjagerð á þessu svæði. Náttúruverndarráð. Skákkeppni stofnana lauk í gærkvöldi með hraðskák Áróður er nauðsyn. Þótt því sé oft haldið fram, aðj áróður sé hvimleitt fyrir-1 bæri í nútímaþjóðfélagi, ] kemur sá tími alltaf fyrr eða síðar fyrir hverja þjóð í heimi sífelldra og illvigra á- taka, að hún verður að grípa til áróðurs. Ella kemur hún málstað sínum ekki á fram- færi og verður þá líklegast undir í „friðsamlegum“ átök- um, sem geta sannarlega ver- ið jafnafdrifarík og þau, þar sem vegizt er með vopnum Hér í blaðinu hefir hvað eftir annað verið á það bent, hvemig við höfum látið ■ _ tækifærin til áróðurs ganga okkur úr greipum. Nú er ef til vill komið síðasta tæki- færið, áður en þjóðirnar greiða atkvæði um það, hvernig landhelginni skuli hagað um langa framtíð. Nú kemur til kasta nefndarinn- ar, sem send er utan til að berjast fyrir málstað okkar, og það er vitanlega von allra, að för hennar verði góð og árangursrík. Þess vegna fylgja henni líka góðar óskir allra, og þótt íslendingar deili um nær hvert atriði, ,sem á góma ber, standa þeir sem órofa heild í lándhelgis- raálinu. Hinni fyrstu skákkeppni stofnana ' og fyrirtækja, sen» efnt hefur verið til á íslandi, Iauk f Lidó i gærkvöldi mcð hraðskákskeppni, og verðlauna- afhendingu, en síðasta umferð fór fram miðvikudag s.I. viku, eins og sagt hefur verið frá. Forseti Skáksambands ís- lands, Ásgeir Þór Ásgeirsson, afhenti heiðursskjöl og verð- laun og ávarpaði síðan þátttak- endur og starfsmenn. Þakkaði hann þátttakendum fyrir prúð- mannlega og drengilega fram- komu, sem hann kvað hafa verið til fyrirmyndar, og starfs- mönnum keppninnar þakkaði hann merkilegt brautryðjanda- starf. Kvaðst hann vonast tii að hitta alla aftur, bæði þátt- takendur og starfsmenn í næstu keppni, sem hefst um næstu áramót. Að svo mæltu sagði hann fyrstu skákkeppni stofn- ana og fyrirtækja • á íslandi slitið.. ..... Hraðskákskeppnin i gær- kvöldi var tefld í sjö flokkum, alls 36 sveitum, og verða hér á eftir taldar 3 efstu sveitirnar í hverjum flokki. A-flokkur: 1. Veðurstofan 19 vinningar og 2i/2 stig. 2. SÍS, 1 sv. 17 v. og 2% st. 3. Útvarpsbandinu 15V2 v. og 2 st. B-flokkur: 1. Landsmiðjan 26 V> v. og 4% st. 2. Útvarpið 26V2 v. og 3V2 st. 3. Hreyfill II. sv. 20 v. og 3 st. C-flokkur: 1. Strætisvagnar 1. sv. 24 v. og 4 st. 2. Landsíminn 1. sv. 20V2 v. og .3 st., 3. Áhaldahús 2. sv. 1914 v. og 2Vi st. , D-flokkur: 1/ Borgarbíistöðin 22 v. og 3 st. Í. Rafmagnsveitan 1. sv. 19V> v. og 2% st. Skipulágshréyfing athuguð hjá SMFR Miðvikudaginn 9. þ. m. var haldinn aðalfundur Starfs- manafélags Reykjavíkur í Tjarnarcafé, og var venju frem- ur vel sóttur. Júlíus Björnsson var endur- kjörinn formaður félagsins og stjórn félagsins var sömuleiðis öll skipuð sömu mönnum og áð- ur, en í henni eru: Ragnar Þor- grímsson, Kristín Þorláksdóttir, Georg* Þorsteinsson, Haukur Eyjólfsson, Gunnar Gíslason og Þórður Ágúst Þórðarson. — í varastjórn eru Bjarni Bjarna- son, Hákon Þorkelsson og Magn ús Óskarsson. Stjórnin hefir ekkí enn skipt með sér verkum. Hagur félagsins er með bezta móti samkv. reikningum, sem lagðir voru fram og samþykkt- ir. — Á fundinum var borin fram tillaga um endurskipulagningu á skiptingu starfsmannaflokka innan félagsins, en þeim hefir hingað til verið skipt eftir fyr- irtækjum. Tillaga þessi miðar í þá átt að flokka starfsmenn eftir starfsgreinum frekar en á þann hátt sem áður var. r Ovissa um Færeyinga. Fyrir hádegi í dag hafði ekki tekizt að ná sambandi við ís- lenzku togarana sem ætluðu að hafa viðkomu í Færeyjum á lieimleið til að ráða áhafnir. Röðull var í Færeyjum í gær og í dag eru þar togararnir Ólafur Jóhannesson og Gylfi. Þá er Sólborg frá ísafirði á leið þangað í þeim tilgangi að ráða 35 Færeyinga. Þrír íslenzkir togarar eru á leið til Bretlands með afla og munu selja þar eftir helgi og einn í Þýzkalandi. ÞJ hartjar sifj að acztjEijsa 1 VÍSI 3. SÍS 2. sv. 10 v. og 21/2 st. E-flokkur: 1. Benedikt og Hörður 21% v, og 3V2 st. 2. Segull 19 v. og 2% st. 3. Kron 17 v. og 2 st. F-flokkur: 1. Kassagerðin 23 v. og 4 st. 2. Rafveitan 2. sv. 20% v. og 3 st. 3. Áfengisverziunin 13% v. og 2 st. G-flokkur: 1. Héðinn 25 v. og 3 st. 2. Flugfélagið 19% v. og 3 st, 3. Vitamálaskrifstofan 13 v, og 1 st. ' ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.