Vísir - 17.03.1960, Blaðsíða 8

Vísir - 17.03.1960, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-10-60. Munið, að þeír sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. livers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Fimmtudaginn 17. marz 1960 Rússa falsa Bandaríska vísindamenn v'é hesmskunnar stolnanir greinir á um það. í fregnum frá Nevv York seg- Sr, að vel geti verið, að ljósmynd ir Rússa af þeirri hlið tungls, sem frá jörðu snýr, séu falsaðar — gerðar eftir myndum teikn- .uðum með svartkrít. Þessu er haldið fram af Willi- «m Young forstjóra efnárann- sóknastofa Listas. í Boston ,(Boston Museum of Fine Arts). Rússar segja, að þessar mynd 5r hafi náðst með sjálfvirkum Ijósmyndavélum í Lúnik III í október síðastliðnum. Young kveðst hafa tekið eftir ihyndunum á plötur til notk- lunar í sýningarvél og við at- hugun á þeim á 8x10 feta sýn- ingartjaldi hafi sést greinileg )pensilför og einkenni ljósmynd- anna að öllu leyti svipuð sem á svartkrítarmyndum. Komst hann að þessari niðurstöðu við samanburð. Það hafi jafnvel sést á horni rússnesku mynd- anna merki þess, að þær hefðu verið bólaðar til þess að taka af þeim ljósmyndir. Þótt engin leið sé til að sanna, að myndirnar séu búnar til eftir teikningum greðum með svart- krít, blýöntum eða vatnslitum, gæti verið að þær séu það, seg- ir hann ennfremur. En í New York sagði dr. James Pickering, aðstoðar stjörnufræðingur við Hayden Planetarium, að hann væri sannfærður um að mynd- irnar væru ófalsaðar — og það væri í hæsta máta ósenni- legt, að Rússar færu að „bjóða heiminum falsaðar myndir.“ Olíuleit á Svalbarða hefst með vorinu. Míklar líkur, að þar sé olía í jörðu. ! Frá fréttaritara Víssis. ! Oslo í gær. Bandarískt ætlar að hefjast lianda um olíuleit á Svalbarða, að því er hermt er í Aftenpost- en Oslo. Hafist mun verða handa um framkvæmdir með vorinu. Sam- kvæmt sáttmálanum um Sval- barða hafa allar þær þjóðir, sem undirrituðu hann, rétt til þess að stunda þar siglingar, námugröft, iðnað og verzlun á jafnaðarréttisgrundvelli, að því tilskildu að þar sé í öllu farið að þar gildandi lögum. Bandaríski ambassadorinn í Oslo F.-Jowe fór til Svalbarða í september í fyrra til þess að kynna sér aðstæður og skil- yrði þar. Adolf* Hoel, sem er sérfróður um Svalbarða, ag var fararstjóri leiðangurs þangað, kveðst hafa fundið bergtegund- ir þar, sem greinileg benzínlykt var af. Hinn kunni enski jarð- fræðingur og landkönnuður á nörðurslóðum Sir James Wor- die, hefur gert athuganir á aust- strönd Svalbarða. Hann telur miklar líkur fyrir, að olía finn- ist í jörð á Svalbarða. r * Aform um neðanjarðar kjarnorkusprengingu. Yrði gerö í Nýja Mexico að ári og í þágu friösam- legri hagnýtingu kjarnorku. í Bandaríkjunum eru á döfinni áform um að sprengja kjarnorkusprengju neðanjarð- ar í þágu friðsamlegrar hagnýt- ingar kjarnorku. Lokaákvörðun hefur ekki verið tekin enn. Sprengimagn þessarar kjarn- orkusprengju mundi jafngilda 10.000 lestum af TNT sprengi- efni. Hún mundi verða sprengd í saltnámu næstum 400 metra niðri í jörðunni og geilsaryks- hætta er ekki talin fyrir hendi. Sérfræðingum frá öðrum löndum yrði boðið að vera við sprengingunni sem „kjarn- þessi tilraun gerð í Nýja Mexi- co snemma á næsta ári og yrði fyrsta tilraun Bandaríkjamanna með kjarnorkusprengjur frá því árið 1958. Það var þingmaður í öldunga- deild Bandaríkjanna sem lét þessar upplýsingar í té og voru þær síðan staðfestar af Kjarn- orkuráði Bandaríkjanna. — Anderson lýsti kjarnorku- sprengjingunni sem „kjarn- orkuhleðslu“ og mundi fást úr því skorið hvort hægt yrði að nota þær til þess að sprengja fyrir nýjum höfnum t, d. Mona Lisa — eða Margrét prinsessa? — Það ér málverkaf Margréti, málað af ítalska málar- anum Annigoni, og hefur hann verið gagnrýndur fyrir að mála Margréti með „Monu Lisu brosi“, sem sé henni óeðlilegt. Brezkir kratar deila nú um þjóðnýtingu. Flokkurinn jafnklofinn og áður eða „sam einast nú allir heiðarlegir" kratar? Nýir punds- seðlar. Englandsbanki hefur til- kynnt, að gefnir verði út nýir peningaseðlar — og nú í fyrsta sinn með mynd af þjóðhöfðingj- anum. Nýju punds-seðlarnir, þ. e. a. s.' eins sterlingspunds seðlar, verða settir í umferð á morgun. Þeir eru aðeins minni en þeir, sem nú eru í gildi, og aðallitur- inn grænn. Tíu shillinga seðlar koma á næsta ári, svo fimm punda seðlar, og einnig hefur verið ákveðið að gefa út 10 sterlingspunda seðla. Stærð seðlanna fer eftir gildi, þ. e. 10 shillinga seðlarnir verða minnst ir, eins stpd. seðlarnir nokkru stærri o. s. frv. Tveir drengir gerðu jafntefli við Friðrik. Friðrik Ólafsson tefldi fjöl- tefli við drengi í Framheimil- inu í fyrrakvöld og var teflt á 35 borðum. Friðrik vann 33 skákir og gerði 2 jafntefli. Þeir efnilegu drengir, sem gerðu jafntefli við stórmeistarann, eru Þráinn Finnbogason (15 ára) og Á- mundi Ámundason (14 ára). Það var æskulýðsráðið og Taflfélag Reyykjavíkur, sem efndu til þessa fjölteflis. Það var ágætlega sótt, eða eins og húsrúm leyfði, og höfðu allir góða skemmtun af. Stjórnarkjör í bifreiðastjóra- félaginu Frama (áður Hreyfill) fór fram í gær og fyrradag. Úrslit fóru þannig að listi lýðræðissinna — A-listi — hlaut 217 atkæði og alla menn kjörna, en B-listi — kommún- ista — hlaut 159 atkvæði. Það varð kunnugt í London í gær, að stjóm brezka jafnaðar- mannaflokksins hefur tekið á- ltvörðun um, að standa skyldi ó- breytt ákvæði stefnuskrár flokksins um þjóðnýtingu. Þó er gert ráð fvrir viðbótar- tillögu frá Hugh Gaitskell for- manni flokksins, þar sem lögð er áherzla á breytilega þörf fyr- irkomulags ýmiskonar ríkis- reksturs. Um þjóðnýtingu hafa verið uppi harðar deilur í flokknum og raunverulega er flokkurinn klofinn í afstöðunni til þjóðnýt- ingar og er hér verið að reyna að brúa bilið. Gaitskell hefur haldið því fram, að hin hefð- bundna kenning um þjóðnýt- ingu, án tillits til breyttra tíma, hefði skaðað flokkinn. og átt meginþátt í ósigri hans þrisvar í röð. Endanleg afgreiðsla verð- ur ekki fyrr en á flokksþinginu næsta haust. Öflug félög sner- ust gegn stefnu Gaitskells, og er ákveðið hafði verið, að stefnuskráratriðið skyldi standa óbreytt, var ákvörðunin jafn- framt tekin um viðbótartillög- una. Crossman. Til mikilla átaka hefur ný- lega komið milli Gaitskells og Crossmans, eins helzta manns Stjórn félagsins er því þann- ig skipuð að Bergsteinn Guð- jónsson er formaður, Andrés Sverrisson varaformaður, Sófús Bender ritari, en miðstjómend- ur þeir Jóhann V. Jónsson og Grímur Runóllsseon, í flokknum, sem verið hefur mikill samstarfsmaður Gait- skells, að áliti Gaiskells var hann potturinn og pannan í „uppreist" þeirra 40, sem brugð ust honum í neðri málstof- unni á dögunum í því máli. Brást þá Gaitskell reiður við og krafðist fulls aga og sigraði í þingflokknum, en þó hefur það síðan gerzt, að bilið milli Gati- skells og Crosmans hefur enn breikkað, og Crossman hætt að vera talsmaður flokksins um eftirlaunamál í neðri málstof- unni, og er þar með „horfinn af fremsta bekk flokksins þar“. íhaldsblöðin í morgun telja augljóst að flokkurinn sé jafn- klofinn og áður þrátt fyrir sam- þykktina um stefnuskrárákvæð ið, en Daily Herald málgagn jafnaðarmanna segir, að hún muni „sameina alla heiðarlega jafnaðarmenn." Gos á ey við N. Guineu. Fregnir hafa borizt um eld- gos á ey undan ströndum Nýju Guineu. Tvö þorp hafa grafizt í glóandi hraunleðju. Fólkið í þorpunum komst undan í tæka tíð. Á eynni búa um 4000 manns. Fyrir tveimur árum voru allir íbúarnir flutt- ir burt vegna eldgoss og er hætt við, að sagan endurtaki sig nú. Hafnarverkamenn í Hull gerffiu verkfall í sl. mánuði og voru 3000 menn iðjulaus- ir vegna verkfallsins. Bergsteinn formaður Frama

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.