Vísir - 28.03.1960, Síða 2

Vísir - 28.03.1960, Síða 2
VfSIR Mánudaginn 28. marz 1960 .v.-* - ii.i Sœjarfréttít Útvarpið í kvöld: 18.30 T-finlistartími barnanna (Fjölnir Stefánsson). — 18.55 Framburðarkennsla í dönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Sænsk kór- lög. 21.00 Verzlunarþættir; II: Upphaf verzlunar á Stokkseyri og Stokkseyrar- félagið (Guðni Jónsson pró- fessor). 21.30 íslenzk tónlist: Lög eftir Ólaf Þorgrímsson. 21.40 Um daginn og veginn (Thor Vilhjálmsson rith.). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (36). — 22.20 íslenzkt mál (Jón Að- alsteinn Jónsson cand. mag.) 22.35 Kammertónleikar — til 23.15. Prentvillupúkinn. Hann var á ferðinni hjá okk- ur bæði á föstudag og laugar- dag. í föstudagsblaðinu, þar sem rætt var um myndina í Stjörnubíó, var Amazonfljót komið alla leið frá Suður- Ameríku til Afriku, og í for- síðufrétt á 1. síðu um tillögur Kanada í Genf hafði fallið úr orð, en rétt var setningin svona: „Slíku belti (þ. e. 6 mílna fiskveiðabelti) fylgja sömu réttindi og í landhelgi varðandi fiskveiðar og nýt- ingu lífrænna auðlindar hafsins“. Barnablaðið Æskan, 3. hefti er komið út, fjöl- breytt að efni að vanda. í heftinu er m. a. lýst íitgerð- arsamkeppni, sem Æskan efnir til ásamt Félari sam- einuðu þjóðanna á fslandi, og eru verðlaun mjög glæsi- leg, ferð til Kaupman lahafn- ar, reiðhjól, viðtæki, á% bæk- KROSSGÁTA NR. 4117: ur. Önnur keppni er einnig í blaðinu, og eru veitt þrenn verðlaun — flugferðir — í henni. Æskulýðsráð Reykjavíkur. Tómstunda- og félagsiðja mánudaginn 28. marz 1960. Lindargata 50: Kl. 7,30 e. h. Ljósmyndaiðja — Málm- og rafmagnsvinna — Bast- og tágavinna. — f.R.-húsið: Kl. 7,30 e. h. Bast- og tágavinna. — Háagerðisskóli: Kl. 8 e. h. Bast- og tágavinna. — Vík- ingsheimilið: Kl. 7,30 e. h. Taflklúbbur. — Laugardal- ur (íþróttahúsnæði): Kl. 5,15, 7 og 8,30 e. h. Sjóvinna. Jöklarannsóknarfélag íslands heldur fund í Tjarnarcafé, niðri þriðjudaginn 29. marz kl. 20.30. Á fundinum flytur Nicholas Clinch erindi með litskuggamyndum um Hima- laja leiðangur sinn. Sjúkrahúsnefnd bæjarins hefir lagt til, að Haukur Benediktsson verði skipaður skrifstofustjóri hennar. Bæjarráð vísaði mál- inu til bæjarstjórnar á fundi sínum á föstudag. Bæjarráð hefir samþykkt, að Sigur- hjörtur Pálmason verkfræð- ingur skuli fá greiddan bif- reiðastyrk skv. 3ja flokki. Löggilding. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum á föstudag að veita Sveini Jónssyni, Tunguvegi 5, löggildingu til að starfa við lágspennuveitu í Reykja- vík. Norrænt mót. Bæjarráð hefur borizt um- sókn Brunavarðafélags Reykjavíkur um styrk ‘lil þátttöku i móti norrænna brunavarða. Umsókninni var vísað til sparnaðarnefnd- ar á siðasta fundi bæjarráðs. Yfirlýsing frá Jóni Leifs. Að gefnu tilefni og til að útiloka misskiining vill und- irritaður lýsa yfir því, að greinar þær og bréf eftir hann, sem birtar hafa verið nýlega í dagblöðum, eru skrifaðar og birtar algerlega í hans nafni og á hans ábyrgð og Tónskáldafélaginu sem félagsheild óviðkomandi, enda hafa málin ekki verið lögð fram til afgreiðslu á stjórnarfundum eða félags- fundum. — Ennfremur vill undirritaður af sömu ástæð- um taka það fram, að hann hefir aldrei viljað draga í efa góðan hug ýmsra stjórn- málamanna í garð íslenzkra tónlistarmanna, né heldur gott framlag slíkra lista- manna til tónmenntamála þjóðarinnar. — Reykjavík, 24./3. 1960, Jón Leifs. Stúdentar M. R. 1935 efna til fundar í Nausti — uppi — kl. 5 síðdegis á morgun, þriðjudag. Eimskipafélag íslands: Dettifoss fer frá Rotterdam í dag til Reykjavíkur. Fjall- foss fór frá Akureyri á laug- ardag til Dalvíkur, Flateyr- ar, Þingeyrar og Faxaflóa- hafna. Goðafoss kom til Gautaborgar á föstudag, fer þaðan til Khafnar, Ventspils og Finnlands. Gullfoss fer frá Khöfn á morgun til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss fer frá Húsavík á laugardag til Akureyrar. Reykjafoss kom til Reykjavíkur á fimmtudag frá Hafnarfirði. Selfoss fer frá Ventspils á morgun til Gautaborgar og Reykjavík- ur. Tröllafoss fer frá New York í dag til Reykjavíkur. Tungufoss kom til Gdynia í fyrradag, fer þaðan til Hull, Rotterdam og Reykjavíkur. Viðtal við George Drew- Skýringar: Lárétt: 1 hreinsar, 0 æti, 7 varðar skilyrði, 9 upptök, 10 aðgæzla, 12 sekt, 14 íélag, 16 ósamstæðir, 17 útl. íélag, 19 myndar orku. Lóðrétt: 1 brigslar, 2 and.., 3 eld. .., 4 fréttastofa, 5 tímarit, 8 öðlast, 11 naut, 13 drykk, 15 mjakast, 18 . .bogi. Lausn á krossgátu nr. 4116: Lárétt: 1 bylting, 6 Són, 7 el, 9 mn, 10 gól, 12 arð, 14 ae, 17 ull, 19 raktar. Lóðrétt: 1 bregður, 2 ls, 3 tóm, 4 inna, 5 Garðar, 8 Ló(fót), 11 lauk, 13 ró, 15 elt, 18 la. Frh. at 1. síðu. „Við höfum samninga varðandi fiskveiðarnar, og það eru ekki aðeins Banda- ríkjamenn, sem veiða við strendur okkar, heldur veiða fiskimenn okkar einnig við stendur Bandaríkjanna, þ. e. Alaska. Einnig er um að ræða önnur svæði, þar scm fisk- veiðáþjóðir og strandríki eiga .bæði hagsmuna að gæta. Það er ólíklegt, að strandríki geri neitt, sem gæti bakað þeim tjón. Þjóð- irnar verða að halda uppi viðskiptum innbyrðis.“ Þegar hér var komið, spurði eg Drew, hvort hann teldi, að þetta ætti einnig við um íslend- inga og Breta,.og svaraði hann þá einungis, að honum skildist, að íslendingar héfðu áhuga fyrir að selja fisk til Bretlands. Drew sagði, að 22 þjóðir yrðu að staðfesta þær sámþykktir, sem ráðstefhan kynni að gera, I til þess að þær teldust alþjóða- lög. Er hann var þá spurður, hvort nokkurt ríki gæti gert tilraun til að framfylgja sín- um lögum, áður en alþjóða- lögin gengju í gildi með stað- festingu 22 ja ríkja, svaraði hann: „Eg veit ekki, hvaða úr- skurð albjóðadómstóll mundi kveða upp í slíku máli. Ef til vill tæki dómstóllinn tillit til þess, hvort strandríki hefði áður haft reglur varð andi fiskveiðar á hinu um- deilda svæði.“ Drew fékkst ekki til að segja, hversu mörg riki væru áreið- anlega með tólf mílum, en kvaðst ætla, að í þeim hópi væru flest þeirra, sem fengjust við fiskveiðar. Á mánudag (í dag) er eng- inn fundur á ráðstefnunni, og er það gert í virðingarskyni við fulltrúa múhameðstrúarþjóða, því að hjá þeim hefst föstu- mánuðurinn — Ramadan — þann dag. Köfum opnað verkstæði í Bolholti 6. Gerum við saumavélar og skriftvélar, Yerkstæðlð LÉTTSR Sími 35124. 1 Gæzlu og vaktmaður óskast Kópavogshælið vantar nú begar gæzlu- og vaktmana til vinnu á sjúkradeildum. Umsækjendur snúi sér til forstöðumanns hælisins, sími 19785. Skrifstofa ríkisspítalanna. Verdol Þvottalögur í vorhreingerningarnar. Fæst í næstu verzlun. Verdol-umboðið. Oííusaian h.f. Raflagnaefni ROFAR og TENGLAR, hvítir og brúnir, inngreyptir og utan á liggjandi. Raftækjaverzlun íslands h.f. Skólavörðustíg 3. — Símar 17975/76. Arnardalsætt Ein glæsilegasta afmælis- og fermingargjöf er Arnardalsætt. Selst enn við gamla verðinu að Laugavegi 43 B, sími 15187,. Víðimel 23, sími 10647 og V.B.S. Þróttur. Útgefandi. TVO HÁSETA vantar strax á góðan bát sem er á veiðum með þorskanet. Upplýsingar í síma 11660. VERKAMENN óskast nú þegar. Bygglngarfélagið Brú Sími 16298. Hjartkær konan mín GUDRUN JÓNASSON, fædd Geisíer, frá Danmörku andaðist 25. marz. Ársæll Jónasson. ■ ' • Aa/éri ' . . oorr smð

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.