Vísir - 28.03.1960, Síða 6
^tSIB
Mánudaginn 28. marz 1960
^XSIR
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Visir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 2,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
„Kynnist iandinu" kjörorð
- nýrrar ferðaskrifstofu.
Annast ferðir um byggðir og ó-
*
byggðir. - Stofnandi Ulfar Jacobsen.
Andinn frá Genf.
Fyrir fimm árum eða svo varð
mönnum mjög tíðrætt um
andann frá Genf. Hann átti
að vera sönnun þess, að hinu
svonefnda kalda stríði væri
lokið, nýtt tímabil að rerína
upp í sambúð þjóðanna, og
1 mundi þá raunverulegur
friður ríkja en ekki aðeins
J að nafninu til. En þessi andi
frá Genf stóð því miður ekki
lengi, því að sagan mun
jafnan halda því á loft, að
hann kafnaði í blóði ung-
versku þjóðarinnar haustið
1956, þegar hún taldi, að
hún gæti notið frelsis eins
og fleiri.
Um þessar mundir eru tvær
ráðstefnur haldnar í Genf,
og mun óhætt að segja, að
fylgzt sé með þeim báðum
um heim allan, þótt þjóðirn-
irnar muni að sjálfsögðu
telja þær mismunandi mikil-
vægar. Önnur fjallar um af-
vopnun, þetta eilífðarmál,
sem stórveldin hafa verið að
teygja og þvæla á milli sín
t , ,
. arum og aratugum saman,
án þess að komast að neinni
niðurstöðu. Þessi ráðstefna
getur ráðið úrslitum um
framtíð mannsins og veru
hans á jörðinni, svo að hún
er vissulega mikilvæg.
Hugur íslendinga beinist þó
frekar að hinni, því að hún
getur ekki síður ráðið úrslit-
um .um það, hvort ísland
verður byggilegt eða ekki —
þótt engri atómsprengju
verði varpað framar. Þar
1 verður ráðið, hvort íslend-
ingar eiga fiskimiðin næst
^ landinu — á þeim hluta
landsins sjálfs, sem hulinn
er sævi -—■ eða þau teijast
ekki síður eign þjóða, sem
hafa af tilviljun orðið þeirra
vör og haft af ýmsum á-
stæðum tök á að stunda hér
rányrkju með skipum sínum
. um langt skeið.
Og þessa dagana eru íslending-
ar farnir að kynnast andan-
um á þessum Genfarfundi.
Bandaríkjamenn hafa til
dæmis lagt fram tillögu til
að hjálpa Bretum, erkifjend-
um okkar í þessu máli. Þeir
segjast skilja aðstöðu íslend-
inga, en þeir hafa ekki fyrir
því að bera fram neina til-
lögu, er færi sönnur á þann
skilning, en hinsvegar sé þeir
reiðubúnir til að „hjálpa“.
Mörgum hefir fundizt, að
Bandaríkjamenn hafi misst
af strætisvagninum hvað eft-
ir annað í sambandi við of-
beldi Breta. Nú finnst mönn-
um, að þeir ætli sér að missa
af honum einu sinni enn, því
að sé viljinn til að veita okk-
ur lið fyrir hendi, ætti að
vera vandalaust
sönnur á hann.
að færa
eru
„Frændur“ okkar Svíar
líka vinsamlegir í okkar í
garð, eins og við var að bú-1
ast, og má segja, að þeir
haldi uppteknum hætti.
Drengskapur sá, sem þeir
hafa jafnan auðsýnt okkur á
sviði flugmálanna, er mjög
greinilega til skiptanna og
nær til okkar á fleiri sviðum.
Þetta er víst sú norræna
samvinna, sem þeir munu
telja vænlegasta til árangs,
en hætt er við, að þeir hafi
fyrir skömm og skaða og
annað ekki. íslendingar
munu leggja sér þetta allt á
minnið til komandi tíma.
Úlfar Jacobsen hefur opnað
férðaskrifstofu, sem hann rekur
undir nafninu „Úlfar Jacobsen
— Ferðaskrifstofa“, og verður
hún til húsa í Austurstræti 9.
Kjörðorð ferðaskrifstofnunnar
verður: Kynnist landinu.
Gerði hann fréttamönnum
grein fyrir áformum sínum nú
nýlega og mælti m. a. á þessa
leið:
„Tilgangur minn með stofnun
þessarar ferðaskrifstofu er að
reyna að bæta og auka þjónustu
við ferðamenn og gera semflest-
um kleift að kynnast landinu
á sem ódýrastan hátt — sjá það
í sínum fegursta sumarskrúða
og njóta fjallakyrrðarinnar í
hópi góðra ferðafélaga. Til hag-
ræðis fyrir viðskiptmenn mína
hefi ég ákveðið, að gefa þeim
kost á að greiða fyrir farmiða
í lengri ferðum með afborgun-
um. Vildi ég með því stuðla
að því, að sem flestir gætu feng-
ið tækifæri til þess að kynnast
landinu.
Ég hef nú þegar ráðið góða
og örugga bílstjóra í þjónustu
mína í sumar, bæði til ferðalaga
um byggðir og óbyggðir.
Ég vil geta þess, að ekki er
búið að leggja seinustu hönd
á sumarferðaáætlanirnar, en
þær kynni ég ykkur nánara í
vor..“
Aukinn ferðamanna-
straumur.
Úlfar kveðst hafa þá trú, að
ferðamannastraumurinn til
landsins ætti eftir að aukast
mikið á næstu árum, og að æ
fleiri vakni til meðvitundar um
fegurð landsins og að menn
sannfærist æ betur um þá miklu
og sérstæðu fegurð, sem við höf-
um upp á að bjóða. Jafnframt
kvað hann okkur íslendingum
hollt að hugleiða, að vert sé að
nota okkar stutta sumar til þess
að kynnast okkra eigin landi,
í stað þess að ferðast þá til
erlendra borga, en til þess væru
aðrir tímar hentugri.
j Mikla athygli fréttamanna
vakti líkan, upphleypt, af ís-
landi, sem komið hefur verið
fyrir á einum vegg ferðaskrif-
stofunnra. Er það gert af Agli
Bachmann af miklum hagleik.
Yfir er mynd af hreindýrshöfði
og letrað: Úlfar Jacobsen —-
ferðaskrifstofa. í miðju stendur
kjörorð ferðaskrifstofunnar:
Kynnist landinu.
Mynd af líkaninu verður not-
uð til þess að gera vörumerki
ferðaskrifstofunnai'.
Fyrsta ferð
Ferðaskrifstofu Úlfars Jacob-
sen verður í Öræfasveit. Lagt
verður af stað á skírdag 14.
apríl kl. 9. Ekið verður að
Klaustri og gist þar fyrstu nótt-
ina. Næsta morgun verður ekið
að Núpsstað og skoðað bæna-
húsið, síðan ekið fram hjá
Lómagnúp yfir Núpsvötn og
Súlu o. s. frv. að Hofi í Öræfum.
Verður gist þar í tveimur nýjum
húsum, sem Úlfar hefur fengið
afnot af. Á þriðja degi verður
sveitin skoðuð o ghefur Úlfar
fengið kunnugan mann úr sveit-
|
mni til þess að leiðbeina ferða-
fólkinu og sýna því sveitina. Á'
fjórða degi verður Svínafells-
jökull skoðaður og ekið að
Skaftafelli og skoðaður lækur-
inn, sem í eru einir 7 fossar, og
þeirra meðal Svartifoss, sem
fellur af stuðlabergi. Er sagt, að
þar hafi Guðjón Samúelsson
fengið hugmyndina að loftinu
í Þjóðleikhúsinu. Síðan verður j
ekið aftur að Klaustri og þaðan 1
til Rvíkur og komið þangað að ^
kvöldi annars í páskum.
Eftir páska hefur ferðaskrif-
stofan helgarferðir til ýmissa
staða, á Snæfellsnes og víðar.
„Sögulegur" réttur.
Tónninn hefir verið þannig í
, sumum ræðumönnum í Genf,
að gera má ráð fyrir allhörð-
um deilum, er líður á ráð-
stefnuna. Þó mun mega
ganga að því vísu, að ógern-
ingur reynist fyrir Breta og
þeirra vini að segja fyrir
verkum á ráðstefnunni eða
fá hana til að samþykkja
hvað sem þeim þóknast.
f því sambandi benti fulltrúi
Kanada á mikilvægt atriði í
ræðu sinni fyrir helgina,
þegar hann kvað hinn svo-
nefnda „sögulega‘“ rétt, sem
Bretar hafa alltaf verið að
tönnlast á, ósamræmanlegan
stofnskrá Sameinuðu þjóð-
anna. Þar er gert ráð fyrir
jafnrétti þjóðanna, en hinn
„sögulegi" réttur gerir eina
' þjóð öðrum eða annari æðri.
Tvö morð á einum degi
i Danmörku.
Myrt var 18 ára stúlka og 72ja ára kona.
Frá þessu sjónarmiði er hann
þess vegna ekki fyrir hendi,
og ráðstefna, sem haldin erj
í nafni Sameinuðu þjóðanna
og að tilhlutan þeirra, getur
vitanlega ekki tekið neitt til-J
lit til slíkra „raka“ Breta eða
annarra.
Vafalaust munu ýmsir hafa lit-
ið svo á, að Bretar hefðu
öðlazt einhvern rétt hér við
land með veiðum sínum. Þeir
eru þó fleiri, sem telja slíkt
fásinnu, og það gerðu meðal
annars þær þjóðir, sem virtu
12 mílna landhelgi íslend-
inga, þegar Bretar sendu
herskip sín til að opna hana.
Þess er því að vænta, að
Genfarfundurinn tilkynni
hið bráðasta, að „sögulegur"
réttur Breta sé hvergi til
nema í heilabúi þeirra.
Frá fréttaritara Vísis.
Khöfn 23. marz.
Á einum og sama sólarhringn-
um voru myrtar tvœr konur í
Danmörku.
18 ára gömul stúlka frá Ála-
borg var myrt og svívirt af sjó-
liða á sunnudagsmorgun. Hann
hefur viðurkennt verknað sinn.
Nokkrum tímum eftir að stúlk-
an var myrt, fannst 72 ára kona,
fröken Kirstine Hánsen, myrt
í eldhúsi sínu á sveitaheimili
í Farum, ekki langt frá Kaup-
mannahöfn. Lögreglan leitar nú
að 18 ára gömlum pilti, sem
vann á bænum.
Það var 10 ára gömul stúlka.
sem var á leið með ruslaíötu
út í húsagarðinn, sem fann lík
hinnar 18 ára gömlu Inge Birthe
Johansen. Hún kvað hafa farið
á dansleik í Álaborg ásamt ann-
arri urígri stúlku. Vinstúlkan
hafði farið heim á undan henni,
en þrír ungir menn höfðu fylgt
Inge heim á leið. Inge og 23
ára gamall bílstjóri, Svend
Aage Jensen, sem gegnir her-
þjónustu um sinn, drógust aftur
úr. IJann gercist nærgöngull, en
hún varðist. Maðurinn, sem
drukkið hafði 10 pilsnera, varð
óður af bræði og kyrkti stúlk-
una. Lögreglan hafði upp á fé-
lögum hans tveimur, og þegar
þeir urðu þessa áskynja, sögðu
þeir hver hann var. Jensen var
þá kominn heim til foreldra
sinna. Hann játaði á sig verkn-
aðinn og örvinglaðist, er til rétt-
arins kom.
72 ára konan, sem fyrr var
nefnd, hafði sýnilega barizt til
síðustu stundar gegn árásar-
manni sínum, því í eldhúsinu
var allt á tjá og tundri. Systkini
hinnar mvrtu bjuggu á bænum
ásamt henni.
Nýjar kvöldvökur.
I þessum dálki hefur stundum
verið minnst á gömlu tímaritin,
Skírni, Andvara og Eimreiðina,
gildi þeirra fyrir menninguna í
landinu, og nauðsyn þess, að
þau gætu haldið áfram að koma
út, þrátt fyrir harðnandi sam-
keppni á tímum mikillar smekk-
hnignunar. Að þessu sinni verð-
ur minnst nokkrum orðum á
gott og vinsælt tímarit, sem að
vísu telst ekki til hinna elztu,
en er þó komið á sjötta áratug-
inn, og það er tímaritið Nýjar
kvöldvökur á Akureyri, 53. ár-
gangur þess hófst á þessu ári.
Rit 'þetta á sér merka sögu um
margt, þótt ekki verði hér rak-
ið, og ritstjórn og útgáfa verið
í mætra og hæfra manna hönd-
um.
Nýtt snið.
Það, sem hér verður sérstak-
lega vakin athygli á, er að nú
verður gerð sú breyting, að þvi
er varðar efni, að tímaritið á
að langmestu leyti að verða vett-
vangur fyrir persónusögu, ætt-
fræði og annan þjóðlegan fróð-
leik, á svipaðan hátt og Óðinn
og Sunnanfari, hvortveggja
merk tímarit. Sunnanfara muna
sennilega fáir, en Óðin, sem
Þorsteinn Gislason gaf út mörg
ár, muna margir, og sakna hans.
Útgefendur að Nýjum kvöldvök-
um gera ráð fyrir að vegna þess-
arar breytingar muno með tim-
anum safnast saman í ritinu
ættartölur hvaðanæva að af land-
inu, sem geri mönnu.m auðveld-
ara að átta sig á ættum sínum
og annarra. Auk greina um
karla og konur úr öllum byggð-
arlögum landsins verða birtar
sjálfstæðar greinar um ættfræði
frá öllum tímum islenzkrai’ sögu
og fléttað inn í sögulegum stað-
reyndum og rannsóknum, sem
þurfa þykir. — Rjtið hefur verið
stækkað og á að koma út árs-
fjórðungslega.
Efni.
Vel er á stað farið með fyrsta
heftið með hinu nýa sniði. Fyrst
er grein, sem nefnist ætt for-
seta Islands, en annað efni er:
Síra Sigurður Stefánsson, eftir
dr. Friðrik J. Rafnar vígslubisk-
up, Islenzkir ættstuðlar eftir
Einar Bjarnason, Friðrik Magn-
ússon útvegsbóndi, eftir Sigurð
Einarsson, Valborg Sigrún Jóns-
dóttir frá Flatey, eftir Bergsvein
Skúlason, Ritdómar eftir Jón
Gislason, Ingimar Eydal —
kennari — ritstjóri, eftir Hóim-
geir Þorsteinsson frá Hofdölum
o.m.fl. — Nýiar Udvökur ættu
það skilið aö vera prentaðar á
eins góðan pappír og Óðinn var.
Reiður faðir.
Bréf með þessari undirskrift
hefur borist Bergmáli. Höfund-
ur bréfsins befur gleymt að
láta fylgja með nafn og heim-
ilisfang, en bréf eru ekki birt,
nema þeirra reglu sé fylgt. Ekk-
ert er til fyrirstöðu að birta
bréfið. — Það skal tekið fram,
að upplýsingar eru ekki látnar
í té af blaðsins hálfu um nöfn
þeirra, sem senda því pistla, sem
birtir eru undir dulnefni að ósk
þeirra.
ss
Bezt að auglýsa í VÍSI