Vísir - 28.03.1960, Side 12

Vísir - 28.03.1960, Side 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. VlSIR Munið, að þeir sem gerast áskrifendux Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Mánudaginn 28. marz 1960 Mjög lítill afli hjá bátum við Faxaflóa. Mikið af síli í Faxaflóa. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi í morgun. Það er ekki fisk að fá í Faxa- flóa um þessar mundir. Það hefur verið ördeyða á aðra viku, en þrátt fyrir þetta er enginn óhugur í mönnum Allir eru á þeirri skoðun að gangan eigi eftir að koma eins og endra nær og þess muni ef til vill ekki langt að bíða. Það er óvenjumikið síli í Faxaflóa. Fiskurinn er úttroð- inn af því og síli hefur jafnvel komið upp með þorskanetum. Meðan svo er, er ekki hægt að búast við véiði í net. Það var jafnlélegt hjá öllum í gær, ein, tvær, þjár lestir á bát. í fyrradag var það heldur betra þá voru þeir með þetta fjórar til 5 lestir. Höfrungur fékk mikinn afla í fyrradag. Hann var með net sín norður undir Jökli og fékk 42 lestir. Sandgerði. Sandgerðisbátar hafa ekki ífarið suður fyrir Reykjanes eða suður á Selvogsbanka. Þeir hafa mest verið út af Skagan- Þrír fuiiorðnir í óknyttum. j- Frá fréttaritara Vísis — Akureyri í morgun. Það er almennt taiið að það hefði verið verk vandræðaung- linga að troða pappír í smekk- lása á hurðum átta húsa hér i bæ þ. 9. marz s.l. en öllum til mikillar furðu voru þar að verki þrír fullornir menn. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar hefur hafzt uppi á J>eim er óknytti þessa unnu. Einn þeirra er járnsmiður að atvinnu annar vélsmiður, en um atvinnu hins þriðja var fréttaritara ekki kunnugt. 22ja stiga frost. I sl. viku gerði enn versta veður í miðríkjum Bandaríkj- anna, þótt ekki sé getið mann- tjóns. Kuldabylgja hefir verið í Suðurríkjunum, en þótt hún léti undan síga, hlýnaði ekki norðar, og 22ja stiga gaddur mældist í Michiganfylki á miðvikudag. Þá fennti enn mjög þar og í Indiana og Illinois. Afhendir skilríki. Þ. 23. þ.m. afhenti Agnar Kl. Jónsson Grikkjakonungi trúnaðarbréf sitt semambassa- dor íslands í Grikklandi með -öðsetri í París. > Utanríkismálaráðuncytið. um, en þear hafi verið tregur afli sem annars staðar hér við Faxaflóann. Einstaka bátur hef- ur þó fengið sæmilegan afla við og við. í gær komu 13 bátar með 104 lestir. Það var sára- lítið hjá þeim sem voru með einnar náttar en skárra hjá hin- um. Muninn var með tæp 20 tonn, Guðbjörg með 16 og Ham ar með 14. Þetta var allt 2ja nátta fiskur. Þeir búast ekki við að aflabrögðin skáni fyrr en í byrjun næsta mánaðar, enda er varla hægt að búast við petjafiski fyrr. Jóni Gunnlaugs syni hefur gengið vel. Hann hefur verið með 10 til 14 lestir undanfarið. Að vísu verður hann að sækja djúpt, því hann verður að fara með línuna út fyrir netasvæðið, annars er allt á floti hjá honum. í síðustu róðrum hefur hann farið norð- ur á Jökultungur. Reykjavík. Afli dagróðrabáta frá Reykja vík hefur verið sáralítill síð- ustu viku. Einna skárst hefur verið hjá þeim, sem lagt hafa grynnzt. Dýptarmælar sýna mikla lóðningar á grunnslóð, en er það álit margra að um loðnu sé að ræða. Verður nú sett bann? Er samkomulag um kjarnorkuvopna- tilraunir á næstu grösum. Það er ekki aMt fengið með t því að vera dóttir frægrar HoMywood-stjörnu. Það liefur sannazt á Cheryl Crane, dóttur j Lönu Turner, sem varð fyrir | þeirri ógæfu að bana friðli móður sinnar. Hún hefur nýlega verið send í skóla fyrir vand- ræðabörn. Cher.yl er 16 ára Polly Thoonson látin. Polly Thomson, sem lengi hefir verið nefnd „augu og eyru“ Ilelen Keller, er látin í sjúkrahúsi. Ungfrú Thomson nafði verið daglegur förunautur, vinur og hjálparhella Helen Keller, sem er í senn blind, heyrnarlaus og mállaus, síðan 1936. Ungfrú Thomson var 75 ára gömul. í dag fara þeir Eisenhower forseti og Macmillan forsætis- ráðherra Bretlands frá Wash- ington til Davisbúða í þyrlu og ræðast þar við um sameiginlegt svar við seinustu tillögum Rússa varðandi bann við kjarn- orkuvopnatilraunum. Áður en þeir leggja af stað ræðir Macmillan við Christian A. Herter utanríkisráðherra Bandaríkjanna til undirbúnings á viðræðunum. Það er litið svo á, að sam- komulagshorfur hafi batnað að miklu.m mun eftir að Macmill- an íór frá London og Lundúnablöðin í morgun eru yfirleitt bjartsýn og trúuð á, að samkomulag um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn fram undan. Eisenhower mun nú reiðu- búinn til nokkurra tilslakana og þótt ekki yrði þar með jafn- aður alveg ágreiningurinn um neðanjarðai’sprengingar í til- raunaskyni vantar sennilega aðeins herzlumuninn til þess að brúa bilið. Þriggja velda ráðstefnan um Sorg í Afrlku — múg- morðanna minnzt. Lagt til, að dr. Verwoerd biðjist lausnar. Blökkufólk í Afríku minnist í dag þeirra, sem létu lífið í Afríkubæjum af völdum lög- regluofbeldis á dögunum. Gæti víða orðið alger vinnustöðvun vegna þessa minningar- og sorg- ardags. Óttast ýmsir, að til óeirða kunni að koma, en leiðtogar blökkufólksins hafá -%st yfir, að tilgangurinn sé aíSJöps að minnast hinna föllnu. FóíSt er hvatt til þess að vera heima, og leiðtogi Afríkukongressins hef- ir mælst til þess, að fjölmennar lögreglusveitir verði ekki send- ar inn í blökkumannahverfi. Annars er það talið ákaf- lega mikilvægt — og yfir- leitt góðs viti, að hætt hefur verið við í bili að fram- kvæma það ákvæði vega- bréfalaganna að handtaka menn, ef þeir bera ekki á sér vegabréf, en það var einmitt þetta ákvæði sem leiddi til ofbeldisins á dögunum. Verwoerd fari frá. Daily Telegraph skorar á flokka hvítra manna að taka höndum saman og mynda sam- steypustjórn er leitist við að Tinna skynsamlega lausn á jdeilumálunum og að dr. Ver- woerd ætti að biðjast lausnar til þess að greiða fyrir þessu. ii is en lítlð um sel. Frá fréttaritara Vísis. — Oslo í fyrradag. Selveiðar Norðmanna við Nýfundnaland hafa gengið sér- staklega erfiðlega í vor og kópaveiðin er talin hafa brugð- ist algerlega. Skipin hafa orðlið fyrir tjóni í ísnum, sem er sérstaklega mik- iU í ár. 144.000 fíótta- menn á sS. árl. A síðasta ári komu alls um 144,000 flóttamenn frá A.- Þýzkalandi vestur fyrir járn- tjald. Þess er getið, að það fari í vöxt, að bændur taki sig upp og flýi vestur, enda þótt þeir verði að skilja nær allar eigur sínár eftir, því að enginn kaup- ir framar jarðir þar eystra. Þeim verður því ekki komið í fé, sem hægt er að flytja með sér. Reykur að Reykjalundi. Kl. rúmlega níu á laugardags- völdið var slökkviliðið í Reykja- vík kallað að Reykjarlundi í Mosfellssveit, og var sagt að kviknað væri þar í. Þegar á staðinn kom, reynd- ist óverulegur eldur hafa kom- ist í íbúðarhús frá eldstæði, og var það fljótt slökkt. Skemmdir urðu óverulegar. Innbrot í Nóa. f fyrrinótt var brotist inn í sælgætisgerðina Nóa á horni Skúlagötu og Barónsstígs. Hafði innbrotsþjófurinn víða leitað um húsið, en lítið fundið girnilegt til þjófnaðar. Eitthvað fann hann þó af skiptimynt, sem hann hafði á brott með sér, en annað er ekki vitað að horf- ið hafi. Skemmdir voru gerðar á hurðum og húsgögnum, en ekki stórvægilegar. þessi mál og 10-þjóða ráðstefn- an um afvopnunarmál, báðar haldnar í Genf, sem kunnugt er, koma saman til funda í dag, enu á báðum er í rauninni beðið átekta, unz fregnir berast um niðurstöður þær, sem þeir kom- ast að Eisenhower forseti og Macmillan í Davisbúðum. Álit blaða. Blöðin í Lundúnum í morgun benda á, að ef svo fari sem vonir standa til, geti þegar komist skriður á störf bæði þriggja og 10 þjóða ráðstefn- anna, og allt þetta að greiða fyrir samkomulagi á fundi æðstu manna í maí. Prófsteinn. Daily Telegraph segir, að það gæti verið góður próf- steinn á einlægni Rússa, að spyrja þá á fundi æðstu manna, hvort þeir vilji ásamt hinum stórveldunum ábyrgjast nú- verandi landamæri í Austur- löndum nær. Þess sé þörf. — Þríveldayfirlýsingin sé dauður bókstafur og allt breytt frá 1955, er Rússar tóku til að* birgja Arabaþjóðirnar vopnum og haldið því áfram síðan, en það hafi aftur leitt til þess að Israel hafi orðið að knýja á dyr vestrænu þjóðanna og biðja um vopn. Blaðið segir, að Rússar ættu nú að gera sitt, vilji þeir frið. til þess að girða fyrir með öðrum, að allt geti farið í blossa þar eystra, en hættan sé mikil þar og horfur að ýmsu ískyggi- legar. Kappræðufundur annað kvöld. Kappræðufundur Heimdall- ar oz Æskulýðsfylkingarinnar verður í Sjálfstæðishúsinu ann- að kvöld kl. 20.30. Ræðumenn Heimdallar verða Birgir ísl. Gunnarsson, stud. jur., Othar Hansson fiskvinnslu fræðingur og Pétur Sigurðsson alþingismaður. Af hálfu Æskulýðsfylkingar- innar munu tala Eysteinn Þor- valdsson, blaðamaður, Guð- mundur J. Guðmundsson bæj- arfulltrúi og Ingi R. Helgason lögfræðingur. K. vel tekið í Marseille. Mjög bar á kallkórúm kommúnista. Nikita Krúsév heldur áfram ferð sinni um Frakkland og kom í nokkra bæi í gær og gisti í Marseille í nótt. Þar var honum tekið af meiri fögnuði en annars staðar í Frakklandi til þessa, enda höfðu kommúnistar haft mik- inn og skipulegan viðbúnað, með því að safnast saman í stóra hópa og kallkóra. Fór allt friðsamlega fram, en nokkur beygur var þó ríkjandi rétt fyrir komu Krúsévs, en þá gerðist það að kommúnisti nokkur var veginn, og hafði verið stunginn rýtingi í bakið. Mun hafa komið til átaka milli manna úr tveim eða fleiri flokkum, sem voru að líma upp áróðursspjöld.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.