Vísir - 06.04.1960, Blaðsíða 9
vism
Miðvikudaginn 6. apríl 1960
9
Úr dagbók aðstoðarmannsins:
Heimsmeistarí
í réttum ham.
„Hver vinnur?‘“ Hversu oft
þessi spurning hefur verið lögð
fyrir mig, veit ég ekki, en til
þess að hætt yrði að ,,kvelja“
mig með slíkum spurningum,
skrifaði ég grein í eitt af Rígu-
blöðunum, þari sem ég gerð
grein fyrir spádómum mínum
u mienvígið Botvinnik—Tal.
Aðalspáin var fólgin í því, að
sá ynni, sem á úrslitaáfanga
einvígisins gæti þvingað eigin
skákstíl upp á andstæðinginn.
Því verður ekki á móti mælt,
að að undantekinni fyrstu skák-
inni hefur Botvinnik tekist að
fá fram „sínar stöður“, og a,-
eins hin afburða meistaralega
vörn Tals, sem kom ýmsum á
óvart, gat komið í veg fyrir, að
Botvinnik næði frumkvæðinu í
sínar hendur, það er, tæki for-
ystuna í einvíginu.
Skákvinir Ríguborgar, sem
lásu grein mína, eiga nú eftir
að fá svar við nýrri kveljandi
spurningu. ,,Að hve miklu leyti
tekst Botvinnik að þvinga Tal
undir vilja sinn?“ Þannig fór
það og í fimmtu skákinni, að
Tal reyndi að sjálfsögðu að ná
sókn, en Botvinnik varðist, og
skyndilega kom í ljós, að Tal
varð að fara að svipast um, til
þess að geta bjargazt á „þurrt
landa“!
Þetta gerðist þannig:
Hvítt: Tal. — Svart: Botvinnik.
1. e4, c5. Botvinnik velur
Caro-Kann vörn, og ekki að
ástæðulausu, það er mjög erfitt
fyrir hvítan að brjóta niður
svarta virkið.
2. d4 d5. 3. Rc3 dxek. 4. Rxe4
Bf5 5. Rg3 B g3. 6. Rge2. —
Aðalhugmynd þessarar leiðar
er að skapa sem fyrst hótanir á
punktinn „e6“.
6. — e6 7. h4 h6 8. Rf4 Bh7
9. Bc4 Rf6 10. De2. Þetta er
harla algengt í þessu einvígi.
Tal býður Botvinnik upp á peð,
en heimsmeistarinn hafnar.
— Bd6. Auðvitað ekki 10.
—- Dxd4, vegna 11. Bxe6. fxe6
12. Rxe6.
11. Be3.
'i’al hugsaði lengi um þennan
leik, en að lokum komst hann
að þeirri niðurstöðu, að fórn á
,,e6“ stæðist ekki, þar sem að
hægt er að svara 11. Bxe6 með
11. — 0—0!
11. — Rbd7 12. Rgh5 Rxli5
13. Rxh5 Hg8!
Þessi yfirlætislausi leikur er
mjög góður, þar sem hann
stöðvar sókn hvíts í fæðing-
unni.
14. g4 !?
Hefur Tal misst þolinmæð-
ina. — Eftir skákina sagði hann
mér, að hér hefði hann komist
að þeirri niðurstöðu, að það
væri alls ekki hægt að brjóta
niður svörtu stöðuna, og hann
liefði þá ákveðið að flækja
taflið. En einnig í þetta sinn
vár árangurinn ekki góður.
Eðlilegra hefði verið að leika
14. 0—0—0.
14. — Dc7 15. g5 Bg6.
Ekki dugði 15. — Be4 16.
Hgl Bh2? vegna 17. Bf4!
18. 0—0—0 0—0—0. 17. Rg3
hxg5 18. Bxg5 Bf4f! 19. Bxf4
Dxf4f 20. De3 Dh6! 21. Bd3
Bxd3 22. Hxd3 Rb6.
Botvinnik teflir mjög fallega.
Með hverjum leiknum sem líð-
ur, er sem hann klemmi Tal
fastar í skrúfstykki. Það er
furðulegt, að Tal skildi ekki
fallast hugur; að hann skyldi |
ekki finna hjá sér innri löngun
til að „bíða dauðans".
23. Dxh6.
Ef til vill hefði verið betra
að leika 23. b3, til þess að opna
ekki g-línuna fyrir andstæð-
inginn.
23. — gxh6 24. Hf3 f5 25.
Hel Hd6 26. c3 Hg4 27. Re2
Rd5!
Þannig stýrir Botvinnik
fram hjá rifi einföldunarinnar.
27. — Hxh4 28. Rf4 Kd7 29.
Rg6 Hh5 30. Re5t Ke7 31. Hgl
Hg5 Hhl.
28. Hhl Hd8 29. Hg3!
Til þess að eiga auðveldara
með að vei'ja veikustu blettina,
er mikilsvert að skipta upp á
öðrum hróknum.
29. — Hxg3 30. fxg3 Hg8
31. Kdl Hg4 32. Kel Kd7 33.
Kf2 He4 34. Hel Kd6 35. Rcl!
Hxel 36. Kxel c5! 37. Ke2 cxd4
38. cxd4 Rf6.
Tal hefur gert það sem hann
gat, en einnig riddaraendataflið
er svörtum í hag.
39. Kd3 Rh5 40. Re2 e5
41. a4!
í þessari stöðu fór skákin í
bið, og Botvinnik innsiglaði bið-
liekinn. Biðskákina rannsökuð-
um við alla nóttina og daginn
eftir. Við borðuðum aðeins
súkkulaði og reyktum — tímd-
um ekki að eyða tíma í mat.
Hvaða liek hafði Botvinnik inn-
siglað? Það var spurning, sem
við veltum fyrir okkur.
Þegar biðskákin var tefld,
cpnaði aðaldómari einvígisins,
G. Stahlberg umslagið með bið-
leiknum, og kom þá í Ijós. að ’
Botvinnik hafði ekki leikið j
sterkasta leikinn. Framhald !
varð: 41. — Rf6 42. dxe5 og
eftir 42. — Kxe5 43. b4, bauð
heimsmeistarinn jafntefli, sem
áskorandinn þáði þegar. — Ef
Bot.vinnik hefði hins vegar
leikið sterkasta biðleiknum,
41. — e4-)-, þá hefði getað orðið
skemmtileg barátta. þó að við
fyndum heldur ekki vinning
fvrir svartan í þeirri leið. At-
hyglisverð er eftirfarandi leið,
42. Kc4 Rf6 43. Rf4 a5 44. b4!
axb4 45. Kxb4 Rd5+ 46. Rxd5
Kxd5 .47. Kc3 h5! 48. a5 Kc6
49. Kb4, ekki 49. Kc4, vegna
49. — b5+! (Hér virðist hafa
slæðst villa inn í rannsóknir að-
stoðarmannsins, hvort sem um
er að, kenna svefnleysi eða öðru.
því að eftir 49. — b5+? 50.
Kc3!. er það ekki svartur sem
vinnur, eins og gefið er í skyn,
heldur hvítur! Þá er nefnilega
upp komin ein af þeim
skemmtilegu endataflsstöðum,
þar sem sá tapar, sem á leikinn.
— Freysteinn) 49. — e3 50.
Kc3 Kh5 51. Kd3 Kxa5 52. Kxe3
b5 53. d5 b4 54. Kd4 og ekki er
erfitt að sannfærast um, að
skákin á að enda í jafntefli.
Flóknari gæti baráttan orðið
eftir 42. Kc4 a5 43. b4 axb4 44.
Kx4 Kd5 45. a5! Rf6 46. Kc3
Kc6 47. Rf4 Kb5 48. d5 Kxa5
49. Kd4 b5 50. Ke5 Rd+ 51.
Ke6, með hálsbrjótandi flækj-
um.
Þegar öll ósköpin eru um garð
gengin, ætlum við Tal að rann-
saka endataflið nákvæmlega.
Hjá íbúum Rígu, hjá Tal, og
hjá sjálfum mér, olli skák þessi
ófáum geðsveiflum. Æsandi
barátta!
Ráðstefnan í Genf-
Framh. a> 4. síðu.
þeir veittu engilsaxnesku þjóð-
unum með matvælaöfluninni.
Þeir áttu að fá að njóta beztu
kjara á verzlunarsviðinu, eftir
að sigur væri unnin. En þau
fyrirheit voru gefin eftir að
stvrjöldin komst í algleyming
og ósigurinn virtist blasa við
Englendingum.
IV.
Nýlenduskipulagið fordæmt.
Það má segja, að þessu tíma-
bili séu mörkuð ný tímamót.
Meginhluti heimsins var orðinn
styrjaldarvettvangur. Útlitið
var vægast sagt, mjög tvísýnt.
Þá var það að hin aldna hetja
Englendinga, Winston Churchill
skar upp herör sína og hrópaði
til allra þjóða heimsins, sem
vildu forða heiminum frá þeim
hörmungum, að verða ofbeldis-
þjóðunum að bráð, og skoraði
á þær að taka höndum saman
við Englendinga og hjálpa til
við að vinna sigurinn á þessum
illræðisöflum. Nú yrði að berj-
ast upp á líf og dauða. Allar
þjóðir áttu að njóta fulls frelsis
og búa að auðlindum sínum í
friði, án ótta um það, að þeim
öflugri þjóðir rændu þær þeim
rétti.
Englendingar höfðu nú tekið
sér það háleita hlutverk, að
berjast fyrir þeim helga rétti
allra þjóða, og standa vörð um
hann. Þeir stefndu að því markf,
að allar þjóðir, sem hefðu verið
undirokaðar, fengju frelsi sitt
að nýju, af hvaða litarhætti sem
þær væru.
Eftir að Bandaríkin drógust
inn í styrjöldina, urðu þeir önn*
ur höfuðþjóðin sem höfðu for*
göngu um að berjast fyrir þess*
um fögru hugsjónum.
Þessar hugsjónir urðu svo
uppistaðan að stofnskrá Samein*
uðu þjóðanna, sem þessar tvær
höfuðþjóðir höfðu forgöngu um,
að stofnaðar væru í styrjaldar*
lokin,- til að standa vörð um
þessar hugsjónir og þennan
helga rétt allra þjóða
Viðurkenning þessara hug-
sjóna þýðir, að kúgunarstefna
Nýlendutímabilsins sé dæmd ó*
alandi og óferjandi. Nýtt tíma*
bil var runnið upp. Tímabil al*
þjóðasamtaka, frjálsra þjóða,
þar sem rétt hins smæsta átti
að virða eins og rétt hins
stærsta. Nýlendutímabilið var
liðið undir lok.
Niðurl. '
ÚTSÖLUB
VÍSIS
AUSTUBSIÆH
Hverfisgötu 69. — Florida.
Hverfisgötu 71. — Verzlun.
Hverfisgötu 74. — Veitingastofa.
Hverfisgötu 117. — Þröstur.
Söluturninn — Hlemmtorgi.
Bankastræti 12. Adlon.
Laugavegi 8. — Boston.
Laugavegi 11. — Adlon.
Laugavegi 30 B. — Söluturninn.
Laugavegi 34. — Veitingastofan.
Laugavegi 86. — Stjörnukaffi.
Laugavegi 92 — Veitingastofan.
Laugavegi 116. — Veitingastofan.
Laugavegi 126. — Adlon.
Laugavegi 139. — Ásbyrgi.
Laugavegi 160. — Verzlunin Ás.
Einholt 2. — Billiard.
Brautarholti 20. — Veitingastofan.
Hátúni 1. — Veitingastofan.
Brautarholti 22. — Sæla-kaffi.
Vitastíg. — Vitabar.
Samtún 12. — Drífandi.
Mávahlð 26.
Drápuhlíð 1.
Barmahlíð 8.
Miklatorg.
Mávahlíð 25. — Kiónan.
Leifsgötu 4. — Veitingastofan.
4 >’'-turver.
.♦ÆPVUSTUBBÆB
iíaronsstíg 27. — Veitingastofan.
Skólavörðustíg. — Gosi.
Bergstaðastræti Í0. — Verzlun.
Bergstaðastræti 54. — Veitingastofan.
Fjölnisvegi 2. — Víðir.
Lokastíg 28. — Veitingastofan.
Þórsgötu 14. — Þórskaffi.
Óðinsgötu 5. — Veitingastofan.
Týsgötu 1. — Havana.
Klapparstíg. — Vindilinn.
Frakkastíg 16. — Veitingastofan.
SIIBBÆB
Hreyfisbúðin við Arnarhól.
Söluturninn við Lækjartorg. *.
Pylsusalan við Austurstræti.
Hressingaskálinn við Austurstræti.
Blaðasalan, S. Eymundsson, Austurstræti. *)
Sjálfstæðishúsið. — Austurvöll.
Söluturninn. — Kirkjustræti. *
Aðalstræti 8. — Adlon.
Veltusund. — Söluturninn.
VESTUBBÆB
Garðastræti 2.
Skeifan.
Vesturgötu 2. — Söluturninn.
Vesturgötu 14. — Aladdin.
Vesturgötu 29. — Fjólan.
Vesturgötu 45. — West-End.
Vesturgötu 53. — V eitingastofan.
Mýrargötu 53. — Vcsturhöfn.
Bræðraborgarstíg 29. — Veitingastofan.
Sólvallagötu 74. — Veitingastofan.
Kaplaskjólsvegi 1. — Verzlun.
Melabúðin.t
Sörlaskjól. — Sunnubúð.
Straumnes. — Verzlun.
Birkiturninn.
Blómvallagötu 10. — Veitingastofan.
Fálkagötu 1. Ragnarsbúð.
i.
s-
V
i
s
í
á
j
£
{
■ l
h
IJTHVEBFI
Lauganesvegi 52. — Söluturninn.
Laugarnesvegi 100.
Brekkulækur 1.
Langholtsvegi 19.
Langholtsvegi 42. — Verzlun. G. Albertsson,
Langholtsvegi 126.
Langholtsvegi 131. — Veitingastofan.
Langholtsvegi 176.
Skipasund. — Rangá. $
Sogavegi 1. — Biðskýlið. j
Réttarlioltsvegi 1. — Söluturninn.
Búðagerði 9. I
Hólmagarði 34. — Bókabúð.
Grensásvegi. — Ásinn.
V erkamannaskýlið.
Skólabúðin Lækjargötu 8.
B. S. í.
Laufásvegúr 2.
S. V. R.
Lækjargata 2.
Söluturninn við Arnarhól.
ÐAGMZÆÐffl
Fossvogur. — Verzlun.
Kópavogsháls. — Biðskýlið h.f.
BorgarholtsbrauL — Biðskýlið.
Silfurtún. — Biðskýlið við Ásgarð.
Hótel Hafnarfjörður.
Strandgötu 33. — Veitingastofan.
Söluturninn við Álfaskeið.
VÍSIH
i
i
i