Vísir - 06.04.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 06.04.1960, Blaðsíða 12
^ Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann fœra yður fréttir og annað leetrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 6. apríl 1960 Refur í sau&trgæru* Lögregluþjónn verður upp- vís að þjófnaðl. Einn lögregluþjónn Keflavík- nrkaupstaðar hefur nýlega orð- fið uppvís að þjófnaði á lögreglu- stöðinni bar. Hefur hann und- anfarna mánuði, eða frá því um 6.1. jól, stolið um 12 þúsund krónum úr hirzlum lögreglu- stöðvarinnar. , Svo er mál með vexti, að þeg- ar dansleikir eru haldnir þar á staðnum, eru lögregluþjónar hafðir þar á verði, og er þeim jafnframt falið að taka við skemmtanaskatti, sem greiða á vegna samkomunnar. Lögreglu- þjónarnir setja þessa upphæð í umslag og skrifa utan á það upphæðina, seldan miðafjölda ö fl., og geyma síðan í skrif- borðsskúffu á lögreglustöðinni Þjófur í Lands- smiðjunni. Brotizt var inn í fyrrinótt í Skrifstofur Landssmiðjunnar við Sölvhólsgötu. Lítið mun þar hafa verið fé- .rnætt og laust, en þó fann þjóf- urinn fimm lengjur af sígarett- um, sem hann hafði á brott með sér, og vel mun hann hafa leitað, því að skúffur voru stungnar upp og smáspjöll gerð á hús- munum. þar til að skrifstofa bæjarfógeta er opnuð næsta dag, eða eftir helgina. Þá er þessum umslög- um skilað, sem eru oft þrjú. Lögregluþjónn þessi tók upp já því, að hann stal þessum um- slögum, einu eða fleirum í hvert sinn, svo að þau komu aldtei fram. Álitu þá hinir lög- regluþjónarnir, að þeim hefði jverið skilað til bæjarfógeta, en gjaldkera hans var ekki kunn- .ugt um að jafnaði hve margir dansleikir hefðu verið haldnir hverju sinni. Þó fór svo að lok- um að gjaldkera fór að gruna að ekki væri allt með felldu, þvá að grunsamlegt var hve lítið kom inn af skemmtanaskatti. Við rannsókn málsins beindist síðan ákveðinn grunur að þess- um manni, og var hann úrskurð- aður í gæzluvarðhald . í Keflavík eru sjö lögreglu- þjónar — að þessum meðtöld- um — og eru þeir allir búnir að starfa þar um árabil, nema þessi maður, sem ér nýr í starfi. Við rannsókn þessa máls hefur komið í ljós, að hann mun vera grunaður um hlutdeild í inn- broti, er framið var á flugvell- inum fyrir nokkru, en hann starfaði þá þar við löggæzlu. Rannsókn þessa máls er ekki lokið, og neitar hann allri sök í því. Gamble Benedðct strokin aftur með bíSstjóranum. Hann er búinn að fá „mexikanskan“ skilnað frá konu sinni. 1. apríl var stolið málverk- um í bænum St. Paul de Vense, nærri Nice, fyrir 200.000 dollara. Voru þetta 20 málverk eftir þekkta mál- ara, meðal annars myndin hér að ofan eftir Picasso, en hún heitir „Blómavasi“. Pluggjöld hækka innanlands. Vegna mjög aukins tilkostn- aðar hækka fargjöld Flugfélags fslands á flugleiðum innanlands um tíu af hundraði og farm- gjöld um 5,2 af hundraði. í báðum tilfellum er 3% sölu- skattur innifalinn svo sjálf fargjaldahækkunin nemur tæp- um 7% og farmgjaldahækkun 2%. Þessi hækkun gjalda gildir frá og með 6. apríl 1960. 8279 lestir til Akraness frá 1. jan. 2448 lestir meira en í fyrra. Frá fréttaritara Vísis. — Akranesi í gær. Frá áramótum til 1. apríl hafa Akranesbátar aflað 8279 lestir í 920 róðrum en á sama tímabili í fyrra var aflinn 5831 lest í 650 róðrurn. Afli einstakra báta er sem hér segir: M.b. Sigrún 677 kg. — Sigurvon 584 — — Sigurður 530 — — Sv. Guðmundss. 522 — — Sæfari 512 — — Heimaskagi .... 509 — —• Böðvar 499 — —■ Ólafur Magnss. 488 — — Höfrungur 485 — — Skipaskagi r 457 — Sæfaxi aftur á lofti. Katalínaflugvél Flugfélags íslands Sæfaxi mun nú hefja flug að nýju eftir að ársskoðun flugvélarinnar hefir farið fram. Áætlað var, að skoðun yrði lok- ið um mánaðamót, en hún tók nokkrum dögum lengri tíma. Sæfaxi mun nú fljúga til sömu staða og áður, Vestfjarða og Siglufjarðar, Snjókoma á NV.-landi. í morgun var norðaustan hvassviðri og snjókoma með 1—3 stiga frosti á Norðvest- urlandi, en suðaustanátt og Ásbjörn 407 — . rigning og 7 stiga hiti suð- Ásmundur 373 — austanlands. Fram 344 — í Rvk. var norðaustan Farsæll 336 — kaldi og 5 stiga hiti. Rigning. Höfrungur I .... 328 — Urkoma í nót 3.4 mm. Bjarni Jóhanness. 305 — Djúp lægðarmiðja skammt Keilir 253 — suður af Grindavík. Sigurfari 238 — Veðurhorfur í Rvk. og ná- Reynir . 203 — grenni: Norðaustan og síðar Svanur 139 — suðaustan strekkingur. Hiti Ver ■ ■. 46 — 4—7 stig. Rigning með köfl- Gissur Hvíti o. fl. 34 — um. Bandarískar fregnir herma,' að Gamble Benedict sé strokin að heiman á nýjan leik. Þessi auðuga. bandaríska stúlka, var í heimsfréttunum | nokkrar vikur á s.l. ári, eftir að . hún strauk með bílstjóra af, rúmenskum ættum til Evrópu. ■ Fóru þau með leynd á flutn- ingaskipi, kornust til Parísar, og var Gamble loks lokkuð heim með brögðum, en bílstjór- inn sat eftir með sárt ennið. Hann er kvæntur maður sem kunnugt er af fvrri fregnum. Ekki hefur allt verið kyrrt um málið síðan er Gamble kom aftur heim til mömmu sinnar í skrauthýsinu við Fifth Avenue, en ekki hefur Gamble unað þar betur en áður, þar sem hún er horfin á nýjan leik. Er nú talið, að hún og unnustinn, Perambu, hafi náð saman og ætli að láta gefa sig saman á nýjan leik. Gamble Benedict. Hann er sem sé sagður vera búinn að fá skilnað frá konu sinni, en að vísu í Mesíco, og er ekki víst að allir erfiðleikar séu að baki fyrir elskendunum, þótt þau láti nú gefa sig sam- an, því að upp kann að koma deila um „hvort mexicanskur hjónaskilnaður“ sé löglegur. Áætlunarbílar komast ekki leiðar sinnar. Frá fréttaritará Vísis. Akureyri í morgun. Lögreglan hér stöðvaði öðru sinni í morgun þyngri bíla og lét vigta þá, og reyndust nokkr- ir of þungir til að aka eftir veg- um, sem hættast er við skemmdum meðan frost er að fara úr jörðu Tveir Norðurleiðabílar komu norður 30 marz, en komust ekki lengra en til Sauðár- króks, en þangað hafði hann farið til að koma farþegunum af sér í flóabátinn Drang, svo að þeir kæmust leiðar sinnar. Einnig eru bílar tepptir í Reykjaviík, sem hafa ekki leyfi til að aka hingað vegna þung- ans. Hnuplað úr íbúðarhúsum. Allmikið hefur borið á smá- hnupli hér að undanförnu. Hef- ur einkum verið farið inn í for- stofur og ganga íbúarhúsa og stolið . helzt úr yfh'höfnum, mest 500 krónum, svo vitað sé um Lögreglan hefur náð í einn ungling, sem reyndist sekur um slíkan verknað Málið er annars í rannsókn Landlega við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Netafiskurinn óvenju smár. Síðustu dagana hefur verið liér belgískt eftirlitsskip, Brouwer, sem fylgist með belgísku togurum hér við land. Myndin er tekin í gær, þar sem skipið var í „herskipalægi“ kafnarinnar. (Ljósm. G. J. T.) í dag eru bátar almennt ekki á sjó, einstaka bátur hefur þó farið að vitja neta sinna, þrátt fyrir leiðinda veður. í gær hvessti af norðaustri í Faxaflóa og Breiðafirði. Bátar frá Reykjavík og Akranesi voru .úti, sömuleiðis Hafnar- fjarðarbátar, en Keflavíkingar gátu ekki róið. í dag eru flestir bátar í höfn og er þetta annar landlegudagurinn hjá Olafsvík- urbátum og öðrum bátum við Breiðafjörð, Afli hefur yfiiieitt ekki ver- ið mikill undanfarna daga þótt einstaka bátar hafi fengið góða róðra. Það vekur talsverða furðu hve fiskurinn er smár í Faxaflóa og virðist hér um all- sterka göngu af þorski af miðl- ungsstærð. Þykir sjómönnum það benda til að áframhald verði á afla og ekki ósennilegt að dragist vel á færi þegar kemur lengra fram á vor. Morösamsæri í Jordaníu. Komist hefur upp uin sam- særi f Jordaniu. Atti að myrða forsæíisráðherrann fyrir rúmri viku, er hann gengi til bæna- gjörðar. Tólf menn hafa verið hand- teknir. Fjórir þeirra eru fyrr- verandi liðsforingjar, en einn er kaupsýslumaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.