Vísir - 07.04.1960, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 7. apríl 1960
VlSIB
5
Stjórnarflokkarnir hafa aldrei farið leynt
með, að kjaraskerðing var óhjákvæntileg.
Kjaraskerðingin nú ekki meiri en á
fyrsta ári vinstri stjórnarinnar.
8Jr ræðu préf. Ólafs Björns-
sonar á þingi í gær.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar
um tekju- og eignaskatt var til
2. og 3. umræðu á Alþingi í
gær. Umræðum varð lokið og
afgr. deildin frumvarpið.
Olafur Björnsson fylgdi
nefndaráliti meirihluta fjár-
hagsnefndar úr Iilaði með ýtar-
legri ræðu og birtist útdráttur
úr henni hér á eftir:
Að því er snertir aðdraganda
og undirbúning þess frv., sem
hér liggur fyrir, hefur hæstv.
íjármálaráðh. gert því máli svo
glögg skil við 1. umr. málsins,
að eg sé enga ástæðu til þess að
bæta neinu þar við. Hins vegar
er með þessu frv. og öðrum
þeim frumvörpum um skatta-
mál, sem hæstv. ríkisstj. hefur
lagt fyrir Alþ., sem nú situr,
gerð svo róttæk breyting á
skattakerfinu, að eg tel ástæðu
til þess að fara um það nokkr-
um orðum. Meginbreytingin er,
að beinir skattar einstaklinga
til ríkisins eru stórlækkaðir, en
í stað þeirra eru söluskattar
hækkaðir. Er þetta í fullu sam-
ræmi við þær yfirlýsingar, sem
gefnar voru af báðum stuðn-
ingsflokkum núv. hæstv. ríkis-
stjórnar fyrir síðustu kosning-
ar. Vil eg leyfa mér að draga
fram nokkur meiginatriði, sem
liggja til grundvallar ákvörð-
unum þessum, sem teknar
hafa verið. — -Rétt er að
taka fram, að beinu skattarnir
hafa marga kosti, sem ekki má
loka augunum fyrii, ef ræða
á skattamálin í heild. Hinsvegar
hafa beinu skattarnir marga og
stóra ágalla, sem hafa komið
betur í ljós þegar þessir skattar
hafa orðið stærri liður í skatta-
kerfinu.
Lamandi skattar.
Má í fyrsta lagi nefna,
að þegar skattstigarnir eru
komnir yfir ákveðið mark,
dregur slíkt mjög úr hvöt manna
til þess að afla sér þeirra
tekna, sem svo miklu þarf að
skila af til hins opinbera.
Skattaálögurnar draga þannig
úr starfsvilja óg framleiðsluaf-
köstum. Þess má geta. að samkv.
þeim skattstigum, sem til þessa
hafa verið í gildi, ber einhleyp-
um mönnum að greiða hér í
Reykjavík samanlegt 65% í
skatt til ríkis og bæjarfélags af
tekjum, sem eru yfir 100 þús-
und krónur. Nú er kunnugt,
að skattútsvarsstigar eru yfir-
leitt lægri hér í Reykjavík held-
ur en úti á landi og gera má
ráð fyrir, að þessi skattapró-
senta sé hærri þar.
Beinu skattarnir hafa fleiri
ókosti. Eins og eg hef tekið
fram, er það skilyrði fyrir því,
að beinu skattai’nir þjóni til-
gangi sínum, að tekjurnar séu
rétt fram taldar.Á þessu er hins
vegar mikill misbrestur, svo
sem kunnugt er. Þetta leiðir
til þess, að réttlætlð í skipt-
ingu skattbyrðarinnar milli
þegnanna, sem gæti verið fyrir
hendi, ef allar tekjur teldust
rétt fram, verður það ekki
lengur.
En atriði má nefna sem tor-
veldar, að tekjur séu rétt fram
taldar. Það er, að oft er ógjörn-
ingur að draga markalínu milli
tilkostnaðar og persónulegrar
neyzlu. Á þetta einkum við í
smærri atvinnurekstri, sem ein-
mitt setur svip sinn á lítið þjóð-
félag eins og okkar. Maður not-
ar t. d. sama húsnæði til at-
vinnureksturs og eigin íbúðar,
bíl sinn bæði í þágu fyrirtæk-
isins og heimilisins o. s. frv.
Koma í því sambandi. fram
margs konar vafaatriði, sem
eðli málsins samkvæmt verða
að jafnaði úrskurður skattgreið-
andanum í vil.
Ástæða er til að gera að um-
talsefni útreikninga þá, sem
stjórnarandst. í sifellu hefur
verið að gera síðan skattafrum-
vörpin voru lögð fram og ekki
síður, þegar tryggingarmálin
voru hér til meðferðar, en þess-
ir ’útreikningar hafa átt að
sanna að með þessum aðgerðum
sé engan veginn bætt upp sú
kjaraskerðing, sem leitt hafi af
efnahagsmálalöggjöfinni og
söluskattinum. Þessu liggja til
grundvallar beinar og óbeinar
staðhæfingar um, að því hafi
verið lofað af hálfu þeirra
flokka, er styðja hæstv. ríkis-
stjórn að engar ráðstafanir
skyldu gerðar, er skertu hár á
höfði nokkurs manns. Þessu
hafi fyrst og fremst verið lofað
fyrir kosningarnar síðastliðið
haust. En þegar gagnráðstafan-
irnar voru lagðar fram, hafi
jafnhliða verið lofað að bæta
upp verðhækkanir, sem af þeim
leiddu með einhverju öðru móti
og þá fyrst og fremst auknum
tryggingum og lækkun beinna
skatta.
Það hefur verið talað um það
sem einhver alveg ný viðhorf,
sem enginn liafi boðað eða jafn-
vel látið sér detta í hug fyrir
Ólafur Björnsson.
síðustu kosningar að þjóðin
þyrfti að taka á sig einhverjar
byrðar vegna ástands efnahags-
málanna. Þetta hafi verið ó-
| vænt uppgötvun hagspekinga,
sem ríkisstj. hafi kvatt sér til
ráðuneytis, þegar hún tók við
völdum og síðan hafi ríkisstj.
gert það glappaskot að gleypa
|við flugunni og framkvæma að
óþörfu óþægilegar ráðstafanir
í efnaliagsmálum í samræmi við
það.
| Það er vitanlega alveg úr
lausu lofti gripið að kenningin
um nauðsjrn kjaraskerðingar
um stundarsakir, sé eitthvað
sem hafi komið eins og þruma
úr heiðskíru lofti yfir þjóðina
að afloknum kosningum. Það
er ekki eingöngu núverandi
stjórnarflokkar heldur ekki síð-
ur núverandi hv. stjórnarand-
stæðingar, sem búið höfðu þjóð-
ina undir slíkt, jafnvel alllöngu
fyrir síðustu kosningar.
Skýrsla Alþýðu-
sambandsins.
Eg ætla í þessu sambandi að
leyfa mér að rifja upp hvað
sagt var um ástand efnahags-
málanna af hv. núv. stjórnar-
andstæðingum haustið 1958,
skömmu áður en vinstri stjórn-
in lét af völdum. Á þingi Al-
þýðusambands íslands í nóv-
ember 1958 var útbýtt skýrslu
um ástandið í efnahagsmálum
þjóðarinnar og var sú skýrsla
samin af Torfa Ásgeirssyni,
sem um langt skeið hefur starf-
að sem efnahagsmálaráðunaut-
ur Alþýðusambands fslands.
Hann var auk þess einn helzti
efnahagsmálaráðunautur þá
verandi ríkisstjórnar auk Jón-
asar Haralz. Engum manni dett-
ur í hug að slíkri skýrslu hefði
verið útbýtt þar öðru vísi en
benlínis að undirlagi stjórnar
Alþýðusambandsins og ríkis-
stjórnarinnar, þannig að þar
var ekki sagt annað en það, sem
báðar þessar stjórnir voru sam-
mála um.
í skýrslunni er að mínu áliti
brugðið upp einkar skýrri mynd
af efnahagsmálaástandinu, eins
og það var þá að dómi stjórnar
Alþýðusambandsins, ríkisstj.
og efnahagsmálaráðunauta þess-
ara aðila. Eftir að gerð hefur
verið grein fyrir hinni miklu
erlendu lánsfjárnotkun fslend-
inga frá því að seinni lieims-
styjöldinni lauk, segir svo:
„Sé horft fram á við, þá er
það augljóst mál, að þetta lán-
tökuskeið er senn runnið á enda
og við blasir tímabil, þar sem
þjóðin í stað þess að hafa til
ráðstöfunar allt verðmæti sinn-
^ar eigin framleiðslu og að auki
5—10% af. erlcndu fé, aðeins
|hefur til umráða eigin fram-
j leiðslu að frádregnum vöxtum
og afborgunum liinna erlendu
lána.“
Ennfremur segir:
„Samkvæmt áætlun, sem gerð
var í árslok 1957, nema vextir
og afborganir erlendra lána, ef
miðað er aðeins við þau Ián,
sem þá var að fullu gengið frá,
um og yfir 160 inillj. kr. á ári
hverju næstu árin. Hér er miðað
við núverandi gengi og yfir-
færslugjöld. Séu meðtalin þau
lán, sem síðar hafa verið tekin
og eru í undirbúningi, eykst
skuhlagreiðslubyrðin að sjálf-
sögðu enn meir. f stað þess að
hafa til ráðstöfunar þjóðarfram-
leiðsluna alla, hver sem hún
verður og að auki 5—10%,
verðum við að leggja til hliðar
vegna greiðslu á vöxtum og af-
borgunum erlendra Iána 3—4%
framleiðslunnar.“
Hér er það alveg umbúða-
laust brýnt fyrir þjóðinni á
grundvelli staðreynda, sem
hingað til hafa ekki verið vé-
fengdar af neinum, að þjóðin
verði að draga úr fjármuna-
notkun sinni alveg á næstunni
um 8—14%. Þetta þarf auðvit-
að ekki að þýða kjaraskerð-
ingu, sem þessu nemur, því að
einhverju leyti má mæta þessu
með því að draga úr fjárfest-
ingu og notkun erlendrar rekst»
ursvöru.
Aðvörmi Sjálfstæðisfl.
Það er fullkomin blékking,
ef því er haldið fram, að nú-
verandi stjórnarflokkar hafi á
nokkurn hátt reynt að dylja
þessar staðreyndir fyrir þjóð-
inni og lofað henni því, sem.
hlyti að vera gegn betri vitund,
og að ekki þyrfti til neinnar
kjaraskerðingar að koma í bráð
eða lengd. Hvað Sjálfstæðis-
menn snertir, vil eg lesa hér
upp nokkur orð úr- flokksráðs-
samþykkt Sjálfst.fl. um efna-
hagsmálin, sem gerð var fyrir
jólin 1958. Þar segir og verður
ekki skýrar að orði komist:
„Það er ótvírætt, að þjóðin
notar meiri fjármuni en hún
aflar og verður að taka afleið-
ingunum af því til þess að
tryggja efnahagslegt öryggi
sitt í framtíðinni og koma í veg
fyrir kjararýrnun, sem ella
þyrfti að verða.“
Ennfremur segir í sömu á-
lyktun:
„Stefnt verði að því að af-
nema uppbótakerfið með því að
skrá eitt gengi á erlendum gjald
eyri og gera útflutningsatvinnu-
vegunum klcift að standa á eig-
in fótum án styrkja. Verðii
þannig lagður grundvöllur að
jfrelsi í atvinnurekstri og við-
skiptum.“
Grundvöllur kjaraskerðing-
arinnar er sá, eins og fram hef-
ur komið í umr. um efnahags-
málin, að gert er ráð fyrir.
að innflutningur minnki um.
150 til 200 rnillj. eða 3—4%
af ráðstöfunarfé þjóðarinnar,
ef reiknað er á gamla genginu;
en allt að 5—6% ef reiknað er
á því nýja.
' 7% kjaraskerðing
I v-stjórnarinnar.
Það ber auðvitað engan veg-
inn að dylja eða vanmeta þau>.
óþægindi, sem af því leiða fyrii*
[þjóðina að þurfa að draga úr
fjármunanotkun sinni, sen*
þessu nemur. Á hitt má þó>
minna, að það er engan veginre
óþekkt eða nýtt fyrirbrigði, að
þjóðin hafi þurft að sætta sig
við svipaða kjaraskerðingu. Þafí
þarf meir að segja ekki að fara
langt aftur í tímann til þess affi
finna þess dæmi. í fyrrnefndrl
j skýrslu til þings Alþýðusam-
ands íslands, er það upplýst, að>
neyzlan á einstakling hafi
minnkað lir kr. 16780 árið 1956
jí kr. 15590 árið 1957. Nú ér
verðmæti neyzlunnar á ein-
jstaklinga talinn bezti mæli-
kvarðinn á lífskjörin og þá
breýtingu þeirra, sem verður.
Á fyrsta valdaári vinstri stjórn-
arinnar rýrnuðu þannig lífskjör
þjóðarinnar um rúmlega 7%
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ISLAIMÐS
Dregið verður í 4. flokki á mánudaginn
1,004 vinningar a# upphæð kr. 1,295,000. — Á laugardaginn er seinasti endurnýjunardagur.
Happdrætti Háskóla Islands.