Vísir - 23.04.1960, Blaðsíða 2

Vísir - 23.04.1960, Blaðsíða 2
2 Vf SIR Laugardaginrr 23. apríl 1960 Sœjarfrétti? Útvarpið í -tíag: 8.00—10.20 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14.00 Laug- ardagslögin (Högni Jóns- son). — 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvinsson). 17.20 Skákþáttur (Guðm. Arn- laugsson). 18.00 Tómstunda- þáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). — 18.30 Út- varpssaga barnanna: „Sjór- inn hennar ömmu“ eftir Súsönnu Georgievskaju; V. (Pétur Sumarliðason kenn- ari). 18.55 Frægir söngvarar: Gérard Souzay syngur. — 20.30 Leikrit: „Syndir ann- arra“ eftir Einar H. Kvaran. Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. 22.00 Fréttir og veðurfregn- ir. 22.10 Danslög — Útvarpið á morgun: 8.30 Fjörleg músik í morg- unsárið. 9.00 Fréttir. 9.10 Vikan framundan. — 9.25 Morguntónleikar — plötur. 11.00 Messa í Hallgríms- kirkju (Prestur: Séra Sigur- jón Þ. Árnason. Organleik- ari: Páíl Halldórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.10 Erindi: Geimflug til tunglsins (Ósk- ar B. Bjarnason efnafræð- ingur). 14.00 Miðdegistón- leikar: Óperan „Évgenij Onégin“ eftir Tjaikoskij. — Þorst. Hannesson óperu- söngvari flytur skýringar. ’ 15.30 Kaffitíminn ‘(r'ötur). } 16.30 Veðurfregnir. Endur- ’ tekið efni: „Spui't og spjall- að“ um 210. grein hegningar- laganna. — Sig. Ma nússon 1 ræðir við Aðalbjörgu Sigurð- ardóttur, Björn Franz ;on, Jó- } hannes úr Kötlum o ; Krist- mann Guðmundsson (Áður } útv. 29. f. m.). 17.30 Þetta vil eg heyra (Guðm. Matt- hiasson stjórnar þr: Unum). } 18.30 Barnatími: Skátar ■ skemmta undir stjón' Hrefnu Tynesen kvenskát; «ringja. 19.30 Tónleikar: Jc Iturbi leikur á píanó. 20.‘ Raddir skálda: Úr verkum ^órleifs Bjarnaspnar. Fly iendur: Leikararnir Helgi Skúlason og Steindór Hjörlei s-^n, svo 1 og höf. sjálfur. — 21.10 Frá 1 kabarettskemmtun Fóst- bræðra í Austurbæ; wbíó á útmánuðum. 22.05 Danslög til 01.00. Kírkjukvöld. Bræðrafélag Nessókrar, efn- ir til kirkjukvöld ■ í Nes- kirkju. Á morgun (sunnud.) | kl. 20,30. Þar flytur próf. Jó- hann Hannesson erindi, Krist f . ínn Hallsson syngur, Lúðra- sveit drengja leikur og kirkjukórinn syngur. Allir hjartanlega velkomnir, ó- keypis aðgangur. Kvikmyndasýning Germaníu. I dag, laugardag, verður kvikmyndasýning í Nýja bíó á vegum félagsins Germaníu, hin síðasta á þessum vetri, og verða þar sýndar að venju frétta- og fræðslumyndir. — Fréttamyndirnar, sem nú verða sýndar, eru af nýjustu atburðum, er áttu sér stað í 1 s.l. mánuði, m. a. frá héim- sókn dr. Adenauers til Róm- or, og eru þnr á méðal mynd- 1 ir af heimsókn hans'til p飻 ans í Vatikaninu. Enn frem- ur verður sýnd 'sérstök ný fréttamynd frá Berlín. Að lokum verður sýnd landslags mynd í litum. — Sýningin hefst kl. 2 e. h. og er öllum heimill ókeypis aðgangur, bömum þó einungis í fylgd með fullorðnum. Hið ísl. náttúrufræðifélag. Samkoma verður haldin í 1. kennslustofu Háskólans mánudaginn 25. apríl n. k. kl. 20.30. Páll Theódórsson eðlisfræðingur flytur erindi: Rannsóknarstöð dönsku kjarnorkunefndarinnar á Risö. Hjúskapur: Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni: Ingibjörg Sveins- dóttir, Ósabakka, Skeiðum, og Ásgrímur Marteinsson bifvélavirki frá Yztafelli í S.-Þing. Svana Ragnarsdóttir og Jón Þórisson, klæðskeri. — Heimili þeirra er að Lang- holtvegi 192. Hallbera Ólafsdóttir og og Hafsteinn Þ. Stefánsson, póstmaður, Hringbraut 112. Sigurbjörg Guðvarðard., og Magnús Ingólfsson, iðnað- armaður, Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði. Erla K. Jóhannsdóttir og Steinþór G. Halldórsson, véla maður, Langholtsvegi 4. Gróa J. Friðriksdóttir og Bergsveinn Ámason, húsa- smiður, Snorrabraut 36. Guðlaug Björnsdóttir og Loftur G. Bergmann, sölu- maður, Barónsstíg 59. Halldóra M. Walderhaug og Lárus Helgason, loft- skeytamaður, Skeggjagötu 4. Lóa Karen Konráðsdóttir og Magnús R. Jónsson véla- virki, Hábraut 4, Kópavogi. Eimskipafélag íslands: Dettifoss kom til Warne- múnde á þriðjudag, fer það- an til Halden og Gautaborg- ar. Fjallfoss fór frá Hamborg í fyrradag til Reykjavikur. Goðafoss kom til Reykjavík- ur fyrir viku frá Khöfn og Ábo. Gullfoss er í Khöfn. — Lagarfoss fór frá New York í fyrradag til Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Lysekil í fyrradag til Hamborgar, Hull og Reykjavíkur. Selfoss fór frá Siglufirði í gær til Akureyrar, Norðfjarðar, Eskifjarðar, og Fáskrúðs- fjarðar og þaðan til Hull, Rotterdam og Rússlands. — Tröllafoss fer frá Akureyri í kvöld til New York. Tungu- foss fór frá ísafirði í fyrri- nótt til Sauðárkróks, Húsa- víkur, Dalvíkur, Akureyrar og Siglufjarðar. Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Reykjavik. Arnarfell fór í gær frá Her- öya til Reykjavíkur. Jökul- fell lestar á Vestfjörðum. Dísarfell fór í gær frá Akra- nesi. Lit.lafell er í olíuflutn- ingum í Faxaflóa. Helgafell er í Rotterdam. Hamrafell fór 9. þ. m. frá Hafnarfirði til Batum. Ríkisskip: Hekla er á Austfjörðum á noröurJoið. Bajn /fáe léé! 6 undon og efíii heimilisstörfunom veljið þér N IVE A fyrir hendur yðor; þoð gerir stökko húðsléttaog mjúka. Gjöfull w NIVEA. Reykjavík í gær vestur um land í hringferð. Herðubreið og Skjaldbreið eru í Reykja- vík. Þyrill er væntanlegur til Reykjavíkur í dag frá Skagafirði. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21 í kvöld til Reykjavíkur. Eimskipafélag Reykjavíkur: Katla fer síðd. í dag áleiðis til Svíþjóðar og Finnlands. Askja er á leið til Keflavík- ur frá Spáni. Jökular: Drangajökull er í Reykjavík. Langjökull er í Aarhus. — Vatnajökull var við Lindes- nes í fyrradag á leið til Vent- spils. Loftleiðir: . Edda er væntanleg kl. 19.40 frá Hamborg, Khöfn, Gauta- borg. Fer til New York kl. 20.30. Messur á morgun: Dómkirkjan: Messa kl. 11. Séra Óskar J. Þorláksson (ferming). Messa kl. 2. Séra Jón Auðuns (ferming). Laugarneskirkja: Messa kl. 10.30 f. h. ferming — altarisganga. — Séra Gai'ðar Svavarsson. Neskirkja: Ferming og alt- arisganga kl. 11. Séra Jón Thorarensen. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f. h. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Fermingarmessa kl. 2 e. h. Séra Lárus Hall- dórsson. Háteigsprestakall: Barna- samkoma í hátíðasal Sjó- mannaskólans kl. 10.30. — Barnasöngflokkur syngur undir stjórn Guðrúnar Þor- steinsdóttur. Séra Jón Þor- varðarson. Langholtsprestakall: Messa í Laugarneskirkju kl. 2. Ferming. Kaþólska kirkjan: Lág- messa kl. 8.30 árd. hámessa og prédikun kl. 10 árd. Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 2. Séra Friðrik Friðriks- son prédikar. — Heimilis- prestur. Húsmæðrafél. Reykjavíkur. Næsta saumanámskeið hefst mánudaginn 25. apríl kl. 8 e. h. að Borgartúni 7. Nánari uppl. í 11810 og 15236. r Bezt aB auglýsa \ VÍSI Austurbæjarbíó sýnir frá því á annan í páskum þýzku dans- og dægurlaga myndina CASINO DE PARIS með Caterina Valente í aðalhlutverkinu, hina ágætustu skemmtimynd, seni er sýnd við miklar vinsældir. Sérstaka aðdáun vekja hve tækni- lega eru vel gerðar sviðsýningamar í lokaþætti myndarinnai*. Níu kaupstaðir vinna sam- an að gömfu hagsmunamáii H.f. Malbik tekur til starfa á árinu. Malbik h.f., félagsskapur níu kaupstaffa utan Reykjavíkur til kaupa á malbikunartœkjum, var nýloga stofnaSur. Markmiðið er að kaupa til landsins og starfrækja hreyfan- lega malbikunarstöð ásamt full- kómnustu tækjum, til malbik- unar í þessum níu kaupstöðum. Þeir eru Hafnarfjörður, Akur- eyri, Kópavogur, Akranes, ísa- fjörður, Sauðárkrókur, Húsavík Ólafsfjörður og Neskaupstaður. Þegar hefur verið leitað til- boða í Bandaríkjunum, V,- Þýzkalandi og Danmörku, einn- ig sótt um innflutningsleyfi frá þessum löndum. Væntanlega verða tækin komin seinni hlute þessa árs, ef allt gengur að ósk- um. Áætlaður kostnaður við kaupin er 1,5 millj. krónur. Byrjunarframlag kaupstað- anan er 100 þús. kr. frá hverj- um, sem greiðist á þrem árum. Ákveðið er að leita lána í sam- bandi við kaupin. I Stjórn félagsins skipa: Ásgeir Valdimarsson, bæjarverkfr. a Akureyri, formaður, og með hoa um í aðalstjórn Stefán Gunn- laugsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði og Daníel Ágústinusson,. bæjarstjóri á Akranesi. Vara- stjórn skipa: Jónas Guðmunds- son skrifstofustjóri og Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi, Kópav. Fréttir í stuttu máli. □ □ Reeves biskup ensku kirkj- unnar í Jóhannesarborg er kominn til London og hefur rætt við fréttamenn. Hann kvaðst hafa verið aðvaraður af ríkisstjóm S.-Afríku og hefði enga tryggingu fyrir því, að hann yrði ekki hand- tekinn, ef hann sneri þangað aftur. Hann kvaðst mundu gagna málstað hinna kúguðu meir ef hann nyti málfrelsis, og meðan herlög væru í gildi, yrði gagnrýnin að koma erlendis frá, en þeim færi fjölgandi meðal hvítra manna í S.-Afríku, sem ef- uðust um stefnu stjórnar- innar — einnig í stjórnar- flokknum. Blökkumannaleiðtoganum Tom MBoya hefur verið bannað að tala á fundi i Nairobi næstkomandi sunnu dag, vegna þess að hann hafði í hótunum nýlega að hvetja til óhlýðnibaráttu, ef Jomo Kenyatta yrði ekki sleppt úr haldi. □ Vantraust á stjóni Ceylons var samþykkt í gær. Hún er minnihlutastjórn og hefur verið við völd aðeins mánuð. Forsætisráðherrann hefur lagt til við landstjórann, að þing verði rofið. □ Margrét prinsessa og Anth- ony Armstrong-Jones ætla í brúðkaupsferð til Karíba- hafs á snekkjunni Britannia og fara um borð þegar á brullaupsdaginn 6. niaí. □ De Gaulle kom til Wash- ington í gær. Það er fyrsta heimsókn hans þar í 15 ár. Hann ræðir við Eisenhower 3 næstu daga og fer svo í ferðalagið til Nevv York, San Fransico og Nevv Orleans. □ Gina Lollobrigida og mað- ur hennar, ásamt tveggja ára syni beirra, lögðu af stað til Kanada í gær. Þau hyggj - ast sækja um kanadískan borgararétt vegna þess, að manni hennar, sem er Júgó- slavi, hefur værið neitað um borgararétt á Italíu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.