Vísir - 23.04.1960, Blaðsíða 8

Vísir - 23.04.1960, Blaðsíða 8
Kkkert blað er ódýrara í óskrift en Vísir. Litið hann færa yður fréttir «g annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. wi SKR Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Simi 1-16-60. Laugardaginn 23. apríl 1960 Samkomulagsvon um einhverja afvopnun - en vart fyrr en eftir fnnd æ5stu manna. Nýjar handtökur í S.-Afríku. 1 Nýjar handtökur áttu sér stað i gœr í Suður-Afríku. Um 1000 lögreglumenn, allir vopnaðir, komu til blökku- mannaþorps fyrir utan Höfða- borg, og var skriðdrekasveit, sem í voru 7 skriðdrekar, í fylgd með þeim. Handteknir voru 340 menn. Lögreglumennirnir helltu niður miklu af áfengi og höfðu burt með sér mikið af bareflum. Frá því neyðarráðstafanirnar gengu í gildi, hafa yfir 2000 manns verið handteknir í Suður Afríku, þar af 94 hvítir menn. Spænska stjórnin hefur boð ið Alþjóðakjarnorkustofn- >. uninni (LAFA) 140 tonn af 1 úraníum til sölu á tímabil- inu 1960—62. Skátar setja svip á bæinn á sumardaginn fyrsta, er þeir fara í glæsilegri fylkingu til kirkju. Að þessu sinni var hún enn stærri en venjulega og hér sjást merkisberar fara fyrir á leiðinni niður Bankastræti. (Ljósm. GJT). Sólborg frá Ísafirði bilaði við Stafnes. ísborg með skipið í togi til Vestfjarða. Síðd. í fyrrad. kallaði togar- inn Sólborg frá ísafirði út og bað um aðstoð vegna vélarbil- unar. Skipið var þá statt út af Stafnesi og stóð vindur á land. Hafði skipið samband við út- gerðarstjórann og var ísborg frá sama útgerðarfélagi beðin að koma Sólborg til aðstoðar. fsborg var 5 klst. siglingu frá Helsinkiflug LL að byrja. Fyrsta flugferðin verður 30. þ. m. Jafnframt því sem allir flutn- ingar með vélum Loftleiða hafa stórum aukizt á þessu ári, færir félagið út kvíarnar og bætir landi við þau, sem það þjónar reglulega um þessar mundir. Frá næsta laugardegi, 30. þessa mánaðar, verður Finn- land meðal þeirra landa, sem flugvélar Loftleiða munu heim- sækja að staðaldri, því að til að byrja með verður ein áætlunar- ferð á viku til Helsinki. Verður komið þangað síðdegis á laug- ardögum og haldið af stað aftur eftir stutta viðdvöl, flogið til Oslóar, Reykjavíkur og síðan til New York. VARÐARKAFFI í Válhöll í dag kl. 3—5. f fyrstu ferðinni, eftir viku, verða ýjmsir gestir, svo sem Ingólfur Jónsson flugmálaráð- herra, Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri, blaðamenn og fleiri. Þegar til Helsinki kemur, mun flugmálaráðherra Finna verða þar fyrir með fleiri gest- um, og munu ráðherrarnir skiptast á kveðjum. Gestir Loftleiða verða um kyrrt í Helsinki fram á þriðjudag, en þá verður haldið heim um Stokkhólm, Oslo og Stafangur. Farþegafjöldi með vélum Loftleiða í janúar—marz í ár varð sem hér segir (tölur fyrir sama tíma 1959 í svigum): 5780 (4791) aukning 20,6%. Vöru- flutningar 98,471 kg. (66,246), aukning 48,6%. Póstur 9962 kg. (6033), aukning 65,1%. Þá er vert að geta þess, að Loftleiðir munu eins og jafnan áður gera sitt ti lað kynna land- ið meðal útlendinga, og mun í vor bjóða alls 30 þýzkum ferða- hinu bilaða skipi og þar eð hætt var á að skipið ræki upp var beðið um aðstoð varðskips, sem kom á staðinn eftir 2 klst. Vindáttin breyttist og rak skipið í Húllið. ísborg kom á tilsettum tíma og tók skipið í tog áleiðis til Vestfjarða. ÞÞað mun hafa verið öryggisventill í katli, sem bilaði. Gerði vélstjór- inn sér vonir um að takast mætti að gera við bilunina á leiðinni vestur. Togararnir voru ókomnir í höfn í morgun, en veður hefur stillst og kom- ið gott leigði. Umrœður á tíu þjóða afvopn- unarráðstefnunni í Genf benda til, að árangurs kynni að vera að vœnta, ef samkomulag gœti náðst um herliðsfœkkun, þótt til nokkurra orðahnippinga hafi komið um þau mál. Zorin, fulltrúi Sovétríkjanna, hélt því fram, að frá 1945 til 1948 hefðu þau fækkað í herj- um sínum úr 11.452.000 í 2.874.- 000 í von um, að samstarf gæti haldizt meðal bandamanna, en vestrænu löndin hafnað vináttu og samstrafi, og neitað að fara Krónan nt- gennileu nú Genf í gær. Frá fréttaritara Vísis. — Víxlari við hliðina á blaða- mannahótelinu greiðir franka 9.40 fyrir 100 ísl. krónur og selur fyrir 10.30 fr. Mun íslendingum hér ekki þykja það óhagstætt og minnast þess tíma, er enginn vildi sjá ísl. krónur. Ekki bjóða þó allir víxlarar jafn- góð kjör hér í Genf. (Skráð sölugengi 100 svissneskra franka er hér nú kr. 878.65). Paturson þóttist sárt leikinn. Erl. Paturson þóttist sárt ieikinn af Svissurum, en hann átti dálítið af krónum eftir Islandsför sína, en fékk ekki nema 6.50 fr. Gunnar. Flugvallargerð við ísa- fjörð hafiei á ný. Flugvélar ættu a5 geta lent selnt í sumar. Frá fréttaritara Vísis. Isafirði •' gær. Vinna við nýja flugvöllinn á Skipeyri er fyrir nokkru haf- in með aðdrætti á grjóti í flug- vallargarðana. Heyrzt hefur að framkvæmd- ir verði auknar um næstkom- andi mánaðamót, svo að völl- urinn verði sem fyrst lending- arhæfur Kunnugir telja, að enn sé svo margt óunnið, að liðið verði langt á sumarið, þegar flugvöllurinn verði fullgerður. Á Suðureyri í Súgandafirði verður í sumar unnið að hafn- arbótum. Ætlunin er að gera þar bátahöfn fyrir vélbátaflot- skrifstofumönnum til landsins. í ahn. Verk þetta á að hefja í næsta mánuði og verður leit- ast við að koma því svo langt áleiðis í sumar, sem kostur er. Vélbátafloti Sugfirðinga hefur stöðugt aukist síðustu árin og knýjandi nauðsyn að hann fái Bætta hafnaraðst.öðu. í sumar er fyrirhugað mikil stækkun hraðfrystihússins í Bolungavík. Er hún meðal ann- ars gerð með aukna síldarsöltun og síldarverkun fyrir augum. Þegar stækkun þessi er komin í framkvæmd, verður hrað- frystihúsið í Bolungavík eitt stærsta fiskiðjuver hérlendis. Framkvæmdarstjóri er Einar Guðfinnsson. Arn. að dæmi Rússa um einhliða fækkun. Jules Moch, franski fulltrú- inn, svaraði því til, að það sem gerzt hefði í Evrópu 1948 — og Asíu 1949 — hefði valdið spennu á alþjóðavettvangi. Zorin myndi ekki síður minnugur á þessa atburði en aðrir. Eaton, fulltrúi Bandaríkj- anna, minnti á, að s.l. fimmtu- dag hefði hann lagt fram 9 til- lögur um, ráðstafanir til afvopn- unar þegar í stað, og hann von- aði: enn, að Sovétríkin féllust a. m. k. á eina þeirra, til þess að hægt væri að byrja. Hann kvað höfuðatriði, að öll afvopnun væri nægilega tryggð með eftir- liti. Zorin kvað þessar tillögur úr sér gengnar. Nokkrar líkur þykja benda til, að skriður komist á málin í rétta átt, en vart fyrr en eftir fund æðstu manna, því að menn vona þó, að með því fundar- haldi þokist þó ef til vill eitt- hvað í rétta átt, þótt fáir geri sér glæstar vonir. Hér eru einkennilegir förunautar. Það er Vetur konungur, sem hefur brugð- ið sér á bak úlfalda. Sá reið- skjóti mun sjaldan bera svo „kaldan“ riddara, en allt getur gerzt á sumardaginn fyrsta. (Ljósm. Bj. Bj.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.