Vísir - 23.04.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 23.04.1960, Blaðsíða 1
BO. árg. 90. tbl, Fhigvéi ferst með 35 manns. Belgísk flugvél fórst í gær í Belgiska Kongó. Rakst hún á fjallshlíð. Fórust allir, sem í flugvélinni voru, 28 far- þegar og 7 manna áhöfn eða 35 manns, m.a. nokkur börn. Flestir sem fórust munu hafa verið Belgir. — Flugvélin. var DC4-gerð. Bylting kæfð Stjórn Venezuela tilkynnir að byltingartilraunin, sem gerí var um seinustu helgi hafi ver ið bæld niður. - Segir í tilkynningu hennar að uppreistarmenn séu flúnii til landamæra Columbia, þai sem innrás var undirbúin. Isl. tillaga lögð fram í Genf sem viðbótartillaga við bræðinginn. Atkvæði u m 10 ára söguleg réftindi gildi ekki fjrir þjóðir yiii«næi‘andí háðar fiskveiðum. Eftir seinustu fregnum að d‘æma frá Genf gærkvöldi eru nokkrar líkur til, að bræðings- tillaga Kanada og Bandaríkj- anna nái löglegri samþykkt á sjóréttarráðstefnunni, en þó verður ekkert um það fullyrt. Bætt er í hana greinum um hvernig skera skuli úr deilum, og að hún skuli ekki hafa áhrif á milliríkjasamninga. íslenzk viðbótartillaga hefur verið lögð fram við þriðju grein, sem fjallar um söguleg réttindi í 10 ár, skuli bætast, að ákvæði þessarar greinar gildi ekki, þegar þjóðir sem eru yfir- gnæfandi háðar fiskveiðum við strendur um fjárhag sinn og efnahagsafkomu. Sjö tillögur voru lagðar fram í gær, en sumar aðeins orða- breytingar. — Aðeins 8 af 18 þjóðunum eru nú fylgjandi til- lögu þeirri sem áður hefur verið Eru hótunarbréf skrifuð hér og þar um bæinn? Rlfvél heildverzliunar b vörzlls lögregiurmar. Grunur leikur á, að Magnús Guðmundsson, lögregluþjónn- inn, sem nú liggur undir ákœru um að hafa skrifað lögreglu- stjóra morðhótunarbréf, hafi ritað a.m.k. eitt þeirra á litla ferðaritvél í fyrirtœkinu Solido á Vesturgötu 25. Málið er í rannsókn og ritvél- in í vörzlu lögreglunnar. Það, sem einkum styður gruninn enn þá, er að Magnús kom oft í skrifstofur Solidos, var kunn- ugur öðrum eiganda þess, — en þeir eru úr sama byggðarlaginu, Patreksfirði. Magnús bjó um skeið í nágrenni við fyrirtækið á Vesturgötunni. Rannsóknardómarinn, Guð- mundur Ingvi Sigurðsson, vildi fátt um málið segja, er Vísir innti hann frétta í gær. Kvað hann rannsókn ekki vera lokið, og fyrr vildi hann ekki tjá sig um málið. getið og Robles fulltrúi Mexikó gerði grein fyrir, þ.e. um að fresta landhelgismálinu, þar til ný ráðstefna yrði haldin (1965), en ríki sem hafa tekið 12 mílna fiskveiðilögsögu mættu halda henni. Fulltrúi Svíþjóðar tók einn til máls á morgunfundi og end- urtók að Svíþjóð væri mótfall- in útfærslu landhelginnar, en myndi greiða tillögu Bandaríkj- anna og Kanada atkvæði í samkomulags skyni. Sjiíkrabifreið í áreksfri. Harður árekstur varð á milli R 8896 og R 782. hvorttveggja fólksbifreiðar, á mótum Grens- ásvegar og Miklubrautar kl. 21.30 í gærkvöldi. Sjúkrabíll var sendur ásamt lögreglubíl á slysstað, en er sjúkrabíllinn kom á Miklatorg lenti hann í árekstri við R 1587. Engin slys á mönnum urðu í árekstrinum — en tvær fyrr- nefndar bifreiðarnar voru dregnar burt af slysstað. ^ Líkur eru fyrir, að Eisen- hower Bandaríkjaforseti komi víðar við en í Japan á heimleið af fundi æðstu manna, svo sem Suður- Kóreu, Fílipseyjum og Formósu. Myndin er tekin af leik- húsgestum Þjóðleikhússins að kvöldi 20. apríl, en þá var hátíðarsýningu á leikrit- inu „í Skálholti" eftir Guð- mund Kamban. Gestir létu óspart í ljós hrifningu sína, þökkuðu leikstjóra og leik- urum lengi og innilega. Páfuglinn og bræðingurinn Genf í gær. Frá fréttaritara Vísis. — Það gerðist hér í Þjóðhöll- inni, er Júlíus Havsteen og ýmsir fulltrúar voru á inn- leið, en einn af 10 fögrum páfuglum þjóðhallarinnar var á vakki í göngum, að Havsteen segir með hárri raust á ensku: „Ekki held eg, að hans til- iaga yrði verri en bræðing- urinn“. Var nærstöddum fulltrú- um mjög skemmt við orð iýslumanns. Gunnar. Flóttinn fer í vöxt. Um 5000 Austurþjóðverjar notuðu tækifærið, sem gafst í dymbilvikunni til þess að flýja vestur fyrir tjald — og er það mesti vikuflótti frá A.-Þ. síðan 1953. Og þetta gerðist þrátt fyrir, að yfirvöldin í A.-Þ. hafi hert sem mest þau mega á öllu eftir- liti á landamærunum. Meðan íbúar Vestur-Þýzkalands not- uðu páskaleyfið sér til hvíldar og upplyftingar komu 5000 hrjáðir Austur-Þjóðverjar, karlar, konur og börn, nákvæm lega talið 5.783 milli 11. og 17. aprí] Margir komu alveg farang- urslausir og er það til skýring- ar á því hve margir sluppu í gegn. Flóttamönnum fjölgaði og í móttökustöðvum í V.-Þýzka- landi í dymbilvikunni, en tölur hafa ekki enn verið birtar. Sá fyrsti á réttinn. Eftirfarandi yfirlýsing barst Vísi í gær frá Landhelgisgæzl- unni: Að gefnu tilefni og til þess að fyrirbyggja misskilning, þá þykir rétt að taka fram, að svæði það milli 8 og 12 sjómílna markanna á Selvogsgrunni, þar sem netatjón Grindvíkinga varð 1 s.l. viku, er ekki eingöngu ætl- að íslenzkum togurum til veiða, þótt þeir hafi heimild til tog- veiða þar samkvæmt reglugerð frá 29. ágúst 1958, heldur er það frjálst veiðum allra ís- lenzkra skipa og báta, og gildir þar eðlilega sama venja um veiðar og annarsstaðar, að sá sem fyrst hefur sín veiðarfæri í sjó, á réttinn. RE 1 - Kútter Sæborg Arinbjöm hersir og Freyr. Tvcir itttfísi'ttr sýásottir tiK s.i. Tveir íslenzkir togarar hlupu af stokkunum skipasmiðastöð - inni Seebeck í Bremerhavn s.I. þriðjudag. Hlaut togarinn sem ísfell h.f. á Flateyri á, nafnið Sigurður, en hinn sem smíðað- ur er fyrir Isbörninn h.f. var skýrður Freyr. Bæðí skipin eru um 1000 rúmlestir að stærð. Gert er ráð fyrir að Freyr verði tilbúinn til afhendingar seint í ágúst eða september og Sigurður um það bil mánuði síðar. Freyr fær einkennisstafina RE 1 og yr því þriðja skipið sem ber þá. B.v. Arinbjörrx hersir sem var eign Kveldúlfs h.f. bar einnig númerið RE 1, én fyrsta skipið var kutter Sæ- borg. Eigandi hennar var Pétur Bjarnason o. fl. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.