Vísir - 23.04.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 23.04.1960, Blaðsíða 7
Laugardaginn 23. apríl 1960 VlSlB 7 %U, '&Mt: M ILLI ★ ÁSTARSAGA 32. TVEGGJA ELDA afár æst, mér liggur við að segja hamstola. Viltu gera svo vel að muna það, og æsa hana ekki enn meir. — Já, sagði Madeline og beit á jaxlinn og elti ungfrú Arlingley inn ganginn, og var að brjóta heilann um hvernig hún ætti að segja hálfvitlausri kerlingu að hún væri lygari, án þess að koma henni i æsing. Þegar þær komu inn í sjúkraherbergið lá við að Madeline yrði hrædd er hún sá hvernig frú Sanders leit út. Dökkir skuggar voru undir augunum, og auðséð að hún hafði grátið mikið. Var- irnar voru bláfölar, enda hafði hún gleymt að nota varalitinn, eins og hún var vön — og enginn litur í kinnunum, hvorki eðli- legur né aðfenginn. Hún var hátíðleg og svipurinn svo geigvæn- legur, að hann hlaut að vekja áhyggjur og meðaumkyun hverrar sæmilega brjóstgóðrar manneskju. Þegar hún sá Maaelinu blossaði hatrið i augum hennar og hún hrópaði hátt og skrækt: — Rekið þér þessa kvensnipt út. Eg verð veik af að horfa á hana. Fyrst reynir hún að stela syni mínum og síðan stelur hún armbandinu mínu! Hún kann ekki að skammast sín, að koma hingað inn. Burt með haná!, — Svona, svona, frú Sanders. Madéline varð að játa, að Flóru tókst vel að þagga niðri í henni. — Það er ástæðulaust að láta svona. Yður léttir þegar þér heyrið það sem eg ætla að segja yður. Við höfum fundið armbandið! — Fundið það? í svipinn virtist gamla rauðeygða konan verða forviða. — Ungfrú Gill kom með það aftur, vegna þess að.... —Það var það sem eg sagði — hún hefur stolið því. Þarna sjáið þér! Hún stal því. Hún meðgengur það. Hún.... — Eg hef ekki meðgengið það, frú Sanders, sagði Madeline rólega og gekk að rúminu hennar. — Þér megið ekki vera svona fávís og illgjörn. Ungfrú Arlingley benti, en Madeline lét sem hún sæi ekki aðvörunina. Hún hefði verið til með að snúa frú Sanders úr hálsliðnum þessa stundina, öll meðaukvun með sjúklingnum var rokin út í veður og vind. — Þér vitið ofur vel að þér fenguð mér armbandið á föstudaginn til þess að.... — Það gerði eg ekki! Það gerði eg aldrei! Frú Sanders æpti eins og vitlaus manneskja. — Nú segir hún að eg ljúgi, til þes$ að bera af sér að hún er þjófur. — Góða frú Sanders. Enginn hefur sagt að þér ljúgið, sagði ungfrú Arlingley þolinmóð. — Ungfrú Gill er aðeins að reyna að skýra hvernig — hvernig misskilningurinn varð. — Þetta er enginn misskilningur, sagði Madeline stutt og ungfrú Arlingley leit til hennar eins og hún vildi segja: „Það verður ekki við þig átt!“ — Þarna heyrið þér — hún segir að eg ljúgi! veinaði frú Sanders. Hún ætlar að búa til lygasögu, til að hylma ,yfir sinn eigin glæp. Eg. skrifa formanni spítalastjórnarinnar og kæri þetta! — Formaður spítalastjómarinnar er bróðir minn, frú Sanders, sagði ungfrú Arlingley þurrlega, — og eg er viss um að hann léggur til að við jöfnum þetta mál í kyrrþei. — Málið er upplýst. Eg hef sagt yður ganginn í því. Hún er þjófur. En nú er hún orðin hrædd og hefur taliö skynsamlegast að skila armbandinu, og reyna að klóra yfir þetta. — Þetta gengur hvorki né rekur, sagði ungfrú Arlingley mæðu- lega við Madeline. — Það er bezt að þú farir. Og Madeline fór, dauf í dálkinn og gerði sér vel ljóst að frú Sanders, sem nú var orðinn furðu róleg, mundi ekki spara að ala á tortryggninni hjá ungfrú Arlingley. Ekk svo að skilja — ungfrú Arlingley átti að hafa dómgreind á móðursjúkri afbrýöi, en Madeline var farin að efast um, að nokkur mundi trúa frú Sanders til að dirfast að ljúga þessu frá rótum. Hún hallaði sér upp að þilinu í ganginum og lokaði augunum. Hún gat ekki varist að hugsa til þess, að er hún stóð þarna síðast, undir líkum kringumstæðum, hafði dr. Lanyon komið til he'nnar og spurt hana hvað væri að. Og þegar hann varð þess vísari hafði hann kippt öllu í lag. En i þetta skipti var ekki líkrar hjálpar von. Hann hafði sagt að hún væri fullfær um að bjarga sér — hún væri ekki hjálpar þurfi, úr því að hún var systir Clarissu. En það var ekki rétt. Hún þurfti sannarlega á hjálp hans að halda núna. Bara að hún gæti talað við hann — fengið hann til að koma híngað? Og staðfesta það, sem hún hafði sagt við hann. Nei, — hann gat ekki — gat ekki neitað, ef hún bæði hann um að komai Madeline þorði varla að hugsa til þessa ferlega, sem hún hafði látið sér detta i hug að gera; hún stóð bara og starði á stóru þögulu klukkuna fyrir endanum á ganginum. Hún var fimm mínútur yfir hálfníu. Og klukkan tíu átti hann að gera uppskurð. Bara að hann væri kominn í skrifstofuna sína.... Hún hljóp og fór að leita að Ruth, og þegar hún fann hana sagði hún biðjandi: — Ruth, get eg horfið af verðinum í tíu mínútur? Leyfðu mér það — aðeins tíu mínútur. — Mér.... líður ekki vel. — Ef þér líður ekki vel er réttara að þú biðjir um sjúkraleyfi, svaraði Ruth, og horfði rannsakandi á hana. — Nei, þetta er ekki svo alvarlegt. Leyfðu mér þetta, Ruth, — aðeins tíu mínútur! Árvökur augu Ruth orfðu enn á hana. — En, þú verður að; lofa mér þvi, að gera ekki neina flónsku. Viltu það? spurði hún., — Vitanlega dettur mér það ekki í hug, sagði Madeline og hugsaði til þess um leið hve margfalt brot á starfsreglunum hún fremdi með því að fara af verði inn í aðra byggingu, þó ekki væri nema fáeinar mínútur, til þess að ónáða einn af skurð- læknunum áður en hann tæki til starfa. Ruth hafði ekki fyrr kinkaði kolli til samþykkis en Madeline hljóp fram ganginn að lyftunni. Sem betur fór þurfti hún ekki að hringja á hana, og eftir hálfa mínútu hljóp hún fyrir hornið og að aðalbyggingunni. Ef einhver hefði séð hana þarna hlaupandi, með sloppinn flagsandi, mundi hún hafa fengið á baukinn. En ef hún hlypi ekki mundi hún ekki geta lokið erindinu á tíu mínútum. Hún var heppin, því að lyftan var líka til taks er hún kom þarna og hún komst tafarlaust upp á skurðstofuhæðina, og las nöfn skurðlæknanna á skrifstofudyrum þeirra. Hún hafði aldrei komið þama áður, og vegna þess hve ókunnug hún var fannst KVÖLDVðKUNNI mmiiiiiiiM mi Vísindamenn segja að fyrstj maðurinn, sem fer til tunglsins, eigi kannske ekki afturkvæmj til jarðarinnar. Kannske hanri óski þess heldur ekki. ★ Kona kemur í safn asami bónda sínum. Þar er ungur; fylgdarmaður og konan spyp hann um aldur smurlings, serri þau eru að skoða. j ,,Hann er 5 þúsund ára og 7 mánaða að aldri,“ var hið ná» . | kvæma svar. | Konan varð dálítið hissa og spurði: „Hvernig í ósköpunum getur maður vitað þetta — um sjö mánuði?“ j „Jú, það er rétt,“ sagði fylgd- armaðurinn. „Þegar eg kom hingað var smurlingurinn 5 þúsund ára. En eg er búinn acS vera hér í sjö mánuði.“ $5 MRINCt líP fito JNUM FR/ { i þ,: xistíifh CMAftiAit«ni 4 gparið -yðúr Haup á roiJJi maxgræ veralana! Oð’WJOöL ícm timi -A'u^curstraeti „Má eg tala við yður andar* tak, herra. „Vissulega, ungi maður,1* jsvaraði hr. Smith. „Hvað er? það?“ „Ja — hr. Eg ætlaði — þací er að segja — get eg — hefðuð þér nokkuð á móti því að —■?** „Jæja þá,“ sagði hr. SmitH hlæjandi. „Svo að þér viljið giftast dóttur minni, en eruð feiminn við að biðja um hana, er ekki svo? Takið hana bara, drengur minn, og gæfan fylgi ykkur.“ „Nei, það var ekki það, sem eg vildi. Eg — var að hugsa um hvort þér vilduð ekki lána mér, dálítið af peningum?“ „Lána yður peninga?“ sagði herra Smith reiður og góndi á: hann. „Nei, vitaskuld ekki. Eg þekki yður varla.“ ★ Þegar Ivan grimmi ákvað að, kvænast, sendi hann sendiboða., víðsvegar og skipaði þeim að safna handa sér 500 fegurstu konum, sem þeir gæti fundið. Þegar hann hafði valið þá sem hann vildi gaf hann hinum 499 glæsilega vasaklúta baldýraða með gulli og gimsteinum. ★ — Hvernig maður er hann eiginlega að sjá? var spurt. — Æ, hann er svolítill upp- þornaður náungi, sagði magur Missouribúi. — Hann lítur út eins og hann hafi alltaf borðað á eftir. R. Burroughs — TARZAIM — 3240 *A GIPT, GPEAT CHIEF.TO MA.IMTA.IM PEACE WITW VOUK AEAB MEIGWBOPOJ SAIF TAKZAM SOLE/ANLV. "OMLV -. >-r~ifr w*pleasef!'snappef .f/1 mgoto. •1 F*»fure Syr.dic*;?, Inc. Tarzan og Pierre voru fanrðir ,að köfa konungsins. Vorðurinn, háðslegur á svip .skipaði þeim að ganga ira. Þar beið þeirra hinn mikil- úðlegi konungur Ngoío. — Gjöf til yðar, mikli höfðingi, til þess að þér haldið frið við nágranna yðar Árabana, sagði Tarzan með mikluin- hátíðleik. Nú, jæja, áðeins' ef mér líkar Hún, sagði hanh. 'hvasst. IfiúseigendaTétag Reykjavíkur JjjnrMsJ i s 8! 3 fAHi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.