Vísir - 02.05.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 02.05.1960, Blaðsíða 4
I V í S I R Mánudaginn 2. maí 1960 Hallar á Botnvinnik í við skiptum við Tal. í Nú er tekið að síga á seinni lilutann í einvígi beirra Bot- Vinniks og Tals um heimsmeist- aratitilinn í skák. í Fáum blandast orðið hugur tim, að Botvinnik hefur hitt íyrir ofjarl sinn að þessu sinni, J)ótt hitt megi af skákunum ráða að Botvinnik teflir nú íiaumast af þeirri skei'pu, sem honum er gefin, þegar hann er upp á sitt bezta. Botvinnik hef- Vr þó teflt flestar skákirnar vel íramanaf, en notar mun meiri umhugsunartíma en andstæð- ingurinn, lendir svo í tiíma- þröng og leikur þá oft af sér. Þaö er einmitt þessi gangur skákanna — góð uppbygging hjá Botvinnik og afleikir í tímaþhöng, sem vafalaust munu Valda því, að ýmsir skákmenn sem ekki kunna vel að meta skákstíl Tals svo sem til dæmis Smýsloff, munu ekki v.ilja við- urkenna yíirburði Tals, þótt hann fari með sigur af hálmi og mun það að líkindum hvetja Botvinnik til hefnda að ári, í þeirri von að hann verði þá bet- ur fyrirkallaður. En einvíginu er nú enn ekki lokið — ennþá getur heimsmeistarinn orðið harður í horn að taka. Fréttir af einvíginu hafa ekki verið eins góðar að undanförnu eins og þær voru í fyrstu. Eink- um var það skarð fyrir skildi, þegar aðstoðarmaður Tals, Kob- lenz, sá sér ekki lengur fært að senda fréttabréf frá einvíginu. Alis hafði hann þá sent átta bréf og tekið fyrir jafn margar skákir. Blaðið mun væntanlega geta birt síðustu skákir ein- vígisins tiltölulega skömmu eft- ir að þær verða tefldar, en bil- ið á milli greina aðstoðarmanns- ins og skáka þeirra, sem birtar verða nýjar. ætla ég að brúa nokkuð með því að rekja gang baráttunnar um miðbik einvíg- isins. Eins og lesendur minnast, hafði aðstoðarmaðurinn lýst því í síðustu grein sinni, hvern- ig Tal fékk verri stöðu í átt- undu skákinni, en tókst sem oftar að grugga vatnið með peðsfórn og ná sterkari gagn- sókn. Hefði sú gagnsókn getað orðið Botvinnik ske.inuhætt, ef svo hefði ekki brugðið við, að einnig Tal komst í ofsalega tíma þröng, og þótt hann sé álitinn vera bezti hraðskákmaður heimsins, varð honum þá á að leika röngum hrók um einn reit, og réði sú yfirsjón úrslitum skákarinnar, eins og fyrst kom í ljós þegar öll lætin voru um garð gengin. og menn gátu lit- íð yfir baráttuvöllinn í ró oe næði. Þannig varð fvrsti s.itnir ,-Botvinniks í einvíginu næsta til- viljunarkenndnr, og staðan > einvíginu hefði næstum alv°" eins getað verið fir2, piní o« 5:3 sem hún v?r í rpvndinní Þá er að spcfin ntaiono r-ó níundu skákinni. Að því sinni hom Tal með heimatilbúna sprengju gegn Caro-Kann vörn- ánni, sem Botvinnik hafði sett "traust sitt á. Nýjung þessi var allgiæfraleg mannfórn í 11. leik,. sem þó hefði sennilega 'srerið básúnuð sem nothæf og glæsileg, ef Botvinnik hefði ekki ainmitt ratað á réttu vörn- ina og þannig sýnt fram á, að hér var um púðurskot að ræða. Botvinnik hratt sókninni, hélt manni yfir gegn þrem heldur' lítilfjörlegum peðum og vann svo endataflið með nákvæmni fagmannsins í 58 leik. Þetta1 var mikill móralskur sigur fyr- ir Botvinnik en þungt áfall fyr- ir Tal, sem ekki átti í bili nein- ar nothæfar sprengjur í fórum sínum gegn hinu trausta virki Caro-Kann varnarinnar. Þá var staðan í einvíginu líka orðin ískyggilega jöfn. 5:4 fyrir Tal. í 10. skákinni beitti Tal kóngsindverskri vörn og með nokkuð óvenjulegri leikjaröð kom upp þekkt staða í 11. leik, sem Botvinnik virtist þó ekki vera vel kunnugur. Að minnsta kosti brá hann útaf alfaraleið með þeim miður góða árangri, að tapa strax peði án nokkurra teljandi sóknarfæra. Það varð þó heimsmeistaranum til happs, að einnig Tal tefldi skákina gloppótt, og þegar báðir höfðu misst af beztu leið nokkrum sinnum til skiptis, endaði skák- in friðsamlega í 60. leik, og staðan var orðin 5y2'.4V2. í 11. skákinni gerðust þau tíðindi, að Tal lék í fyrsta skipti ekki kóngspeðinu fram í fyrsta leik, en lét sér nægja hina rólegu Rétibyrjun: 1. Rf3. Lesendur muna ef til vill, að aðstoðarmaður hans hafði lát- ið svo um mælt í einni grein sinni, að ef svo sterkt vopn yrði slegið úr hendi Tals sem kóngs- peðsbyrjunin er, þá væri ein- vígið að hálfu unnið fyrir Bot- vinnik. Svo miklir atburðir höfðu þó ekki gerst. Eins og síðar kom í ljós, var hinn nýji byrjunarleikur aðeins tímabund in tilraun, ætluð til þess að drepa tímann á meðan nýjum skotfærum var safnað gegn Caro-Kann virkinu. „Tilraunin bar þó óvæntan árangur. Ýms- ir höfðu búist við, að Botvinn- ik myndi kunna vel við sig í hinni rólegu Rétibyrjun, en með snilldarlegri taflmennsku tókst Tal að ná betra tafli út úr byrjuninni og það var eklci fyrr en í miðtaflinu, sem Bot- vinnik tókst með viðlíka snilli að rétta hlut sinn. Þá barði hins vegar víðkunnur vágestur — tímaþröngin að dyrum hjá Botvinnik og varð honum þá á að hrasa lítillega út af braut nákvæmninnar. Ekkert slíkt fór fram hjá hvössum arnar- augum andstæðingsins. Tal herti sóknina að nýju og tókst I að ná sigri í 72. leik eftir vel teflda skák af beggja hálfu. Bilið hafði nú aftur aukizt — staðan var orðin 6y2:4V2 Tal í hae:. í 17 ekákinnj beitti Tal Tarrasch vörn og sýndi vel sinn skæða árásarstíl. Þannig tefla aðeins menn, sem þora að gefa nokkurn höggstað á sér. Bot- vinnik tefldi hins vegar traust- lega að vanda — skipti upp á hættulegustu árásarmönnum andstæðingsins og stefndi út í hagstætt endatafl. Hinar djarf- legu áætlanir Tals höfðu kost- að mikinn umhugsunartíma og komust nú báðir keppendur snemma í tímaþröng. Missti þá Botvinnik oftar en einu sinni af beztu leiðum, sem hefðu fært honum góðar vdnningsvonir og loks rændi hann peði, sem hefði getað kostað hann skákina, en þá var röðin komin að Tal að missa af öruggri vinningsleið. Eins og skákin tefldist, tókst Botvinnik ekki einungis að koma fyrir sig vörnum, heldur komst hann út í endatafl með peð yfir. Biðskákina tefldi Tal af mikilli nákvæmni, og varð Botvinnik ekkert ágengt með peð sitt í drottningarendatafl- inu. Jafntefli var samið eft.ir 72.. leik. Staðan að hálfnuðu einvígi var því 7:5 áskorandan- um í hag. 13. skákin varð áhorfendum til vonbrigða. Eftir aðeins stund arbaráttu og 16 leiki sömdu keppendur jafntefli. Virtist svo að báðir væru dasaðir eftir hin löngu endatöfl dagana áður og kysu því heldur að safna kröft- um fyrir lokahríðina. Báðir gátu líka að vissu leyti verið ánægðir með úrslitin, Botvinn- ik vegna þess að hann náði jöfnu með svörtu mönnunum, en Tal af því að hann hélt hinu góða forskoti sínu. Tal er í síð- ara helmingi einvígisins kom- inn í þá aðstöðu að geta teflt upp á jafnteíli og látið Botvinn- ik sækja á. í skákinni urðu skjót uppskipti á drottningum og fleiri mönnum, svo ekki var orðið mikið til að tefla upp á er samið var. Nokkru áður hafði Botvinnik hafnað tæki- færi til að flækja taflið sér í hag. Staðan var nú 7%:5%‘. I 14. einvígisskákinni valdi Botvinnik skarpt framhald gegn Nimzo-indverskri vörn Tals, en áskorandinn svaraði með skjótri riddaraárás, sem nýtur lítils stuðnings skákfræð- innar. Vera kann að Botvinnik hafi óttast leynivopn hjá Tal í þessu afbrigði, svo mikið er víst, að hann notfærði sér ekki uppski'ift skákfræðinnar gegn leiknum, heldur tefldi óvenju- lega leið, sem gaf Tal færi á að skipta upp í endatafl. Þrátt fyrir sinn unga aldur sýndi Tal mikla leikni í endataflinu. Botvinnik komst ekkert áleið- is, og var það aðdáendum hans til vonbrigða, að hann skyldi engu fá áorkað með hvítu mönn unum. Jafntefli var samið eftir 22. leik, og staðan var orðin 8:6 áskorandanum í hag. í 15. skákinni lék Tal aftur kóngspeðinu fram í fyrsta leik. Virðast þeir félagar, hann og Koblenz, aftur hafa verið bún- ir að safna skotfærum gegn CaroKann vörninin. — Með hinni nýju leið sinni tókst Tal að halda betra tafli allt fram að biðtíma, en Botvinnik af- stýrði mestu hættunni með uppskiptum, og þótt hann hefði peði minna í biðstöðunni, var samið um jafntefh án frekari baráttu, þegar heimarannsókn- ái' höfðu leitt í ljós, að Botvinn- ik gat haldið skákinni. Stað- an að loknum 15 skákum var því nú, að Tal hafði 8y2 vinn- ing, en Botvinnik 6V2. Verður nú baráttan ekki rak- in að sinni, en lesendum sjálf- urn leyft að líta á 16. skákina, sem birt er nær skýringalaus rúmsins vegna. 17. skákin verð- ur svo væntanlega birt í blað- inu eftir helgina og síðar þær skákir, sem eftir eru af ein- víginu. — Freysteinn. 16. skákin. Hvítt: Botvinnik Svart: Tal 1. d4 Rf6 e6 3. Rc3 Bb4 4. a3 Bxc3 Re4 6. Dc2 (í 14. skákinni lék Botvinnik hér 6. Rh3, en varð ekkert ágengt eftir 6. — c5 7. e3 Da5 •8. Bd2 cxd4 9. Rxd2 10. Dxd2 b6 o.s.frv. í þessari skák fer Botvinnik meira að ráðum skákfræðinnar.) 6. f5 7. Rh3 d6 8. f3 Rf6 9. e4 fxe4 10. fxe4 e5 11. Rf2 0-0 12. Be2 c5 13. dxe5 (Botvinnik stefnir að því að koma riddara sínum á reit- inn d5, þar sem hann verður að stórveldi, svartur á ekki samsvarandi reit á d4) 13. — dxe5 14. 0-0 Rc6 15. Bg5 De8 16. Rdl Dg6 17. Bxf6 Hxf6 18. Re3 Hxflt 19. Hxfl Be6 20. Dd3 Hd8 21. Rd5 Hf8 22. Rc7 Hxflf 23. Bxfl Df7 24. Dd6 Bc8 (Tal verst vel. Ekki mátti 26. Ddðleika 24. -Bxc4? sökum 25. Bxc4 Dxc4 26. Re6 og hvít- ur mátar eða vinnur drottn- inguna.) 25. Ra6 Df4 26. Dd5t Kh8 27. Dxc5 Be6 28. Rc7 Bg8 29. Df2 Dxe4 30. Re8 Dg6 31. Df8 e4 32. Rd6 Re5 33. c5 Rd3 34. Rf5 Re5 35. Re7 Df7 36. Dxf7 Bxf7 37. Kf2 Bc4 38. Bxc4 39. c6 Bxc6 40. Rxc6 a5 . Hér fór skákin í bið, en keppendur sömdu síðan jafntefii án fram- halds og staðan í einvíginu varð 9:7 áskorandanum í hag. Frá Fsrfaþjómsstu stúdenta. Ferðaþjónusta stúdenta hefur ákveðið að gefa stúdentum kost á 12 daga hópferð til Fær- eyja í sumar. Hefur ferðin verið skipulögð með það fyrir augum að íslenzkir stúdentar fái tæki- færi til að taka þátt í hinni ár- legu merkishátíð Færeyinga, hinni svokölluðu Ólafsvöku, sem haldin er í lok júlímánaðar ár hvert. Að öðrum þræði ligg- ur svo auðvitað til grundvallar þessari ferð að kynnast hinum I næstu nágrönnum okkar ís- I lendinga, sem við því miður 'sækjum sárasjaldan heim. Ráðgert er að leggja upp frá Reykjavík með m.s. Heklu hinn 23 júlí og verður komið heim aftur með sama skipi 3. ágúst. Sjálf dvölin í Færeyjum er frá 25. júlí til 1. ágúst. Verður dvalizt við margs konar skemmtan á Ólafsvökunni í Þórshöfn, en auk þess verður farið í stuttar ferðir til dæmis til Klakksvíkur og Fuglafjarð- ar, og verður það eins dags ferð og til Suðureyjar með viðkomu á Stóra Dímon, sem rómaður er fyrir fegurð, og tekur sú ferð tvo daga. Auk þess verður væntanlega farið í stuttar öku- ferðir um Straumey. Hyggur ferðaþjónustan gott til, að stúdentar notfæri sér þessa fyrstu utanlandsferð á hennar vegum. Eru væntanlegir þátttakendur vinsamlegast beðn ir að tilkynna þátttöku sína hið fyrsta, þar eð þátttakendafjöldi er takmarkaður. Allar nánari uppl. fást hjá Ferðaþjónustu stúdenta í Háskólanum eða í i síma 1-59-59 kl. 9—12 árd. Verði er mjög í hóf stillt. Myrti móður sína. Atján ára piltur í Melrose í Massachusetts í Bandaríkjunum t hefir verið handtekinn fyrir að myrða móður sína. [ Játaði hann á sig verknaðinn,' þegar lögreglan náði horium, og ‘ gaf þá skýringu, að hann hefði viljað ganga að eiga 16 árá 1 gamla unnustu sína, en móðii'iri | verið því andvíg. Unnustan var ; svertingi. Fyrir nokkru fóru nokkrir nefndarmenn, sem hafa á hendi undirbúning og byggingu sýningar- skála atvinnuveganna, sem þegar er farið að byggja, til Keflavíkurflugvallar. Þar skoðuðii þeir mikið íþróttahús, sem nýreist er, og kynntu sér ýmsar nýjungar. Við það tækifæri er mynd þessi tekin. Talið frá vinstri eru á myndinni Guðmundur Halldórsson byggingarmeistari, McHarg liðþjálfi, Björgvin Fredriksen framkv.stj., Páil Líndal skrifs.stj., Böðvar Péturssoii prentsm.stj., Major Seely, Gísli Halldórsson arkitekt, Sveinn Guðmundsson framkv.stj., Sigurð- ur Magnússon kaupm. óg JóiVas B. Jónsspn fræðslufulltrúi. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.