Vísir - 02.05.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 02.05.1960, Blaðsíða 6
6 Mánudaginn 2. maí 1960 V í S I R TIBIB D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. S Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,09. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Sumarstarf KFUM í Vatnaskógí Mikll sókn þangað ber vott um sívaxandi vmsæidlr. Eftir Genfarfunciinii. Síðastliðinn föstudag flutti Bjarni Benediktsson ræðu í fréttauka Ríkisútvarpsins um landhelgismálið. Ræddi hann ! þar stuttlega ýmis atriði : landhelgismálsins og sagði í stórum dráttum frá gangi ' mála á sjóréttarráðstefnunni, ' sem nýlokið er í Genf. Benti ráðherrann meðal annars á, að enda þótt ekki hefði verið gerð nein somþykkt á ráð- stefnunni um víðáttu land- helgi og fiskveiðilögsögu, hefði það þó áunnizt, að al- mennt hefði sérstaða íslands verið viðurkennd. Var það »g athyglivert, sem ráðherr- ann benti á, að 12 mílna fisk- veiðilögsaga okkar væri ekki sérmál íslendinga, heldur ætti hún að vera keppikefli allra, sem hlut eiga að máli. Friðunarráðstafanir væru ekki aðeins íslendingum til hagsbóta, heldur og öðrum fiskveiðiþjóðum, því að eng- ! inn getur grætt á því, að fiskstofnar eyðist. ijarni Benediktsson dómsmála- ráðherra kemst meðal ann- ars svo að orði í ræðu sinni: 1 ,,Auðvitað eru margar á- stæður til þess, að ráðstefn- an fór út um þúfur, og sá möguieiki er vissulega fyrir hendi, að ef menn hefðu fengið að greiða svo at- kvæði um tillögur íslands eins og hugur þeirra stóð til, þá hefðu aðrir, þótt fáir væru, skorizt úr leik, svo að nægur meirihluti hefði engu að síður ekki fengizt með samkomulagstillögu Kanada og Bandaríkjanna svo breyttri. En ekki ætti að þurfa um það að deila, að hagsmuni íslands hefði ekki verið hægt að tryggja betur á annan veg en þann, en ef tekizt hefði að fá alþjóða- samþykkt, þar sem 12 milna fiskveiðilögsaga var skilyrð- islaust viðurkennd fyrir ís- alnd, hvað sem var um aðra, svo sem Dani og Norðmenn, er eftir atvikum vildu sjálfir sætta sig við 10 eða að nokkru 5 ára kvöð.“ Um þetta eru vafalausí flestir íslendingar sammála. Sendi- nefnd fslands í Genf fór þangað til þess að freista þ^ss, að ísland gæti fengið 12 mílna fiskveiðilögsögu, skilyrðdslaust. Þegar miklar horfur voru á, að hin sam- eiginlega tillaga Kanada og Bandaríkjanna um „6 plús 6 mínus 6“ næði tilskildum meirihluta, var sjálfsagt að íreista þess að bera fram breytingartillögu um, að hin svonefndu sögulegu réttindi skyldu ekki ná til þeirra þjóða, sem væru nær alger- lega háðar fiskveiðum um afkomu sína. Hitt er svo annað og leiðinlegra mál, að Hermann Jónasson og Lúð- vík Jósepsson skyldu verða til þess að hafa sérstöðu í því máli, í óþökk yfirgnæf- andi meirihluta landsmanna. Gengið hefur verið frá áætl- unum fyrir sumarstarf K.F.U.M. í Vatnaskógi nú í sumar. Er tilhögun þess svipuð og verið hefur undanfarin ár. í fyrra jdvöldu í Skóginum hátt á sjöunda hundrað drengir og piltar, en þá voru flokkarnir j tíu eins og nú í ár. Frá 8. júní til 1. júlí eru flokkar fyrir 10—! 12 ára drengi. Frá 5. júlí til 22. j júlí eru flokkar fyrir drengi 12 —14 ára og frá 22. júlí til 29. júlí fyrir 14—16 ára pilta. Þann' 29. júlí hefst svo hinn fyrsti af þremur vikudvalarflokkum fyrir drengi 9—13 ára. Flokk- ar þessir eru allir vikuflokkar nema síðasti flokkurinn fyrir 10—12 ára drengi, sem verður^ 9 dága, og fyrri flokkurinn fyrir 12—14 ára drengi, sem verður í 10 daga. Sumarstarf- inu í Vatnaskógi lýkur svo með því, að flokkur verður fyrir uppkomna pilta og menn 19.—■ 26. ágúst. ’l Sumarstarfið í Vatnaskógi hefur orðið mjög vinsælt á liðn- um árum og ber hin mikla sókn þangað vott um það. Þar eru líka öll skilyrði til þess að hafa sumarstarí, sem sé við hæfi drengja og pilta. Náttúi'U-! fegurðin gjörir sitt til, vatnið.: með mörgum bátum, dregur hugi drengjanna. Þá hefur og verið gjörður stór knattspyrnu- ’ völlur og er það grasvöllur. Er verið að vinna að því að fá þar góðan leikvang og mun nú í vor unnið að því að gjöra hlaupa- braut og annað, sem á við á íþróttavelli. Drengirnir, sem dvalið hafa undan farin ár í Skóginum, hafa sýnt mikinn á- huga á íþróttum, einkanlega þó í knattspyrnu. Mikið sjálfboðastarf er unnið á hverju vori og sumri í Vatna- skógi til þess að prýða staðinn og búa hann sem bezt. Skógar- menn K. F. U. M. hafa reist þarna vandaðan sumarskála, auk þess hafa þeir komið upp rafstöð og myndarlegu báta- skýli. Þá er þar og snotur lítil- kapella. Um 10 ára skeið hafa þeir og unnið að gróðursetningu trjáplantna, mest skógarfuru og greni, og eru nú trén frá fyrstu árum gróðursetningar- innar að verða fallegar plönt- ur, nokkuð á annan meter á hæð. Sumarstarfið hefir gegið út lítið smárit, prýtt mörgum myndum, með helztu upplýs- ingum um starfið í Vatnaskógi á komanda sumri. Er hægt að fá rit þetta á skrifstofu K. F. U. M., þar sem einnig eru veitt- ar allar nánari upplýsingar daglega, nema laugardaga, frá kl. 5.15 til 7 e. h. Aðsókn virð- ist ætla að verða mikil í Vatna- skóg'i í sumar, því nú þegar eru nálægt hundrað drengir og piltar búnir að láta skrá sig, enda þótt sumarstarfið sé nú fyrst auglýst opinberlega. Tvær nýjar bækur frá Almenna bókafélaginu. tíöfundar: Perleifisr BJarnason og Maria Dermont. Alveg sérstaka athygli vakti sá kafli ræðu dómsmálaráð- herra, er fjallaði um sakar- uppgjöf vegna landhelgis- brota frá 1. september 1958. í sambandi við það mál sagði ráðherrann: „Fyrir okkur íslendinga er um að gera að halda þeirri sam- úð, sem við höfum aflað, og gera ekki neitt það, sem kann að verða til þess, að aðrir geri í fljótræði eitt- hvað, sem skapi óleysanleg vandamál...... Við vitum ekki, hvað framtiðin ber í skauti sínu. En hvað sem aðrir gera, hirðum við ekki um að eltast við gamlar sak- ir úr því sem komið er. Elt- ■ ingaleikur til að koma fram i refsingum vegna þess, sem framið var þegar atvik voru öll önnur, yrði nú engum til j góðg. Við viljum byggja lausn á máli okkar í sátt og samlyndi við alla, einungis ef lífshagsmunum okkar er ekki ógnað.“ Og enn sagði ráðherrann: ,,Hér eftir sem hingað til mun haldið uppi gæzlu innan alls 12 mílna svseðisins og allir þeir sóttir til saka, sem ger- ast brotlegir héðan í frá.“ Enginn vafi er á því, að þjóðin mun taka þessari á- kvörðun vel. íslendingar skilja, að hér er af hálfu rík- isstjórnar okkar um að ræða yfirlýsingu, sem felur í sér vinarhug „gestus“, sem ekki verður skilinn á annan veg en þann, að íslendingar vilja draga úr háskalegri spennu í þessu viðkvæma máli, án þess þó að slaka neitt á kröf- um okkar um 12 mílna fisk- veiðilögsögu. Brezkir togar- ar geta nú leitað læknis í ís- lenzkum höfnum og vars við íslenza strönd, svo fremi þeir virði héðan í frá ís- lenzka fiskveiðilögsögu, án Út eru komnar hjá Almenna bókafélaginu bækur mánaSarins ! fyrir apríl og maí. Eru þær Hjá | afa og ömmu, eftir Þórleif j Bjarnason og Frúin í Litlagarði j eftir hollenzka skáldkonu, Maria Dermout. Hefur Andrés Björnsson þýtt þá bók. Hjá afa og ömmu er sjötta bók Þórleifs Bjarnasonar, en allar fyrri bækur hans hafa vakið mikla athygli, eins og kunnugt er. Þessi nýja bók er bernskuminningar höfundar frá Hælavík í Sléttuhreppi á Hornströndum, en þar ólst : hann upp hjá afa sínum og I ömmu, Guðna Kjartanssyni og Hjálmfríði ísleifsdóttur. Er þetta sérlega skýr frásögn af 1 sálarlífi sveitadrengs og sam- lífi hans við fólk, dýr og hina dauðu náttúru, sem hann lifir sig svo inn í, að fjöll og steinar Frá styrktaríélagi fatlaðra og famaðra. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur nýlega gerst aðili að alþjóðasamtökum til styrktar lömuðu og fötluðu fólki. Félagið er nú meðlimur International Society for the Welfare of Cripples. í samtökum þessum eru eingöngu félög áhugamanna í hinum ýmsu löndum, en engar stofnanir eða stjórnardeildir á vegum ríkis eða bæjarfélaga, sem svipuðum málum sinna. Samtökin reka ekki sjálf spítala eða neinar stofnanir aðrar til lækninga eða annara hjálpar fyrir fatlaða, heldur vinna þau eingöngu að söfnun upplýsinga og útbreiðslu þekk- ingar á læknisfræðilegum, tæknilegum og' félagslegum vandamálum er snerta lamaða og fatlaða. Samtökin styðja á þennan hátt eftir r.rætti starfsemi hinna einstöku félaga í hinum ýmsu löndum. Eitt aðalverk- efni samtakanna er að efna til alheimsráðstefna á 3ja ára fresti um þessi málefni. Nót þessi sækja læknar, nuddkon- ur, umbúða og skósmiðir til þess að fylgjast með nýjungum í sérgreinum sínum og enn- fremur leikmenn er áhuga hafa á málefnum fatlaðra. Næsta alþjóðamót verður haldið í New York í ágúst 1960. Styrktarfélag lamaðra *g fatlaðra hefur nú fengið frá samíökunum síutta kvikmynd um stai'fsemi eins slíks félags í U.S.A. fá mál í vitund hans. Inn í þetta fléttast glöggar lýsingar á fólkinu, umhverfis hann, heimilisfólkinu í Hælavík, ótta við að gamlar yfir- troðslur þeirra hitti þá fyrir? Þessi ráðstöfun ríkisstjórnar- innar, sakaruppgjö.fin, er hvort tveggja í senn, drengi- leg og skynsamleg. Fyrir því mun hin íslenzka þjóð taka henni vel. einkum afa hans og ömmu, og einnig þeim, sem þangað koma eða hann hittir, svo sem Betúel í Höfn, Jóni lækni Þorvalds- syni, séra Magnúsi Jónssyni að ógleymdum Árna Sigurðssyni í Skáladal, sem lesandinn fær af glögga mynd í stuttu samtali. Sléttuhreppurinn er nú í eyði, og meiri hluti þess fólks, sem lesandinn kynnist hér, kominn undir græna torfu. En Þórleif- ur Bjarnason hefur reist því fagra bautarsteina í minninga- bók sinni. Maria Dermout (frb, Dermát) höfundur Frúarinnar í Litla- garði, er roskin kona, sem ól aldur sinn fram yfir sextugt austur á Indlanseyjum. Hún hóf ritstörf 63 ára að aldri. Frúin í Litlagarði kom fyrst út 1955, og' var höfundur hennar þá 67 ára. Hefur sagan síðan komið út fjórum sinnum í Hol- landi og auk þess verið þýdd á fjöldamörg önnur mál. Nú ný-( lega he£ur sagan verið kvik- mynduð. Frúin í Litlagarði gerist á Moluccaeyjum í Indónesíu og segir frá evrópiskri konu allt frá bernsku hennar og fram á elliár, og því margvíslega fólki, sem hún umgengst. Er sagan í senn einkennileg og spennandi og fær yfir sig sérkennilegan, Kór KSVf efnir tíð h[|ónt!eika. Kór Kvennadeildar Slysa- vamafélagsíns í Reykjavík efn- ir til hljómleika fimmtudaginn 5. maí n. k. í. Austurbæjarbíói. Söngstjóri er Herbert Hribers- chek og undirleikari Selma Gunnarsdóttir. Einsöngvari með kórnum er Eygló Viktorsdótir en Jórunn Viðar mun leika einleik á píanó. Á efnisskránni eru verk eft- ir innlenda og erlenda höfunda m. a. tónverk eftir Skúla Hall- dórsson tónskáld fyrir kór og einsöngvara samið við kvæði Jónasar Hallgrímssonar „Ásta“. Mun það verða frumflutt á hljómleikum þessum og hefur tónskáldið tileinkað kórnum það í tilefni af 30 ára afmæli Kvennadeildar Slysavarnafé- lagsins í Reykjavík 28. þ. m. f kórnum eru 30. konur en formaður er Gróa Pétursdóttir, gjaldkeri Elínborg Guðjóns- dóttir og ritari Hjördís Péturs- dóttir. dulrænan blæ, sem stafar sum- part af stöðugri nálægð liðins tíma, sumpart af hinu óvenju- lega umhverfi, sem höfundur- inn leiðir lesandann í. Bækurnar verða sendar um- boðsmönnum Almenna bóka- félagsins út um land um þessa helgi, en fyrir félagsmenn í Reykjavík eru þær til af- greiðslu í skrifstofu útgáfunnar að Tjarnargötu 16.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.