Vísir - 04.05.1960, Blaðsíða 6
V I S I R
Miðvikudaginn 4. maí 1&60
V18XB.
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsiður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 3,00 eintakið i lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Sól á joliim
Rætt við Lúðvig Guðmundsson
nýkominn frá sólarlöndum.
Chessman.
Hvert skyldi aðalumræðuefni
manna hafa verið í höfuð-
stað hins íslenzka lýðveldis
j mánudaginn 2. maí siðastlið-
inn? Var einkum verið að
ræða um landheigismálið,
möguleika á ísfisksölu í Bret-
landi, ráðstefnu utanríkis-
ráðherra Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna i Miklagarði,
eða þá veðrið? Eða var helzt
rætt um fiskafurðir okkar,
hvort til þeirra væri vandað
sem skyidi, — eða um hvað
ræddu menn helzt, sem hitt-
ust á götu eða tóku tal sam-
an í heimahúsum þenna
bjarta maídag?
Líklega mun hugur mjög
margra hafa beinzt vestur
til Kaliforníu, til dæmis
sakamanns, dauðamanns,
sem setið hafði i fangelsi í
* tólf ár og beðið þess að geta
„greitt skuld sína við þjóðfé-
lagið“. Og um kvöldið, þeg-
ar fréttist, að dauðastríði
þessa auðnulitla manns væri
lokið, var vart um meira
rætt.
í raun réttri skiptir það fjarska
litlu máli þessa þjóð norður
á íslandi, hvort Caryl Chess-
man væri lifs. eða liðinn.
Þegar að er gáð var hann
einn af svo mörgum öðrum
ólánsmönnum, sem hlaut að
verða utangarðs í þjóðfélag-
inu. Hann var sekur fundinn
1 um svivirðilega giæpi, að
vísu ekki morð, en glæpi,
sem vörðuðu þyngstu refs-
ingu í heimalandi hans, Kali-
forníu, og þess vegna geta
endalok hans ekki komið
neinum á óvart.
En aftaka Chessmans vakti
samt meiri athygii en nokk-
ur önnur um langt skeið. Um!
allan heim gekk maður und-
ir manns hönd til þess að,
biðja hounm griða. Trúai'-
leiðtogar og mannvinir, páf-
inn og Albert Schweitzer,'
ótal menn um gervalla jarð-
arkringluna reyndii að taka
hinn beizka bikar frá þessum
dauðamanni. Og hvers
vegna? Ekki var það vegna
þess, að hér væri verið að
fremja svívirðilegt dóms-
morð, vammlaus maður
sviptur lífinu, saklausu
blóði úthellt. Langflestir
munu hafa litið svo á, að
Chessman þessi hafi haft
fæst það í fari sínu, sem
vekur samúð eða kærleika. I
Saga þessa manns, sem nú er
allur, er flestum kunn, af-
brot hans á allra vörum. ;
En hvers vegna var sem þung
stuna liði upp frá brjóstum
fjölmargra manna í fjarlæg-
um löndum, er það fréttist,
að maður þessi hefði nú
loksins verið tekinn af lífi, •
eftir að aftöku hans hafði
verið frestað átta sinnum?
Dau&arafsing.
Samvizka vor allra mælti gegn
því, að Caryl Chessman yrði
tekinn af lífi. Tólf ár í fang-
elsi með dauðann yfir höfði
sér sýnist nokkur refsing,
þótt ekki komi fleira til. Og
þá vaknar spurningin:
hvers vegna mátti ekki
breyta hinum skelfilega
dómi í ævilanga fangelsis-
vist, hverjum er það til góðs,
að slíkur maður er tekinn af
lífi? Ekki þjóðfélaginu, og
varla Chessman sjálfum, en
hverjum þá? Eða var hér
einfaldlega um hefnd að
ræða? Getur verið, að ríkið
hefni sín á borgurunum, er
ekki sá hugsunarháttur und-
ir lok liðinn?
Til eru í flestum löndum heims
lög um dýravernd og á þess-
um tímum mannúðar og
menntunar þykir slík lög-
gjöf sjálfsögð. Sá, sem níðist
á skynlausum skepnum,
þykir hinn versti ódrengur,
og hann er það sannarlega.
En hvað þá um ríki, sem
níðist á einum borgara
Blaðamaður frá Vísi liitti
Lúðvíg Guðmundsson skóla-
stjóra að máli í gær og innti
hann frétta af dvöl hans á
Spáni, en þar dvaldist hann s.l.
vetur sér til heilsubótar.
— Hvenær hélduð þér í Suð-
urveg?
— Við hjónin fórum h.éðan í
lok nóvember í fyrra. Komum
við aftur heim fyrir fáum dög-
um.
— Hvar voruð þið á Spáni?
— Lengst af vorum við á
baðströnd sunnan við Torre-
molinos, sem er sunnarlega á
austurströnd Spánar. í byrjun
marz fluttum við okkur um set
og vorum á tjöttu viku í Tossa
de Mar, sjóbaðstað nokkru fyr-
ir norðan Barcelona. Um pásk-
ana vorum við á Mallorca.
— Hvernig var veðráttan
þarna syðra í vetur?
— Yfirleitt ágæt. í des. og
janúar var t. d. flesta daga
þetta frá 14—20 stiga hiti í for-
sælu. Allt var skrúðgrænt og
rósirnar í garði gistihússins
okkar voru í fullum blóma
viku af janúar. Síðari hluta
janúar og febrúar var frekar
votviðrasamt, en ailtaf hiý-
viðri. í Tossa de Mar, sem er á
Costa Brava, — „ströndinni
villtu“, — var afbragðsveður.
Síðustu vikurnar okkar þar fór-
um við daglega í sjó og lágum
daglega tímunum saman í sól-
baði á strönd.inni.
— Fóru þið víða um Spán?
— Á suðurleið komum við í
Madrid, sem er stórglæsileg og
fögur borg. Mestan tima okkar
þar vorum við í Prado-safninu,
hinu mikla listasafni, sem á fáa
sína líka í heiminum. Eitt sinn
brugðum við okkur til Gran-
ada, höfuðstöðva Mára hinna
fornu, er um sjö aldir réðu yfir
voldugu menningarriki áSpáni.
Hallir þeirra þar, og þá f. o. fr.
Alhambrahöllin eru forkunnar-
fagrar, reistar í máriskum stí!.
Er þar flest enn með svipuðum
ummerkjum og var í tíð Mára
fyrir meira en fimm öldum.
sinna, meðbróður, manni,
sem hlýtur að hafa tilfinn-
ingar, hversu mjög sem hann
kann að hafa brotið af sér?
Ná ekki einu sinni dýra-
verndunarlög til slíks
manns?
Hér skiptir engu mali, hvort
ríkið, sem þetta gerðist í, j
heitir Kalifornía eða eitthvað
annað. Það er sjálfsagtj
hrein tilviljun, að þessi at-!
burður gerist vestur þar, og
alveg er það vafalaust, að
stjórnarvöld Kaliforníu eru!
hvorki verri né betri en títt
er um landsstjórnarmenn. \
Og það er lika tilviljun, að
|
maðurinn, sem allir töluðu
um í fyrradag, hét Caryl
Chessman. Einhver annar
ræningi og ofbeldismaður
með allt öðru nafni, hefði
getað átt hlut að máli.
Aftaka, — liflát, —- hlýtur æv-
inlega að verða voðaverk, j
og það er alveg sama, hvarj
slíkt verk er unnið, í Amer-;
íku, Evrópu c-ða Asíu. Og
hvernig má það vera, að rík-1
isvaldið hafi leyfi til að
svipta mann lífi með stoð í
einhverjum lagabókstaf?
Hvar er virðingin fyrir
mannslífinu? Er ekki verið
að tala um virðingu fyrir
meðfæddum réttindum
manna, sem ekki megi
skerða? Trúárbragðafrelsi,
málfrelsi, skoðánafrelsi, allt
eru þetta réttindi, sem við
trúum, að ekki megi skerða?
En hvað um réttinn til að
lifa og draga andann, — ma
skerða hann? Eða gildir enn
hið forna og grimmdarlega:
Auga fyrir auga og tönn
fyrir tönn?
Það var hvort tveggja, grimmd-
arlegt og heimskulegt að líf-
láta Caryl Chessman. En
vera má, að aftaka þessa
auðnuleysingja verði tii
þess, að nær þokist að þvi
marki að nema úr gildi aUs
staðar dauðarefsinguna,
þessa smán, þenna glæp. og
þá hefir þessi maður ekki
látið lífið til einskis.
— Einhver sagði mér, að þér
hefðuð skroppið til Afríku?
— Jú, frá Torremolinos var
það ekki löng leið. Við fórum
með áætlunarbíl til Algeciras,
við suðurodda Spánar. Yfir
sundið til Tanger í Marokkó er
aðeins rösklega tveggja stunda
ferð með ferjunni. Um allmörg
ár hefur Tanger lotið sameig-
inlegri yfirstjórn margra þjóða.
Borgin hefur vei’ið illræmd
fyrir margra hluta sakir. Á
stríðsárunum moraði þar allt í
njósnurum. Hún hefur og ver-
ið griðland smyglara og hvers
konar vandræðamanna af
rnörgu þjóðerni. Eru til um
það ótal reyfarar, sannir og
lognir og var mér sagt, að eng-
inn þeirra upplognu væri ,ó-
sannari" en þeir dagsönnu.
Borgin skiptist í tvo hluta, hinn
,.evrópska“ og Arabahlutann.
Hvergi er maður þar óhultur
fyrir götu- og torgsölum, víxl-
urum og hverskyns prangara-
lýð. Allt er þar falt á torgum
og götum, allt frá gimsteinum
og skíragulli niður í kúlupenna
og' sígarettur, og fleát mun þetta
hafa verið tollsvikin smyglvara.
Oft er hægt að gera þarna góð
kaup, en það kostar líka oft
harða baráttu við sölumennina.
Ekki var það ósjaldan, að við
þjörkuðum og „prúttuðum",
unz við fengum fyrir lítið
verð það, sem við girntumst,
Þetta þriðjung þess, er fyi-st
var krafist, jafnvel minna.
Götusalarnir hafa hálfgerða
skömm á þeim viðskiptavinum,
sem ekki þjarka!
I Tangier réðum við okkur
ungan Araba að leiðsögumanni.
Reyndist það rétt ráðið, Hann
átti heima í Araba-hverfinu og
var þar öllum hnútum kunn-
ugur. Gat hann því sýnt okkur
margt, sem leiðsögumenn af
öðru þjóðerni ekki höfðu að-
stöðu tíl að sýna. Vegferð okk-
ar um hin krókóttú, bröttu,
þvengmjóu, fornu stræti Araba
var líkust því sem værura við á
reiki um svið „Þúsund og einn-
ar nætur“ eða Gamla-testa-
menntisins.
Þessi heimsókn okkar til
Tangier og' um ngrenni borgar-
innar, m. a. til Herkulesarhe.il-
anna var mjög lærdómsrík. En
síðan við vorurn þarna, í febr.
sl„ hefur skiun mála í Tangi-
ej' breyzt mjög. Fyrir röskum
hálfum mánuði var borgin,
samningum samkvæmt, innlim-
uð í Marokkó, ríki hins vinsæla
þjóðhöfðingja, Móhameðs V.
Lauk þar með „fríríkis“-stöðu
borgarinnar og lagði hin alþjóð-
lega yfirstjórn niður völd sín.
— Hvernig' féll yður við
Spánverja?
— Prýðilega. Þeir reyndust
okkur í alla staði með ágætum.
Þeir eru elskuleg þjóð, eða rétt-
ar sagt, safn kynkvísla, þvi að
innbyrðis eru Spánverjar sund-
urleitir að uppruna. íbúar
Andalúsíu í suðri eru t. d. um
margt mjög ólíkir Katalóníu-
mönnum fyrir norðan. Mál-
lízkur eru líka margar í land-
inu. En margt er þeim sameig-
inlegt og þá eigi sízt ást þeirra
Dýraverndarinn
er gott rit, sem á skilið að fá
aukna útbreiðslu. Hann hefur að
visu ávallt verið vinsæll. Það
var sem kunnugt er sá mikli
dýravinur Tryggvi heitinn Gunn-
arsson bankastjóri, sem átti
mestan þátt í vinsældum Dýra-
verndarans á hans fyrsta skeiði
og fram eftir, en marga góða
j liðsmenn átti Tryggvi, og var
þeirra meðal Þorsteinn Erlings-
| son skáld, sem blátt áfram varp-
aði ljóma á ritið, með sinum á-
gætu dýrasögum og ævintýrum.
Allt hefur það varanlegt gildi
enn í dag, sem frá hans hendi
kom, hvort sem það var í þágu
| manna eða dýra, og þarf ekki
I um það að fjölyrða. Margir góðir
og oft ágætir menn —- haf ver-
ið ritstjórar Dýraverndarans, á-
gætlega ritfærir og kunnir menn.
Ég fylgdist ekki ávallt með
Dýraverndaranum, enda fjarver-
! andi um árabil, en frá ekki löngu
I liðnum tíma man ég bezt eftir
þeim sem ritstjórum hans Ein-
ari E. Sæmundsyni skógfræðingi
og Páli Steingrímssyni, sem um
i langt árabil var ritstjóri þessa
I blaðs. Báðir eru þeir liðnir, en
nú heldur merki Dýraverdarans
j vel og sköruglega á loft Guð-
; mundur G. Hagalín rithöfundur.
! Vanfóðmn og
horfellir.
I I tilefni af nýútkomnu hefti
Dýraverndarans vildi ég nú vekja
athygli á þessu gamla og góða
í'iti. I því á ritstjórinn fróðlega
og ágæta grein, sem hann nefn-
ir Vanfóðrun og horfelli og ræð-
ir fyrst bernskuminni, arf ilirar
fortíðar og fleira — og breyttan
hugsunarhátt, en ýmsu er enn
áfátt — og heldur höfundurinn
því fram, að forðagæzlan sé
sums staðar nafnið tómt. ■—
Margt er athugunarvert i þeirri
grein og það er bitur sannleikur,
að meðferð á hrossum hér á
landi er enn ómannúðleg, og eru
| þess mörg dæmi og nefnir höf-
. undur nokkur, — einnig um illa
! meðferð sauðfjár, að ekki sé
! fastara að orði kveðið. Höfund-
: urinn segir t.d. um hrossin: „Hér
i skal ekki um það sagt, hvort
j dæmi eru til þess á síðari árum,
j að útigangshross falli, en hitt er
j vist að hve sá, sem farið hefur
um hrossasveitirnar að vetrar-
i lagi og gefið sér tóm til að huga
[ að hrossunum, hefur komist að
raun um, að mörg þeirra eru svo
j mögur og ótrúleg, að þar á við,
: að ekki er allt lífið þó lifað sé.
Og vist er um það, að margir
á sögum, s”"'0 og aansi.
— En hvað er nú merkast um
þessa Spánardvöl yðar aðsegja?
— Eflaust það, að ég fékk
þar mikla heilsubót og hvíldist
prýðilega eftir áralangt arga-
i þras hér heimt.
— Hvað er svo framundan?
— Margt. Fyrst og fremst
skólinn. Hef ég nú aftur tekið
við stjórn Handíða- og mvnd-
; listaskólans af Gunnari Han-
í sen RóbertssvnL leikstjóra, sem
I var settúr skólastjóri í sjúkra-
j forföllum mínum og stýrt hef-
j ur skólanum nú um árs skeið
með árvekni og prýði.
— Þér sögðu margt vera
framundan. Hvað annað en
! skólinn?
— Jú, vissulega bý ég yfir
fleiri hugðarefnum! En nánar
um það síðar.
Þar með kvaddi Lúðvíg Guð-
mundsson. Viðtalinu var lokið.