Vísir - 04.05.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 4. maí 1960
VÍSIR
Er í aEþjóBíegri virðíngarstöiu og
hefur um sig hiri starfsfóíks.
Dr. Árni Friðriksson segir frá alþjoða haf-
rannsóknaráðinu, verkefnum þess og starfi.
Þeir eru ekki margir íslend-
íngarnir, sem ríkt hafa í kon-
ungshöllum og í fljótu bragði
munu það þykja öfugmæli og
öfgakennt ef því yrði slegið
föstu að dæmi til þess arna
finnist í dag.
En samt sem áður er þetta
staðreynd, enda þótt hér sé ekki
um konung né stjórnandi valda-
manna að ræða. Þó situr þessi
maður í meiri virðingarstöðu,
en flestum löndum vorum hef-
ur verið falið að gegna í okkar
samtíð, enda fengin konungs-
höll til umráða. Maðurinn er
dr. Árni Friðriksson fiskifræð-
ingur og bústaður hans er höll
Danakonunga í Charlottenlund.
Það var mikill heiður fyrir
íslendinga þegar íslenzkur mað-
ur var valinn í aðalritarastarf
Alþjóðarannsóknarráðsins fyr-
ir nokkrum árum, en það jafn-
gildir í okkar vitund, sam-
kvæmt málvenju, framkvæmda-
stjórastarfi. Þetta val í starfið
sýnir einnig glöggt mat annarra
þjóða á vísindamennsku og
hæfileikum dr. Árna, og þeim
mun fremur sem krafist er
mikillar yfirsýnar á öllum að-
kallandi vandamálum og full-
kominna skipulagshæfileika af
þeim, sem í þetta starf er val-
inn.
Alþjóða hafrannsóknarráðið
(Conseil Permanent Inter-
national pour l’Exploration de
la Mer) hefur haft aðsetur í
Kaupmannahöfn frá því er það
var stofnað fyrir um það bil 60
árum, og síðastliðin 25 ár hefur
það haft þriðjung konungshall-
arinnar í Charlottenlund til um-
ráða fyrir starfsemi sína. Höllin
var einkum sumarbústaður
konunganna, en sumir bjuggu
þar allt árið, eins og t. d. Frið-
rik konungur VIII. Út úr skrif-
stofuglugga dr. Árna blasir við
minnismerki sem íslendingar
og Danir reistu sameiginlega til
sminningar um Frðrik VIII. og
drottningu hans árið 1938, en
hann mun í augum íslendinga
hafa verið ástsælastur allra
konunga, sem ráðið hafa ríkjum
yfir landi voru. Dr. Árni kvaðst
sjálfur hafa verið viðstaddur
athöfnina þegar minnismerkið
var afhjúpað.
En nú er slotið í Charlotten-
lund, sem stendur á friðsælum
stað í fögrum skógarlundi ekki
lengur höll Danakonunga. í dag
er það ríki íslendingsins dr.
Árna Friðrikssonar og þeirrar
stofnunar sem hann fer með
framkvæmdavald fyrir. Þar
hefur hann fjölmargar vistar-
verur til umráða og heila hirð
starfsfólks í kring um sig.
Þegar fréttamaður Vísis var
á ferð í Khöfn fyrir nokkrum
dögum, brá hann sér á fund dr.
Árna í konungshöllinni í Char-
lottenlund og bað hann að segja
lesendum blaðsins nokkuð frá
Alþjóða hafrannsóknaráðinu,
megintilgangi þess og störfum.
Árni varð vel við þeirri mála-
leitan og fer frásögn hans hér
á eftir:
„í lok síðustu aldar þegar
gufutogarar voru búnir að starfa
um mannsaldur í Norðursjónum
fór að bera á því að veiðin þar
fór minnkandi og var þá kallað-
ur saman fundur vísindamanna
í Stokkhólmi til að koma á al-
þjóða samvinnu um rannsóknir
á ofveiðum og ráð gegn þeim.
Þetta var árið 1889.
Sextán lönd aðilar.
Árið 1901 var haldinn annar
fundur í Stokkhólmi á fram-
haldi af þessum, og sá þriðji í
Khöfn 1902, en þá var Alþjóða
hafrannsóknaráðið stofnað
formlega. Það hefur því starfað
látlaust í nær 60 ár og staðið
af sér tvær heimsstyrjaldir.
Hafrannsóknaráðið er nú
stærra en nokkru sinni fyrr, i
því í því eru nú 16 lönd og hafa
3 þeirra komið inn síðan eg tók
hér við störfum fyrir rúmum 6
árum. Innan vébanda þess eru
öll lönd sem sækja sjó í austan-
verður Norður-Atlantshafi, en
starfssvið ráðsins nær frá
Barentshafi til Vestur-Græn-
landsmiða og frá ísröndinni
suður að Miðjarðarhafslínu. j
í ráðinu eru 32 fulltrúar,
tveir frá hvoru landi, íslenzku
fulltrúarnir eru Davíð Ólafsson |
og Jón Jónsson. Ráðið heldurj
fund á hverju ári, þar sem auk
fulltrúanna, koma sérfræðing-
ar frá öllum löndunum, og eru
þá einnig margir gestir frá lönd-
urn og alþjóðastofnunum utan
ráðsins, víðsvegar að úr heim-
inum og tala vísindamanna á
fundum þessum hin síðari ár
hefur vanalega verið um 150.
Ráðið velur miðstjórn (Buro)
og í stjórninni hafa verið 5
menn, sem nú er fjölgað upp í
7. Forseti miðstjórnarinnar er
nú franskur vísindamaður, en
síðan eg kom hingað hefur verið
enskur, norskur og danskur
forseti. Miðstjórnin velur aðal-
ritara.
íslendingur
formaður alþjóðanefndar.
Aðalstörf ráðsins fara fram í
nefndum, sem nú eru nær 20 að j
tölu. Ein þeirra fjallar t. d. um
Höll Danakonunga í Charlotenlund, þar sem Alþjóða hafrann-
sóknaráðið hefur nú aðsetur.
um og verkaskiptingu komandi
árs.
Milliríkjadeilur
til úrlausnar.
Það hefur tíðkast allmikið
upp á siðkastið að ríkisstjórnir
sendi ráðinu erindi til umsagn-
ar og úrlausnar.
Af slíkum erindum skal nefna
tvö: Síldveiðarnar í sunnan-
Það er víðar en í Charlottenlund, sem íslendingar hafa uniráð
yfir fögrum húsakynnum í Khöfn. Þess má t.d. geta að Flug-
félag íslands hefur bækistöð sína úti á Vesturbrú, f mikilli og
fagurri byggingu í lijarta borgarinnar og hefur þar betri að-
stöðu en flestar aðrar ferðaskrifstofur í Khöfn, enda þótt stærri
séu og hafi meira umleikis. Þess má ennfremur geta að í skrif-
stofu Flugfélags Islands liggja jafnan frammi íslenzk blöð og
þangað leita landar, búsettir í Höfn, til að lesa blöðin og taka
spjall saman. Þetta er því orðið að einskonar miðstöð íslendinga
í borginni. Myndin hér að ofan er af húsinu þar sem Flug-
félagið hefur bækistöð á neðstu hæð.
Dr. Arni Friðriksson við skrifborð sitt í Charlottenlund.
rannsóknir í Norðurhöfum, allt
suður að Norðursjó og' formað-
ur hennar sem stendur er Jón
Jónsson. Önnur fjallar um
Norðursjóinn, sú þriðja um suð-
urhluta Norður-Atlantshafsins,
sú fjórða um Eystrasalt, ein er
helguð síld, önnur þorskfiskum,
þriðja sardínum. Þá er nefnd
um laxfiska, skeldýr, humar og
fleira, um sjórannsóknir, svif-
rannsóknir, fiskikýrslur svo
eitthvað sé talið.
Ráðið hefur um hönd mjög
umfangsmikla útgáfustarfsemi,
gefur m. a. út 6 tímarit, auk
margs annai-s.
Helztu viðfangsefni
líðandi stundar.
Meginviðfangsefni fundanna
’Wur frá öndverðu verið að
samræma fiskirannsóknir land-
anna, gæta þess að aðalverkefn-
unum sé gerð sem bezt skil og
koma í veg fyrir að eyða fé og
tíma í óþarfa tvíverknað.
Á fundunum koma allar
nefndirnar saman og gera grein
fyrir verkefnum og viðhorfum
líðandi árs, en um leið eru lögð
sem glöggust drög að rannsókn-
|verðum Norðursjó og þorskveið
arnar í Barentshafinu. Enskir
vísindamenn héldu því fram að
smásíldarveiðar Dana og Þjóð-
verja til bræðslu bæru ábyrgð-
ina á veiðileysinu við East
Anglia og tók ráðið að sér að
kanna hvað satt væri í þessu.
Á árunum 1957 og ’58 leigðum
við skip og menn til að merkja
síld í Norðursjónum og voru
merktir um 30 þúsund fiskar.
Árangurinn af merkingunum
hefur orðið sá að ekki verður
séð að síldveiðarnar við megin
landið, þar sem einungis 15—
15% af síldarmagninu veiðist
árlega, sé orsök síldarleysisins
við East Anglia.
Ei-indið um þorskinn í Bar-
entshafinu, en það kom frá
Norðmönnum, er enn í rann-
sókn. Nefnd sérfræðinga hefur
haldið 3 fundi til að ræða þetta
vandamál og vinna úr mikil-
vægum efnivið, sem fyrirfinnst
í ýmsum löndum. Nefndin hefur
ekki lokið störfum enn, en von
til þess að hún geri það á næst-
unni.
j Að sjálfsögðu hefur ráðið
nána samvinnu við ýmsar aðr-
ar alþjóða stofnanir, svo sem
föstu nefndina í London (Perm-
anent Commission), Matvæla-
stofnun Sameinuðu þjóðanna
(F.A.O.) og Fiskirannsókna-
stofnun Norðvestur-Atlants-
hafsins (Scnaf).
Ákveðið er að næsti fundur
Alþjóðahafrannsóknaráðsins
verði í Moskvu dagana 19.—28.
september n. k. Hefur sú venja
haldizt að tvö af hverjum þrem
árum eru fundir ráðsins haldnir
á aðsetursstað. þ. e. Khöfn, en
þriðja árið í einhverju landi,
sem aðild á að ráðinu, að þessu
sinni Rússlandi."
Þ. J.
Smáauglýsingar Vísis
eru vinsæiastar.
Taflan á minnismerki því sem íslendingar og Danir reistu yfir
kcnungshjónin Friðrik VIII. og drottningu bans fyrir utan
konungshöllina í Charlottenlund árið 1938. Við þá athöfn var
dr. Árni viðstaddur, en mun ekki hafa rennt grun i að það þá
að hann myndi sjálfur verða húsráðandi í húsakynnum konung-
anna.
8 K0NUNGSHÖLL