Vísir - 04.05.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 04.05.1960, Blaðsíða 7
Miðvikudagrnn 4. maí 1960 V f S I R Sparifötin rigndi af honum 17 ára. ft!ú hefur hann ræktað og selt plentur á isSandfi í 30 ár. Rætt við Johan Schröder í Birkihlíð. Garðyrkja er ekki ýkja gam- all atvinnuvegur á íslandi, og verzlun með plöntur og blóm ekki eldri en svo, að ein fyrsta sérstaka plöntusalan var sett á fót í höfuðborginni Alþingis- hátíðarvorið 1930. Fréttamaður Vísis hitti að máli Johan Schröder fyrir helg- ina og átti við hann stutt spjall í tilefni af því, að þessa dagana eru liðin 30 ár frá því, að hann hóf plöntusölu sína, en hann er garðyrkjubóndi í Birkihlið við Nýbýlaveg í Fossvogi. — Var það hérna, sem plöntu- salan byrjaði fyrir 30 árum? — Nei. Hér hefði sko hreint ekki verið hægt að opna slíka verzlun á þeim tima. Þá var hér engin byggð og öðruvísi umhorfs en nú, og get eg komið að því nánar síðar. Eg opnaði fyrst plöntusölu mína um þetta leyti árs 1930, í Suðurgötu 12 í Reykjavík, á lóð Ásgeirs heit- ins Sigurðssonar kaupmanns og konsúls og seldi þar plöntur allt til ársins 1943, Eg veit ekki til að fyrr hafi verið rekin plöntusala í miðbænum, en eitt- hvað hafi auðvitað verið selt af plöntum i gróðrarstöð Einars Helgasonar við Laufásveg syðst. — Erum við annars að byrja á byrjuninni? Tókstu þér þetta fyrir hendur strax eftir að þú komst fyrst til landsins, eða hvenær byrjaðir þú fyrst að vinna við garðyrkju? — Faðir minn var bóndi í Kærgaard á Suður-Jótlandi en afi minn garðyrkjumaður i Mögeltönder, sem er smáþorp skammt frá Tönder syðsta bæ Danmerkur. Á þessum slóðum ólst eg upp. Fram að striðslok- um laut hérað þetta Þýzkalandi, en síðan Danmörku. Mér er eitt atvik í minni, sem sýnir,' hvað fólkinu var boðið upp á eftir styrjöldina. Farið var að fram- leiða raunveruleg pappírsföt, eg þau voru ódýr og reyndar misjöfn að gæðum. Nema hvað, eg skrapp á reiðhjólinu mínu bændur, sem eiqa mörg Rtöð- hross hafa ekki svo miklm- fAf'vn- birgðir, að þeir geti borgið hross- um sínum, ef vetur yrðu 1n.fr- harðir og menn muna hér á landi". Mildir vetin- — mögur liross. Sannleikurin er.sá. að vfirie-' hefur vetur ver!ð miidur á s' ari tímum. Samt getur mar runnið til rifja að koma að lagi jafnvél um ágætar sveit' þar sem mynda'Jega er búið. e sjá hvernig stóðið litur út ef ir veturinn. Fiöida marvir eiu hross, sem þeir hafa ekkert vi'" að gera, og aldrei koma i hús - og þótt yfirieitt hafi kannsk' heldur færast í rétta átt. hrr manni hugir við hvernin líða’' hrossa yrði víða, er harðnr vet ur kæmi, þótt ekki væri fimbu1 vetur. Ekki veidur sá, er varar. Menn ættu að lesa grein þessa þjóðkunna manns og íhuga þessi mál alvarlega. Og fieira gott, sem í Dýraverndaranum er. einn góðan veðurdag til borgar- innar til þess að kaupa mér föt. Keypti mér ein anzi lagleg, fór í þau og ætlaði að vera fínn til fara þegar eg kæmi heim aftur. En á leiðinni byrjaði að rigna. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu, og eg var ekki í neinni yf- irhöfn. Er nú ekki að orðlengja það, að þegar heim kom, sá fólkið lítið af glæsileik nýju fatanna. Þau hafði bókstaflega rignt af mér, eg kom hjólandi heim svo að segja á nærfötun- um einum saman, sem sagt: ,,Kejserens nye klæder“. — Svo fór um kaupstaðarferðina þá, eg var orðinn 17 ára og þurfti að halda mér til, svo að þetta urðu mikil vonbrigði, Þegar eg var tvítugur, gerðist það af til- viljun, að leið mín lá út hingað • til íslands. Eg réðist garðyrkju- maður að Reykjum í Mosfells- sveit til Bjarna heitins Ásgeirs- sonar og vann á búinu þar meira eða minna til 1929, að eg. sneri mér að því að setja eigið fyrir- tæki á stofn. — Hvernig leizt þér á íslánd, þegar þú komst hingað fyrst? — Það varð mér fyrst furðu- efni, þegar eg fór hér um sumar sveitir, á hverju fólkið lifði. Eg kom frá landi, þar sem bændur notuðu svo að segja hvern þumlung lands til rækt- unar. Hér aftur á móti þótti mér landið að mestu ónotað til ! garðyrkju. í bæjum hér á landi stóð Akureyri þá fremst í garð- rækt. Nú er þessu öðruvísi far- ið, Reykjavík skarar nú langt fram úr. Mér finnst það eftir- tektarvert, hve margir sjómenn hér eru hneigðir fyrir að eiga sinn skrúðgarð og helga honum marga stund, þegar þeir eru í landi. Eg efast um, að það sé svo algengt í nokkru landi Öðru, að sjómenn stundi sinn garð og hér. Það er mjög skemmtilegt að hafa getað fylzt með þessarri þróun og hvað þekking fólks á plöntum hefir vaxið. — Nú, svo settist þú að hér í Fossvogi sem einn af landnem- um. — Já. Þegar við fengum jarð- næði hérna við Nýbýlaveginn, var ekki önnur byggð en gömlu býlin, Digranes uppi á hálsin- um og nokkrir sumarbústaðir. Þetta var heldur hrjóstrugt land "l ræktunar, og tilfinnanlegast síðan þú fórst að starfa hér á landi? ■ — Garðrækt hefir fleygt mik- ið fram og áhugi fólks aukizt ótrúlega, og þeir sem einu sinni hafa byrjað að fást við hana, gefast ekki upp, enda þótt það verði fyrir skakkaföllum, eins og oft vill verða. T. d. í fyrra- vor, þegar kuldarnir eyðilögðu rnikið af þeim plöntum, sem fjöldi fólks var búinn að kaupa og gróðursetja. En flestir létu það ekki á sig fá heldur komu og keyptu aftur í skörðin. Það er ekki hægt annað en dást að þessum áhuga. Hér eru komnit margir fallegir garðar, enda hafa þeir sumir verið verðlaun* aðir síðan Fegrunarfélagið tók til starfa, en fyrir það skoðaði eg einmitt garða í Reykjavík í nokkur ár. Um viðskiptavini mína hef eg annars ekki nema gott að segja, og við þekkjum vel hver annan, því að þeir hafa margir skipt við mig alla tíð síðan eg byrjaði þetta starf fyrir 30 árum. Sautjánda skákin á heims- meistaramótinu. Johan Schröder með dótturdótt- ur sinni í öðru gróðurhúsinu í Birkihlíð. Beggja vegna eru plöntupottar 1 þúsundatali. var vatnsleysið framan af. Maður var alltaf að grafa brunna, hver þornaði eftir ann- an, en loks tókst mér að grafa eftir nægilegu vatni og koma fyrir dælu og var orðinn nokk- uð vel settur áður en vatnsveit- an kom. Þá var og erfitt með ferðir. Fyrsta kastið eftir að við settumst að hér, varð eg að flytja varninginn á reiðhjóli í plöntusöluna niður í bæ. Eg hafði engan bíl, og það var ekki von til, að Hafnarfjarðarvagn- arnir vildu sífellt vera að flytja þetta hafurtask fyrir mann. En svo eftir að fleiri fóru að setjast að hér, var stofnað Framfarafé- lagið, og við, sem stóðum að stofnun þess sáum ekki eftir því. Byggðin hér í Fossvogi og Kópavogi væri ekki komin á það stig, sem nú er, ef Fram- farafélagið hefði ekki verið stofnað. Það vakti athygli á sín- um tíma, og blöðin í Reykjavík fluttu alltaf fréttir eftir aðal- fund hjá okkur. j —Ekki var hér til að dreifa jarðhitanum til að setjast að með gróðurhúsarækt. j —Nei. Húsin.eru kynt með olíu. Eg byrjaði að byggja hér í Birkihlíð árið 1937, fyrst íbúðarhúsið, síðan gróðurhúsin, I og þau hef eg endurbyggt tvisv- | ar síðan. Fyrstu árin vann eg mikið við skrúðgarða í Reykja- , vík, hafði stundum marga menn j í vinnu, en nú er eg hættur við alla garða í bænum nema Al- þingishúsgarðinn, en hann hefi eg nú haft í umsjá í aldarfjórð- ung og breytti honum að nokkru þegar eg tók við honum. — Hvað þykir þér merkileg- ast hafa gerzt í garðyrkju hér ^.írKÍhlíð £ Fossvoei, íbúðarhúsið og gróðurhúsin. I baksýn gnæfir Bæjarsjúkrahúsið, sem er í smíðum og á að verða 14 hæðir cn á milli er hinn búsældarlegi dalur, sem nær inn undir Elliðaár. Frá einvíginu um heimsmeist- aratitilinn. Sautjánda skákin í einvígi þeirra Botvinniks og Tals um heimsmeistaratitiMnn í skák var tefld 26. apríl. Eftir að kepp endur höfðu hrókað hver á sín- um væng borðsins, hóf Tal kóngssókn með peðum sínum, en Botvinnik varð af festu, og varð áskorandanum ekkert ágengt. Náði Botvinnik brátt yfirburð stöðu vegna veikleika peða Tals og vann heimsmeist- arinn svo tvö þessara peða, en j mátti hann mjög gæta sín j vegna sóknarfæra Tals. í , tímaþröng lék heimsmeistarinn svo ljótum afleik — honum sást j yfir hróksfórn hjá Tal, — og ! í stað þess að minnka forskot áskorandans niður í einn vinn- ing glataði Botvinnik skák- j inni, og forskotið var komið upp íþrjá vinninga. Ef til vill mun þessi skák öðrum fremur ráða úrslitum einvígisins, þar sem eftir hana virðist vonlaust að Botvinnik geti rétt hlut sinn að fullu. Sautjánda skákin. Hvítt: Tal Svart: Botvinnik. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. Bc4 e6 7. Rge2 Rf6 8. Rf4 Bd6 9. Rxg6 hxg6 10. Bg5 Rbd7 11. 0-0 Da5 12. f4 (Rólegara væri 12. D eða 12. Be3) 0-0-0 13. a3 Dc7 14. b4 Rb6 (Sterkt var hér 14. — Hde8, sem þvingar fram 15. Bxí6 gxf6 o.sfrv.) 15. Be2 Be7 (öflugra virðist að ráðast strax á m.iðborðið með 15. — e5!) 16. Dd3 Rfd5 17. Bxe7 Dxe7 18. c4 Rf6 19. Habl (Tímatap, betra var að leika strax Hadl) Dd7 20. Hbdl (Ef 20 Hfdl, svarar svartur Db3 Dc7 22. a4 Hh4 23. a5 Rc8 með 20. — Hh4 c.s.frv.) Kb8 21. 24. De3 Re7 25. De5 Hh8 26. b5 cxb5 27. Dxb5 a6 (Gott var einnig 27. — Rc6) 28. Db2 Hd7 29. c5 Ka8 30. Bf3 Rc6 31. Bxc6 Dxc6 32. Hf3 Da4 33. Hfd3 Hhc8 34. Hdbl Dxa5 35. Hb3 Dc7 36. Da3 Ka7 37. Hb6 Dxf4 38. Re2 De4 39. Db3 Dd5?? (Villa.sem leiðir til skiótrar glötunar. Botvinnik hefði get- að unnið skákina eftir 39. Kh8!) 40. Hxa6t Kb8 41. Da4 og Bot- vinnik gafst upp. í 18. skákinni gerði hrims- meistarinn enn eina tilraun til að rátta hlut sinn. Tefldi hann mjög frumlega með hvítu mönn unum og foT'ðiðist vand1eea all- ar kunnar leiðir. Tal tefldi liins- vegar traust og einfaldaði stöð- una„ svo að eftir 25 le,iki .var konúð út íendatafl. sem virtist jafnteflislegt. Bauð þá Botvinn- ik jafntefli, en ýmsum á óvart hafnaði Tal boðinu. Botvinnik tókst þá brátt að finna sterkt framhald og ná máthótunum á Tal og hafnaði nú sjálfur tví- vegis jafnteflistilboðum áskor- andans. Staðan var mjög flókin, þegar Botvinnik komst í tíma- þröng, en Tal tefldi vörnina mjög vel og tókst heimsmeist- aranum ekki að vinna meira úr stöðuvfirburðum sínum en eitt veigalítið peð. Var það vel sloppið hjá áskorandanum, sem síðan varðist vel í biðskákinni og náði jafntefli á skemmtileg- an hátt. Staðan efir 18. skákir varð því sú, að Tal hafði lOí/2 vinning, en Botvinnik TV2. Hér kemur svo 18. skákin Hvítt: Botvinnik. Svart: Tal. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Re3 Bþ4 4. a3 Bxc3 5. bxc3 Re4 6. Dc‘2 f5 7. Ra3 0-0 (Tal bregður hér~ út af 16. skákinni, þar sem hann lék 7. — d6 og átti lengst af í vök að verjast) 8 f3 Rf6 9. c5? (Botvinnik ákveð’ir að skiota upp á tví^erv sími en gallinn er sá, að hann tefst við liðskipun sína, og Tal nær gagnsókn) 9. — b6 10. cxb6 ll'. e3 Dc7 12. Bd2 Re8 (Nú er að hefjast barátta um reitinn c4, og á riddarinn að taka þátt. í henni) 13. c4 Ba6 14. Hcl Rd6 15. Da4 Dc6 16. Dxc6 (Nú fær svartur jafnt endatafl, en eftir 16. Db3 getur svartur svarað með 16. Hc8 o.s.fi*v. 16. — Rxc6 17. Bb4 Rx64 18. axb4 19. Bxc4 Hfc8 20. Bxe6 dxe6 21. Ke2 Kf7 22. Rf4 a5 23. bxa5 bxa5 24. Kd3 a4 25. Hxc8 Hxc8 (í þessari stöðu bauð Botvinnik jafntefli, en Tal afþakkaði) 26. Hal Rc4 27. Hbl (Ta.l hefur sennilega vanmetið þennan le,ik). 27. — a3 (Betra var 27. — Rd6 og væri þá hægt að svara 23. Hb8 með 28. — Ha8) 28. Hb7t Kf6 29. Ha7 g5 30. Rh5| Kg6 31. g4 (Nú má svartur mjög gæta sín, að lenda ekki í mát- neti) 31. — Rb2t 32. K.d2 Rc4t 33. Kd3 . Rb2t 34. ICd2 Rc4t 35. Ke2 Hc6 (önnur leið var. 35. — Hg8. Botvinnik á nú kost á að leika 36. Hg7t Kh6 37. Hg8 og mundi þá 37. — a2?? stranda á 38. h4 fxg4 gxh4 40. Rf4 og hvitur mátar, en í stað 37. — a2 léki Tal 37. — Rd6! eða dræpi fvrst á f4, og. riddarinn færi síðan eftir at- vikum t.il f7 og kæmi í veg fyrir mátið á g5, auk þess sem svart- ur hótaði að vinna með Hg8!) 36. h3e5 37. dxe5 (Ónákv. í tíma. þröng. Miklu meiri vinnings- l.íkur gaf 37. d5!) 37. — fxg4 38. hxg4 Rxe5 39, Hxa3 Framh. á 11. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.