Vísir - 11.05.1960, Síða 9

Vísir - 11.05.1960, Síða 9
Miðvikudaginn 11. maí 1960 V í S I R ð Fran'h af 3. síðu. að hafa lífsbjörg af því að stunda hana. Eins og nú standa sakir er garðyrkju á íslandi á- bótavant í mörgu, og allt of lít- ið gert til þess að örva hana á móts við það, sem vera bæri. Um mörg ár hefur Klemens Kristjánsson ræktað bygg með góðum hagnaði, og nokkrir foændur hafa tekið upp korn- rækt með góðum árangri. Hin- ir eru að vísu fleirþ sem byrjað hafa og gefist upp. en skortur á þekkingu og natni mun oft- ast hafa valdið því. En úr því að ýmsum tekst þetta með góð- um árangri og hagnaði ætti að mega kenna fleirum hið sama. í>að væri ekki lítils virði, ef unnt væri að losna, þó að ekki væri nema að nokkru, undan því að kaupa fóðurbæti til landsins, og starfið við að rækta komið mundi ávallt verða verk- efni fyrir bændur og búalið. Með skógrækt er unnt að foreyta lítt arðbæru gróður- lendi, og þá fyrst og fremst gömlu skóglendunum, í verð- mæta skóga, er bæði mundi veita mikla vinnu og gefa arð. Ef hafin væri skógrækt að nokkru ráði í sveitum, sem bezt eru til þess fallnar, mundu hundruð manna geta séð sér farborða með skógarvinnu áð- ur en mörg ár liðu. Láta mun nærri að fjölskylda geti haft lífsuppeldi af því að fjölskyldu- faðirinn hirði og annist um 50—100 hektara skóglendi, allt eftir því, hver ör vöxturinn er. Reynslan talar skýru máli. , Á þessu ári eru liðin 60 ár frá því að fyrstu skógræktartil- raunir hófust hér á landi, Árið 1899 var hafin gróðursetnig i á eystri brún Almannagjár á Þingvelli. Síðan hefur skóg- rækt verið haldið áfram óslit- ið, þótt misjafnt hafi miðað á- leiðis á ýmsum tímum. En af því sem gerst hefur á þessum sex tugum ára, er ljóst, að á íslandi er unnt að rækta um eða yfir 20 tegundir' trjáa til nytja, ef þess er aðeins | gætt, að tegundirnar komi frá! þeim stöðum, er hafa svipað veðurfar og hér er. Þetta er j enginn galdur, þótt vantrúa fólki vaxi það stundum i aug- um, heldur eitt hið einfaldasta,' sem til er. Hér er aðeins fetað í fótspor náttúrunnar sjálfrar,' því að víða um heim vaxa skóg- ar við nákvæmlega sömu skil- jrrði og eru hér á landi, sums staðar vaxa skógar meira að segja við styttri sumur og kald- ai'i í byggðum íslands. Það er eingöngu einangrun landsins eftir ísaldarlok um að kenna, að hér voru ekki og eru ekki barrskógar. Elstu barrtrén hér á landi, þegar fjallafuran er undanskil- in, munu vera gróðursett á árun um 1905—08. Auk þess er nokk uð til af lerkitrjám, sem gróður- sett voru 1922. Þá er og nokkuð af barrtrjám gróðursett á árun- um 1935— 1939, en mest hefur gróðursetningin verið eftir stríðslok. Ekki er fullkunnugt ennþá, hve mikið land muni vera komið undir ræktun barr- skóga, en alls mun það vera nokkuð á annað þúsund hekt- ara. j Mælingar hafa verið gerðar á viðarvexti hinna eldri trjáa. Var skýrt frá því í Ársritinu í fyrra, og skal ekki endurtek- ið hér að öðru leyti en því, að greni á Hallormsstað hefur vax- ið um 4 teningsmetra á ári í 50 ár, miðað við hektara lands, en síbirisk lerki hefur vaxið enn betur. Meðalársvöxtur þess er yfir 5 teningsmetrar á ári á hektara undanfarin 20 ár. Verð timburs er afar hátt hér ; á landi. Nú sem stendur er verð á mótatimbri rétt um kr. : 1000 fyrir hvern teningsmetra, ef miðað er við tré á rót í skógi. Um helmingur verðsins er inn- ! kaupsverð og' farmgjöld og hitt er yfirfærslugjald, aðflutnings- gjöld, álagning o.fl. Af þessu má sjá, að það eru engin smá- ræðis verðmæti, er geta vax- ið á hverjum hektara skóglend- is, ef vel er séð fyrir ræktun skóga. Timbur og kartöflur. Á þessu ári eru liðin 200 ár frá því að fyrst voru ræktað- ar kartöflur hér á landi. Nú er svo komið að íslendingar eta um 100.000 tunnur af kartöfl- um á hverju ári. Af því ræktum við ekki nema um 90.000 tunn- ur sjálfir, þegar vel lætur, þótt við gætum hæglega rækt- að allt, sem við þurfum. Ef kartöflurækt legðist alveg niður hér á landi, og við flytt- um inn kartöflur í staðinn, þyrftum við ekki nema um 10.000.000 króna til þess að greiða fyrir alla neyslu lands- manna. Einhverjum mundi þykja þetta eyðsla á gjaldeyri að óþörfu, og er það að von- um. En á árunum 1954—1958 var flutt inn timbur og lítt unninn viður fyrir 88.500.000 krónur að meðaltali ár hvert. (Yfir- færslugjald er ekki innifalið í þessu). Þessi fjárhæð er nærri 7 % af öllum innflutningi til landsins. Hér með eru ekki taldar ýmsar skógarafurðir eins og t.d. pappír. Væru hins- vegar allar skógarafurðir tald- ar, mundu þær nema um 10% af innflutningnum. Að magni til svarar timb- urinnflutningurinn til 120.000 teningsmetra viðar á rót í skóyi. Lætur nærri að hver íbúi lands- ins noti 0,75 teningsmetra afí viði á hverju ári. Þetta er samt1 minna magn en nútímaþjóðfé- lög nota, en þar er talið að ætla þurfi a.m.k. 1 teningsmet- er á íbúa. Enda finna menn til þess, því að hér er ávalt tirnbur- skortur. Sennilega þyrftu ís- lendingar að flytja inn við fyr-' ir um 110.000.000 króna á ári i til að hafa nokkurn veginn í brýnustu þarfir. Nú mun margur spyrja: Er nokkuð vit í því að halda j timburinnflutningi áfram um tíma og eilífð úr því að það er | jafnvel enn auðveldara að rækta barrskóga á íslandi en kartöflur? Og þegar hér við bætist, að auk þess sem menn njóta viðarnytja af skógi, er skógurinn vinnugjafi svo að af ber, því að um 80% af því,1 sem varið er til skógræktar,! eru vinnulaun þeirra sem stunda skógi-æktina, þá virðist. ekki eftir neinu að bíða að hefja skógrækt í stærri stíl en hingað til hefur verið. Margfalt starf með litlxun kostnaði. Á þessu ári mun alls varið til skógræktar á öllu landinu um 7.000.000 króna. Þar af er beint framlag ríkissjóðs 3.500,- 000 kr. Fyrir merkta vindlinga munu fást um 1.600.000 kr., en sú fjárhæð fer að mestu leyti til þess að standast straum af uppeldi trjáplantna. Skógrækt- arfélög landsins fá um 1.160.000 kr. í styrki og gjafir frá bæjar-, sýslu- og sveitarfélögum, kaup- félögum og ýmsum öðrum stofn unum og einstaklingum. Að auki leggja félögin fram vinnu sjálfboðaliða fyrir um 500.000 kr. á ári, og ýmsir aðrir leggja nokkuð fram til skógræktar, svo að alls verða þetta um 7.000.000 kr., eins og áður er sagt. Fyrir þetta er unnt að gróð- ursetja og ala upp um 1.000.000 trjáplantna á ári hverju ásamt því, að annast um öll önnur störf, sem skógrækt fylgja, svo sem endurbætur og viðhald girð inga og eigna. Ef gróðursetn- ingin fer fram úr þessu, eins og verið hefur í ár og í fyrra, hefur það t.d. í för með sér vanrækslu á viðhaldi girðinga. En nokkuð auknu fjármagni til skógræktar væri unnt að tvöfalda eða þreffalda gróður- .setninguna. Undanfarin ár hafa gróðrarstöðvar landsins verið stækkaðar mjög, og fengnar hafa verið margskonar vinnu- vélar í þær. Með litlum auka- kostnaði geta stöðvarnar alið upp tvöfalt eða þrefalt plöntu- magn á við það, sem nú er. Þá verður það nærri eingöngu kostnaðurinn við gróðursetn- inguna, sem við bætist, ef skóg- rækt er aukin. Við bráðabirgðaathugun hef- ur talist svo til, að með 4.000- 000 króna viðbótarframlagi til skógræktar mundi unnt að gróðursetja 3.000.000 piantna á ári. En þá þyrfti að friða og girða lönd samtímis, og ef til vill að kaupa skóglendi, en' til þess þyrfti sennilega um 1.500- 000 króna. En þetta segir, að ef framlög til skógræktar væru hækkuð um 1%, væri unnt að vinna þrefalt meir en nú er gert. Ef gerð væri áætlun um að gróðursetia 3.000.000 trjáplanta á i liér á landi, mundu um 600 hektarar lands fara undir skcg ár' . Á 40 árum mundi skóglendið verða um 24.000 hektarar. Þótt ekki væri reikn- að nema 3 teningmetra viðar- vexti á ári á hektara lands, næmi hann 60% af því, sem þjóðin notar nú. En vel gæti farið svo að vöxturinn yrði meiri. Samtím.is þessu mundu fljótt skapast lífsskilyrði fyrir nokk- ur hundruð manns, og enn fleiri mundu síðar eiga afkomu sína undir nýjum atvinnuvegi á íslandi. Oryggi sveitarfélaga. Að lokum má geta þess sem dæmis um skógrækt sem vinnu- gjafa, að á Vöglum í Fnjóska- dal hafa undanfarin ár verið greiddar hátt á fjórða hundruð þúsund króna í verkalaun. Mestalt af þessum verkalaun- um rennur til fólks, sém er bú- sett í Fnjóskadal. í þedrri sveit eru um 35 byggðar jarðir, og koma því að meðaltali um tíu þúsund krónur á býli. Skipt- ingin er auðvitað ekki jöfn á milli bæja, en allir sjá, að tölu- vert hlýtur að muna um slík- ^an vinnugjafa í ekki stærra sveitarfélagi. Á Hallormsstað, 1 skal endað með einu dæmi enn. i ; Hallormsstaður var og er mik- il og góð jörð. Þar gætu búið 1 2—3 fjölskyldur og lifað sæmi- lega af landbúnaði, ef jörðin 'væri eingöngu notuð til þess. En þegar búið er að breyta ; Hallormsstaðaskógi í barrskóg munu 14 til 16 manns geta haft fulla atvinnu af að .stunda skóg- arvinnu. Þessu spjalli skal nú lokið. Af því, sem sagt hefur verið,1 ætti að vera ljóst, að landbún- aður þjóðarinnar getur ekki alið önn fyrir nema litlu broti af fólksfjölgun landsins. Mik- ið af landi gefur litlar tekjur af sér sem beitiland. Sumt af þessu landi, og þá fyrst og fremst hin gömlu skóglendi, má gera arðbært með skógrækt. Með skógræktinni fæst v.iðar- framleiðsla, sem þjóðfélagið hefur brýna þörf fyrir, en jafn- framt skapast nýr atvinnuveg- ur, sem stuðlar að því að fólk byggi sveitirnar. Samtímis þessu mætti einnig rannsaka, hvort ekki væri unnt að auka bæði garðyrkju og kornrækt. Það, sem mest veltur á, er að rækta landið á skynsamlegan hátt og á þann veg, að gróður þess gefi sem mest af sér án þess að honum sé spillt og tor- tímt. Þá og því aðeins getur fólk búið í landinu. Tónleikar í Hallgríms- kirkju í kvöld. Flutt verk eftir núiífandí Norðurlandatónskáld. Kór Hallgrímskirkju heldur samsöng þar í kirkjunni í kvöld jkl. 8.3ð undir stjórn Páls Hall- dórssonar organleikara. Auk kórsins koma þarna fram tveir listamenn, Árni Arinbjarnar- son organleikari og Kristinn Hallsson söngvari. Á efnis- skránni verða eingöngu verk eftir núlifandi tónskáld á Norð- urlönduni. Árni Arinbjarnarson leikur tvö orgelverk eftir Pál ísólfs- son: Chaconnu og Passacaglíu. Kristinn Hallsson syngur nokk- ur lög eftir Árna Thorsteinsson, elzta núlifandi tónskáld okkar íslendinga, en Árni verður ní- ræður á næsta hausti. Kirkju- kórinn flytur svo fimm mótett- ur og sálmalög, sitt frá hverju Norðurlandanna. Höfundar þeirra verka eru Knud Jeppe- sen prófessor í Kaupmanna- höfn, Conrad Baden organleik- ari í Drammen, Sulo Salonen, finnskur organleikari, Gottfrid Berg, organlekari í Gávle og dr. Hallgrímur Helgason, en eftir hann verður sunginn mótettan „Svo elskaði Guð auman heim“, sem unnin er upp úr ísl þjóð- lagi úr sálmabók Guðbrands biskups. Aðgangur að þessum kirkj u- tónleikum er ókeypis og öllum heimill. Nýju seðluiHim vel tekið. Áfta milljónir i umferð á laugardag. Svo sem skýrt var frá í dag- blöðum á laugardag, voru þá settir í umferð nýju peninga- seðlarnir, sem prentaðir hafa verið fyrir skemmstu. Um 14 milljónir króna voru settir í umferð til bankanna, og var áætlað, að þeir kæmu þeim í umferð þá um daginn. Ös var mikil strax um morguninn, og virtist fólk forvitið að sjá og handleika þessa nýju seðla. Var vart um annað rætt meðal við- skiptavina, en hvernig þeir væru útlit.s, og sýndist mönnum ýmist. Margir voru þeir, sem fannst að seðlarnir væru full litskrúðugir og skrautlegir til þess að þeir hefðu þann „per- sónuleika" til að bera, sem virðulegum bankaseðlum er nauðsynlegt, en flestum bar samt saman um, að þeir væru fallegir og þægilegir í með- höndlun, og „vel fallnir til landkynningar.“ Að loknum viðskiptum í bönkum á laugardag skiluðu bankarnir aftur tæpum sex milljónum til Seðlabankans, þannig að aðeins rúmar átta milljónir hafa farið í umferð þann dag. Aðalféhirðir Seðlabankans, Þorvarður Þorvarðarson, sagði við fréttamann Vísis í gær, að yfirleitt hefði seðlurium ver- ið vel tekið, og að fólk virtist ánægt með þá. Þó eru nokkrir erfiðleikar þeirn samfara, sér- staklega hjá peningastofnunum sem hafa mikið af seðlum um- hendis. Er augljóst mál að nokk ur töf er að því að telja þessa nýju seðla ásamt þeim gömlu. sérstaklega vegna stæi'ðarmis- munar. Þetta mun þó smátt og smátt' færast í betra horf eftir því sem þeir gömlu ganga úr sér og hverfa. Stefnuljós fyrir vöru- og fólksbifreiðir. Sjáifvirkir rofar og blikkarar 6 og 12 volta. Bifreiðaperur — Ljósasamlokur 12 volta. SIUYRILL Húsi Samoinaða. Sími 1-22-60.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.