Vísir - 16.05.1960, Page 10

Vísir - 16.05.1960, Page 10
 li V f S I R Mánudaginn 16. maí 1960 yifia^ BurcUl: [ MILLI TVÍGtJA ★ ÁSTARSAGA ELDA 50. dóttur sína er hún koni inn, hafði auðsjáanlega afráðið að hafa ekki orð á neinu. Daginn eftir naut Madeline langs letimorguns, eins og hjúkr- unarkonur, sem ekki þurfa að fara á vörð, þvi að svo var um talað að hún færi fyrst í gsitihsúið. með dr. Lanyon. Hún þvoði ýmislegt smávegis, leit á sunnudagsblöðin og rrtbbaði við Eileen, sem átti fri líka. — Heldurðu að þú eyðileggir ekki alla skemmtunina? spurði Eileen hispurslaust, þegar hún frétti að Madeline ætlaði með dr. Lanyon og Clarissu systur sinni. — Nei, svaraði Madeline stutt. — Eins og ég sagði þér er systur mín gift. Svo ég get ekki eyðilagt skemmtun. — En þú sagðir mér líka, þó ég vildi ekki minnast á það meðdn .fleiri voru viðstaddir hérna inni, að það hefði verið eitthvert ólag á hjónabandinu hennar og mannsins hennar, sagði Eileen. — Og þú sagðist vera hrædd um, að hún væri kominn hingað til að prófa nýjar veiðilendur, eða eitthvað í þá átt. Eg hugsa að þú hafir meint Morton Sanders þá. En nú leggst það í mig, að þú hafir meiri áhyggjur af dr. Lanyon. — Ætli dr. Lanyon sé ekki maður til að gæta sín, svaraði Madeline í léttum tón. — En hann bauð mér lika, Eileen, og það ; er mergurinn málsins. Það var á Eileen að sjá, að hún héldi að þarna væri eitthvað meira að baki. En þó hún væri forvitin að upplagi, var hún líka svo einstaklega hjartagóð að henni datt ekki í hug að spyrja í þaula, ef hún hélt að Madeline vildi síður svara eða tala um það mál. Og þetta fannst Eileen núna. En þegar hún sá Madeline halda af stað síðdegis, í kirsiberja- rauðum linkjól, sem var eins og áherzlustrik undir bjarta hör- undslitinn, gat hún ekki stillt sig um að kalla í gamni á eftir henni: — Góða veiði — og engar flækjur! Madeline hló, en roðnaði. En hún var orðin of sein fyrir og hljóp frá sýstraheimilinu til dr. Lanyons, sem stóð og beið með bílinn sinn. Afsakaðu! Hún var dálítið móð þegar hún smeygði sér inn í framsætið við hliðina á honum. — Ég mun haía verið of sein. — Allt í lagi, sagði hann og bx-osti alúðlega. — Við eigum síð- degið framundan. Á leiðinni inn í borgina var hún þögul, fyrst í stað. En svo sagði hann upp úr eins manns hljóði: — Mér er sagt að frú Sanders sé að fara úr spítalanum á morgun. — Já. Hún — þau ætla til Englands á fimmtudaginn. , Svo varð nokkur þögn aftur. — — Já, ég frétti það, sagði hann blátt áfram. En bætti svo við' — Skiptir það nokkru máli fyrir þig, Madeline? Hún hló og það gladdi hana mikið, að hann skyldi kalla hana Madeline aftur, undir eins og þau voru utan spitalans. • — Nei, það skiptir ekki miklu rnáli, en ég á að hitta hann á .morgun. — Þú hittir hann oft, er ekki svo? — Jú, víst geri eg það. Hún hafði gleymt að enginn vissi hve þýðingai’mikið stefnumótið á morgun var, nema hún. — En — það stendur alveg sérstaklega á með þetta á morgun. — Hann — hann — hann þarf að segja mér eitthvað sérstakt, áður en hann fer. um — Ég skil, sagði dr. Lanyon og svo talaði hann ekki meira um það. En Madeline fannst á sér að hann mundi vera þessu mót- fallinn, einhverra hluta vegna, því að það sem eftir var leiðai’- innar var hann sami fjarlægi læknirinn, sem hann var í skurð- stofunni, en alls ekki sá rétti, viðfeldni og gamansami dr. Lanyon, sem hann gat verið stundum. En þegar þau komu í gistihúsið og Clarissa tók á móti þeim svipti hann af sér foi’mlega hjúpnum og vai’ð kátur og heillandi. Madeline varð forviða og gröm þegar hann sagði henni að setjast í aftursætið, en Clarissa settist við hliðina á dr. Lanyon. Ef hún vildi taka þátt í gjálfrinu hjá þeim, varð hún að halla sér fram í sætinu, til að láta heyra til sín. — Ef að er gáð, hugsaði hún með sér, — er ég ekki annað an svunta, sem ætti að hanga heima. Auvitað hafði hún ekki búist við öðru af Clarissu. En um dr. Lanyon gegndi öðru máli. Hann vissi, að hún hafði komið í sér- stökum erindum til þess að — að — að ,,vernda hann“, hugsaði hún með sér, þó henni finndist orðin ekki viðeigandi. En þegar hún horfði á hann og sá hve hnyttilega og ertandi hann bar af sér árásir Clárissu, fannst henni ósjálfrátt, aö hún hefði aldrei vitað mann, sem var betur fær um að vernda sjálfan sig en hann var. — En vitanlega er það ekki verndin ein, hugsaði hún með sér. — Heldur hitt, að ferðin er annars eðlis, þegar þriðja pei’són- an er með. En henni fannst þessari þriðju persónu verða meir og meir ofaukið. — Og þetta hérna, hugsaði Madeline með sér, — petta var það, sem ég var að rífast við Morton út af! Ég hefði eins vel getað setiö heima — hérna á ég ekkert erindi. Ég gerði svo mikið úr þessu við Morton, — en svo skipti það í rauninni engu máli, hvort ég væri hérna í bílnum eða ekki. Það fór að síga í hana. Hún varð gröm í gai’ð Lanyons, og þó enn gramari í garð Clai’issu. Henni sái’naði að vera alger auka- geta þarna í ferðinni — ekki nema svæfill i aftui’sætinu. Það var ekki aðeins að metnaði hennar væri misboðið, jafn rækilega og það hafði verið gert. Og heldur ekki hitt aö' hún finndi að henni var alveg ofaukið þarna. En það var fyrst og fremst til- hugsunin um að dr. Lanyon — Lanyon hennar að vissu leyti, — gat setið þai’na, hlæjandi og masandi við Clarissu — og látið sem hann vissi ekki að húix — Madeline — væri til. — Þetta er hi-æðilegt, hugsaði Madeline meö sér, og nú fann hún allt í einu að hana sái’langaði til að fai-a að gráta. Hún sagði við sjálfa sig, aö hryggðin stafaði af því að hún hefði eytt þessum stundum til ónýtis og að hún hefði verið móðguð. En í hjarta sínu vissu hún og fann, þó það væri ekki rökfast, að hana langaði til að gráta af þeirri einföldu ástæðu að dr. Lanyon hafði hvorki heyrt hana eða séð síðan Clarissa kom inn í bílinn. — Ég er jafnmikil gála og hún Clarissa, og elti hvern karl- mann sem ég sé, hugsaði hún með sér i reiði. — En ég geri það meii’a að segja ekki í glettni og góðu skapi, eins og hún. En — æ, dr. Lanyon, hvernig gatstu beðið mig — alvarlega brosandi — að bregðast þér ekki, úr því að þú lést þig einu gilda um hvort ég var með þér eða Morton? Þegar þau höfðu viðdvöl á veitingastað til þess að fá sér te og matarbita, var svo mikill óhugur í Madcline, að hún gat ómögulega tekið þátt í samtalinu við borðið. — Skelfing ertu ólundarleg, sagði Clarissa i einfeldni sinni. — Ég er eitthvað svo innhverf, svai’aði Madeline stutt og og gramdist er dr. Lanyon leit bi-oshýr til hennar. Hvernig bjóst hann við að henni væri innanbrjósts? í bakaleiðinni .töluðu þau dálítið meira við hana. En þetta var ekki annað en innantómt hjal og yfirborðslegt. Madeline fann betur og betur, að þessum síðdegisstundum hafði hún glatað. Þegar þau loksins voru kornin til Montreal aítur, og Lanyon hafði skilað Clarissu í gistihúsið, sneri hann sér að Madeline og spurði ofur yfirborðslega: — Viltu ekki sitja fram í? Hana langaði til að segja „nei“, en fannst það mundi lýsa barnalegum fautaskap og sýna honum, hve móðguð hún þættist vera. Svo að hún færði sig í framsætið og sat þar eins og merki- kerti við hliðina á honum þangað til þau komu að spítalanum. 4 KVÖLDVÖKUNNI Wlig!i!síiíiii!Iiii£!iii!iiaj«ji R. Burroughs you WEE.E COWvPLETELy SUCCESSFUL— YOU ÞISTOSEP OF ALL PANSEfSOLS CHAEACTE^S?vASiCEÞ /AAK.IE. - TARZAIM - 3258 *AH,THENVCHEEI," AAUFSMUKEP THE WO/AAN. *VOU INPEEI7 PESEFÍVE A KEWAPI7INS kiss!// Þér tókst. þetta algerlega. Þú losnaðir við allar hættu- f legar persónur? spurði Mai’ie PIERKE NOPF’EC7. ALL- -EVENI KELLXTHE huntek, ANPCHIEF NGOTO. NO ONE CAN TKACE THE NECICLACE.// spyrjandi. Pierre kinkáði kolli, já, og líka Kelly og Ngoto og cnginn veit hvar hálsfestin er. Og þá elskan min, hvíslaði konan, áttu .skilið að fá koss að launúm. Bílstjói’inn (vaknar úr roti eftir slys); — Hvar er eg ? Hvar er eg? Hjúkrunai’konan: — í númer 27. — Bílstjórinn: — í stofu eða klefa? — Eruð þér vissir um að þessi taska sé úr ekta krókódíla- skinni? spurði kona kaupmann- inn. — Já, alveg viss. Eg skaut þenna krókódíl sjálfur. — En taskan er svo óhrein? — Já, vitanlega. Þetta er þar sem hann kom niður á jörðina, þegar hann datt ofan úr trénu. Hermaður bað um orlof til að kvænast. — Hversu lengi hefirðu þekkt stúlkuna? spurði yfirmaðui’inn. — Eina viku. — Það er nú varla nóg, dreng- ur minn. — Eg sting upp á því að þú bíðir í tvo mánuði, og ef þú verður þá enn ákveðinn í þessu þá skaltu þá orlofið. Eftir tvo mánuði kom her* maðurinn aftur og minnti for* jingjann á loforðið. ) — Jæja. Þú ert enn á sömu ' skoðun? Nú dámar mér ekki! , Eg hélt að ungir menn væru ekki. trúlofaðir sömu stúlkunni svona lengi nú á dögum. — Þetta er heldur ekki sama stúlkan. Þegar tannlæknirinn tók loks úr honum tönnina varð náung- inn reiður: — Þi’já dali fyrir að taka úr eina tönn! Þér voi’uð þó ekki nema þi’jár sekúndvu* að því. — Hvað viljið þér þá fyrir 3 dali, spui’ði tannlæknirinn. — Átti eg kannske að surga í tönn- inni í hálftíma og lóna svo við að taka hana út? — Andið djúpt, var ráðlegg- ing fyi’irlesarans. — Djúp önd- un drepur gerlana. Hjúkrunarkona, sem var ný af nálinni og nemandi, varð | undi’andi yfir þessu. — Hvern- ig getið þér kennt gerlunum að anda, læknir? * I Bei’n í Svisslandi kom einu sinni fregn um alkunn hjón, svohljóðandi: „Baróninn og bar ónessa S. eru barnlaus.“ Og við þetta. hnýtti annar fergnirtari þessarri athuga- semd: „Með öðrum oi’ðum: Þau voru bæði ófrjó“. * Ung og fögur amerísk kona kom einu sinni að máli við lög- fi’æðing sinn. — Er það skilnaðarsök, að maðui’inn minn hefir eyðilagt fjárhag sinn vegna konu? spurði hún. — Já, áreiðanlega, svaraði hann. — Vitið þér hver þessi ástmær hans. er? — Ástmær? Maðurinn minn hefur enga ástmey. — Já, en þessi kvenmaðui’, sem hann hefur eyðilagt fjár- hag sinn fyrir? — Það er eg!

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.