Vísir - 31.05.1960, Blaðsíða 6
V I S I R
WMSim
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Visir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
y Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. P,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 3,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Sjö fyrirtæki sýna framleiðslu
sína í Gautabarg.
Iðiiaðarvörur aðallega srndar.
Aðeins 350 njdsnarar teknir!
Allt frá þeim tíma er Stalín
gerði vináttusamninginn við
Hitler hafa Vesturveldin vit-
að, að Rússum er ekki að
treysta. Þeir hafa alltaf set-
■ ið á svikráðum við lýðræðis-
ríkin síðan, og meira að
segja á meðan þeir börðust
með þeim gegn Þjóðverjum.
1 Þá var fólkinu heima í Rúss-
landi sagt að Rússar berðust
að mestu leyti einir gegn
þýzka hernum; hjálp Eng-
lendinga og Bandaríkja-
manna væri svo hverfandi
lítil, að hún hefði engin á-
hrif á gang sstyrjaldarinnar,
og þeir væru óheilir í aðstoð
sinni og samvinnu.
Eftir að styrjöldinni iauk var
haldið áfram að telja fólki
trú um það, bæði í Rússlandi
£ og leppríkjunum, að Rússar
| væru hinir raunverulegu sig-
f urvegarar. í þessum anda
hefir svo verið unnið æ síð-
an, sami fláttskapurinn hefir
einkennt allt samstarf Rússa
við vestrænar þjóðir. Þegar
þeir hafa talað mest um frið-
arvilja sinn, voru þeir að
fullkomna drápstæki sín, og"
forustumenn þeirra geta
sjaldnast stillt sig um að
gorta af því, hvað þau séu
öflug, um leið og þeir lýsa
yfir að þeir þrái ekkert nema
frið og bræðralag!
Bægslagangur Krúsévs og rama-
kvein kommúnista víðs veg-
ar um heim út af njósnaflug-
vélinni bandarísku, er furðu
’ ósvífið uppátæki, þegar at-
hugað er, hvernig Rússar
hafa sjálfir hegðað sér í
þessu efni alla tíð síðan 1939
a. m. k. En svo virðist sem
þeim hafi tekizt að blekkja
almenning víða um heim
með þessum loddaraskap, og
það sem er enn furðulegra,
að nokkrir málsmetandi
menn í lýðræðislöndunum
hafa líka látið blekkjast og
tekið undir áróður kommún»
ista.
Engin þjóð hefir stundað
njósnir í eins stórum stíl og'
Rússar. Á fundi öryggisráðs'
Sameinuðu þjóðanna minntil
bandaríski fulltrúin Cabot
Lodge á það fyrir nokkrum'
dögum, að síðustu 7 árin hafi
um 350 rússneskir njósnarar
úr liópi sendisveitarstarfs-
manna verið handteknir í
ýmsum löndum.
Geri aðrir betur! Auk þess erj
vitað að þessi þjóð hefir sent,
flugvélar til njósna inn yfir
fjölda mörg lönd, þótt þær
hafi ekki verið skotnar nið-
ur, og kafbátar hennar hafa
verið snuðrandi um öll höf
og upp að hverri strönd, sem
ástæða hefir þó'tt til að at-
huga. Er það ekki stór
furðulegt, að einræðisherra
þessarar þjóðar skuli setja (
allt á annan endann út af
þessari einu flugvél, og er (
ekki enn furðulegra að hon-|
um skyldi takast að blekkja(
umheiminn með þessum
skrípalátum?
Á síðasta starfsári tók Vöru-!
sýningarnefnd ásamt ýmsum ísl
útflutningsfyrirtækjum þátt í
tveimur kaupstefnum í Gauta-
borg og Köln.
Auk þess aðstoðaði nefndin
ýmsa aðila innlenda og erlenda,
sem kynna vildu ísland á er-
lendum vettvangi. Fór sú kynn-
ing fram með ýmsum hætti,
og má merkast telja sýningu,
sem Árni ræðismaður Helgason
í Chicago hafði forystu um að
koma á fót þar í borg með
góðri liðveizlu ýmissa íslend-
inga, sem þar eru búsettir og
víðar.
Sýning þessi vakti verðskuld-
aða athygli og var lofsamlega
getið í blaðafréttum.
Hefur áður verið sagt frá
hinum einstöku sýningum í
fréttum.
Á þessu starfsári munu ým-
is ísl. fyrirtæki ásamt Vöru-
sýningarnefnd taka þátt í tveim
ur til þremur kaupstefnum er-
lendis.
í Gautaborg sýna 7 íslenzk
fyrirtæki þessa dagana fram-
leiðslu sína eða kynna starf-
semi sína.
Er hér einkum að ræða iðn-
aðarvörur, enda virðast nú hafa
skapast skilyrði fyrir mörg iðn-
fyrirtæki hérlendis að selja vör-
„Vinargjöfin"
Um síðustu helgi barst sú
fregn, til viðbótar öllu því,
sem áður var vitað um ó-
skammfeilni Rússa í njósn-
um, að þeir hefðu gefið sendi-
) herra Bandar. í Moskvu
skjaldarmerki Bandaríkj.
útskorið í tré. Skyldi þetta
heita vinargjöf og hengjast
upp á vegg bak við skrifborð
sendiherrans, svo allir sem
inn kæmu, mættu sjá þettá
tákn vináttunnar og þess
bróðurþels, sem Rússar bæru
til bandarísku þjóðarinnar.
Þegar farið var að athuga þessa
„vinargjöf“ nánar, kom í ljós
að hún var í meira lagi und-
arleg. Þetta skjaldarmerki
reyndist vera samsett og inn-
an í því hólf, þar sem komið
var fyrir svolítilli sendistöð!
Til hvers var þessi sendistöð í
merkinu? Var hún ekki al-
) veg meinlaust tæki, sem
{ komið var þarna fyrir til
þess að sýna hve Rússar væru
nettir í höndunum? Komm-
únistar segja sjálfsagt að á-
stæðulaust hafi verið að am-
ast við þessu litla tæki. Því
var aðeins ætlað það hlut-
verk, að senda hvert orð,
sem mælt var í skrifstofu
sendiherrans, til sérstakra
hlustunarstöðva! Þetta heita
sjálfsagt ekki njósnir á máli
kommúnista, en gaman væri
að vita hvað þeir kalla það.
Við rannsókn kom í Ijós að
meira en hundrað slík tæki
höfðu verið gefin og þeim
komið fyrir í löndum austan
járntjaldsins. Þar af voru 25
í Póllandi.
Cabot Lodge sýndi ryggisráð-
inu þetta forláta „innsigli“,
þegar hann hafði flutt
skýrslu sína um njósnir,
Rússa víða um heim. Er ekki
von að kommúnistar taki.
hart á njósnum hjá öðrum! I
Grímseyjarferí
á hvítasunnu.
Ferðaskrifstofa Páls Arason-
ar efnir til þriggja hvítasunnu-
ferða að þessu sinni, til Gríms-
eyjar, á Snæfellsjökul og í
Breiðafjarðaeyjar.
Ekið verður norður til Akur-
eyrar 2. júní og farið þaðan með
flóabátnum Drangi til Gríms-
eyjar með viðkomu í Hrísey,
Ólafsfii'ði og Siglufirði. Frá
Grímsey verður haldið aftur til
Akureyrar og ekið þaðan í Mý-
vatnssveit og á mánudag verður
haldið til Reykjavíkur.
Á laugardag fyrir hvítasunnu
fara tveir hópar vestur á Snæ-
fellsnes. Ráðgert er að annar
hópurinn gangi á Snæfellsjökul
á hvítasunnudag en á mánudag
verður ekið í kring um jökulinn
og komið við hjá Lóndröngum,
Hólahólum, Hellissandi og
Ólafsvík. Hinn hópurinn leggur
leið sína til Stykkishólms og
Grundarfjarðar og fer síðan á
báti um Breiðafjörð og skoðar
eyjarnar.
ur sínar á erlendum markaði
og er vitað að þegar er hafin
töluverð viðleitni í þá átt.
Auk þess stendur Vörusýn-
ingarnefnd sjálf að almennri
landkynningardeild á kaupstefn
unni í Gautaborg, þar sem veitt-
ar eru ýmsar upplýsingar al-
menns eðlis um íslenzka at-
vinnuvegi og menningu. !
Hefur Skarphéðinn Jóhanns-
son arkitekt unnið að skipulags-
uppdráttum beggja hinna ísl.
deilda, og er mál manna, að
mjög vel hafi tekizt um þær
báðar. ’ 1
Þá mun Vörusýningarnefnd
sjá um þátttöku íslands í kaup-
stefnunni í Poznan í Póllandi
sem hefst 12. júní. Undir bún-
ingi að þeirri sýningu er að
verða lokið. i
Fréttir frá Vörusýningarnefnd
Innbrot hjá
Sophin Loren.
Stolið skartgripum
fyrfr milSjéíifr.
í Lundúnafregnum er sagt
frá mesta þjófnaði skart-
gripa frá einstaklingi, er um
getur fyrr og síðar á Bret-
landi. |
Meðan kvikmyndaleikkon-
an SOPHIA LOREN fór til
flugstöðvar frá heimili sínu
í Hertfordsliire til þess að
taka á móti manni sínum, ^
var stolið öllum skartgripum
liennar, sem voru í skríni í
læstri skúffu.
Skartgripirnir eru taldir
vera að vcrðmæti 19—20 !
millj. króna (185 þús. ster- J
lingspund). — Sophia er (
sem stendur að' leika í kvik-.
mynd í Elstree-kvikmynda-.
verinu.
Þetta er annar skartgripa-
þjófnaðurinn hjá kvikmynda
leikara á Bretlandi á 3 sólar-
hringum. Hinn var framinn
á heimili Gregory Peck og
stolið skartgripum, loðfeld-
um og fleiru alls 5000 stpd.
Fundizt hefir á Guam,
Kyrrahafi, japanskur her- (
maður, sem þar hefir verið ^
frá 1943. Hann var fluttur)
í sjúkrahús. Hann vill ekki
trúa því, að styrjöldinni sé
lokið.
2800 sýningargestir skoða
myndir Ferrós í krók og kring.
Málverka- og mósaiksýning
Ferrós hefur verið geysivel sótt. j
eins og við var búizt. Komið
hafa 2800 gestir á sýninguna,
og 92 myndir selzt. I fyrradag
komu 209 manns að skoða.
Vísir átti stutt samtal við
Ferró i morgun, og sagði lista-
maðurinn, að eftirtektarvert
væri, hve aðsókn væri jöfn.
Fyrir utan fyrstu dagana hafi
komið að meðaltali 100 mann
á dag. Þá hafði hann orð á því,
hve miklu ánægjulegra væri að
sýna hér heima en erlendis,
að því leyti, að hér gæfi fólk
sér meir.i tíma til að skoða
myndirnar í krók og kring. Er- j
lendis væri algengt að flestir
rækju aðeins nefið, stönzuðu
svo sem í tíu mínútur og væri
svo horfið. í útlöndum hefðu
Þriðjudaginn 31. maí 1960
„Gamall bóndi“ skrifar:
„Hjá þeim, sem eiga fé hér í
Reykjavík byrjar sauðburðurinn
snemma. Ærnar þeirra fax’a að
bera í byrjun maí, en í sveitun-
um byrjar sauðburðurinn, þar
sem ég þekki til, ekki fyrr en um
20. maí, og er nógu snemmt, því
að hætta er við hretum og oft
lítill gróður kominn fyrri hluta
maímánaðar, og jaifnvel síðar.
Það mun enn vera svo, að eitt
það sem mest gleður börnin (og
raunar fullorðna lika) og þá ekki
siður kaupstaðaböi’nin, sem fai’a
í sveit, er það þegar blessuð
lömbin eru komin til sögunnar
og sparka sperrt og spræk, iðandi
af lífsfjöri ki’ingum mæður sin-
ar á grösugum bölum, en börnin
kynnast líka annarri hlið, sem
allir er sveitalífinu eru kunnir
þekkja, þeir sem ganga til fjár-
ins um sauðbui’ðinn, vaka þá oft
nótt með degi, því að margri
ánni þarf að hjálpa, lambkettl-
ingar villast fi’á mæðrum sínum
— fyrir kemur að ær vill ekki
þýðast nema annan af tvílemb-
ingum o. s. frv.
Mikill viðbui’ður.
Mikill viðburður var það í aug-
um lítils di’engs, er eitt sinn var
hjá mér, er einn heimamanna
kom heim snöggklæddur í hi'agl-
anda, votur inn að skinni, með
lambkettling í úlpunni. Það varð
til lífs, svo að það, því var tekið
opnum örmum, vafið í gamla
peysu og gefin heit mjólk og sett
i ki’ók nálægt eldavélinni. En
ekkert var óvanlegt við þetta i
augum annarra. Þannig er oft
lömbum bjargað á sveitarheimil-
unum á vorin. Fyrir kaupstaðar-
börnin er þroskandi að kynnast
svetarlifinu frá þessari hlið sem
björtu hliðinni.
Meira öryggi.
Ég hefi hugsað þvi oftar um
það sem árin hafa liðið hvoi’t
bændur gætu hagað þ\’í svo til,
að öryggi ykist um sauðbui'ðinn,
—- hvort ekki væru að skapast
skilyrði til þess nú oi’ðið —
a.m.k. sumstaðar að sleppa ekki
fénu löngu fyrir sauðburð út um
alla haga. Skilyrði til ræktunar
eru nú öll önnur en áðuur og
tún víða orðin geysvíðlend. Á ég
við hvort ekki gæti beinlínis borg
að sig að rækta hagatún, — og
hafa féð þarfagfgaðagagfagfaíf
þar sem skilyi’ði eru bezt í land-
areigninni, m.a. með tilliti til
skjáls, og hafa féð þar á afgii'tu.
skjólgóðu svæði, þar sem hægt
væri að ganga að því vísu, og
það væri öruggt fyrir ýmsum
hættum. Þar kæmu góð gi’ös
snemma og fyrr en í högunum,
sem mundu hafa sitt aðdráttai’afl
eigi minna, er fénu væri sleppt
á þá, gróðurmeiri að mun en fyr-
ir sauðburð. Með þessari tilhög-
un ætti sauðburðurinn að geta
orðið nær áfallalaus, en það er
mikið fjárhagslegt tjón, — sem
bændur bíða og margir árlega,
við hina gömlu tilhögun, og mik-
ið erfiði mundi sparast og á-
hyggjur minnka. Þetta hefur mér
einmitt orðið umhugsunarefni, er
ég hefi séð hve vel lömbin una
á túnunum hér og hugleitt örygg-
ið í fjárræktarlöndum eigi minni
en íslandi við öruggiskilyrði.
allir þessi ósköp að gera eða
héldu sig hafa það. íslenzkir
sýningargestir hefðu blessunar-
lega ekki enn smitazt svo af
þessu einkenni 20. aldar. Þeir
hefðu þolinmæði til að skoða
myndir og mynduðu sér eig-
in skoðanir og dóma.