Vísir - 31.05.1960, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 31. maí 1960
V f S I R
S$€i>ða forsœtisráðherra í gœr.
Viðreisnin tekst, ef
En sterk öfl reyna að
villa henni sýn.
Þung ábyrgð hvfifr nú á þeím, sem vinna
óheiifaverkin.
Hér fer á eftir ræða
sú, sem Ólafur Thors
forsætisráðherra flutti
við útvarpsumræðurnar
í gærkvöldi. — Hann
var fyrstur ræðumanna
Sjálfstæðisflokksins.
Herra forseti!
Hermann Jónasson, fyrrv. for
sætisráðherra, hefur gengið í
fylkingarbrjósti árásarliðsins
hér í kvöld. Hann lauk máli
sínu með því að segja, að allir
skynibornir menn sæju fyrir
fall stjórnarinnar. Eg skal ekki
dæma um hversu mikið af því
sem Hermann Jónasson sagði,
var skoðun hans — en þetta
meinti hann ekki. Það þori ég
að fullvrða, því ef hann tryði
þessu, þá væri hann ekki jafn
skapþungur þessa dagana og
raun ber vitn.i um. Svo vel
þekki ég Hermann Jónasson. i
Háttvirtur þingm. Jón Skafta
son hélt svipaða ræðu og Her-
mann Jónasson og endaði með
sömu spá um feigð stjórnarinn-
ar og stjórnars.tefnunnar. Hann
bauð síðan góða nótt og fór:
heim að sofa. Eg spái, því, að
þessi ungi maður sofi enn póli-
tískum svefn.i í nokkur ár, en
vakni síðan við þann vonda
draum. að stjórnarstefnan lifi
góðu lífi — og soyr þá væntan-
lega, hvort okkur vanti ekki
háseta. (
En annars má með sanni
segja, að sínum augum lítur
hver á silfrið.
Væri lýsing hv. stjérnarand-
stæðinga á ríkis.stjórr.inni rétt,
og bað þótt ekki væri nema að
hálfu leyti, mvndi núverandi
stjórn misvitrari, kaldrifjaðri
og svikulli en nokkur önnur
stjórn, sem hér hefur farið með
völd, a. m. k. ef undan eru skild
ar hungurstjórnin, sem sat á ár-
unum 1934—37í og svo auðvit-
að vinstri stjórnin svonefnda. |
En ekki var það þetta mark,
sem við sem að stjórnínni stönd j
um, settum okkur, né heldur er
um við okkur þess meðvitandi
að verðskulda þá dóma, sem
stjórnarandstæðingar kveða
upp, látast trúa, en gera ekk.i.
— v —
Mér er auðvitað ekki auðið
að hrekja allar rangfærslur og
rökviilur stiórnarandstæðinga
á örfáum mínútum. Og þó —
með því að segja frá staðreynd-
um hrek ég a. m. k. mestan
málflutning þeirra.
Ekki er auðið að gera sér
sæmilega grein fyrir því, sem
nú er að' ske á sviði íslenzkra |
þjóðmála, án.þess að horft sé
um öxl og skoðað hvar þjóðin
var á vegi stödd, þegar núver-
andi stjórnarflokkar mörkuðu
stefnu sína og hófust handa um
viðreisnina.
Verð ég þó að láta nægja að
minna á, að þegar vinstri stjórn
in tók við völdum á miðju ári
1956, hét hún því, að marka
nýja stefnu, hverfa með öllu frá
uppbótastefnunni, sem hún
taldi helstefnu, stórlækka
skatta, ráða niðurlögum verð-
bólgunnar og leysa allan efna-
hagsmálavandann með varan-
legum úrræðum, án þess að
skert yrðu kjör nokkurs manns.
Rúmum tveim árum síðar
gafst þessi stjórn upp. Hún
hafði hækkað árlega skatta um
1200 millj. kr., uppbætur höfðu
aldrei verið neitt viðlíka háar,
dýrtíðin var i algleymingi og
þegar forsætisráðherrann, Her-
mann Jónasson, tilkynnti lausn-
arbeiðni sína, sagði hann nýja
verðbólguöldu vera riðna yfir
þjóðina, í stjórn hans væri ekki
samstaðan um nein úrræði, en
stjórnarskútan á reki rétt við!
brimgarðinn. Allt er þetta öll-
uc kunnugt og lifir aðeins sem
söguleg staðreynd, til viðvörun-
ar um alla framtíð.
Það þarf sannarlega kok-
hraustan karl til að halda ræð-
una, sem Hermann Jónasson
hélt hér áðan með fortíð sína
á bakinu. En meðal annarra
orða, hvað geta menn lengi bú-
izt við að verða teknir hátíð-
lega með slíku framferði?
Með stuðningi Sjálfstæðis-
flokksins tókst Alþýðuflokkur-
inn á hendur þann vanda að
gera bráðabirgðaráðstafanir til
að stöðva verðbólguna og jafn-
framt að breyta kjördæmaskip-
an landsins í réttlátara horf, í
því skyni m. a. að uppræta spill
inguna á stjórnmálasvið.inu, en
hvort tveggja þetta hafði Sjálf-
stæðisflokkurinn sett að skil-
yrði fyrir stuðningi sínum og
féllu þar saman hugðarefni og
skoðanir Sjálfstæðisflokksins
og Alþýðuflokksins.
Þessum flokkum tókst að
forða frá voðanum í bili og
jafnframt að bera fram til sig-
urs hið mikla réttlætismál, að
endurreisa lýðræðið á Islandi,
með breyttri kjördæmaskipan.
verandi stjórn mynduð 20. nóv.
síðastl.
Stjórn Alþýðuflokksins hafði
aldrei sett sér annað mark en
það að stöðva framrás ógæfunn
ar, þar til sterkari stjórn tæki
við völdum. Núverandi stjórn
varð hins vegar að ráðast gegn
vandanum. Hún ásetti sér að
láta einsk.is ófreistað til þess að
leiða þjóðina inn á nýjar braut-
ir, vel vitandi að verkefnið var
stórt og vandasamt, en þá líka
svo veglegt, að sérhver stjórn-
málamaður hlaut að girnast að
þreyta þau fangbrögð.
— v —
Hér eru þe.ss ekki tök að
rekja til hlítar aðkómu ríkis-
stjórnarinnar né allar aðgerðir
til að greiða vexti og afborgan-
ir af erlendum skuldum henn-
ar, var orðinn geigvænlega hár.
Að svo sé,'sézt bezt á þessu:
| Á árunum 1951—55 var
1 greiðslubyrðin 30 millj. kr., eða
um 3% af gjaldeyristekjunum.
1958 var hún orðin 87 millj.
kr, eða 8%.
| 1959 var hún orðin 138 millj.
kr. — 1960 verður hún 163
millj. kr. og nær hámarki 1961
með 183 millj. eða hvorki meira
né minna en 11—12%, verði
t engum lánum viðbætt.
Við þetta bæti ég því einu,
j að talið er ískyggilegt, ef
| greiðslubyrðin fer fram úr 5% í
stað 12% hjá okkur og að með
þessu eru íslendingar orðnir
þjóða verstir í þessum efnum,
Ólafur Thors í ræðustól. Myndin var tekin á síðasta landsfundi
Sjálfstæðisflokksins.
í haustkosningunum í fyrra
kom í ljós, að í mörgum höfuð-
efnum höfðu Alþýðuflokkurinn
og Sjálfstæðisflokkurinn mark-
að svipaða stefnu. Það var því ^
eðlileg rás viðburðanna, að eft-
ir kosningasigurinn reyndu
þessir flokkar með sér samning
um samstjórn.
Sem kunnugt er gengu þeir
samningar greiðlega og var nú- ■
hennar. En rétt er að minna á
það allra stærsta.
Eg játa hispurslaust, að þeg-
ar haustkosningarnar fóru fram
í fyrra haust, renndi mig ekki
grun í hversu hörmulega var
komið efnahagsmálum þjóðar-
innar, enda þótt mér væri vel
ljóst, að við höíðum lengi verið
á hálum ís.
Allt lá þetta skýrara fyrir,
þegar stjórnin var mynduð 20.
nóv. s.l., en skýrðist þó æ betur
næstu vikurnar þar á eftir, jafn
óðum og nýjar og nýjar skýrsl-
ur bárust af niðurstöðum rann-
sóknar efnahagsmálaráðunauta
stjórnarinnar.
Skiptir ekki höfuðmáli að
rekja þá sögu hér, En þegar
stjórnin tók endanlegar ákvarð-
anir og markaði opinberlega
stefnu sína í lok janúarmánað-
ar s.k, hafði hún m. a. horfzt í
augu við þessar staðreyndir:
í fyrsta lagi:
í ljós var komið, að síðustu
5 árin hafði þjóðin eytt um
1050 millj. kr. meira en hún
hafði aflað og tekið í því skyni
erlend, óhagstæð eyðslulán.
Það er þetta, sem Hermann
Jónasson kallaði yfirskinsá-
stæðu til stefnubreytingar.
Afleiðing þessa glæfralega
framferðis var, að greiðslubyrð-
in, þ. e. a- s. sá hluti gjaldeyris
tekna þjóðarinnar,- sem þurfti
að einni undanskilinni.
Afleiðing þessa var m. a. sú,
að engin þeirra stofnana, sem
lán veita þjóðum eins og íslend
ingum taldi sér lengur fært að
lána okkur og heldur ekki þær
sem við eigum aðild að, svo sem
Alþjóðabankinn og Efnahags-
samvinnustofnun Evrópu.
Til skýringar get ég þess, að
lán vinstri stjórnarinnar voru
fengin frá öðrum og af annar-
legum ástæðum veitt; umbúða-
laust sagt voru þau, svo sem
alkunnugt er, borgun fyrir að
vinstri stjórnin brást kosninga-
fyrirheiti sínu um að senda
varnarliðið úr landi.
f öðru lagi:
Næsta viðfangsefnið var at-
hugun á getu íslendinga til að
standa undir þessari geigvæn-
legu greiðslubyrði.
í ljó.s kom, að í árslok 1954
áttu íslenzkir bankar hreina
gjaldeyrisinneign í frjálsum
gjaldeyri, sem nam 220 millj.
kr.
í árslok 1959 var hver eyrir
uppétinn og í staðinn komin
skuld, að upphæð 65 millj. kr.
Samtímis hafði gjaldeyrisastað-
an gagnvart jafnkeypislöndun-
um versnað um 15 millj., eða
alls 300 millj. kr. halii á 5 árum.
Með þessu voru íslendingar
einnig í. þessurn efnum sokkir
dýpra en nokkur önnur sið-
menntuð þjóð, ef til vill að
einni undanskilinni.
Til skýringar get ég þeSs, ay
hverri þjóð er talið hollt að eiga
gjaldeyrisforða, er nemi a.m.k.
30—40% af andvirði. ársinn-.
flutningi. Á það skorti íslend-
inga a. m. k. 1000 millj. kr.
Eg gej þess ennfremur, að í
janúar versnaði þessi mynd enn
óhugnanlega, þannig að við vor
um hvern einasta dag haldnir
ótta við algjört greiðsluþrot, til
óbætanlegs skaða og háðungar
þjóð, sem slíkt ástand kallaði
yfir sig, þrátt fyrdr gott árferði,
jafnt varðandi tíðarfar sem.
verzlun og viðskipti.
Miðað við þann voða voru
hitt kannske smámunir, en þó
eitt ærið áhyggjuefni, að slíkt
gjaldeyrisöngþveiti hlaut auð-
vitað að leiða til þess, að menn
gátu ekki keypt rekstrarvörur,
byggingarefni né ný atvinnu-
tæki sæmilega eftir þörfum, en
auðsætt var að það myndi valda
bæði óhagstæðu verðlagi og
hættulegu atvinnuleysi.
í þriðja lagi:
Þriðja viðfangsefnið var sva
að skoða hver áhrif uppbóta-
kerfið hafði á þessi dauðamein.
í ljós kom þetta:
Hver sá, sem flutti út vöru
! fyrir eitt hundrað krónur, edgn
: aðist með því að meðaltali nær
| 87 króna kröfu á útflutnings-
sjóð. Þegar svo inn var flutt
vara fyrir þersar 100 kr. T-oru.
tekjur útflutningssjcðs af þ::m
innflutningi ekki 87 krónur,
heldur aðains 68 V2 króna, en
aðrar tekjur ÚtflutningssjóðS-
j voru sáralitlar. Af þessu leiddi
j stórkostlegur halli fyrir Útflutn
ingssjóð.
I Þennan halla var hægt að
vinna upp með tveinnu móti:
1) Að auka innflutning lúxus-
varanna.
2) Með erlendum lántökum og
eyðslu gjaldeyrissjóða og
notkun yfirdráttarheimilda.
Bæði vinstri stjórnin og stjórn
Emils Jónsonar gáfust upp á
lúxus-innflutningnum vegna
gj aldeyrisskorts.
Síðari leiðin lokaðist, þegar
allir sjóðir voru uppétnir og
enginn vildi lengur lána ís-
andi.
Kjarni málsins er, að uppbóta
kerfi, sem nærist á eyðslulán-
um, er sjálfdautt, þegar engin
lán eru lengur fáanleg, að ó-
breyttu kerfi. En þannig var
einmitt komið fyri-r okkur Is-
lendingum um síðustu áramót.
Með því var þeirri ógæfuleið
lokið, hvort sem íslendingum
líkaði betur eða verr. Um það.
þurfti því ekki frekar að ræða
né hugsa.
V.ið það má ,svo enn bæta, að
þótt einhver hefði viljað gust-
uka sig yfir okkur og auðvelda
okkur að lifa áfram um efni
fram á annarra kostnað, hefði
vitaskuld af því leitt aukin
byrði vaxta og afborgana. Ein-
hverntíma hlaut svo að koma^
að skuldadögunum. Spurningin
var aðeins sú, hvort við höfuni
Eramh. á 11. síðu.